Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 3
#
VÍSIR . Fimmtudagur 15. september 1966. 3
ÍVIenn stóön í hópum og sumir skriöu í skjól undir væng svifflugna nna, meðan Ilulka sýndi listir sínar. — Fremst á myndinni er flagg-
flnga- Svifflugfélagsins, sú tékkneska.
LEIKUR í LOFTI
Menn sáu bara einhverjar vélar
koma og fara. Þar fóru reynd-
ar keppendur í Shellbikarkeppn
inni ,sem er kölluð eftir forláta
bikar, sem sigurvegarinn hrepp-
ir, en til þess verður flugmað-
urinn að sýna góða og alhliða
loftferðakunnáttu og flughæfi-
leika. — Þannig urðu keppendur
að þessu sinni að fljúga í á-
kveðna stefnu og taka beygju á
einhverjum stað, sem þeir vissu
ekkert um, utan hnattstöðu
hans. Við höfum það fyrir satt,
að þessi staður hafi verið í jaöri
Hrútsvatns í Þykkvabænum. Ef
að menn tóku réttan ,kós‘ þaðan
áttu þeir að beygja aftur yfir
stað, sem reyndist vera viö
Þrasaborgir á Lyngdalsheiði —
hjá þeim, sem reiknuðu rétt út
eftir kortinu, hinir hafa máske ,
lent norður í landi. — Þriðji
punkturinn var svo Lundey og
sá síðasti Sandskeið. Á þessu
ferðalagi urðu þeir einnig aö
þekkja staði, sem voru á flug-
leiðinni, eftir ljósmyndum, og
að fleiru áttu þeir að gefa gaum,
mcðal annars gizka sem gleggst
á hvað Iangt væri milli tveggja
strika sem gerð höfðu veriö á
Mosfellssveitarveginn, en fluglin
an var á þeim kafla yfir vegin-
um. Þá leystu keppendur fleiri
þrautir, lentu ímyndaðri neyð-
arlendingu, rétt upp við ímynd-
aða girðingu og fleira. Þetta
varð ýkja flókin keppni áður
lauk, sem bezt sést á því, að
ennþá er veriö að reikna út sig-
urvegarann.
Fólk þusti þangað upp eftir á
bílum sinum (og fóru raunar
margir aldrei út úr þeim fyrir
kulda). Flugmenn og flugáhuga-
menn stefndu rellum sínum
þangað upp eftir, svifflugmenn
höfðu óvenjumikinn viðbúnað á
staönum, og síðast en ekki sízt:
tékkneski listflugsnillingurinn
Hulka gerði sig líklegan til þess
að fljúga nýju listflugvélinni
þcirra í félagi einkaflugmanna.
Þeir, sem sáu Hulka Ieika list-
ir sínar yfir Hljómskálagarðin-
um á dögunum, hafa eflaust
haldið, að þar sýndi hann allt
hvað hægt væri að sýna á rell-
unni. — Það kom hins vegar
í ljós yfir Sandskeiði, að sýning-
in yfir Reykjavík var bamaleik-
ur einn móts við það, sem gerð-
ist þar efra. Viröast engin tak-
mörk fyrir þeim kúnstum, sem
hægt er að leika í loftinu á
þessari vél og Tékkinn lék þær
líka óspart til hins ýtrasta.
Hulka í einu hvolfflugi sínu.
Frá flugdeginum á Sandskeiði
Það lá ýmislegt í loftinu yf- ir Sandskeiði um síðustu helgi.
Sú litla varð iíka að fá að skoöa þetta furðuverk, sem svífur meö
menn um loftin án nokkurs vélarafls.
Svifflugmenn drógu flugur sín
ar út á völlinn og buðu hverjum
sem var far upp í loftið með
þeim. Gerðust þá margir úr hópi
áhorfenda hugaðir fremur venju
og fúsir til Ioftferðaævintýra.
Allir komust aftur niður á jörð-
ina, en trúlega hafa margir losn-
að örlítið við hana aftur, þegar
þeir fóm að segja flugófróöum
vinum sínum frá háloftaævin-
týrum sínum. — Svifflugfélagið
sýndi einnig forláta flugu, sem
félagið festi nýlega kaup á hjá
Tékkum.
Myndsjáin hafði spurmr af því að þetta væri „Tiger Mouth“ elzta kennsluflugvél Islendinga.
......... •> >>v.»v.v.-.w.-
Minna bar á góðflugkeppn-
Inni, sem háð var sama daginn.