Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Fimmtudagur 15. september 1966. Kona skrifar skáldsögu um „ástandið 'í Noregi „Bak við byrgða glugga" eftir Grétu Sigfúsdóttur Á síðustu árum hafa furðumarg ar konur bætzt í hóp íslenzkra skáldsagnahöfunda og hafa sumar þeirra þegar í upphafi eignazt mjög álitlegan lesendahóp. Og nú þessa dagana er ein kona komin til skjal anna á sama vettvangi og kveður sér hljóðs með myndarlegri skáld- sögu, sem Almenna bókafélagið gefur út og er septemberbók félags ins. Bak við byrgða glugga, eftir Grétu Sigfúsdóttur, gerist undir lok síðustu heimsstyrjaldar og fjallar að meginefni um samskipti ungra kvenna við þýzkt setulið í Noregi Höfundurinn, sem þar dvaldi árum saman, lætur þess getið framan við bókina, að hún sé byggð á raun- sönnum viðburðum, en vitanlega hefur nöfnum verið breytt. í sjálfu sér telst ekki til nýlundu, að slíkt efni sé tekið til meðferðar, en hitt er sjaldgæfara, að sjá það rakiö frá sjónarhóli þeirra einstaklinga, „er reyndust veikari fyrir“ eins og kom izt er aö oröi í nýnefndum formáls- orðum. Ætla mætti f fljótu bragöi, að; efni sem þetta mundi umfram allt kalla á allmikla bersögli, og satt er það, að hér er ekki beitt neinni launung til að fegra hlut „hinna veikari“ eöa berja í brestina fyrir þeim ógæfusömu konum, sem í trássi við þjóðlegan metnað og ætt- jarðarást létu freistast til fylgi- lags við hiö erlenda setulið. En frí sögnin miðast samt öllu fremur við að skýra hinar innri staðreyndir og leiða f ljós þau sálfræðilegu rök sem lágu að baki hegöun þessara kvenna og fyrir þeim var hinni eim persónulegi sannleikur. Thorvaldsensfélagið efnir nú í þriðja sinn til hins vinsæla leik fangahappdrættis síns. Hagnaðin- um verður varið til fyrirhugaðrar viðbótarbyggingar við Vöggustofu Thorvaldsensfólagsins við Sunnu- torg. Eins og kunnugt er, er mjög aðkallandi að byggja heimili fyrir böm frá 2 til 6 ára, sem ekki eiga heimili eða foreldra, sem geta ann azt þau. Thorvaldsensfélagið væntir þess að foreldrar gefí bömum sínum tækifæri til að styrkja gott mál- efni, með því að kaupa happdrætt ismiða. Þeir kosta aðeins 10 krón- ur, og veröa til sölu á Thorvalds- sensbazar — í Háskólabíói eftir kl. 4, og í Kjörgarði og víðar um bæ inn. Viljum fú — Framh. af bls. 1. leikum veröa leikin m.a. verk eftir Bach, Gershwin, Bernstein, Berli- oz, Gounod o.fl. Kammertónleikarnir veröa þrír talsins, en þar verða flutt verk sem eru of fámenn fyrir reglulega áskriftartónleika, en of fjö.Imenn fyrir venjulega kammertónleika. Skólatónleikarnir fyrir 16 ára til 21 árs verða alls 8 og veröa leik:n verk á þeim frá flestum tímabilurn tónlistarsögunnar. Fyrir aldurs- flokkinn 6-12 ára veröa fjórir tón- leikar. Auk aðalstjómanda hljómsveitar, innar munu þeir Páll. P. Pálsson, j Hendrik Ottósson fréttamaður — 8. okt 1897 — 9. sept 1966 í dag er gerð útför Hendriks J. S. Ottóssonar fréttamanns, er lézt i sjúkrahúsi 9. þ.m. eftir langa van- heilsu, Hendrik var fæddur 8/10 1897, sonur Ottós N. Þorlákssonar og konu hans Karolínu Siemsen. Mín fyrstu kynni af Hendrik eru frá bemskuárum hér í bænum. Fund- um bar oft saman fram undir og jafnvel fram yfir fermingaraldur. Hendrik einkenndi þegar á bemsku aldri óvanalega bjart, glaölegt og hreinlegt yfirmót samfara ein- lægni og hlýleik og þetta einkenndi hann alla ævina., Hann var bæklaður á fótum, en seiglan var ótrúleg, og svo frár var hann á fæti að hann gat hlaup- ið okkur Miðbæjarstrákana af sér eins og að drekka