Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 2
V í SIR . Fimmtudagur 15. september 1966.
VALUR 06 KCFLA VIK I
ÚRSUTUM 11. DIILD
Þróttur kvaddi 1. deild með glæsilegum leik og
betri aðilinn gegn Val, sem vann Jbó 1:0
• Valsmenn leika úrslitaleik-
inn gegn Keflavík í Islandsmót-
inu eftir að hafa sigrað Þrótt i
gærkvöldi með 1:0. Það voru
samt Þróttarar, sem sýndu á-
horfendum meira af knatt-
spymu á Laugardalsvelli í norð-
angjólu með grásprengda Esjuna
í bakgrunni.
• Það vom Þróttarar er sýndu
baráttuna enda þótt sú barátta
væri nokkuð síðbúin og vonlítil
En heppnin var Valsmegin og
þeir fóru með sigur af hólmi með
marki, er var talsvert umdeilt en
flestir vora á þeirri skoðun að
mark Ingvars Elíssonar á 6. mín.
hefði verið skorað úr rangstöðu
því enda þótt hann hefði fengið
boltann af Þróttara var hann í
rangstöðu þegar knettinum var
spymt. '
Þróttarar fengu góö tækifæri í
byrjun leiksins og góðan stuðning
áttu þeir i stúkunni, þar sem þeir
fengu bezta klapplið sumarsins, —
frá Keflavík, en ekki eigin félagi.
6. mínútu, sem fyrr segir, en tvis-
var í fyrri hálfleik skoruðu þeir,
en í bæði skiptin taldi dómarinn,
Rafn Hjaltalín, að um brot hefði
verið að ræða hjá Valsmönnum.
I seinni hálfleik áttu Þróttarar
mun meira í leiknum, reyndu lang-
skot, en þau urðu aðeins til að
staðfesta rétt val landsliðsnefndar
á Sigurði Dagssyni í markið gegn
Frökkum. Hann gerði þessum skot-
um góð skil, greip vel og bægði frá
hverri hættu.
Aðeins 10 mínútum fyrir leiks-
lok komst Haukur Þorvaldsson einn
inn fyrir, en renndi boltanum að-
eins örfáa sentímetra fram hjá
markinu.
Með því að skora þama hefði
tvennt gerzt.' Þróttur hefði fengið
„ónýtt“ stig, — og Keflvíkingar
hefðu fengið Islandsmeistarabikar-
inn ööru sinni. Bikarinn hefði ekki
verið afhentur að þessu sinni, —
því kæra Þróttar vegna leiksins
í Keflavík er enn óútkljáð, en engu
Valsmenn skoruðu mark sitt á ,að síður hefðu allar líkur bent til
að Keflavík væri sigurvegari i mót-
inu, því dómurinn fer vart á annan
veg en þann að dómarinn í leikn-
um verði áminntur fyrir vítavert
brot og yfirsjón í starfi.
Þetta heföi orðið félögunum i
1. deild dýrt „spaug“. Orslitaleik-
ur eins og nú er framundan er mjög
góður tekjudrýgir fyrir félögin, sem
fæst vaða beint í peningum. Jafn-
tefli fyrir Þrótt hefði því ekki orð-
ið mjög hagfræðileg lausn eins og
á horfði. En með tap verða þeir
e.t.v. nokkrum þúsundum og jafn-
vel tugum þúsunda „minna fátæk-
ir“ en áður, því viðbúið er, að leik-
ur Vals og Keflavíkur verði vel
sóttur og félögin 6 i 1. deild skipta
ágóðanum af öllum leikjum deild-
arinnar.
Hvað viðvíkur sjálfum leiknum í
gær, voru Þróttarar mun sterkari.
Valsmenn voru eins og lokaðir fyr-
ir mikilvægi þessa leiks. Það var
eins og Hermann Guhnarsson berð-
ist einn í framlínunni, en hann
mátti ekki við margnum. Sigurður
Dagsson var aftur á móti sá, sem
bjargaði heim stigunum fyrir Val
og eflaust verður hann erfiður Kefl-
víkingum líka.
