Vísir - 08.09.1966, Side 6
6
VISIR . Fimmtudagur 8. september luon.
V
Flotinn aftur á miíunum
Síldarskipin tóku aö 'lóna út úr
höfnum austanlands í gær, eftir 3
—4 daga landlegu. Sæmllegt veð-
ur var komið á miðunum seinnipart
inn í gær, þegar bátarnir héldu út.
Um kl. 8 f gærkvöldi fundu skip,
Iðnþing —
Framhald at bis. 1.
Á morgun munu fulltrúar á
Iðnþingi heimsækja Iðnsýning-
una í Laugardalnum, og þá mun
einnig flytja erindi á þinginu á
morgun Ame Skaarr, skrifstofu
stjóri norska iönaðarmálaráðu-
neytisins, en hann er hér stadd-
ur þessa dagana. Mun fyrirlest-
ur hans fjalla vítt og breitt um
norskan iðnað i dag. Ráðgert er
að þinginu ljúki á laugardag.
60 ára er f dag sr. Garðar
Svavarsson, sóknarprestur í Laug-
amesi.
sem voru á útleið alistórar torfur á
Reyðarfjarðardýpi um 48—50 míl-
ur undan landi. Bar brátt allmargt
skipa þangað að og voru þau að
kasta fram -*41 kl. 8 í morgun. Ár-
angurinn varð 1935 lestir, sem
skiptast á 30 skip.
Ekkert fékkst hins vegar eftir
að birta tók af degi í morgun og
eru iíkur á að veiðin veröi ein-
ungis á nóttunni, eins og jafnan
hefur átt sér stað á haustin, þegar
húma fer. Það virðist vera eðli síld
arinnar eins og annarra dýra, að
nota sér myrkrið, þegar það gefst,
Sfrákagöng —
Framh. af bls. 1.
sólarhring, en er bezt gekk í sumar
lengdust þau um allt að 4-5 metra
á sólarhring. Af tæknilegum ástæð
um er ekki hægt að byrja á því að
treysta göngin, vegna þess, að
stööug „umferð" er um þau, þ.e.
flutningavagnar með mölina, sem
sprengd hefur verið úr göngunum.
Reiknað er með þvf að nauðsyn-
legt verði að steypa skjöld innan
í göngin á stórum svæðum, bæði
til að koma í veg fyrir grjóthrun
og einnig til að treysta berglögin.
Þama vinna um 25 manns, og er
unnið á þrískiptum vöktum, átta
tíma f senn.
Sr. Ágúst —
Framhald af bls. 16
varðsson, eigi krafizt frekari að-
gerða vegna máls þessa. Er málið
þar með niður fallið af ákæruvalds-
ins háifu.
Sr. Ágúst Sigurðsson, sem kos-
inn var prestur á Möðruvöllum,
hefur nú ákveðið í framhaldi af
þessari dómsniðurstöðu að höfða
mál gegn forgöngumönnum kær-
unnar. Jafnframt heldur hann nú
til Vallaness, þar sem hann var ný-
iega kjörinn prestur.
Starfsstúlka óskast
strax í borðstofu.
HRAFNISTA D.A.S.
( Símar 35133 og 50528
LOKAÐ
til hádegis, föstudaginn 9. þ.m. vegna jarðar-
farar Guðrúnar Johnson Einarsson.
Skrifstofa ríkisbókhalds og ríkisféhirðis.
----------------------1----------------------------
Elskuieg eiginkona mfn
GUÐRÚN JOHNSON EINARSSON
sem lézt 2. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 9. september kl. 10.30. Athöfninni verður út-
varpað.
Benjamín F. Einarsson
til þess að fara í átuleit upp á yfir
borðið. Myrkrið skýlir henni ekki
fyrir fisksjám síldarskipanna, enda
hafa síldveiöamar með tilkomu
fisksjánna og annarra fullkominna
tækja framlengzt fram í svartasta
skammdegi, ailt fram að jólum.
Per Borten —
Framh. af bls. 1.
embættið sagði ráðherrann bros
andi.
Ráðherrann tjáði blaðamanni
Vísis, ,að stærsta mál, sem
stjóm sfn hefði haft með að
gera undanfarið, sé endurskoð-
un launa um einnar milljónar
manna. Hefur þegar verið geng-
ið frá þessari endursköðun, en
kauphækkun vegna þessarar
endurskoðunar getur haft mörg
vandamál í för með sér, sem
koma verður í veg fyrir, eins og
hækkun alls verðlags í landinu.
— Þetta er vandamál, sem all-
ir skilja.
Af þeim málum, sem fyrir
liggja næsta vetur, gat forsæt-
isráðherrann um endurskoðun
laga um lífeyri. Lög hafa verið
um lffeyri í Noregi síðan 1936,
en nú vill stjóm mín, að frá
og með 1. janúar í vetur fái
menn greiddan lífeyri, sem nem-
ur 50—60% af þeim meðaltekj-
um, sem þeir hafa haft sfn beztu
20 ár. Ef þetta nær fram að
ganga, held ég að mikil réttlæt-
ing hafi fengizt.
Eftir viðtal Bortens forsætis-
ráðherra við Vísi gekk Borten
á fund forsætisráðherra fslands,
dr. Bjarna Benediktssonar, í
stjórnarráðinu kl. 10.30 í morg-
un.
