Vísir - 08.09.1966, Page 7

Vísir - 08.09.1966, Page 7
V í S IR . Fimmtudagur 8. september 1966, 7 Plastiðnaðurinn er gróskutímabili — 7 fyrirtæki sýna plastframleiðslu sína á Iðnsýningunni I dag er áformað að kynna plastiðnað landsmanna á Iðnsýningunni 1966. Segja má, að plastiðnaður eigi sér ekki ýkja langa sögu í þessu landi, en eink- um eru tvær ástæður til vaxandi gengis hans hér á landi. Önnur ástæðan er vaxandi húsbygg- ingar, en það kallar á aukið einangrunarplast og hin ástæðan er líklega sú, að á síðari árum hefur plastið að mestu eða öllu leyti leyst kork og járn- kúlur af hólmi sem flotholt á netum landsmanna. Þá kunna og að vera aðrar ástæður til grósku þessa iðnaðar, en þær verða ekki raktar hér. í sýningardeild plastiðnaðar- ins á Iðnsýningunni sýna 7 fyr- irtæki. Fjögur' þeirra eru úr Reykjavík, eitt af Seltjarnar- nesi og tvö frá Blönduósi, og standa þau í nánu sambandi hvort við annað. Vísir hefur náð tali af þrem aðilum, sem sýna þarna framleiðslu sína og fara viðtölm hér á eftir. áherzla lögö á aö efla aörar deildir. Eftirspurnin eftir vör- um fyrirtækisins hefur aukizt aö mun á þessu ári og er fram- leiðsla verksmiðjunnar nú um helmingi meiri en á sama tíma i fyrra. Þaö má segja, að viö önnum ekki eftirspurninni á sumum sviöum, svo sem í tösku framleiöslunni. Hana mætti enn Hringver h.f.: Seinvirk framleiðsla Við náum fyrst tali af Karli Ágústssyni, verkstjóra í Hring- ver h.f., sem hefur aðsetur sitt á Garöi á Seltjarnarnesi. Þetta er tiltölulega nýlegt fyrir- tæki, hóf starfsemi sína fyrir um tveimur árum. Það er eina ísl. fyrirtækið, sefn farmleiðir nótaflot, en nokkuð er flutt inn af slíkri vöru, en Karl ber sig vel, þrátt fyrir erlenda sam- keppni. — Það má segja, að fram- leiðslan gangi ágætlega. Fram- leiösluafköstin eru nokkru meiri en sölumöguleikarnir, og verð- um ,við að liggja með nokkuð magn á lager, og það gerir það að verkum, að verksmiöjan starfar ekki stöðugt allt árið um kring. Framleiðslan hefur legið niðri nú um tíma, en hefst von bráðar aftur að loknu sum- arleyfi starfsfólks. Framleiöslan er tiltölulega seinvirk. Hún gengur þannig fvrir sig í stuttu máli, að plast h.f. framleiðir nótaflot m.a. fyrir síldarflotann. höfum mjög fullkomnar vélar, en framleiðsla okkar er fram- leidd með einkaleyfi frá Noregi. Geislaplast: Framleiðslan komin i fullan gang Aö síöustu náum viö svó tali af Þór Ástþórssyni, en hann rek ur járnverksmiöju, sem er sam- eiginleg Geislaplasti, og fræöir hann okkur um starfsemina hjá þessum tveimur fyrirtækjum. — Fyrirtækið framleiðir alls konar Ijósaskilti úr plasti fyrir verzlanir, dvraskilti fyrir sölu- op, og einnig framleiöum við útstillingar úr jámi. Þá seljum við einnig niðurskorið plast, annað hvort í ákveðrium stærð- um eða í plötum. Fyrirtækið hóf starfsemina fyrir tveimur árum, en nú er það komið í fullan gang. Framleiðslan fer aðallega til ýmissa fyrirtækja hér í Reykjavík og nágrenni, svo sem til Keflavíkur. — Plastið fáum við frá Eng- landi, og er það þá 1 plötum. Við mótum það síðan í ýms- um tækjum hér, beygjum það ög hitum, eftir því sem þarf. Við ummótunina á plastinu eru' notuð frekar einföld tæki. — Hjá okkur vinna nú 3 menn. Það er eitthvað flutt inn af slíkum skiltum, en það eru umboðsverzlanir sem þaö gera, og senda það síðan út um landiö. Múlalundur: 100% framleiðslu- aukning á einu ári í sýningarstúku Múlalundar hittum við að máli Gunnar Jó- hannsson, sölumann fyrirtækis- ins, en ■ hann hefur starfað að sölumennsku í rúmt ár, en var þar áður starfandi sem iðn- verkamaður í verksmiöjunni sjálfri og gerþekkir þv£ allar aðstæður. 'Gunnar sagði okkur m. a.: — Fyrirtækinu er skipt niður í 3 framleiðsludeildir. Þær eru plastdeild, sem framleiðir um 80% af allri framleiðslu fyrir- tækisins, töskudeild meö 10% framleiðslunnar og ’dömubinda- deild með 10%. Hjá verksmiðj- unni vinna að staðaldri 40—50 manns, og eru allt öryrkjar, nema forstjórinn og verkstjóri. — FyrirtækiÖ var í byrjun einnig með fatagerð, en það gekk ekki sem bezt og var sú framleiðsla lögð niöur, en aukin auka um helming, til að eftir- spurn yröi fullnægt, og mun það vera fyrirhugaö. — Önnur framleiösla fyrir- tækisins er t. d. bréfabindi, laus blaðabækur, plastblöð og plast- pokar og svo ýmsir hlutir eftir pöntunum, svo sem hulstur um feröaskilríki fyrir flugfélögin og fleira. — Fyrirtækið rekur starfsemi sína á þremur hæöum að Ár- múla 16. Vélar þess eru full- komnar, enda er oft bætt inn í, ef nýjar vélar koma á markað- inn. — Iðnsýningin hefur veriö á- nægjuleg, og kaupstefnan geng- ið sæmilega. Ég er nýkominn úr söluferð umhverfis landið, þann ig að ekki er eins mikil sala og búast mætti annars við, en þó hafa sumir keypt aftur, sem höfðu keypt í fyrrgreindri ferð niinni. Ég vil að síðustu beina þeim vinsamlegu tilmælum til kaupmanna að nota kaupstefn- una til aö gera viöskiptin, þá gefst miklu betra næði til að ræða þau, heldur en á daginn, er almenningur er á sýningunni. — Við framleiðum um 500— 600 flot á dag. Þau eru tvenns konar að lögun, þ. e. kúlulög- uð og sporöskjulöguð. Hér vinna að jafnaði 4 menn, þegar unníð er við framleiðsluna. Við efnin eru Iöguð sérstaklega í hrærivél. Það eru 7 hráefni, bæði duftarefni og lögur. Það tekur um 2l/2 tíma að blanda efnunum saman. Blandan er síð- an sett á sérstaka áfyllingar- pressu og úr henni í formin, sem sett eru £ klafa, og formin fara £ klöfunum á færiband. Færibandið fer siðan i gegnum sérstagan vökva, glyckol-vökva, og er hitastig hans um 180° C, og er hvert form i þessum vökva í um einn klukkutíma. Síðan er formið sett í kæli- vatnsbað. Er það kemur úr þessu baði, er blandan komin í litlar kúlur, á stærð við tenn- iskúlur, en síðan eru þessar kúlur settar í sjóðandi vatn, og er þannig hægt að hafa taum- hald á stærð flotanna, því að kúlurnar þenjast út í hinu sjóð- andi vatni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.