Vísir - 08.09.1966, Page 8
8
V1SIR . Fimmtudagur 8. september 1966.
Utgetandi: Blaðaðtgðfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
ASstoðarrltstjóri: Axel Fhorstei'ason
Auglýsingar Mngholtsstraeti 1
Afgreiðsia: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (S linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 7,00 elntakiö
Prentsmiðja Vlsls — Edda h.f
Norðmenn og Islendingar
per Borten, forsætisráöherra Noregs, er kominn í
opinbera heimsókn til íslands. Hann átti I morgun við-
ræður við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og
Emil Jónsson, utanríkisráðherra. Koma Bortens er
ánægjulegur þáttur í samskiptum þessara tveggja
þjóða, sem tengdar eru traustari sögulegum böndum
en gengur og gerist um nágrannaþjóðir. Norðmenn
og íslendingar hafa löngum litið hvorir á aðra sem
frændur og vini.
Viðræður Bortens við íslenzka ráðamenn verða
ekki langvinnar í þessari heimsókn. í þess stað mun
norski forsætisráðherrann ferðast meira um landið
en títt hefur verið um opinbera gesti íslenzku þjóðar-
innar. Liggur leið hans vestur, norður og suður á land.
Dagskrá heimsóknarinnar er raunar táknræn um sam
skipti þessara tveggja þjóða. Milli þeirra eru fá við-
skiptaleg eða stjórnmálaleg deilumál, sem þurfi að
sætta. Samskipti þjóðanna eru fyrst og fremst menn-
ingarleg og félagsleg, og þar er einungis um vinsam-
leg samskipti að ræða. Það er því eðlilegt, að við
þessa heimsókn sé mest áherzla lögð á að kynna
land og þjóð fyrir Borten, sem er tiltölulega nýr í
starfi sem forsætisráðherra Noregs.
Hin borgaralega stjóm Bortens í Noregi hefur að-
eins verið við völd skamma hríð, en hún hefur tekið
vandamál þjóðarinnar föstum tökum frá upphafi. Sam
starf flokkanna hefur gengið mjög vel, og eru líkur
til að það samstarf haldist. Tekin hefur verið upp
frjálslyndari stefna en jafnaðarmannastjórnin rak, og
kemur nýja stefnan fram í ýmsum myndum.
Sem dæmi má nefna, að stjórn Bortens hefur ekki
tekið upp hina kaldranalegu afstöðu, sem fyrri stjórn
hafði til flugreksturs útgerðarmannsins og íslandsvin-
arins Braathens. Nýja stjórnin hefur ekki beygt sig
fyrir kröfum hins norræna flugfélags SAS um, að
framtaki Braathens verði haldið í skef jum. Flugrekst-
ur Braathens er einfaldur í sniðum og honum hefur
gengið vel að reka flugleiðir, sem SAS hefur gefizt
upp á. Að mörgu leyti svipar flugfélagi Braathens til
íslenzka flugfélagsins Loftleiða, en Braathen á að því
leyti erfiðari aðstöðu, að armur SAS nær betur til
hans. Er það gott dæmi um einurð stjórnar Bortens,
að hún hefur ekki látið gagnrýni frá hinum aðildar-
löndum SAS hindra sig í að taka upp frjálslyndari
stefnu gagnvart Braathen.
íslendingar fagna heils hugar komu Per Bortens
forsætisráðherra til íslands og óska honum fróðlegr-
ar og ánægjulegrar dvalar hér á landi næstu daga.
Engey
]\ú er lítið eftir af fornri frægð í Engey. Hún hefur
verið í eyði um nokkurt áraþii og voru húsin orðin
mjög illa á sig komin. Gripið var til þess ráðs sl.
þriðjudagskvöld að eyða þeim í eldi, og var það ill
nauðsyn. Þessi atburður gefur mönnum tilefni til að
hugleiða, hver skuli vera framtíð Engeyjar, og hvern
ig eyjunni verði sómi sýndur í framtíðinni.
Gullfoss.
Vetrarferðir Gullfoss til
suðlœgra sólarlanda
Mikil aðsókn hefur þegar orð-
ið í vetrarferðir þær, sem Eim-
skipafélag islands ætlar að efna
til með Gullfossi í vetur til suð-
lægra sólarlanda. Er nú óðum
aö fyllast í fyrri ferðina, en i
seinni ferðina eru öll rými
frammi á skipinu úpppöntuð, að
eins eru eftir káetur aftan til í
skipinu, sem einnig er 1. far-
rými í þessari ferð, þó að~ ká-
etur séu ódýrari þar en fram á.
Fyrir utan þessar tvær vetr-
arferðir til suðlægari landa, fer
GÚllfóss f þrjár aðrar vetrar-
ferðir fyrir næstu áramót. Hef-
ur þegar selzt upp í tvær fyrri
ferðirnar ,en nokkrar káetur eru
eftlr f ferðina, sem verður farin
frá Reykjavík hinn 3. desember.
Innan skamms verður ákveð-
ið, hvaða aörar vetrarferðir
verða famar eftir áramót í vet-
ur, en einnig verður ákveðið
hvort farið verður til Montreal
í Kanada í sambandi við opnun
Heimssýningarinnar í apríl 1967.
Verður farið, ef næg þátttaka
fæst í ferðina, en áætlað er að
skipið fari meö 150—160 far-
þega. Nokkrir hafa þegar skrif-
að sig í feröina og verða þeir
látnir sitja fyrir, ef af ferðinni
verður.
