Vísir - 08.09.1966, Side 4
V l 3 I R
F n 11 í
11 ’ t 13f.fi.
40.000
ferðamenn á ári
Lengi framan af höfðu Islendingar enga fastmótaða stefnu í feröa-
málum. Við hrósum okkur af gestrisni forfeðranna, sem í þá daga
var nauðsynlegur þáttur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Langferðir hefðu
verið ómögulegar við aðstæður þess tíma, ef gestrisninni hefði
ekki verið til að dreifa. Svona gestrisnir erum við ekki lengur,
þótt við tölum ef til vill minna um þaö. Auðvelt er ,að sjá af tali
manna um hinn svonefnda bakpokalýð, að mörgum finnst við vera
of gestrisnir viö auralausa útlendinga. Þaö er jafnvel talað um,
að hin sögufræga gestrisni islendinga hafi orðiö að þjóðsögu úti í
heimi, að við súpum nú seyðið af því grobbi og komi það fram í
vaxandi ásókn hins svonefnda bakpokalýös.
Myndirnar hér á siöunni eru af tveimur af yngstu hótclunum í Reykjavík, Hótel Sögu og Hótel Loft-
leiðum.
Jf’ram að 1950 var naumast
hægt að tala um ferða-
mannastraum til íslands, Þá
og á áratugunum á undan var
almenningur ekki svo vel settur
fjárhagslega í menningarlönd-
um heims að ferðalög til út-
landa væru sjálfsagður hlutur.
Þá komu til íslands nær ein-
göngu meiri háttar sérvitringar
eða fslandsvinir.
Árið 1947 var Ferðaskrifstofa
ríkisins sett á stofn til að ann-
ast móttöku ferðamanna og alla
almenna landkvnningarstarf-
semi. Stofnun skrifstofunnar
var þó varla annað en nafr^ið
tómt, því hún fékk enga fjár-
veitingu og varð að vinna alla
landkynningu af eigin tekjum.
Smám saman bætti skrifstofan
úr skák með því að afla sér
töluverðra tekna af móttöku
ferðamanna og gat þannig smátt
og smátt staðið undir síaukinni
landkynningarstarfsemi.
Flugfélögin fyrst
Þegar ísienzku fiugfélögin
Loftleiðir og Flugfélag islands
komust á legg, bættust við öflug
ir aðilar í landkynningu. Þetta
voru nógu mikil fyrirtæki til að
sjá sér hag í að standa sjálf
undir landkynningarstarfsemi,
með því markmiði að auka far-
þegatölu með flugvélum sínum.
Einkum Flugfélag Islands
hefur unnið mikið átak í útgáfu
landkynningarbæklinga og kvik-
myndatöku af landi og þjóð.
Flestir hinna erlendu ferða-
manna, sem hingað koma til
lengri eða skemmri dvalar,
koma til landsins með Flugfé-
lagi íslands, og þvf má telja
eðlilegt, að Flugfélagið hafi tek-
ið frumkvæði á þessu sviði.
Hins vegar eru náttúrlega miklu
fleiri aðilar en Flugfélagið, sem
hafa tekjur af komu þessara
ferðamanna, en framtak af hálfu
þeirra hefur verið lítið, enda
hafa bað verið smáir og fjár-
vana aðilar.
Smám saman jókst áhugi ís-
lendinga á ferðamálum og menn
gerðu sér ljósari grein fyrir
þessari tekjulind. Hótel voru
reist í Reykjavík, þar sem fjöldi
hótelherbergja hafði staðið í
stað árum og jafnvel áratugum
saman.
Bændastéttin í landinu átti
hér stærsta átakið, — bvggingu
bændahallarinnar og Hótel
Sögu. Nú kann mönnum að
finnast það framhleypni í sam-
tökum bænda að trana sér
fram í ferðamálum sem sé raun-
ar engin sérgrein fyrir bændur.
En við nánari íhugun kemur
í Ijós að bændur eru sú stétt
manna, sem mestan hag hefur
af komu ferðamanna eins og
nú er ástatt í landbúnaðarfram-
leiðsiu að minnsta kosti. Nú er
framleitt hér of mikið af mjólk,
smjöri og kjöti fyrir íslenzka
markaðinn. Ferðamennirnir,
sem hingað kóma, hjálpa okkur
við að koma þessum matvælum
i lög, én þess að þurfa að selja
þau riiðúrsettu verði úr íandi.