vatn. Leiðir lágu síðar einkum saman, er við vorum báðir starfsmenn Fréttastofu útvarpsins. — Ég minn- ist Hendriks í dag sem góðs drengs og gáfumanns. Þekking hans á þeim málum, sem hann lagði sér- lega stund á, var mikil að dómi þeirra sem um það gátu dæmt. Tungumálamaður var hann mikill Hendrik háði marga orrustuna um dagana. Saga hans framan af var baráttus. og hann gekk hart fram Á samverustundum seinustu miss- erin virtist mér jafnan, að það væri maður heill á sálinni og ham- ingjusamur maður, sem gæti um öxl litið að leiðarlokum. Kona Hendriks var Johanne Henny Lippmanns kaupmanns í Berlín og var hjónaband þeirra hið farsælasta. Axel Thorsteinson. Prentnemi óskast í handsetningu. DAGBL. VÍSIR Laugavegi 178 Ragnar Bjömsson og dr. Róbert A. Ottósson sjá um hluta hins um- fangsmikla vetrarstarfs ásamt þremur erlendum gestastjómenduin Fjöldi innlendra og erlendra ein söngvara og einleikara mun taka þátt f tónleikum hljómsveitarinn- Sinfóníuhljómsveitinni, en allt aö 26 manní starfa þar að auki með henni í vetur. Starfsár hljómsveit- arinnar hófst þann 1. sept. með hljómleikahaldi úti á landi, en hljómsveitin kemur fram á þrem stöðum þennan mánuð, Vest- mannaeyjum, Selfossi og Keflavík Bauðst hljómsveitin til þess að koma og leika endurgjaldslaust samkvæmt bréfi sem skrifað var á nokkra staöi norðan- austan- og vestanlands að sögn útvarpsstjóra en aðeins þessir þrír staðir þáðu boðið. Nýtf tæki — Framhald af bls< 1. fyrir í nokkrum bifreiðum hér í borginni, m.a. leigubifreiöum. Vfsir hafði f morgun samband við Umferöardeild lögreglunnar í Reykjavík og spurðist fyrir um hvað hún hefði um þennan inn- flutning að segja. Varöstjórinn sagði, að umferðarlöigreglan vissi, að slík tæki hefðu verið í notkun hér i borginni. Varð- stjórinn sagði, að tæki þessi væru alveg gagnlaus, því að það þyrfti að komast inn á svæöi það, sem radar lögreglunnar næði til, til að gefa eigandanum merki, en um leið og það væri komið inn á fyrrgreint svæði væri lög'reglan búin að mæla hraða bifreiöarinnar og það væri nægilegt og þá væri of seint fyrir ökumanninn að draga úr hraöanum. Notaðir bfiar Höfum nokkra vel með farna bíla til sýnis og sölu hjá okkur. Opel Station árg. 1962 Mercury Comet árg. 1962 Zephyr 4 árg. 1962 Opel Rekord 4ra dyra árg. 1964 Vauxhall Velox árg. 1963 Opel Rekord 2ja dyra árg. 1964 Opel Kapitan árg. 1960 Zodiac árg. 1960 Galaxie 500 árg. 1963 Tækifærið til þess að gera göð bíla kaup. Hagstæð greiðslukjör. Ford-umboðið Sveinn Egilsson h.f. Laugavegi 105, Reykjavík Símar 22466 og 22470. Tvær nýjar hæhir í Alfræðisafnið „Veðrið" og „Hreysti og sjúkdómar" komnar út í Alfræðasafn Almenna bókafé lagsins hafa nú bætzt tvær bæk- ur, „Veðrið“ og „Hreysti og sjúk dómar“, og eru bækur flokksins þá orðnar sjö f íslenzkri 'útgáfu. Bækur þessar eru gefnar út í mörgum löndum og á mörgum tungumálum með góðri samvinnu bókaforlaga sem gerir kleift að ráð | ast i ódýra útgáfu á svo miklum bókum er hér er um að ræða. Veörið Þó að vaxandi tækni stefni meir í þá átt að gera menn óháða veðráttunni er þó æöi fátt sem hef ur meiri þýðingu fyrir afkomu manna og daglega líðan, ekki hvað sfzt hér á norðurslóðum og örugg lega er hún það umræðuefni, sem oftast ber á góma í daglegu tali. í formála sínum fyrir Veðrinu kemst þýðandinn, Jón Eyþórsson, svo að orði að það sé langstærsta og myndarlegasta bók um veöur- fræði sem hefur verið gefin út á íslenzku og forkunnarvel búin að myndum. „Hún segir frá veðrinu og duttlungum þess sem furðum og brýnir það fyrir lesendanum hversu mjög hann og raunar flest ar lffverur séu háðar veðrinu, hvern ig vér keppumst viö að sjá það fyr ir og helzt að verða þess umkomnir að breytá því til hins betra.