Af Þrótturunum var Guttormur
£ markinu mjög góður, því Vals-
menn áttu góðar sóknir við og við
og Guttormur bjargaði þá vel. Vörn
in var sterk og framverðirnir virt-
ust hafa betri tök á miðjunni lengst
af en Valur. I framlínu Þróttar
var Axel góður, en einlék of mikið.
Haukur er og geysimikill styrkur
í liðinu og Jens vinnur vel. I það
heila tekið var þetta bezti leikur
Þróttar £ sumar og má það furðu-
legt teljast hve stutt þetta lið hef-
ur náð f 1. deild. Orsakimar hljóta
að vera af sálrænum toga spunnar,
leikmennimir hreinlega hafa ekki
trú á sér.
En sem sagt, það er ekki rúm
fyrir Þrótt næsta ár í 1. deild,
Fram kemur upp með sitt unga
og efnilega lið, en Þróttur fer niður,
— með lið, sem að minu áliti er
mun sterkara en t.d. Akranesliðið,
og stendur öðrum liðum deildar-
innar lítið sem ekkert að baki.
Dómara„tríó“ frá Akureyri
dæmdi þennan skemmtilega leik.
Rafn Hjaltalín var allgóður dóm-
ari og linuverðir Frfmann Gunn-
laugsson og Sveinn Kristjánsson.
—jbp—■
Nýliðarnir gegn Frökkum
Tveir nýliðar munu leika með íslenzka landslið-
inu í knattspymu á sunnudaginn í Laugardal gegn
franska áhugamannalandsliðinu. Þetta eru
Sigurður Dagsson, Val örugglega bezti markvörð-
ur okkar í sumar, enda þótt augu landsliðsnefndar
hafi loks stöðvazt á honum nú í lok tímabilsins,
og Óskar Sigurðsson, KR, v. bakvörður, — sem
nú loks er að komast í dagsljósið eftir að hafa
leikið í meistaraflokki í ein 9 ár.
Óskar:
„Fjári mikið
á vara-
mannabekk
Sigurður:
„Bara flens-
an leggi
mann ekki'
•//
//
£ röð með liðinu og hefur stað-
ið sig með prýöi.
„Þetta kom mér satt að segja
algerlega á óvart“, segir Óskar,
„en ég verð áreiðanlega f ,stuði‘
f landsleiknum, að minnsta kosti
vona ég það“.
Heldur er reynslan slæm hjá
Sigurði Dagssyni af því að vera
valinn í landslið. Það var f vetur
að hann var valinn i landslið
íslendinga i handknattleik gegn
Rússum. Þá lagðist hann í rúm-
ið með heiftarlega inflúensu,
sem virtist i byrjun vera tauga-
gigt, en svo var þó ekki sem bet
ur fer. „Vonandi leggur flensan
mig ekki núna“, segir þessi 21
árs gamli kennari, sem útskrif-
j£g held að leikimir hjá mér
séu eitthvað milli 50 og 60“, seg
ir Óskar Sigurðss. í stuttu við-
taH við Vísi 1 gærkvöld, „en
þeir eru orðnir fjári margir leik-
imir, sem ég hef orðið að horfa
á liðið af varamannabekk“.
Óskar byrjaði ungur að leika
með meistaraflokki, var 18 ára
og hefur því verið viðriðinn 1.
deildina f 9 ár, en með miklum
forföllum þó, þvf hann hefur
oft verið meiddur og heilu tíma-
bilin þvi glatazt úr. En alltaf
hefur hann komið aftur, og nú
loksins, 27 ára gamall er hann
valinn til að leika stöðu Bjama
félaga síns i landsliðinu. Óskar
byrjaði seint í sumar að leika
með KR en hefur nú 8-9 leiki
Óskar Sigurösson og eiginkona hans, Auður Sæmundsdóttir. Son-
urinn heitir Bjami og er tæplega 8 ára. Hann vildi ólmur klæöast
KR-peysunni á myndinni — eins og vera ber.
Sigurður Dagsson að loknum
sigurleik gegn Þrótti í gær-
kvö'ldi.
aðist í fyrra og hyggur á fram-
hald í námi sfnu í íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni í
vetur.
Sigurður byrjaði upp úr hand-
knattleiknum að leika í marki.
Það var í 'fyrravor og þá þegar
þótti sýnt að Sigurður hafði
ýmislegt í það að verða mark-
vörður, enda þótt margir væru
vantrúaðir. Það sýndi sig þó
núna að efasemdirnar voru ó-
þarfar. Sigurður er örugglega
okar bezti markvörður i dag.
„Þetta leggst ekki sem verst
í mig“, sagði Sigurður f gær eft-
ir leikinn við Þrótt, „ég þekki lít
ið til Frakkanna, en vonast til
að geta sýnt mitt bezta. Ég er
ekki orðinn tiltakanlega ,nervös‘
— en eflaust á ég eftir aö verða
það, þe'gar líður að leiknum“.
—jbp—
Loka-
staðan
Keflavík 10 6 2 2 23-12 14J
Valur 10 6 2 2 20-12 14*
Akureyri 10 4 4 2 20-17 12j
K.R. 10 4 2 4 19-13 1°J
Akranes 10 2 3 5 13-21 T
Þróttur 10 0 3 7 7-27 a;
Mörkin
' •
. . . vv--
Jón Jóhannsson Keflav. 8 mörkj
•
Kári Árnason Akureyri 7 — J
Karl Hermansson Keflav. 6 — •
Ingvar Elísson Val 6 — J
Gunnar Felixsson KR 5 — •
Hermann Gunnarss. Val 5 — •
Eyleifur Hafsteinss. KR 5 — J
Bjöm Lárusson Akranesi 4 — •
Jón Sigurðsson KR 4 — J
Reynir Jónsson Val 4 — J
Matth. Hallgrímss. Akrn. 4 — •
Stgr. Bjömsson Akureyri 4 — J
Skúli Ágústss. Akureyri 3 — •
Jens Karlsson Þrótti 2, Einare
ísfeld KR 2, Jón ÓI. Jónssonj
Keflavik 2, Sævar JónatanssonJ
Akureyri 2, Hans Guðmundsson*
Val 2, Halldór Bragason ÞróttiJ
2, Valsteinn Jónsson Akureyri*
2 Magnús Torfason Keflavík 2,1
Bergsveinn Alfonsson Val 2,J
Grétar Magnússon Keflavík 2,»
Hörður Markan KR 1, Bergst.J
Magnússon Val 1, RíkarðurJ
Jónsson Akranesi 1, Einar Magn*
ússon Keflavik 1, Magnús Jón-•
atansson Ákureyri 1, ÓlafurJ
Brynjólfsson Þrótti 1, Sigurður J
Albertsson Keflav. 1, Benedikt •
Valtýsson Akranesi 1, EinarJ
Guðmundsson Keflavfk 1, Guð-•
jón Guðmundsson Akranesi 1, •
Lárus Fjelsted Þrótti 1, Þórður J
Jónsson Akranesi 1, Baldvin •
Baldvinsson KR 1, Haraldur*
Sturlaugsson Alcranesi 1. J
Sjálfsmörk 3.
—KLP— J
- •
DAG
BIKARKEPPNI K.S.Í. á vellinum
í Hafnarfirði í kvöld kl. 18.15. Þá
keppa Fram og FH um sætið í 8
liða keppninni. Það var ranehermt
i fvrradag hér í blaðinu að’ Fram
væri komið í þá keppni eftir sig-
ur sinn yfir Val-b.