Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 4
c
V1S IR . Fimmtudagur 15. september 1966.
% ggfe,;^
Bnbrgun útlönd :i í raorgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun ' ' ú •> • V. ' .tloii^
Samkomulag / L ONDON
lans Smiths
— beöið viðbragða
una, en Burnham forsætisráðherra
Guyana sagði, að greinilegt hefðl
verið, að Asíu- Afríku- og Karabía
hafsríkin heföu viljað beita hervaldi
en þess yrði að minnast, að það
Stjórnmálafréttaritari breizka út
varpsins hefur lýst það skoðun
sfna, að með yfirlýsingu Samveld-
isráðstefnunnar, sem samkomulag
náðist um í gærkvöjdi, hafi Ian
Smith, forsætisráðherra Rhodesiu
fengið seinasta tækifærið til þess
að semja á grundvelli þeirra skil-
mála, sem brezka stjórnin hafi lagt
fram.
Er nú beðið eftir hver verða við-
brögð Ian Smiths — hvort hann
fær völdin í hendur landsstjóran-
um, Sir Humphrey Gibbs, eins og
krafizt er. Samveldisráðstefnunni
lýkur í dag.
Gera má ráð fyrir, að önnur Sam
veldisráðstefna veröi boðuð, ef ekki
tekst að koma Ian frá skjótlega.
Stjórnmálafréttaritarinn benti á,
auk þess sem að ofan er getið, að
mikill ágreiningur hefði veriö á ráð-
stefnunni þótt eftir 6-7 daga þóf
hafi tekizt að ná samkomulagi því,
sem gerð er grein fyrir í yfirlýs-
ingunni.
Wilson og dr. Orbeito (Uganda)
lýstu sig ánægða með yfirlýsing-
væri Bretland sem nú ig síðar
bæri ábyrgð á meðferð og lausn
Rhodesiudeilunnar.
Fjármálaráöherra Zambíu bar í
gær fram afsakanir vegna þess, aö
utanríkisráðherra landsins viðhafði
móðgandi ummæli um Wilson á
heimleið til Zambiu, en fjármálaráð
herrann tók við forystu Zambiu-
nefndarinnar. Haföi ráðherrann bor
ið Wilson á brýn kynþáttarmismun
un og taldi Wilson þetta hina mestu
móðgun og mun hafa legið við að
hann frestaði ráðstefnunni vegna
ummælanna. Um yfirlýsinguna
sagði fjármálaráðherrann, Winu, að
hún hefði valdið sér algerum von-
brigðum.
/' mjm ■
1 yfirlýsingunni kveöjast Bretar
ekki fallast á sjáifstæði Rhodesiu
án myndunar meirihlutastjórnar —
nema meirihluti landsmanna óski
þess.
Ennfremur er skoraö á Ian Smith
aö afhenda Sir Humphrey Gibbs
völdin, en geri hann það ekki, megi
hann vænta samveldissamstöðu um
refsiaðgerðir að undangenginni sam
þykkt Sameinuðu þjóðanna.
EYJÁRSKEGGINN" — nýja brezka flugvélartegundin
M
Flugvélapantanir á Farnborough
flugsýningunni nema nú þegar
50—60 milljónum punda. Mynd-
in er af flugvélinni „Islander"
(Eyjarskeggjanum) sem áður var
sagt frá í frétt í blaöinu. en
hún er eina nýja flugvélarteg-
undin á sýningurmi. Hún kostar
18.900 stpd.
-®
Söinu sjónurmið -
Framhald af bls. 9.
leiðslu- og þjónustugreinar
njóta beinnar eða óbeinnar
verndar fyrir erlendri sam-
keppni.
Launahækkanir langt
umfram framleiðni-
aukningu
Hagvöxtur undanfarinna ára
hér á landi hefur átt það sam-
eiginlegt með hagvexti annarra
landa í Vestur-Evrópu, aö hann
hefur að miklu leyti byggzt á
framleiðniaukningu í útflutn-
ingsiðnaði. Á hinn bóg’inn mun
ísland vera eina landið í Vest-
ur-Evrópu, sem á undanförnum
árum hefur orðið aðnjótandi
mikilla hækkana á útflutnings-
verðlagi. í útflutningsframleiðsl
unni hafa því síðustu árin ver-
ið skilyrði fyrir launahækkunum
sem ekki aðeins voru í sámræmi
við launahækkanir nágranna-
landanna, heldur allmiklu meiri.