1 fyrri ferðina til Kanaríeyja,
veröur farið 17. janúar frá
Reykjavík beint 'til Ponta Del-
gada á St. Michael, sem er
stærst Azoreyjanna. Siglingin
Nýjung hjá Eimskip,
en einnig fer Gull-
foss ef til vill til
Montreal á Heims-
sýninguna
þangað tekur rúma fjóra sólar-
hringa og skiptir á þessari leið
úr vetri I sumar, ef svo má að
orði kveöa, einhvem tíma á
miðri leið. Meöan staðið verður
við Ponta Delgada, verður séð
til þess, að farþegar komist í
landferðir, þeim til fróðleiks og
skemmtunar, og verður sá hátt-
ur hafður á á öllum viðkomu-
stöðum skipsins.
Frá Ponta Delgada verður far
ið til Madeira, sem hefur veriö
kölluð „Eyja hins eilífa vors'
vegna fegurðar eyjarinnar og
heilnæms loftlags. Paðan verð-
ur farið til Kanaríeyjanna, sem
er syðsti viðkomustaður skips-
ins og yerður höfuðborg eyj-
anna, Las Palmas, m. a. heim-
sótt. Borgin hefur um 220.000
ibúa og er borgar- og skemirti-
lffið þar fjölbreytt og fjörugt,
Á Kaharíeyjum er sannkölluö
„Sumarparadís". Ríkir þar sum-
ar allt árið með um 20 stig ð
C. Þegar snjór og klaki klæðir
allt hér heima, er hitastigið þar
20 stig og þegar hitabylgju-
streyma yfir heitari lönd-
in í suðri, er hitastigið óbreytt
á Kanaríeyjum, hitamælirinn
sýnir 20 stig.
Frá Kanarieyjum liggur letð'n
til Casablanca, stærstu borgar
Marokkó, þar seni staðið verð-
ur við f tvo sólarhringa. Þeva
er hafnar- og verzlunarborg á
heimsmælikvarða, breiðgötur
með pálmagöngum og fagrir
garöar, en austrænn blær og
lifnaðarhættir eru þar einnig á-
berandi. Borgii hefur 1 milli.
íbúa.
Frá Casablanca verður siglt
til Lissabon, þar sem skipsferð-
in endar. Farþegar flytja í hótel
og fljúga daginn eftir til London
og þar næsta dag heim til Rvfk-
ur.
Seinni ferðin verður a" því
leytinu frábrugðin þeirri fyrri,
að flogið verður frá Reykjavík
til Lissabon sunnudaginn 5.
febrúar og fara farþegamir uir.
borð í Gullfoss þar. Verða að
mestu leyti heimsóttir sömu
staðimir og í fyrri ferðinni og
komið við I London á leiöinni
heim.
400 norrænir hagfræðingar á fundi
Fjármagn til efnahagslegrar
ummyndunar í smærri iðnaðar-
löndum var aðalviðfangsefni 19.
móts norrænna hagfræðafélaga
í Helsinki dagana 25.-27. ágúst
Rædd vora hin margvíslegustu
vandamál ummyndunar at-
vinnulífs, byggðar og samfé-
lagshátta, sem eru samfara iðn
væöingu og örum hagvexti. Mót
ið sóttu um 400 þátttakendur
frá sex hagfræðafélögum, þ. e.
einu í hverju Norðurlandanna
nema Finnlandi, þar sem félög-
in eru tvö, finnskumælandi og
sænskumælandi manna. Stóðu
finnsku félögin fyrir mótinu af
myndarskap og rausn. Göran
Stjemschantz, bankastjóri var
aöalstjómandi mótsins.
Erik Lundberg prófessor í
Stokkhólmi flutti inngangser-
indi mótsins um samhengið milli
efnahagslegrar ummyndunar og
hagvaxtar og helztu jafnvægis-
vandamálin, sem upp koma í þvi
sambandi. Lagði hann sérstaka
áherzlu á að meta aðstöðu hinna
smærri þjóða f þeirri tækniþró-
un, sem nú á sér stað.
Jörgen H. Gelting, prófessor í
Árósum, flutti erindi um þýð-
ingu hinna ýmsu fjáröflunar-
leiða og hlutverk fjármagns-
markaðarins. Johan Melander,
bankastjóri f Osló, fjallaði um
þýðingu hins alþjóðlega fjár-
magnsmarkaðar fyrir ummynd-
unarþróun hinna smærri iðnað-
arlanda. Dr. Lars Nabseth frá
Stokkhólmi ræddi um möguleik
ana á að hafa áhrif á skiptingu
fjármagnsins milli atvinnu-
greina og landshluta í samræmi
við stefnu hins opinbera í efna
hagsmálum. Lokaerindið flutti
Nils Meinander, prófessor i Hels
inki, þar sem hann leitaðist við
að draga viðfangsefni ráðstefn-
unnar saman f heildarmynd. Eft
ir hvert erindi fóru fram almenn
ar umræður. Fyrirlestrar og um
ræður mótsins koma báðlega út
í bókarformi.
Mót norrærfU hagfræðafélag-
anna eiga rúmlega hundrað ára
sögu að baki sér, hófust með
móti í Gautaborg árið 1963. Und
anfarið hafa þau verið haldin á
þriggja ára fresti. Formaöur Nat
ionalökonomisk Forening f Dan
möirku, Kristian Möller banka-
stjóri, bauð til næsta móts í
Kaupmannahöfn árið 1969. Hag
fræðafélag íslands, eða fyrirrenn
arar þess, félög hagfræðinga oe
viðskiptafræðinga, hefur enn
ekki staöið fyrir norrænu móti
en hefur átt fulltrúa á mótunum
Fulltrúar þess að þessu sinni
voru Ólafur Björnsson prófess
or og Bjami 3. Jónsson deildar
stjóri, formaður Hagfræðafélags
ins.