Gert hafði verið ráð fyrir því
að Per Borten, forsætisráðherra
heimsækti forseta fslands, Ás-
geir Ásgeirsson, kl. 10 f morgun
en vegna seinkunar flugvélar-
innar, var ákveðið að sleppa
þeirri heimsókn, en í stað þess
fer forsætisráðherrann nokkru
fyrr til hádegisverðar að Bessa-
stöðum og ræðir við forsetann
fyrir hádegisverðinn.
Klukkan 12.30 var stutt minn
ingarathöfn f Fossvogskirkju-
garði, en eftir hádegisverðar-
boðið að Bessastöðum, verður
ekið um Reykjavfk og farið að
Mógilsá á Kjalarnesi. í kvöld
sitja norsku forsætisráðherra-
hjónin kvöldverðarboð fslenzku
rfkisstjórnarinnar á Hótel Sögu.
Á morgun fer forsætisráð-
herrann upp í Borgarfjörð og
heimsækir m.a. Reykholt, á laug
ardaginn fer hann norður á land
og heimsækir Eyjafjörð og Mý-
vatn og á mánudaginn verður
ekið austur fyrir fjall og komið
við á Þingvöllum.
Takmarkað —
Framhald af bls. 16
ar ná til. Mér hefur verið tilkynnt,
að pokkrir af framleiðendum sjón-
varpsefnis okkar líti á tilkomu fs-
lenzks sjónvarps sem samkeppni,
og hafi gert ráðstafanir, er mundu
koma í veg fyrir valfrelsi sjón-
varpsefnis, sem sjónvarpsstöð
vamarliðsins hefur áður notið, ef
ekki veröi gerðar ráðstafanir til
þess að draga úr fjölda annarra á-
horfenda en varnarliðsmanna.
Mér er ljóst, að margir íslend-
ingar hafa keypt sjónvarpstæki og
horfa á AFRTS sjónvarpsþætti.
Þótt hér sé um fólk að ræða sem
aö eigin frumkvæði hefur gerzt
áhorfendur, þá hefur það fylgzt
svo lengi með sjónvarpsþáttunum,
aö skapazt hefur áhugi hjá því,
sem taka verður tillit til vegna
góðrar sambúðar, og er ég þeirrar
skoðunar, að þér munuð vera mér
sammála um, að þessir áhorfendur
eigi rétt á skýringu á sérhverri
breytingu, sem snerti þá. í sam-
ræmi við þetta óska ég að taka
fram, að varnarliðið verður að gera
ráðstafanir, er draga muni úr fjölda
annarra áhorfenda en varnarliðs-
manna, þannig að hægt verði að
varðveita hinar ódýru útsendingar
og fjölbreytni vamarliðssjónvarps-
ins, sem byggjast á, að ekki var
áður um að ræða samkeppni af
hálfu annarra sjónarsstöðva. Þess
vegna er lagt til, aö sjónvarpsút-
sendingum verði breytt þannig, að
venjuleg sjónvarpsmóttaka á heim-
ilum verði takmörkuð að svo miklu
leyti sem hægt er, við næsta ná-
grenni Keflavíkurflugvallar, þar
sem vamarliðið dvelur. Þetta
mundi verða framkvæmt á þeim
tíma, sem ríkisstjóm íslands álítur
heppilegastan, væntanlega þegar ís-
lenzka sjónvarpið hefur útsend-
ingar sínar, til þess að valda ís-
lenzkum áhorfendum AFRTS sjón-
varpsins sem minnstum óþægind-
um.
Ég er þess fullviss, að þér mun-
uð skilja nauðsyn þessara aðgerða
og ég vænti samþykkis yðar og
ráðs um það, hvenær þessar að-
gerðir skuli koma til fram-
kvæmda".
Ralph Weymouth
(sign).
Bréf Emils Jónssonar utanríkis-
ráðherra hljóðar svo:
„Herra aðmíráll.
í bréfi yðar dags. í gær skýrið
þér frá vandamálum i sambandi
við rekstur sjónvarpsstöðvar yð-
ar í Keflavík, og þeirri ósk yðar
að breyta núverandi sjónvarpsað-
stæðum.
Með tilliti til þess ástands, sem
þér lýsið, mun rlkisstjórn íslands
ekki vera mótfallin tillögu yðar um
að draga úr sjónvarpsútsendingum
vðar, þannig að þær verði tak-
markaðar við venjulega sjónvarps-
móttöku á heimilum í næsta ná-
grenni Keflavíkur.
Þar sem mörg sjónvarpstæki og
loftnet, sem nú eru í notkun munu
þurfa breytinga við, til þess að
hægt sé að nota þau til móttöku
á íslenzku sjónvarpi, er þess ósk-
að, að breytingamar á Keflavíkur-
AFRTS útsendingunum verði sam-
ræmdar tilkomu íslenzka sjón-
varpsins."
Emii Jónsson
(sign).
Heilsan fyrir öllu
Byrjið daginn með Jurta
Stúka okkar er nr. 343
Afgreiðsla stnjörlíkisgerðaitna h.f.
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur óskast að Sjúkrahúsi Hvíta-
bandsins. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunar-
konan í síma 13744.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur
Verkamaður óskast
Okkur vantar nú þegar reglusaman mann til
starfa í vörugeymslu okkar, þarf að hafa
bílpróf.
Tollyörugeymslan h.f., sími 38070
<
/ÍS> ? WPf
FERÐAMIÐSTÖÐIN
/