“ Hreysti og sjúkdómar. Með þessari bók er í enn fyllra skilningi komið að því efni, sem varðar hvern mann, ungan og gaml an. Þrátt fyrir þá stórkostlegu sigra sem læknisfræðin hefur unnið, ekki hvað sízt á allra síðustu árum, og þótt tekizt hafi að ráða niðurlögum fjölmargra sjúkdöma, sem herjað hafa á mannkyniö frá alda ööli, er baráttunni gegn sóttum og dauða samt haldið 'áfram f vax- andi mæli af tugþúsundum vísinda stofnana um allan heim. 1 staö hinna fomu vágesta hafa gerbreytt- ir þjóðfélagshættir rutt brautina fyrir nýjum ógnvöldum, sem vísind in eiga í þrotlausu höggi við. Má þar til nefna sjúkdóma í hjarta og æðakerfi, ýmsar tegundir gigtar, krabbamein, sykursýki o.fl. Um öll þessi efni er fjallaö í Hreysti og sjúkdómum. Þar er saga læknisfræðinnar rakin f skilmerki- legum dráttum, en einnig skýrt frá nýjustu uppgötvunum læknavísind anna. Þýðandi er Benedikt Tómas son skólayfirlæknir. Pólýfónkórinn hef- ur 10. starfsárið Pólyfónkórinn undirbýr nú 10. starfsár sitt og minnist þeirra tíma- móta í vetur með veglegu tónleika- haldi. Stjóm kórsins, stofnandi hans og stjómandi frá upphafi, Ing- ólfur Guðbrandsson, kölluðu blaða- menn á sinn fund af því tilefni í fyrradag. \ Létu þeir þess getið að ráðgert væri, að flytja tvö öndvegistón- verk með undirleik hljómsveitar í vetur: Stabat Mater eftir pólska tónskáldið Szymonowski undir stjóm Bodhan Wodizcko í janúar og Jóhannesarpassíu J. S. Bachs undir stjóm Ingólfs Guðbrandsson- ar um páska. Stabat Mater er af ýmsum talið eitt fegursta tónverk fyrir kór og hljómsveit, sem komið hefur fram á þessari öld. — Og Jóhannesar- passfa þykir eitt fegursta og mesta verk Bachs fyrir hljómsveit og kór. Kórinn hefur einnig í hyggju að fara utan á árinu og syngja á kóra- móti í Þýzkalandi að sumri. Mót þetta er á vegum Kórasambands Evrópu og era slík haldin þriðja hvert ár. Kórinn er nú skipaður 40 manns, en forráðamenn hans gátu þess, að fyrirhugað væri að bæta við 10-20 röddum nú í haust. — Sagði Ing- ólfur söngstjóri, að fólk sem hefði góða sönghæfileika og áhuga á því að taka þátt í söngstarfsemi, væri oft svo hlédrægt, að erfitt væri að ná í það. — Þessu væri líkt varið óg með íþróttastjörnur, sem þyrfti að uppgötva. - For- maður kórsins er Rúnar Einarsson og vísum við hér með fólki með söngáhuga og nokkra músikkunn- áttu til hans, eða annarra forsvars- manna kórsins. Lézt of slysförum í Buenos Aires Það sorglega slys varð í Buenos Aires fyrir nokkru að ungur Islendingur, Unnar Hávarður Eiríks son, drukknaði í höfninni. Unnar haföi verið skipverji um hríð á norska olíuskipinu Lago. FuHtrúaráð Heimdallar Fulltrúaráð Heimdallar er boðað til fundar föstudaginn 16. septem- ber í félagsheimili Heimdallar, Val höll. Fundarefni: Kjör uppstillinga nefndar. Fulltrúaráðsmenn eru hvattir til aö fjölmenna. Til sölu Var.dað nýlegt teakskrifborð 158x70 cm með glerplötu ef óskað er. Kr. 8000. Nýlegt isis- teikniborð með teiknivél kr. 8000. Amerísk ladyschick ferðahárþurrka með hjálmi kr. 2000. Til sýnis á Ægisíðu 127, jarðhæð kl. 5-7 í dag og næstu daga. Sími 20112.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 210. Tölublað (15.09.1966)
https://timarit.is/issue/183946

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

210. Tölublað (15.09.1966)

Aðgerðir: