Vísir


Vísir - 08.09.1966, Qupperneq 11

Vísir - 08.09.1966, Qupperneq 11
SíÐAN 200 nýjar fréttir um Kennedy í nýrri bók Kennedyfjölskyldan samþykkti útgáfuna, enginn úr fjölskyldunni hefur fengið að lesa handritið enn lyTeðal alls þess er Jaqueline Kennedy gerði síöasta dag sinn i Hvíta húsinu var að skrifa langt bréf til Nikita Krúsjoff. Ekkja forsetans sem lagði áherzlu á það aö hún væri tveggja bama móöir, lét í Ijósi við þáverandi forystuménn Sovétríkjanna von sína um frið. Þetta handskrifaöa bréf verð ur allt birt í nýrri bók um daga John F. Kennedy í Hvíta hús- inu. Titillinn verður „The Death of a President", — Dauði for- seta. Ýmislegt hefur síast út um efni bókarinnar en hún verður gefin út í byrjun næsta árs. Sérstaka athygli hefur það vak ið að höfundurinn — William Manchester — var fyrir tveim árum síðan skipaður af Kenne- dy fjölskyldunni til þess að skrifa hana. Þetta er eina bókin um Kenne dy, en aragrúi þeirra hefur kom ið út, sem ekkjan og hinir fjöl- skyldumeðlimimir hafa sam- þykkt. En enginn þeirra, ekki heldur dómsmálaráðherrann Ro bert Kennedy sem samdi við Manchester hefur fengið leyfi til þess að lesa handritið. Man- chester hafa verið gefnar full- komlega frjálsar hendur. Tj’ftir því sem Newsweek, al- þjóðlega vikuritið segir, er árangurinn handrit, sem hefur að gevma 200 forsíðufréttir. Meö því er átt: aö bókin muni afhjúpa smáatriði og hingað til óþekkta viðburöi í kring um dauða Kennedys og um valda- baráttuna, þegar Johnson tók við stjórn í Washington. Vikublaðiö Look hefur keypt einkaréttinn til þess að birta handritiö í fjórum greinaflokk- um. Þeir borguðu Manchester fyrir birtingaréttinn tæplega 20 milljónir króna og fengu leyfi Jaqueline Kennedy til birtingar- 'innar. Aðalritstjóri Look er þeirrar skoðunar að „Dauði forseta" sé bezta Kennedybókin. Og áhrifa- mesta bætir hann við ... John- son forseti mun verða ti'neydd ur til þess að lesa hana, og hann verður varla hrifinn. Þessi orð sem mælt eru þannig fyrirfram — á fyrst og fremst aö rekja til endur- sagnar bókarinnar á síðasta samtalinu milli Kennedy forseta óg varaforseta hans — það er að segja Johnson. lVrewsweek heldur því fram að það hafi fremur veriö rifr- ildi en samtal. Kennedy óskaði ekki að ferðast til Dallas, þar sem hann var myrtur daginn eftir. Tilgangurinn var að minnka biliö milli ýmissa hópa í demókrataflokknum þar á staðnum. Kennedy gerði sér í hugarlund að álit það sem John son naut í heimaríkinu Texas myndi vera nægilegt til þess að ráða við verkefnið. En Johnson mótmælti með því Sjónvarp og Eyjamenn Þá er fallinn dómur í héraði í hinu svonefnda sjónvarpsmáli í Eyjum. Féll hann á þá lund að forráðamenn ríkisútvarpsins teldust ekki réttir málsaöilar fyrst og fremst, og var þeim gert að greiða allan málskostn- að sem þegar er orðinn vegna þessa frumhlaups þeirra. Varla mun þar með lokið þessu máli, eflaust áfrýja útvarpsmenn úr- skurðinum, sennilegt að málið gangi til hæstaréttar, og gott ef því verður ekki skotið til úr- skurðar alþjóðadómstólsins í Haag, áður en lýkur. Má gera ráð fyrir að þá verði málskostn aðurinn orðinn / þokkalegur á hvom aðilann sem hann fell- ur... Gemm ráð fyrir, að svo ólíklega takist til, að héraðs- dómí verði hmndið. t.d. i hæsta réttl. Samkvæmt úrskurði I hér aði er svo að sjá sem það þýddi, að forráðamenn útvarpsins væm réttir aðilar að lögbanns- kröfunni, sem þá þýddi að hún yrði afíur lögð undir dómsúr- skurð í héraði, og málið héldi áfram á nýjan leik, rétta boð- leið til hæstaréttar, eða jafnvel lengra, þá væntanlega um sjálfa lögbannskröfuna... Orslita- dóms í málinu, miðaö við þann seinagang, sem á meðferð þess hefur verið hingað til, yrði þá varla að vænta fyrr en að þrem til fjómm árum liðnum — eða í þann mund sem ráðgert er að al heimssjónvarp verði komið á með aðstoð gervihnatta ... Og hvað þá? Mundu Eyjamenn þá verða þeir einu I heiminum, sem ekki mættu njóta þess? Gemm svo hins vegar ráð fyrir því að framámenn ríkisútvarpsins tapi málinu fyrir öllum dómsstólum, og verði gert að greiða allan málskostnað ... eiga þeir þá að greiða hann úr eigin vasa, eða leyfist þeim að hækka annað- hvort auglýsingagjaldið eða af- notagjaldið, sem því nemur? Gæti það ekki leitt af sér enn ný málaferli? Kannski fer svo áður en lýkur, að fjölga verði mjög dómumm í hæstarétti, svo að komist þar að önnur mál ... Þama virðist óvefengjanlega sannast, að komast mætti hjá margvíslegum óþægindum, vafstri, þrasi og jafnvel mála- ferlum, væri viðkomandi aðil- um gefið skopskyn til þess að sjá hvenær þeir gera sjálta sig hlægilega... að sem varaforseti Kennedys hefði áhrifum sínum í Texas veriö spillt — það væri um líf eða dauöa að tefla (Newsweék segír svo bókstaflega) að Kenne dy færi sjálfur til Dallas. Að um líf eða dauða var að tefla, kom í ljós. John Kennedy Frá Sjúkrasamlagi R.víkur Vegna tíðra fynrspurna frá samlagsmönn- um, hefur samlagið látið prenta skrá um helztu greiðslur, sem samlagsmönnum ber sjálfum að inna af höndum fyrir læknishjálp Skráin er afhent í afgreiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Sjóstokkar á verksmiðjuverði REGNFÖT og KÁPUR á fullorðna og böm VINNUVETTLINGAR FATAPOKAR ERMAR SÍLDARPILS o. fl. VOPNI, Aöalstræti 16 í KILI SKAL KJÖRVIÐUR iðnTsýninqin w IÐNSYNINGIN 10. dagur sýningarinnar Dagur plastiðnaðarins Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9—14 og almenning kl. 14—23 alla daga. Kaupstefnan allan daginn. — Veitingar á staðnum. Aðgangseyrir 40 kr. fyrir fullorðna — 20 kr. fyrir börn. Silfurmerki fylgir hverjum aðgöngumiða Bamagæzla frá kl. 17-20 Sérstakur strætisvagn allan daginn á heilum og hálfum tfmum frá Kalkofnsvegi KOMIÐ - SKOÐIÐ - KAUPIÐ Kári skrifar: Umferðarfélag bama ígær birti NTB-fréttastofan othyglisverða frétt, þótt ekki geti hún flokkazt undir heims- fréctir. Hún var um umferðar- félag barna (barnas raffikkklub) sem hóf starfsemi fyrir viku í Noregi „og eru þegar komin í félagið 1000 þriggja ára böm“, og vitnað til félagsins Öruggrar umferðar (Trygg trafikk). Öll böm sem náð hafa þriggja ára aldrei geta gerzt félagar og um 4 ára skeið eiga þau aö fá senda til sín pakka með efni gagnlegu bæði fyrir þau sjálf og foreldrana til fræöslu um um- ferðarmál. Félágsgjald er ekk- ert og umsóknareyöublöð áttu foreldrar bama að geta fengið í skrifstofum lögreglunnar, léns manna og i blaðaafgreiðslum um land allt. Míkill áhugi í Noregi í Noregi virðist áhugi manna á sviði umferðarmálanna koma fram með talsverðum nýjungar- brag, og ekki sízt í þvl að byrja umferðarkennsluna og umferðar þjálfunina snemma, og eins og fréttinn hér að ofan ber vitni, löngu fyrir skólaskyldualdur. Ég minntist þess, er ég sá fréttina um barnafélögin, að fyrir 1-2 árum að mig minnir var sýnd óvenju skemmtileg og athyglisverö aukámynd í Stjörnubíói af þvi, er lögreglu menn voru að kenna börnum umferðarreglurnar — i sér- stakri þjálfunarstöð með litlum bílum, brautum, umferöarmerkj um og öllu tilheyrandi. Og þaö var alveg augljóst að börmn lærðu um leiö og þau skemmtu sér konunglega. — Ef þessi kvik mynd er enn i fórum kvik- myndahússins ætti það, að taka hana fram og sýna hana á ný.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.