Vísir - 08.09.1966, Page 9

Vísir - 08.09.1966, Page 9
V V í S I R . Fimmtudagur 8. september l96p. Frá þvi að systumar í reglu heilags Jósefs hófu starf sitt hér á landi, fyrir rúmum 70 árum, hafa þær unniö stórvirki til fram- gangs -helzta hugöarefni sínu — aö hfúkra sjúkum. Sér þess merki á Landakoti, þar sem spitali þeirra hefur stööugt verið endurbættur eftir kröfum tímans og stækkaður til þess að svara vaxandi skorti á sjúkrarými. — Ekki alls fyrir löngu var ný álma tekin i notkun viö spítalann, öliu stærri þeirri byggingu, sem fyrir var. azar, sem iöngu er kunnur dráttlistarmaður hér á landi, hefur annazt skreytinguna. Gluggarnir eru blásnir lifi með helgimyndum. Þar getur að líta guðspjallamennina fjóra, eða tákn þeirra og táknmyndir sakramentisins. Þar eru einnig á sinn hvorri gluggarúðunni: akkerið, krossinn og hjartað, tákn trúar, vonar og kærleika. Það eru og tákn hinnar.heilögu þrenningar, guðs föðurs, sonar og heilags anda, og loks eru Cystumar í Landakoti eru 27 talsins, þar af 13 hjúkr- unarkonur. Á hverjum morgni safnast þær saman til helgi- stundar í kapellu St. Josephs spítalans, en hverjum sem dvel- ur á spitalanum er einnig heim- ilt að vera við morgunsöng þeirra, ef hann vill. Kapellan á þriðju hæð gamla hluta spítalans er einkar hlý- leg. Þar er hátt til lofts, gluggar eru einungis á einum vegg, upp undir lofti, og vita í norður. — Helgiskrfnið séð á hlið: fiskurinn ,komaxið og vínþrúgurnar. Orðin útleggjast brauð fyrir lífið. Þær koma þangað morgun hvern til helgistunda Kapello Landakotsspítalans skrýdd nýjun helgimyndum og íistmunum úr silfri Yfir altarinu er trékross meö Krlstslíkneski úr siifri. Altarið er í vesturendanum á upphækkuðum palli. ★ Þegar blaðamaður og ljós- myndari Vísis gengu þar inn fyrir skemmstu í fylgd með príorinnunni á Landakoti, syst- ur Hildegardis, stóðu yfir miklar >fþreytingar innan kap- ejlunnar, en þar hefur verið unnið að skreytingum í sumar og er senn lokið. Spánski íslendingurinn, Balt- myndir úr lífi og starfi systr- anna. ★ í sjónarhæö á veggjum sitt hvorum megin eru myndir úr krossgöngu frelsarans, greyptar i íslenzkt grágrýti. — Yfir altari er líkneski úr siifri, af Kristi á krossinum. — Systir Hildegardis segir okkur að altarið sé ekki full- búið enn þá. Það er koparsleg- ið og á eftir að letra á það „Faðir vor“ með brenndu siífri. : I- * :~'.k i'y ■ Gluggaskreytingar i kapeHunni, úr Iffl og starfi systranna. Þar á altarinu er hlutur, sem vekur sérstaka athygli, helgi- skrín gert af brenndu silfri, eins og fleiri hlutir þar inni. Þaö er smíðað af Jóhannesi Jóhann- essyni, gullsmið og málara. Slikt skrín hefur ekki verið gert á lslandi svo að vitað sé síðan fyrir siðaskipti, að því er systir Hildegardis telur. Á endum þess eru englamyndir, en á hlið fiskur, tákn kristni, komax og vinþrúgur. Þar eru letruð orðin: „Pro mundi vita“ sem útleggst: Brauð fyrir lifið. Þessar skreytingar gæða kap- elluna sérstæðu svipmóti og gera sitt til þess að kalla hug- ann til móts við þá helgi sem hún er vígð. ★ Það vekur sérstaka athygli, hversu nýstárlegar skreytingam ar eru, einfaldar og látlausar, einkennast nokkuð af homrétt- um línum, grófum og mynd- rænum dráttum. , Systir Hildegardis vekur at- hvgli okkar á því, að bekkimir I kapellunni eru I samræmi við stíl skreytinganna, en bætir slðan við, að úr því verði ekki bætt að sinni, þar skorti fé til. — Það gegnir hins vegar furðu hverju þær hafa áorkað, smátt og smátt, og þetta smáa hefur orðið að stéru. Bekkimir verða því varla lengi til ósamræmis heildarmyndinni I þessari hlý- legu kapellu. * SP s-„ ..-1 O í'Ííts " ^-.VXVV. V •. V.NV..X íS&cSSSÍÍ svký Engilmynd prýðir skríniö til endanna. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.