Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 9
VISIR . Fimmtudagur 15. september 1966. úr skýrslu Efnahagsstofnunnrinnar til Hdgrúðs Myndin er af Hagráði á fyrsta fundl sínum f haust. SÖMU SJÚNAMIÐ í HAGMÁLUM HÍR OG í NÁGRANNAL ÖNDUNUM Tjau megin markmið, sem stefnt er að í efnahagsmál- um hér á landi, eru þau sömu og í nágrannalöndunum, næg atvinna og ör hagvöxtur sam- fara jafnvægi í greiðsluviðskipt um við önnur lönd og í verð- lagsþróun innanlands. Þær leiö ir, sem famar hafa verið hér á landi til þess að ná þessut.i markmiðum hafa einnig á und anförnum árum verið þær sömu og tíðkast í nágrannalöndun- um: frjálsræði í framkvæmdum og utanríkisviðskiptum samfara ákveðinni stjóm fjármála og peningamála og vaxandi notkun áætlunargerðar um opinberar framkvæmdir og rekstur og um stefnuna í málum einstakra at- vinnugreina. Heildarstefna á Vesturlöndum Sú stefna í efnahagsmálum, sem fylgt hefur veriö á Vestur löndum lengst af undanfarna tvo áratugi, er sprottin af reynslu kreppu og styrjaidar. Atvinnuleysi kreppuáranna skapaöi almennan skilning á nauðsyn þess, að næg atvinna væri tryggð, og stöðnun þess- ara ára skilning á nauðsyn hag vaxtar. Veröbólga styrjaldarár- anna og greiðsluerfiðleikar fyrstu áranna eftir styrjöldina sköpuðu aftur á móti skilning á þýðingu þess, að sem mest jafnvægi héldist í verölagsþró un og í greiðsluviðskiptum við önnur lönd. Tækin til þess að ná markmiðunum hafa siðan þróazt og mótazt hvað af hverju eftir því, sem reynslan hefur kennt. Árangur þessarar stefnu í efnahagsmálum hefur verið mik il! og sízt minni en náðst hefur í öðrum hlutum heims, þar sem aörar leiðir hafa veriö farnar til þess að ná svipuöum maric- miðum. Undanfarnir tveir ára- tugir hafa verið skeið n.eiri framfara og velmegunar en dæmi eru til áður, samfara þvi að félagslegt öryggi hefur verið betur tryggt en nokru sinni fyrr. í þessari þróun hafa ís- lendingar tekið þátt í vavandi mæli, þannig að þeir sUrnda nú ekki að baki nágrannaþjóð- um sínum í velmegun, efnahags framförum né félagslegu öryggi. En þessi árangur felur það ekki í sér, að vandi efnahagsmál- anna sé leystur í eitt skipti fyr ir öll. Efnahagsmálin þarfnast stöðugrar aðgæzlu og stjómar. Sjálf framþróunin skapar ný viðhorf. Sjálfur árangurinn Ieiö ir af sér ný vandamál, sem krefjast nýrra aðferða til úr- lausnar. í upphafi þess áratugs, sem nú er rúmlega hálfnaður, va* búizt við, að erfitt myndi að ná á Vesturlöndum jafn örum hagvexti og náðst hafði áratug inn á undan. Talið var sennilegt, að eitthvað mundi draga úr hag vexti þeirra landa á meginjanui Evrópu, þar sem áhrifa styrj- aldarinnar hafði gætt mest, og þar sem vöxturinn eftir styrj- öldina jafnframt hafði verið ör astur. Einnig hafði dregið mjög úr hagvexti í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1955—1960. Innan vébanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar íóru fram umræður um það, hve miklum vexti myndi kleift að ná, og hvaða leiðir mætti fara í því skyni. Var árangur þeirra umræðna meðal annars sá, að aðildarríki stofnunarinnar settu sér það markmið að ná á áratugn um 1960 til 1970 hagvexti, er svaraði til um 4% meðalvaxtar á ári. Kom þetta sama mark mið fram í þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun íslenzku rikis- stjórnarinnar fyrir árin 1963— 1966. Mikill hagvöxtur á íslandi Að því er hagvöxtinn snertir, hefur reynsla fyrri helmings ára tugsins orðið betri en flestir gerðu sér vonir um. Bandarfkin og Kanada hafa á þessum árum náð örari hagvexti en