Því finnst mér raunar vei til
fundið, að bændastéttin skuli
hafa riðið á vaðið í hótelmál-
um landsins meó byggingu og
rekstri stærsta hótels á fslandi.
Gerbreyting
fyrir 2 árum
Fyrir tveimur árum varð al-
ger breyting í íslenzkum ferða-
málum. Alþingi fslendinga tók
þá rögg á sig og samþykkti lög
um ferðamál, þar sem lagður er
grundvöllur að framtíðarþróun
þessara mála. Þar með gerðist
ríkisvaldið beinn aðili að ferða-
málunum með framlög og frum-
kvæði. Lög þessi fjölluðu m. a.
um Ferðaskrifstofu ríkisins, um
Ferðamálaráð og um ferða-
málasjóð.
f lögunum var ákveðið, að
starfssvið Ferðaskrifstofu ríkis-
ins skyldi vera þríþætt. f fyrsta
lagi annast Ferðaskrifstofan
almenna landkynningu i sam-
vinnu við utanríkisráðuneytið
og Ferðamálaráð. f öðru lagi
veitir Ferðaskrifstofan ókeypis
upplýsingar um ferðalög um-
hverfis landið og á iandinu, um
gistihús, farartæki, ákvörðunar-
staði og annað, sem ferðamönn-
um er nauðsynlegt að vita, og
sér um fyrirgreiðslu fyrir þá.
Auk þess hefur Ferðaskrifstofan
með höndum ráðgjafastörf um
rekstur gisti- og greiðasölu-
staða, etfiriit með farartækjum,
skipulagningu námskeiða fyrir
túlka og leiðsögumenn, rekstur
gististaða i skólahúsnæði, út-
gáfu leiðalýsinga, minjagripa-
sölu o.‘ fl.
Ráð, sjóður og
ráðstefnur
Ferðamálaráð var stofnað
með sömu lögum, og kom það
saman til fyrsta fundar 10.
júlí 1964. í Ferðamálaráði eru
10 fulltrúar, 5 skipaðir af sam-
gönguáðilum í ferðamálum,
einn af hótelmönnum, einn af
ferðaskrifstofunum, einn af
Ferðaskrifstofu ríkisins og
einn af ráciherra. Ferðamálaráð
er alþingi og ríkisstjórn ráðgef-
andi um allt, sem lýtur að
ferðamálum í iandinu. Ráðið á
að bera fram tillögur um fram-
kvæmdir og umbætur, sem
nauðsynlegar eru hverju sinni.
Ferðamálaráð hefur m. a. með
höndum að gera tillögur um,
hvernig úthlutað sé lánsfé úr
ferðamálasjóði. Einnig beitir
Ferðamálaráð sér, f samvinnu
við Ferðaskrifstofuna, fyrir
stofnun ferðamálafélaga víðs
vegar um iandið, en ætlazt er
til, áð þessi félög beiti sér síðan
fyrir bættum skilyrðum til
ferðamannamóttöku hvert í sínu
byggðarlagi.
Þá voru með sömu lögum sett
ákvæði um ferðamálasjóð, en
hlutverk hans er að veita lán
til að endurbæta aðstöðu til
móttöku ferðafólks, svo sem til
bygginga og endurbóta á gisti-
húsum, til kaupa á húsgögnum
og öðru slíku. Fær sjóðurinn
árlega greiðslu á fjárlögum sem
framlag ríkissjóðs, ekki minna
en miiljón krónur á ári. Hefur
ferðamálasjóður nú afgreitt lána
beiðnir að upphæð hátt á annan
tug milljóna króna.
Einn merkasti iiðurinn í
starfsemi Ferðamálaráðs eru
ferðamálaráðstefnurnar. Þær
hafa verið haldnar tvær, önnur
í fyrrasumar • en hin síðari nú
í sumar. Til þessara ráðstefna
hefur verið boðið nokkrum
tugum manna, sem ætla má,
að láti ?ig ferðamál einhverju
skipta. Á þessum ferðamála-
ráðstefnum hefur fjöidi mála
verið tekinn til umræðu. Þarna
hefur verið skapað samband
milli þeirra, sem skipuleggja
ferðamálin í heild sinni, og
þeirra, sem sjá um einstaka
þætti úti um land.