Reyndin hefur einnig orðið sú,
að tímakaup hér á landi hefur
hækkað um það bil helmingi
hraðar á s.l. fimm árum en yfir-
leitt hefur tíðkazt I öðrum lönd-
um Vestur-Evrópu. Misræmis í
launaþróun hér á landi og í
nágrannalöndunum hefur gætt
lengst af árin eftir styrjöldina.
Hefur þetta áður leitt til endur-
tekinna gengislækkana eöa ráð-
stafana, sem jafngilda gengis-
lækkunum. ,Á undanförnum ár-
um hafa grundvallarskilyrði
greiðslujafnaðar aftur á móti yf-
irleitt haldizt hagstæð, gjaldeyr-
isforði farið vaxandi og gengi
krónunnar verið tryggt, þrátt
fyrir misræmið i launaþróun.
Launahækkanir hér á landi
hafa þó ekki síður en í ná-
grannalöndunum verið Iangt um
fram framleiðniaukningu í þeim
greinum, sem framleiða fyrir
innlendan markað eða veita hon
um þjónustu. Verðlag hefur því
hækkað ört, og að sama skapi
örar en í .öðrum löndum sem
launahækkanir hafa verið meiri.
Engu aö síður hafa raunveruleg-
ar tekjur launþega aukizt mikið
hér á landi á undanförnum ár-
um og örar en víðast hvar ann-
ars staðar. Sama máli gegnir
um kaupmátt tímakaupsins á
síðast liðnum tveimur árum.
Jafnframt hafa launahækkanir
skapað vaxandi erfiðleika í
þeim greinum útflutningsiðnað-
ar, sem ekki hafa náð sömu
aukningu í framleiðni og aðrar
greinar, eða notið erlendra verð
hækkana í sama mæli. Sams
konar erfiðleika hefur gætt í
þeim greinum framleiðslu fyrir
innlendan markað, sem ekki
njóta mikillar verndar fyrir er-
lendri samkeppni.
Miklar launa- og verðhækkan
ir undanfarinna ára eiga sér
þannig rætur í hinum hagstæðu
skilyrðum útflutningsframleiösl-
unriar og vaxandj erfiðleikar
margra atvinnugreina, þar á
meðal sumra útflutningsgrein-
anna, 'eru skuggahlið sjálfrar
velgengninnar. Reynslan bæði
hér á landi og annars staðar
sýnir, hversu erfitt er að neisa
tímanlega skorður við verð-
bólguþróun af þessu tagi. Kem-
ur það hér til greina, hversu
beinlínis sh'kar skorður snerta
hag þeirra atvinnugreina, sem
við hin hagstæðu skilyrði búa,
og eins það, aö ekkj verður séö
fyrir, hversu lengi hin hagstæðu
skilyrði muni standa:
Hagnýta þarf —
Eramh a’ t>ls 7
gjaldeyris hefur staðið óbreytt
síðan 1961, en verð afurðanna
meira en tvöfaldazt, Enda þótt
niðurgreiðslur á áburði og fóð-
urvörum hafi verið afnumdar og
farmgjöld leiðrétt, hafa þessar
vörur þó hækkað miklu minna í
verði en afurðirnar. Hefur þetta
aukið á tilhneiginguna til um-
breytingar áburðar og fóðurvöru
í afurðir í því skyni að ná sem
fyllstri nýtingu fjármagns og fén-
aðar. .
25% Umframframleiðsla
Mjólkurframleiðsla sú, sem kem
ur til markaðar, hefur aukizt
nokkru meira en heildarframleiðsl
an, þar sem æ fleiri sveitir hafa
tengzt mjólkurbúum. Þannig het-
ur mjólkurmóttaka búanna auk-
izt um 40% frá 1960 til 1965, en
áætluð heildarframleiðsla um
22%.
