Vísir - 08.09.1966, Síða 3

Vísir - 08.09.1966, Síða 3
V1 S IR . Fimmtudagur 8. sentember 1966. mesr- m þaS liggur einhver spenna í loftinu. Ys fer um strætin með pilsa og skálmaþyti fólks, sem þreytir kapphiaup við tím- ann eftir gangstcttarhcllunum, rétt eins og allir séu að missa af síðasta strætisvagninum. — Kannski er það stormsveipurinn suSur af landinu, sem kemur sliku róti á æðaslög borgarinn- ar. EBa er fólk að flýja undan húminu? Leita uppi síðustu geisla sumarsins, áður en vofur haustsins læðast inn f hvem afkima og fela þá? Yfir höfnina fer þytur af skammdeginu og gárar sumar- lygnuna. Þar fer fyrsti boði hausthretanna. — Niður á bryggju dunda sjómenn við net sín, bæta vörpuna, eða ganga um hafnarbakkann með spámannlegum hreyfingum, taka höndina stöku sinnum úr vasanum, haidandi á rauðum vasakiút, snýta sér og segja: „Það var os“. Strákarnir úr Vesturbænum sitja á bryggjusporðinum og dorga f trássi við skólann, sem kallar. Þeir vilja ekki missa af Niðri á Granda bíða sjó- menn af sér bræluna, nota tímann til þess að dytta að veiðarfærum sínum. Magnús Grímsson, skip- stjóri á Hrönn ÍS 46, brosir í kampinn og netanálin leik- ur í höndum hans. — Ungi maöurinn horfir á hann rétt sem snöggvast, segist heita Kjartan, þegar blaðam. spyr hann að heiti, og vera bara aö leika sér og horfa á karl- ana. — Svo er hann þotinn, staðnæmist á næstu bryggju, setur hendurnar í vasana og heldur áfram að horfa. Hauststemning við höfnina 1 ' síðasta sumarævintýrinu, verða að ná síðustu ufsunum, áður en þeir synda út í nóttina og láta ekki sjá sig meira við bryggj- urnar, eða krækja í einn mar- hnút enn til þess að furða sig á stóra kjaftinum hans. Þeir sitja lon og don með dorgina, eða veifa stolti sínu, svolitilii fiskistöng, beita sildarbitum á litla króka og bíöa eftir snögg- um kippi, sem orsakar fiðring um allan kroppinn. Þá er færið dregið inn í ofvæni og sigur- gleði veiðimannsins brýzt fram f breiSu brosi. •k En svo fer golan af hafinu yfir höfnina og gerir hendumar, sem halda um færin, loppnar. Snitardropar renna úr köldu nefinu. — Og bráðum verður ekkert gaman að veiða lengur. Stormurinn af lægðinni fyrir sunnan land er að vfsu genginn yfir. Hann fór austur fyrir land og hrakti báta upp í víkur og vdga, jafnvel f strand. Kannski varir sumarið svolftiö lengur. — En hann er þungbúinn til hafsins. — Ég fékk hérna stóran ufsa um daginn, svo hef ég fengið marhnút, segir Axel, Seltirningur. — Hefuröu farið á sjó? — Já, ég fór einu sinni með manni á triliu, bara aö gamni mínu. Nei, nei, ég varð ekkert sjóveikur. Niðíi á Verbúðarbryggju er ungtir maður aö skera síld í beitu. — Ég heiti Friðrik Gunnar Friðriksson... 8 ára, segir hann. Jú, jú, ég er byrjaður í skólanum — Mýrarhúsa- skóla. Þessi þarna með stöng ina er bróöir minn, hann er 10 ára og heitir Axel. Og Friðrik telur það af og frá að mamma sé hrædd um hann, hann hafi svo oft verið hérna í sumar. Þetta er vertfðarbátur af Skaga, sem bfður eftir Haf- steini Einarssyni kompásstill ingarmanni — þeir eru að byrja á línu, Skagabátar. — Á meðan nota strákamir tækifærið og skreppa um borð. Einar, sonur kompás- stillingarmannsins, og Páii Einar féiagi hans segjast oft hafa farið á sjó. — Ég fer oft með pabba út á Sundin, segir Einar, þegar hann er að stilla kompása.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.