Vísir - 08.09.1966, Blaðsíða 2
V í SIR . Flmmtudagur 8. september 196(í.
TJORI: JQN BIRGIR PETjURSSON
NANTES fann verðugan mótherja
í ískuldanum ú Luugurdulsvelli
KR var í fæstu síðra en frönsku meisfararnir
KR-ingar komu sannarlega á óvart í gærkvöidi gegn
frönsku meisturunum Nantes á Laugardalsvellinum.
Að vísu tapaði KR með 3:2 gegn þessu frábæra liði,
en samt sem áður sannaðist það enn einu sinni, að
KR gengur vel gegn erlendum liðum. Staðreyndin var
sú, að KR átti fullt éins skilið að vinna 3:2 eins og
Frakkamir.
Ekki bara þetta. Leikurinn í gærkvöldi í nístandi
kuldanum sýndi liðlega 3000 áhorfendum stórkostlega
góða knattspymu, — og þar voru bæði liðin að verki,
en ekki aðeins erlendi aðilinn eins og oft hefur viljað
brenna við.
Þetta tókst KR-ingum, enda þótt
byrjunin væri síður en svo uppörv-
andi. Eftir rúmar 9 mínútur var
staðan á markatöflunni: NANTES
2 — KR 0. Fólk bjóst við stórum
úrslitatölum. Hinir fjölmennu
erl. blaða- og útvarpsmenn í litlu
blaðamannastúkunni í Laugardal
voru ánægðir, en brosið átti eftir
að minnka.
Þetta var eftir að Gondet mið-
herji komst einn inn fyrir og skor-
aði á 9. mínútu fram hjá Guð'-
mundi markverði og Simon
vinstri innherji, báðir meðal
skærustu stjarna Frakka í dag í
knattspyrnuheiminum, hafði skor-
að glæsilegt mark af vítateig með
eldingarsnöggu skoti efst upp í
horn.
En KR hafði engu að síður
haldið áfram sóknaraöferðinni og
eftir fyrra markið var það hrein-
asta óheppni að hvorki Eyleifi
eða Gunnari Felixsyni skyldi lán-
ast að skora og eftir síðara mark-
ið ógnaði Baldvin mjög með skalla
eftir góða fyrirgjöf frá vinstri. Á
29. mín. átti KR margfalt tækifæri
til að skora, en Jón Sigurðsson batt
endahtiútinn og skaut fram hjá.
Loks á síðustu sekúndum leiks-
ins kom fyrir nokkuð óvænt og
óalgengt atvik. Gunnar Felixson
sótti að markverði Frakka, Daniel
Eon, sem ætlaði að spyrna frá
marki, Þetta líkaði ekki De
Chenadec, framverði sem kom
hlaupandi að og réðist að Gunnari
og ýtti honum burtu. E.t.v. nokk-
uð strangur dómur, en Rolf Hanse
frá Noregi taldi að hér bæri að
dæma vítaspyrnu. Úr spymunni
skoraði Ellert' Schram örugglega
2:1.
KR hafði sött fullt eins mikið
og Frakkarnir í fyrri hálfleik og
ógnað marki þeirra meira en
Frakkarnir KR-markinu. Hins veg-
ar voru Frakkarnir alltaf hættu-
legir í nánd við vítateiginn með
hin föstu og öruggu skot sín. í
seinni hálfleik, þegar KR lék á
móti strekkings norðankalda gekk
ekki síður að sækja á Frakkana
og langtímum saman var þaö KR,
sem sótti og ógnaði.
Frakkar skoruðu þó fyrst 3:1
og kom það mark frá Gondet,
geysifast skot og óvænt af víta-
teigslínu, sem Guðmundur réði
ekki við. Áður hafði framlína KR
ógnað en oft farið flatt á rang-
stöðu„taktík“ Frakkanna, sem var
mjög árangursrík.
Á 20. mín. komst Gunnar Felix-
son upp einn en markvörður lok-
aði vel og bjargaði marki. Á 34.
mín. átti KR laglega sókn upp
hægra megin og Baldvin náði góðu
skoti, en var óheppinn og skaut í
útréttan fót varnarmanns.
Loks á 37. mín. skoraði Ellert
Schram stórglæsilegt mark. Hann
tók viö boltanum vel utan vítateigs
sendi hann lítið eitt fram fyrir sig
og ákvað skyndilega að reyna skot.
Skotið lenti ofarlega í hornið fjær
Dregið í
Bikarnum
Dregið var í fyrradag í 4.
umferð bikarkeppni KSÍ og fór
drátturinn þannig (leikstaður
og dagur ekki enn ákveðinn):
1. Í.A. — K.R.
2. Valur — Í.B.A.
3. I.B.l. — Þróttur
4. Í.B.K.—Fram
Valur-b — F.H.
VAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/
algjörlega óverjandi fyrir franska
markvörðinn.
Þannig lauk skemmtilegum leik,
sem enginn áhorfanda þurfti að
sjá eftir að hafa séð. En eftir er
þrautin þyngri, — leikurinn gegn
Nantes í Frakklandi í október-
mánuði n.k. og vonandi tekst KR
þá upp ekki síður en nú.
KR-liðið lék allt vel og náði sín-
um bezta leik í langan tíma. Það
er erfitt að hæla nokkrum sérstök-
um, en engu að síður vöktu þeir
bakverðimir Kristinn Jónsson og
Óskar Sigurðsson athygli fyrir leik
sinn. Liðið í heild fann sig vel og
lék hraðan og skemmtilegan leik,
ekki síður en fjaðurmagnaðir
Frakkarnir.
Dómaratríóið kom frá Noregi
að þessu sinni og gerði sínu hlut-
verki þokkaleg skil.
— jbp —
Efnilegur skíBustúlkur
• „Þessar ungu stúlkur tóku
yrir nokkrum dögum á móti
erðlaunum sínum fyrir stórsvigs-
ceppni Kerlingarfjallamótsins og
ifhenti Valdimar ömólfsson, fyr-
rliði þeirra Kerlingarfjallamanna,
verðlaunin.
Valdimar kvaö það eiginlega
kki hafa verið á dagskránni að
rnfa teipnaflokk í mótinu, en svo
lefði æxlazt til að nokkrar stúlkur
befðu sýnt miklar framfarir meðan
þær dvöldust í fjöllunum og þvi
hefði verið ákveðið að keppa í
þessum flokki.
Um 280 manns sóttu skóla
þeirra Valdimars og félaga ; sum-
ar. Valdimar sagði veðrið hafa
verið allgott í allt sumar er frá
er talin ein vika, þegar illviðri
skall á. um allt landið.
Stúlkumar myndarlegu úr
Kerlingarfjöllum: Margrét Eyfells
(sem sigraði I keppninni), Jóna
Bjarnadóttir, Edda Erlendsdóttir
og Edda Sverrisdóttir. Beztum
brautartíma náði Guðbjörg Sig-
urðardóttir en hún var óheppin
í seinni ferðinní, missti skíðið sitt,
— og þar með var draumurinn
búinn. Einhvers staðar stendur
þó að fall sé fararheill, og vonandi
verður svo í þetta sinn, því þetta
var fyrsta skíðamótið hennar, sem
og hinna stúlknanna.
Magnús var örugg-
ur sigurvegari
Sjaldan eða aldrei hafa eins
margir fylgzt með golfkeppni hér
á landi og á laugardaginn á golf-
velli Golfklúbbs Ness, en þá áttust
við beztu kylfingar landsins í ár-
legri keppni G. N., en þessi keppni
fór fyrst fram f fyrra og verður
haldin fyrstu helgina í september
ár hvert.
Til keppninnar voru mættir Ól-
afur Ág. Ólafsson frá Reykjavík,
Jóhann Eyjólfsson frá Golfklúbbi
Ness, hinir síungu golfmenn Hafliði
Guðmundsson frá Akureyri og
Sveinn Ársælsson frá Vestmanna-
eyjum, en þeir unnu þau mót, sem
til þurfti hvor i sínum heimabæ
gegn yngri mönnum og mættu því
til þessarar keppni. Frá Golfklúbbi
Suðumesja kom Þorbjöm Kjærbo,
en hann vann raunar einnig mótið
í Grafarholti, en sigurvegari þess
móts vann réttinn til að mæta
fyrir Reykjavík. Var Ólafi Ágústi
því boðin þátttaka, enda gat Þor-
björn vart mætt fyrir tvo ' aðila.
Þá var boðið til keppninnar Ken
Bjork, bezta manni varnarliðs-
manna.
Keppnin var hin skemmtilegasta,
en Magnús Guðmundsson, Islands-
meistarinn undanfarin ár, var í sér
flokki og vann á 69 höggum, 1
undir par, sem er vallarmet á
Suðurnegi. Aðrir og jafnir voru
Þorbjöm Kjærbo og Ólafur Ágúst
Ólafsson með 78 högg, og þriðju
og fjórðu Jóhann Eyjólfsson og
Ken Bjork með 79 högg, Sveinn
Ársælsson með 81 högg og Hafliði
Guðmundsson með 85 högg.
Golfklúbbur Ness sér um keppni
þessa og setti £ upphafi reglur
hennar, en þær voru sendar öðrum
klúbbum og mættu þegar velvild
og miklum áhuga. Flugfélag íslands
gefur verðlaun til keppninnar, veg-
legan veggskjöld og að auki flug-
ferðir fyrir þátttakendur utan af
landi.
Áhorfendur að keppninni á laug-
ardaginn kusu margir hverjir að
dvelja innan dyra í hinum vistlega
golfskála vallarins, enda var veð-
ur heldur leiöinlegt til keppni, en
upplýsingar bámst jafnharðan af
golfköppunum með hjálp „labb-
rabb“-tækis og var árangurinn
færður á töflu.
Allir þátttakendur fengu að
keppni lokinni verðlaunapening og
Magnús tók við verðlaunagripnum
frá Magnúsi Bjamasyni, fulltrúa
frá Flugfélagi íslands.
Nokkrir leikir vom leiknir l
ensku deildakeppninni í gærkveldi
og urðu úrslit þeirra þessi:
1. deild:
Chelsea—Leicester 2—2
Leeds—Sunderland 2—1
Manchester C. — West Ham 1—4
Newcastle — W.B.A. 1—3
Stoke—Manchester U. 3—0
2. deild:
Blackbum—Preston 2—0
Bolton— Carlisle 3—0
Cardiff—Huddersfjeld 1—1
Plymouth—Birmin^ham 1—1
Portmouth—Hull 0—1
Wolves—Crystal Palace 1—1