Framleiðsluaukningin hefur orð
ið viðskila viö neyzluaukninguna.
Nepla. hefðbundinna afurða, að
nolfkru örvuð af miklum niður-
greiðslum, var orðin mjög mikil
í lok síðasta áratugs. Aukning
nevzlunnar hefur síðan ekki ver-
ið öllu meiri en sem svarar til
fólksfjölgunar, .sem síðustu árin
hefur verið um 1.8% á ári. Er nú
svo komið, að framleiðsla bæði
mjólkur og sauðfjárkjöts er um
25% meiri en neyzlan.
Eftir gerigisbreytinguna 1960
fór því ekki víðs fjarri, að sauð-
fjárbúskapur til útflutnings stæði
undir sér. En með þeirri sjálf-
virkni, sem ríkt hefur í. tekju-
hækkun landbúnaðarins hefur
það mark stöðugt þokazt undan.
Jafnframt hefur umframfram-
leiðslan meir og meir komið fram
sem mjólkurafurðir, en í útflutn-
ingi skila þær ekki miklu meiru
en einum tíunda grundvallarverðs
til bænda á móti rúmlega ein-
um þriðja fyrir sauðfjárafurðir.
Veldur þessari þróun allt í senn,
áhrif veðurfars síðustu ára, breyt
ing búskaparhátta og verðafstöð-
ur afurðanna. Verðafstöðunum
hefur nú verið breytt að nokkru,
og eru áhrif þess smám saman að
koma fram í minnkandi umfram-
framleiðslu mjólkur.
Fjárfesting í landbúnaði hefur
á undanfömum árum verið mikil
og vaxandi og notkun aðfenginn-
ar rekstrarvöru hefur aukizt
mjög. Þrátt fyrir þetta hefur
framleiðslan aukizt tiltölulega
lítið, en þó nógu mikið til
þess að veruleg offramleiðsla
hefur myndazt. Jafnframt hafa
bændur talið, að þeim hafi ekki
verið tryggð sambærileg lífskjör
við aðrar stéttir svo viðhlítandi
sé. Þróun landbúnaðarins á und-
anförnum árum sýnir ljóslega,
hversu erfitt er að ná i senn hinu
þýðingarmikla félagslega mark-
miði, að jafna aðstöðu bænda og
annarra stétta, og því hagræna
markmiði, að ekki sé varið til
frarnleiðslunnar nema hóflegu
magni vinnuafls, fjármuna og ann
arra framleiðsluafla. í samræm-
ingu þessara markmiða er vanda-
mál landbúnaðarins fólgið, og við
þá samræmingu hlýtur framtíðar-
stefnan í landbúnaðarmálum að
miðast hér á landi jafnt og í ná-
lægum löndum.
Mikil
byggingastarfscmi
Byggingarstarfsemin hefur á
undanförnum fimm árum aukið
framleiðslu sína um hlutfallslega
álíka mikið og sjávarútvegurinn,
eða um tæp 10% á ári að jafn-
aði. Nokkur samdráttur varð ár-
ið 1961 en mest varð aukningin ár
ið 1963, um 20%. Að sjálfsögðu
getur ekki orðið áframhald á þess
ari stórstígu aukningu, sem borin
hefur verið uppi af sétstaklega
örri aukningu tekna síðustu árin
og örvuð af verðbólguþróun.
Byggingarstarfsemin hefur sogað
til isín mikið vinnuafl síðustu ár-
in, jafnvel allt að því er samsvar-
ar helmingi aukningar vinnuafls-
ins á árunum 1964 og 1965. Hef-
ur þessi mikla vinnuaflsnotkun
staðið viðgangi annarra atvinnu-
greina nokkuð fyrir þrifum og
mundi gera það í enn ríkara mæli,
ef áframhald yrði á.
Greinileg ummerki eru þess, að
verulega hefur gengið á fjárfest-
ingarþarfimar í ýmsum hefð-
bundnum greinum. Er því ekki á-
stæða til að búast við meiri vexti
í byggingarstarfserrii framvegis en
í undirstöðuatvinnuvegum eins og
iðnaði, verði sæmilegu efnahags-
jafnvægi viðhaldið. Vaxandi til-
hneiging er og til að létta undir
með bvggingarstarfseminni með
framleiðslu og innflutningi bygg-
ingarhluta af ýmsu tagi, en með
því er jafnframt unnið að því að
jafna árssveiflu starfseminnar.
Um aðrar greinar atvinnulífs-
ins er torvelt að fjalla sökum
heimildarskorts, enda síður á-
stæða til, þar sem flestar þeirra
fylgjast ag við þróun undirstöðu-
greinanna. Þó er þess að vænta,
að hagræðing í verzlun geti á kom
andi árum haft mikla sjálfstæða
þýðingu. Fram til þessa hefur
verzlunin vaxið með þeim hætti,
að hún hefur tekið til sín mjög
aukig vinnuafl. Með auknu hús-
rými verzlunar eru verzlunarhætt
ir þó teknir að breytast í afkasta
meira form. Verður að telja æski-
legt og líklegt, að vörudreifingin
fari í vaxandi mæli þá braut, sem
sjávarútvegur, landbúnaður og iðn
aður hafa áður markað með stór-
aukinni vinnuframleiðni og sparn-
aði og hagsýni í notkun vinnu-
afls.
Heildarmyndin
Þegar þeir þættir atvlnnuþróun
arinnar, sem hér hafa verið rakt-
ir, eru dregnir saman í heildar
mynd, koma nokkrir megindrætt-
ir glöggt í ljós. Vöxtur atvinnu-
lifsins á umliðnum árum hefur,
eins og á flestum öðrum vaxtar-
skeiðum íslenzks efnahagslífs, að
miklu leyti byggzt á hagnýtingu
nýrrar tækni í fáum greinum og
á hagstæðum náttúruskilyrðum
og markaðsaðstæðum. Frjálsræði
í viðskiptum og athöfnum ásamt
betra jafnvægi í greiðsluvið-
skiptum við önnur lönd en oftast
nær áður hefur auðveldað hag-
nýtingu þeirra tækifæra sem
gefizt hafa, og aukin samkeppni
bæði i útflutningsgreinum og iðn-
aðarframleiðslu fyrir innlendan
markað hefur stuðlað að þvi að
knýja fram umbætur. Á hinn bóg
inn hefur vöxturinn ekki, nema
þá að mjög takmörkuöu leyti,
byggzt á þeirri hagnýtingu tækni
og skipulags í öllum greinum og
þeirri markvissu leit að tækifær-
um, sem einkennir atvinnulíf þró-
aðra iðnaðarþjóða. Það skiptir
miklu, að á þessu verði breyting,
því þess er ekki að vænta, að
ört vaxandi verðmæti haldi á-
fram að skila sér á land án telj-
andi frumkvæðis og skapandi und
irbúnings, hvorki í auknum sjáv-
arafla né í kjörum heimsviðskipt-
anna. Hin hagstæðu ytri skilyrði
eru nú tekin að breytast til hins
verra og hin nýja fiskveiðitækni
hefur þegar skilað mestu af þeim
árangri, sem af henni er að
vænta. Ef ná á viðunandi hag-
vexti í framtíðinni, verður í rík-
ari mæli en verið hefur hingað
til, að marka þá stefnu í mál-
efnum hinna einstöku atvinnu-
greina, er grípi tii róta þeirra
meginvandamála, sem þær standa
frammi fyrir, jafnframt því, sem
fyrirtæki jafnt sem opinberir að-
ilar Ieitj með markvissum hætti
þeirra tækifære, tækni og skipu-
lags, sem bezt eru til hagnýt-
ingar. Margvíslegra athugana og
aðgerða er þörf til þess að þetta
megi verða. Umfram allt þarf þó
jafnvægisástand að komast á, er
tryggi stöðugt verðlag, hófstill-
ingu í tekjuþróun, skynsamlega
ráöstöfun verðmæta og trausta
viðskiptahætti, svo að atvinnu-
fyrirtækjum gefist kostur á að
starfa á grundvelli framsýnna
áætlana.