á ára- tugnum 1950—1960. Enda þótt nokkuð hafi dregið úr vexti þessara landa á meginlandi Evr- ópu, sem örastan vöxt höfðu áður, hafa þessi lönd eigi að síður náð góðum árangri. Jafn- framt hefur hagvöxtur örvazt verulega I flestum hinna smærri landa Evrópu, og þá ekki sízt á Norðurlöndum. Bretland er eina landið innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem ekki hefur á þessum árum náð hinu setta marki. Hér á landi hafa þessi ár einn ig verið ár mikils hagvaxtar. Hefur sá vöxtur verið meiri en á flestum öðrum sambærilegum skeiðum og öllu meiri en vöxt- urinn hefur verið á sama tíma í flestum löndum öðrum. Á þetta einkum við um síðastliðin fjögur ár, 1962—1965. í viðbót við öran hagvöxt hefur það svo komið til hér á landi á allra síð ustu árum, að verð á útflutnings afurðum hefur hækkaö mikið, án þess aö innfluttar vörur hafi hækkað teljandi í verði. Þau tvö meginmarkmiö í efna hagsmálum, að tryggja næga at- vinnu og öran hagvöxt, hafa þvi víðast hvar náöst ágæta vel á undanförnum árum. Samtímis hefur það hins vegar reynzt öllu meiri vandkvæðum bundið en áður að ná eðlilegu jafnvægi í verðlagsþróun og greiðsluvið- skiptum. í Bandaríkjunum og Kanada hefur verölag á þessum árum að vísu hækkað mjög lítið og minna en á flestum öðrum tímabilum. í Evrópulöndunum hefur verðlag hins vegar hækk- að allmiklu örar á undanförn- um fimm árum en á næstu fimm árum þar á undan. Jafn- framt hafa ööru hverju skap- azt erfiðleikar í greiðsluvið- skiptum einstakra landa, þegar kaupgjald og verðlag hafa þró- azt með öðrum hætti en í öðr- um löndum. f stjórn efnahags- mála hefur því athyglin á und- anfömum árum í vaxandi mæli beinzt að leit aö leiðum til trygg ingar jafnvægis í efnahagsmál- um. í þeirri áherzlu, sem á þetta hefur verið lögð, hefur komið fram skilningur á því hvoru tveggja, að næg atvinna og ör hagvöxtur verða ekki tryggð til lengdar nema þolan- legt jafnvægi i efnahagsmálum komi til, og að verðbólga skap ar félagslegt misrétti og önnur vandamál, sem verða því tor- veldari úrlausnar sem verðbólg- an stendur lengur. Ofþenslutilhneiging Ör hagvöxtur krefst mikilla framkvæmda og skapar ósklr um enn meiri framkvæmdir. í kjölfar framkvæmdanna fylgir almennur skortur á vinnuafli og þó einkum á sérhæfðu vinnu- afli. Þetta skapar tækifæri til almennra kauphækkana og að auki sérstakra kauphækkana einstakra launþegahópa, sem ekki voru áður fyrir hendi. Á hinn bóginn er skipulag og af- staða samtaka launþega og vinnuveitenda og allar ver.jur í kaupsamningum enn mótaðar af þeim aðstæðum, sem áður voru ríkjandi, þegar sjaldnast var næg atvinna og hagvöxtur hægari en nú gerist. Eigi efna- hagsjafnvægi að haldast.. má kaupgjald yfirleitt ekki hækka meira en sem svarar almennri framleiðniaukningu að viðbætt- um áhrifum hugsanlegra verð- hækkana á útflutningsvörum landsins. Meginvandinn í stjóm efnahagsmála á Vesturlöndusn á undanfömum árum hefur verið fólginn í nauðsyn þess annars vegar, að halda uppi þeím til- tölulega miklu framkvæmdum, sem tryggja næga atvinnu og öran hagvöxt, en nauðsyn þess hins vegar að halda kaupgjálds- þróuninni innan þeirra marka, sem framleiðniaukning setur. Reynslan hefur sýnt, að jafn- vægi getur ekki náðst, nema til komi strangt aðhald í fjármál- um og peningamálum. En reynsl an hefur iafnframt sýnt, að svo framarlega sem aðhaldið eigi ekki að ganga svo langt, aö meginmarkmiöunum í efnahags- málum, nægri atvinnu og órum hagvexti, sé stefnt í tvísýnu, þurfi til viðbótar við fasra stefnu I fjármálum og