Báðar þessar ferðamálaráð-
stefnur gerðu í ýmsum málum
samþykktir serh til þéss eru
fallnar að auka .ferðamanna-
straum til landsins. Fyrri ráð-
stefnan var haldin á Þingvölium,
og þar voru rædd hótelmál,
samgöngumál, íslenzk land-
kynning og fjármál ís-
lenzkra ferðamála. Hin síðari
var haldin á Akureyri nú í sum-
ar og var þar rætt um verðlag
innanlands, menntun veitinga-
fólks, þrifnað og hráefnisöflun
veitingahúsa. Á báðum ráðstefn
unum var almenn þátttaka í
umræðum og er þess vænzt, að
hér sé fundinn vettvangur fyr-
ir skoðanamyndtm í ferðamál-
um landsins.
40 þús. ferða-
menn í ár?
Þannig má segja, að á síðustu
tveimur árum hafi skipazt veður
í lofti í ferðamálum fslendinga.
Þau mál eru nú tekin miklu
fastari tökum en áður. Nýir að-
ilar og stofnanir hafa tekið frum
kvæði og áhugi almennings fer
vaxandi.
Við höfum líka ástæðu til
þess að vera bjartsýn í ferðamál
unum. Á árabilinu frá 1950 til
1965 jókst ferðamannastraumur
inn til íslands um 560% eða að
meðaltali um 35% á ári. 1 fyrra
voru ferðamennimir til lands-
ins 29 þús. og er áreiðanlega
ekki fjarri lagi að áætla, að
þeir verði á þessu ári nálægt
40 þús. eða eins og fimmti hver
Islendingur. Vandamál okkar
virðist ekki vera fyrst og fremst
að fá hingað ferðamenn, heldur
að geta tekið sómasamlega á
móti þeim.
Töluverður hluti erlendra ferða
manna kemur hingað aðeins 1
eða 2 daga sem farþegar á
skemmtiferöaskipum. Það þarf
ekki mikinn viðbúnað í landi til
að taka á móti slíkum ferða-
mönnum, enda eru tekjumar
ekki miklar og koma þær helzt
fram í minjagripasöiu og hjá
ferðabilamönnum.
Bjartsýni okkar í ferðamálum
er orðin mikil. Nýlega var reist
enn eitt glæsilegt hótel í Reykja
vík, Loftleiðahótelið, og stöðugt
er verið að byggja hótel úti á
landi og leggja drög að ennþá
glæsilegri hótelum. Menn eru
famir að sjá að það eru ekki að-
eins flugfélög, sem hafa tekjur
af ferðamönnum.
Bændastéttin í heild hefur
miklar tekjur af þeim með sölu
iandbúnaðarafurða, og ýmis
þjónusta og iðnaður hefur einn-
ig miklar tekjur af komu er-
lendra ferðamanr\a.
Tryggari afkoma
þjóðarbúsins
Annað atriði hefur einnig stuðl
að að áhuga okkar á ferðamál-
um. Upp á síðkastið hefur mikið
verið talað um fábreytni f ís-
lenzku atvinnulífi og hve mikið
óöryggi sé í því að byggja ‘að-
eins á einni grein, sjávarútvegi
og fiskiðnaði, sem lífæð þjóðar-
innar. Talað hefur verið um
ýmsa nýja atvinnuvegi til að
breikka efnahagslegan grund-
völl þjóðarinnar, og það er ein
mitt í ferðamannaþjónustunni,
sem margir eygja einn af þess-
um viðbótaratvinnuvegum. Með
átaki hinna mörgu aðiia, sem
starfa í ferðamálum, verður
hægt að skapa hér aðstöðú til
að taka á móti margfalt fleiri
ferðamönnum, en nú heimsækja
landið. Og þótt aðstaðan til mót
töku verði fullnægjandi, getum
við enn stækkað markaðinn
með markvissri landkynningar-
starfsemi, með útgáfu rita, bækl
inga, tímarita um fsland (Ice-
iand Review) og með töku kvik-
mynda af náttúru landsins og
þjóðlífi.
Tínas Kristj ánuson skrifar -reiua.flotk u;,- ier.ð/áqál:
2 grein