Vísir - 08.09.1966, Page 15

Vísir - 08.09.1966, Page 15
V1SIR . Fimmtudagur 8. september 1966. Í5 ?V~ J. B. Prhíhy. æturqestir r Allt 1 einu opnuöust dymar hægra megin og gamall svartklædd ur maöur kom inn í forsalinn til þeirra og nam staðar í nokkurra skrefa fjarlægð frá þeim. Á eftir honum kom gömul kona, einnig svartklædd og horföi á þau af mik- illi forvitni, litlum, svörtum, sting andi augum. Og að baki beggja kom risinn mállausi. — Ég heiti Femm, sagöi svart- klæddi maðurinn, sem var ákaf- lega magur, — Horace Femm. Ég veit ekki hvað er um að vera. Þjónninn okkar, — hann Morgan — er mállaus. Hann mælti einkennilega hásum rómi en var þó mjög mjóróma. Hann lagði áherzlu á hvert orð, sem yfir varir hans kóm. Penderel ræskti sig og bjóst til að tala, en Waverton varð fyrri til og sagði frá vandræðum þeirra og erindi. — Húsaskjól? Horace Femm varð mjög hugsi á svip og strauk sér um hökuna. — Hvað vilja þau? spurði gamla konan allt í einu skrækum rómi og var sem hún legði við hlustimar Hún var gteinilega heymarsljó orð in. Og Horace Femm færði sig og hvæsti rétt við eyra hennar. — Húsaskjól, þau vilja fá að vera í nótt — alla liðlanga nótt- ina. Og Penderel hugsaði sem svo : Þorparinn í harmleiknum. Gamla konan hristi höfuðið. — Kemur ekki til mála, þau geta ekki fengiö gistingu hér. Þótt hún hefði áður einblínt á þau var nú sem hún tæki ekki eftir þeim. — Ykkur skiist væntanlega hversu ástatt er. Systir mín — Re- bekka — er mjög heyrnarsljó — og Morgan mállaus. Bróðir minn, Sir Roderick Femm, liggur rúmfastur uppi á lofti. Hann er mjög gamall og máttfarinn og lifir víst ekki lengi. Þetta hús má heita í rústum — líkist helzt hlöðuskrifli, og við getum ekki hýst ykkur, ekki eina nótt hvað þá fleiri. Ég ræö ykkur til sjálfra ykkar vegna að leita gist ingar annars staðar. Ég held, að það sé krá í nokkurra mílna fjarlægð. Það var engu líkara en þetta fólk lifði í öörum heimi og hefði ekki hugmynd um hvað var aö gerast á næstu grösum. Nú var hið rétta tækifæri til að útskýra fyrir því hvaö hafði gerzt og var að ger ast. Og þau fóru öll að reyna að gera grein fyrir því. Frú Waverton gekk þétt að jómfrú Femm og hróp aði £ eyra henni, en Penderel og Waverton drógu Femm gamla með sér að hálfopnum útidyrunum og létu hann rýna út í myrkrið, en enn var hellirigning og þrumugnýr barst að eyrum. — Vegurinn hefur skolazt burt beggja vegna við húsið, æpti Wav erton og benti fyrst til hægri og svo til vinstri. Við komumst ekki eina mílu héðan hvað þá nokkrar míl ur. Það er engin leið að komast héðan eða hingað. Þar sem vegur- inn var flóir allt í vatni. — Og ekki nóg með þaö, sagði Penderel, sem fannst að hann | yrði að leggja eitthvað til málanna getur svo sem til þess komið að hér flói allt í vatni innan stundar ef þá ekki kemur nýtt jarðhrun og skriðan lendir á húsinu og tek ur það með sér. Ég gæti bezt trúað því, að fyrirhleðsla hafi brostið Hann benti eitthvaö út í loftið og enn heyrðust ægilegar drunur. Penderel fannst sjálfum líklegast,. að fjöllin væru að klofna. Femm hörfaði inn óttaslegin. Penderel haföi aldrei séð nokkurn mann jafnskelfdan. Það var engin smáræðisbreyting á honum síðan hann kom inn fyrir lítilli stundu, þurrlegur og jafnvel hrokalegur nú dauðhræddur. Femm hafði nú snúið sér viö og gekk æstur á svip til systur sinnar. — Heyröirðu þetta, kallaöi hann i eyra hennar. Þeir segja að það hafi orðið skriöuhlaup beggja vegna við húsið og allt flói í vatni. Fyrirhleðslan við vatnið er brostin og það flæðir fram. Við erum inni- króuð, en ef til vill ekki enn. Við verðum aö komast burt héöan. Heyriröu? Hann hafði hækkaö röddina eins og maður sem hrópar í neyð. En hún var jafnróleg og hann var hávær. Hún horfði á hann fyr- irlitlega og neri saman feitum hönd unum. — Já, ég heyrði það. Og ég hafði svo sem búizt við þessu eftir all- ar þessar rigningar. Syndaflóð, syndaflóð guð lætur ekki að sér hæða. Hún horfði á hann illskuleg á svip, og það var sem henni væri dillað. — Þú ert hræddur, Horace. Þú trúir ekki á guð, ó nei, en þú ert hræddur við að deyja. Nú óttast þú reiði guðs. Hún horfði fast á hann og hann opnaði muninn eins og til að svara en hún varð fyrri til og hélt á- fram: — Þú hefur horft upp í himininn og séð reiði hans. Og þú ert hrædd ur, þú talar ekki í hæönistón nú um guð vom á himnum og guðlega forsjón. Hún þagnaði í svip, en ekkert hinna tók til máls. — Nei, þinn tlmi er ekki kominn — ennþá. Kofinn hrynur ekki. Hann er traustur, þótt gamall sé. Annað eins og þetta hefur gerzt hér áður en þú komst aftur, en við lifðum það af. Hún sneri sér við og kallaöi: — Morgan, komdu hingað. Hann gekk til hennar og er hann stóð fyrir framan hana og gnæfði yfir hana, hélt hún áfram: — Þú manst ofviðrin, skriðuföllin flóðin forðum þegar við vorum bér innilokuð — þegar vegurinn hafði skolazt burt. En þetta hús haggað- ist ekki, manstu ekki? Morgan kigkaði kolli og var sem hann tautaði eitthvað í skeggið. Svo dró hann eins og hring með kolsvörtum fingri fyrir framan sig og benti svo niðui. — Hann man það, hann er að reyna að segja, að voðinn hafi ver- ið allt í kringum okkur en húsið hafi staðið á traustum grunni á bjargi. Hann kinkaði aftur kolli og glotti svo að skein f gulan, stórgerðan tanngarðinn. — Hann veit, að klettabelti skag ar fram handan viö húsið og er þvf til hlífðar. Við getum því veriö hér kyrr. Horace Femm var nú orðinn ró- legur. — Þetta er deginum ljósara, sagði hann og sneri sér að frú Wav- erton. Þið verðið að vera hér í nótt. Það er verra fyrir ykkur en okkur, þvf að ég er hræddur um að við höfum ekkert upp á aö bjóða — Engin rúm, skrækti systir hans allt í einu, svo að þeim varð bilt við. Penderel fannst það óhugn anlegt mjög, er hún skrækti svona allt f einu og hugleiddi að launa henni það á viðeigandi hátt við fyrsta tækifæri, einkanlega er hún skrækti aftur: — Þau geta engin rúm fengið. — Eins og systir mín hefur gef- ið í skyn, sagöi Horace Femm nú næstum mjúklega, þá getið þið ekki fengið rúm til að sofa f, en þetta er líka það hús á Stóra-Bretlandi sem ég mundi sfzt mæla með, hvort sem ég væri húsráðandi eða gegt- ur ,en minnizt þess, að það er ekki mitt hús. — Við þökkum, en við getum bjargazt án þess að fá rúm eða neitt. Við skiljum vei bserjar að- stæður eru, sagði frú Waverton. — Aðeins þak yfir höfuðið bætti maður hennar við. — Og dálítinn hita skaut Pend- erel inn f. Og bætti svo við í hug- anum: Og þó ekki væri nema einn snafs. Það var það minnsta sem hægt var að fara fram á f rauninni eftir allt, sem á undan var gengið — og yfir kunni að vofa. Það var eins og einhver vottur af velvild færi að sfast fram hjá Horace Femm. — Vitanlega, vitanlega getið þiö fengið húsaskjól hér eins og ástatt er, einhvem yl og eitthvað að borða og drekka. Þið getið setið héma við eldstóna f nótt, kannski er það bezti staðurinn á nótt sem S/o/ð Iðnsýninguna þessari. Ég gæti bezt trúað að ég yrði sjálfur að vera á ferli í nótt. Morgan, kveiktu eld í stónni. Reyn- ‘ ið að láta fara vel um ykkur. Hann hallaði sér fram og hvæsti að systur sinni: — Kannski getuin við fengið ein hvern kvöldmat. Rebekka’ — Ég skal sjá fyrir því að þau fái eitthvað matarkyns, skrækti ' systir hans, en vertu ekki neitt aö . derra þig, þú ert ekki húsbóndi hér. — En bíllinn? spurði Waverton. Er ekki hægt að koma honum und- > ir þak einhvers staðar? — Bíllinn ykkar, já, vitanlega, hann er héma fyrir utan. ' Horare gaf Morgan bendingu: — Það eru útihús hérna vinstra megin við húsið, við höfum bara vagn hér og hest. Kannski væri hægt að koma bílnum inn þar. Morgan sér um það. Morgan kinkaði kolli þráalegur á svip og gekk til dyra. hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og henzínsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn hf. Ármúla 7. Sími 30501 Ai-ncnna VerzlunarfélaglB h.f. Skipholti 15. Sími 10199 i i * WiyiiiiiliiiVfftrHIHigliifTíiiiCggglii'ifftfaiaÉffttw' i ■/ormaf- ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplcsti: Format innréttingar bjóða upp á annað hundrað'tcgundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki og borðþlata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst mcð hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og lækkið byggingakostnaðinn. ftóKJFJF RAFTÆKI HÚS & SKIP.hf.- LAUflAVCGI II • SIMt »1515 Tarzan bjargaöi lífi frumskógarmannj^,; og fær upplýsingar í staöinn. — Ég verS f’fi vita, hvaö kom fyrir manninn, sem kom z:y ur frá himnum. Övinir okkar, vondn ættkvfslin, kom og fór með han- hann dauður? Nei, hann æpti, þegar ;% hurfu inn f frumskóginn. Segöu mér hvar ég get fundiö Guru-þorpið. Þú ferö ekki ,þú bjargaðir lífi mínu... nú bjarga ég þínu lífi... segi þér ekki. FRAMKÖLLUN IKOPIERING i STÆKKUN GEVAFOTO LÆKJARTORGt

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.