peninga- málum að móta og framkvæma heilbrigða stefnu í launamál- um. 3—4% árlegar Iauna- hækkanir eðlilegar Þau lönd, sem reynt hafa að marka stefnu 1 launamálum á imdanförnum árum, hafa yfir- leitt miðaö þá stefnu við 3—4% árlegar launahækkanir að með- altali. Á grundvelli þess nag- vaxtar, sem rikjandi hefur ver- ið, myndu slíkar launahækkan- ir hafa í för með sér teljandi verðhækkanir, og aukning kaup máttar launa hefði þá orðið allt að því eins mikil og launa- hækkunin. Bandaríkin og Kan- ada eru einu löndin innan vé- banda Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, þar sem fram- kvæmd slikrar stefnu hefur tsk- izt á undanfömum árum. 1 þess um löndum hefur farið saman örari hagvöxtur en á flestum öðrum tfmabilum og óvenju mikill stöðugleiki í þróun kaup- gjalds og verðlags. Á hinn bóg- inn var næg atvinna ekki ríkj- andi í þessum löndum í upp- hafi tímabilsins og er það varla ennþá. í löndum Evrópu hefur kaupgjald hins vegar hækkað miklu meira en svarar almennri framleiðniaukningu og þá jafn- framt meira en sem svarar þvf. sem allmörg lönd hafa sett sér að marki við mðtun stefnu f kaupgjaldsmálum. Á undanförn- um fimm árum hefur kaupgjald í ellefu Evrópulöndum hækkað að meöaltali á ári hverju um 8%. 1 engu þessara landa hefur hækkunin verið minni en 5%, og i einstaka þeirra hefur hún farið allt upp í 11%. 1 kjölfar þessara launahækkana hafa orð ið verulegar verðhækkanir, eða sem svarar um 4% á ári að meðaltali. Hagstætt útflutningsverðlag Þessi þróun kaupgjalds og verðlags í flestum löndum Evr- ópu stendur að nokkru í sam- i bandi við miklar framkvæmdir, erfiðleik,a við að beita peninga- íegu og fjármálalegu aðhaldi af fullri festu og við að fram- kvæma ákveðna stefnu í launa- málum. Annað mjög þýðingar- mikið atriði hefur einnig komið til sögunnar. Framleiðni í út- flutningsiðnaði hefur yfirleitt vaxið mjög mikið á þessum ár- um og miklu meira en í þeim greinum framleiðslu, sem vinna fyrir innlendan markað, svo ekki sé minnzt á þjónustugrein- ar. Jafnframt hafa utanríkisvið skipti farið mjög vaxandi. Mynd un markaðsbandalaga og sú tollalækkun, sem henni hefur fylgt, hefur átt sinn þátt í þess- ari þróun. Verðlag útflutnings hefur yfirleitt hækkað lítið, en mikil framleiðniaukning, sem að nokkru hefur stafaö af stækk- andi markaði, hefur gert útflutn ingsframleiðslunni kleift að bera miklar kauphækkanir. Enda þótt tengsl orsaka og af- leiðinga séu hér óskýr og óviss, eins og oftast nær í þróun þjóð- félagsmála, getur þó varla leik- ið á þvl vafi, að hin mikla fram leiðniaukning í útflutnings- greinunum sé að nokkru bein- línis orsök hinna miklu kaup- hækkana, jafnframt því sem hún hefur gert það að verkum, að kauphækkanimar hafa ekki leitt til alvarlegra erfiðleika I greiðsluviðskiptum landanna. í Bretlandi hefur viðhorfið hins vegar verið annað, þar sem það hefur ekki orðið veruleg fram- leiðniaukning í útflutningsgrein unum en kauphækkanir hins vegar ekki öllu minni en annars staðar. Verðhækkanir hafa aft- ur á móti verið afleiðing þess, að framleiðni í þeim greinum, sem framleiða fyrir innlendan markað, og í þjónustugreinum, hefur aukizt minna en kaup- hækkunum svarar. í þessum greinum hefur verðlag hækkað mikið, og hefur sú hækkun ver- ið framkvæmanleg meðal ann- ars vegna þess, að þessar fram- Frh á bls 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 210. Tölublað (15.09.1966)
https://timarit.is/issue/183946

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

210. Tölublað (15.09.1966)

Aðgerðir: