Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 8
V1SIR . Fimmtudagur 15. september 1966.
8
VISIR
otgefandi: BlaSaQtgátan VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjórt: Axei rhorstemson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjörn: Laugaveg; 178 Siml 11660 (5 llnur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði mnanlands.
I lausasölu kr. 7,00 elntakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f.
Hagráðsskýrslan
gkýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráös hefur nú
verið gefin út opinberlega og er þar að finna mikinn
fróðleik, sem á erindi til allra. í skýrslunni er rakin
efnahagsþróun síðustu fimm ára, rætt um ástandið í
efnahagsmálunum eins og það er nú, skyggnzt inn í
framtíðina og spjallað almennt um stefnuna í efna-
hagsmálum. Þá eru ekki sfður fróðlegar töflurnar í
skýrslunni, sem eru raunar meira en helmingur henn-
ar. Hafa líklega aldrei áður verið birtar jafn ýtarlegar
tölur á einum stað um hinar ýmsu hliðar efnahagsmál-
anna. Niðurstöður skýrslunnar eru margar og fjöl-
breytilegar eins og hið víða svið gefur tilefni til. Tvö
meginatriði ganga þó eins og rauður þráður gegnum
skýrsluna:
□ Undanfarin fimm ár hefur verið mikið blómaskeið
í atvinnulífi þjóðarinnar. Velmegun hefur aukizt upp
1 það, sem bezt gerist með iðnaðarþjóðum heims. Hag-
vöxtur hefur verið meiri en nokkurs staðar í nágranna
löndunum. Þjóðarframleiðslan hefur aukizt verulega
og þjóðartekjurnar enn meira.
□ Verðbólgan er mesti vandinn sem við er að glíma
Þegar í stað þarf að stefna að auknu jafnvægi í þjóðar
búskapnum og gera ráðstafanir til að draga úr spenn-
unni í atvinnulífinu. Ef verðbólgan verður ekki hamin
er hætt við að spillist sá árangur, sem náðst hefur í
efnahagslífinu á síðustu fimm árum.
Hér á landi hafa umræður um efnahagsmál oft
frekar byggzt á tilfinningasemi en heilbrigðri skyn-
semi, og hefur sú aðferð oftar en einu sinni leitt til
stórtjóns fyrir þjóðina á undanförnum áratugum. Á
síðustu árum hafa aftur á móti komið í ljós ýmis
merki þess, að skynsemin sé að vinna á í umræðum
og deilum manna um efnahagsmál. Æsingamenn og
kenningapostular hafa minna látið að sér kveða með-
al stjórnmálamanna og oddamanna atvinnuvega og
stéttasamtaka.
Til þess að hægt sé að ræða málin af skynsemi,
þarf að vera til breiður grundvöllur upplýsinga til
að byggja á. Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar er
merkilegasta tilraun, sem enn hefur verið gerð til að
skapa þann grundvöll. Þarna hefur hlutlaus stofnun
safnað upplýsingum og raðað þeim þannig saman,
að heildarmynd fæst af ástandinu og möguleikunum
í efnahagslífinu.
Að vísu er ekki fjallaö um allar hliðar efnahagsmál-
anna í skýrslunni. En úr því verður bætt í síðari skýrsl
um sama efnis, sem eiga hér eftir að koma út tvisvar
á ári. Það gefur tilefni til að hyggja að því, hvort ekki
sé brýn þörf á að fjölga stárfsliði Hagstofunnar og
Efnahagsstofnunarinnar til þess að þessar skýrslur
verði sem ýtarlegastar og nákvæmastar í framtíðinni.
En nýútkomna skýrslan bætir úr brýnni þörf, og
ættu sem flestir að verða sér úti um hana í einhverri
bókaverzlun.
•a
Úr skýrslunni til Hngróðs
Mikill hagvöxtur / 5 ár
A/'öxtur þjóðarframleiðslu og
” þjóöartekna hefur verið ör
síðustu árin. Að meöaltali hefur
ársvöxtur þjóðarframieiðslu
numið 5.5% frá 1960 til 1965 og
vöxtur þjóðartekna 7.6%. Sé
árið 1961 ekki talið með, en á
því ári dró hið langa verkfal1
mjög úr vexti framleiðslu, er
vöxturinn enn örari. Fást þá árs
meöaltölin 6.4% fyrir þjóðar-
framleiðslu og 8.2% fyrir þjóð-
artekjur frá 1961 til 1965. Fisk-
veiðar og fiskvinnsla, sem nafa
aukið framieiðslu sína um 8-9%
að jafnaði síðustu fimm árin,
hafa átt ríkastan þátt í þessari
aukningu ásamt byggingarstarf-
semi og mannvirkjagerð, sem
aukizt hafa um næstum 10%
að jafnaði umliðin 5 ár. Aðrar
atvinnugreinar hafa átt breyti-
legu gengi aö fagna, en þó skitað
drjúgum hluta til aukningar
framleiðslunni.
Viðskiptakjör þjóðarinnar út
á við biöu veruiegan hnekki ár-
ið 1960 vegna mikils verðfaiis
á lýsi og mjöli, en náöu sér aft-
ur árið eftir. Síðan héldust þau
lítið breytt fram til ársins 1964
Árin 1964 og 1965 hefur hins
vegar orðið mjög mikil og al-
menn hækkun útflutningsveró-
lags, eöa 10-12% hvort árið. A
sama tíma hefur verðlag inn-
fiutningsins aðeins hækkað Ixtil
lega. Það er þessi sérstaka og ó-
vænta hækkun á verðlagi útflutn
ingsins, sem hefur valdið þvi að
þjóðartekjur hafa aukizt meira
en þjóðarframleiðsla. Engin önn
ur þjóð í Vestur-Evrópu mun á
þessu tímabili hafa notið slíks
bata í viðskiptakjörum, enda
byggist hann á sérstökum aö-
stæðum í framleiöslu fiskafurða
Sé árangrinum 1 vexti fram-
leiðslu og tekna deilt með aukn-
ingu fólksfjölda, sem numiö hef-
ur um 1,8% á ári, kemur í ljós,
að frá 1960 til 1965 hefur fram-
leiðsluaukningin á mann verið
3.7% á ári, en aukning þjoöar-
tekna á mann 5.7% á ári að
jafnaöi. Sé árinu 1961 sleppt úr
verður aukning þjóöarfram-
•leiðslu á mann til jafnaðar 4.6%
á ári frá 1961 til 1965, en aukn
ing þjóðartekna 6.3%.
Hagstæður
samanburður
Hagvöixtur síðustu ára hér á
landi er öflugur, hvort sem miö-
að er við fyrri tímabil hér á
landi eða við önnur lönd á sa.rx-
bærilegu skeiði hagþróunar. Á
áratugnum 1950 til 1960 var
vöxtur þjóðarframleiðslu hér á
landi 4.4% á ári að meöaltali
og var það fullt eins mikið og
í öllum þorra Vestur-Evrópu-
landa á sama tímabili. En í fyrri
hluta áratugsins 1950-1960 var
efnahagslíf landsins aö rétta viö
eftir þann mikla afturkipp, sem
aðlögun aö nýjum aðstæðum
að styrjöldinni lokinni hafði í
för með sér. Skapaði þetta, á-
samt mikilli aukningu varnar-
liðsvinnu á árunum 1953-1955,
skilyrði fyrir óvenju örum hag-
vexti um nokkurra ára skeið. Á
síðari helming áratugsins var
vöxturinn hins vegar mjög hæg-
ur og hægari en í nokkru öðru
landi í Vestur-Evrópu. Á árun-
um 1955-1960 jukust þjóðarfram
leiðsla og þjóðartekjur á mann
um 1% á ári til jafnaöar á sama
tíma og þær jukust um 3-4%
i flestum öðrum löndum í vest-
urhluta álfunnar.
Samanburður við þróun ann-
arra landa á undanfömum fimm
árum reynist íslendingum hins
vegar hagstæöuf. Sé litiö yfir öll
árin frá 1960 tfl 1965 er vöxt-
urinn hér heldur meiri en í
nokkru öðru iðnþróuðu landi
innan vébanda Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, að Jap-
an undanteknu. Sökum þess að
fólksfjöldi eykst hér á landi
hraðar en víðast hvar annars
staðar, er vöxturinn á mann
hins vegar svipaður og yfirleitt
gerðist í þessum löndum. Sé ár-
inu 1961 sleppt úr samanburð-
inum og litið yfir árin frá 1961
til 1965 að því er íslands snert
ir, er bæði heildarvöxtur og
vöxtur á mann mun hraðari en
1 nokkru hinna iðnþróuðu aðild
arríkja Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar öðru en Japan.
Upplýsingar um þróun þjóðar-
tekna annarra landa á þessu
tímabili liggja ekki á lausu, en
eins og að framan greinir, mun
hafa notið slíks bata viðskipta-
engin þeirra þjóöa, sem hér hafa
verið teknar til samanburðar
kjara, sem íslendingar hafa not
iö, og er ekki ástæöa til að ætla
að nokkur teljandi mismunur
sé ó þróun þjóðarframleiðslu
þeirra og tekna á þessu tímabih
Hagstæðar sveiflur fiski-
stofna ásamt hagnýtingu nýrrar
tækni við fiskveiðar hafa ráöið
úrslitum um þaö, að Islendingar
hafa á undanfömum árum náö
óvenju miklum árangri i efna-
hagsstarfsemi sinni. Á hinn bóg
inn er þessi árangur eins og hjá
öðrum þjóðum Vesturálfu ná-
tengdur því, að tekizt hefur að
framfylgja stefnu í efnahagsmá!
um, er veitt hefur frjálsræði og
stuðlað að samkeppni í athðfn-
um og viðskiptum samfara
nægri atvinnu og stöðugleika í
greiðsluviðskiptum við önnur
lönd.
Verðbólga verSi stöSvuh
Ijað er nú víðast hvar talið
brýnasta viðfangsefnið í efna
hagsmálum að tryggja betra
jafnvægi en náðst hefur aö und-
anförnu. Þetta getur ekki tek-
izt nema meira samræmi skap-
ist en verið hefur á milli al-
mennrar framleiðniþróunar ann-
ars vegar og kaupgjaldsþróun-
ar hins vegar. Það samræmi get-
ur aftur á móti ekki náðst, nema
til komi strangt aðhald í fjár-.
málum og peningamálum, hóf-
semi f framkvæmdaáætlunum
og mótun og framkvæmd heil-
brigðrar stefnu í launa- og verð-
lagsmálum.
Verðbólguna þarf
að stöðva
Þau lönd, þar sem kaupgjald
og verðlag hafa hækkað meira
en yfirleitt gerist 1 öðrum lönd-
um, telja það skipta höfuðmáli
að svo verði ekki framvegis, þar
sem ekki sé hægt aö gera ráð
fyrir, að framleiðni í atvinnu-
greinum þeirra aukizt þegar til
lengdar lætur hraðar en í öðr-
um löndum. Þau lönd, þar sem
kaupgjald og verölag hafa ekki
aukizt meira en almennt gerist
búast ekki við, að framleiðni í
útflutningsiönaði þeirra haldi á-
fram vast meö sama hraða
og i ; telja því nauðsyn-
legt, i. lupgjalds- og verölags
þróunin færist til samræmis við
þessa breytingu. Jafnframt gæt
ir í vaxandi mæli uggs vegna
þess félagslega misréttis, sem
verðbólguþróun undanfarinna
ára hefur skapað, og kvíða um,
að þvf erfiðara verði að ráða við
vandamálin sem verðbólguþró-
unin stendur Iengur.
Sé það brýnasta verkefnið í
efnahagsmálum nágrannaland-
anna aö draga úr hækkun verö-
lags og laga kaupgjaldsþrlun-
ina að væntanlegri þróun fram-
leiðni, er það verkefni ekki síð
ur brýnt hér á landi. Þau sér-
stöku skilyrði, er skapað hafa
grundvöll fyrir þvf, að miklar
kauphækkanir ættu sér stað, án
þess að jafnvægið út á við færi
úr skorðum, hlutu að vera tíma-
bundin, og bendir allt til, að
þau séu ekki lengur til staðar.
Einmitt vegna þess, að þessi hag
stæðu skilyrði hafa verið notuð
eins og fremst mátti verða til
þess að auka raunverulegar
tekjur almennings, verða vand-
lega að athuga, hvort hinar nýju
aðstæöur gefi að sinni svigrúm
til frekari aukningar þeirra
tekna. Kemur þá til mat á horf
um á verðlagi útflutnings og
aflamagni. Samtfmis verður að
hafa það í huga, að framleiöslu-
kostnaður er oröinn það hár
vegna undangenginna launa- og
verðhækkana, að flestar greinar
framleiðslu eiga örðuga sam-
samkeppnisaðstööu, jafnvel þær,
sem f beztri aðstööu hafa verið
fram að þessu. Jafnframt standa
flestar atvinnugreinar frammi
fyrir grundvallarvandamálum í
skipulagi og rekstri, sem ekki
er hægt að glfma við, nema jafn
vægi skapist.
Hagstæð skilyrði hér
Skilyröin til þess að ná betra
jafnvægi f þróun efnahagsmála
eru nú hagstæðari hér á landi en
þau hafa oft veriö áður, þegar
svipaðir erfiðleikar hafa steðjað
að. Afkoma almennings er góð
og betri en nokkru sinni fyrr.
Enda þótt greiöslujöfnuður muni
snúast til hins verra á þessu
áru, eru engir meiri háttar erf-
iðleikar fyrirsjáanlegir í greiðslu
viðskiptum við önnur lönd, enda
nýtur landið trausts erlendis
og gjaldeyrisvarasjóðir eru fvr-
ir hendi. Áhrif aukins aðhalds
í peningamálum á lausafjár-
stöðu bankanna er mjög tekið að
gæta, samtímis því sem bundinn
hefur verið endir á þann hat’a,
sem var á ríkisbúskapnum á ár
unum 1964 og 1965. Enda þótc
umfangsmiklar framkvæmdir
séu á döfinni eru framkvæmda-
þarfir óg fyrirætlanir í mörgum
greinum nú minni en verið hef-
ur um skeið.
Þessi skilyröl eru þó í sjálfu
sér ekki nægileg til að ná árangri
nema til komi áframhaldandi að
hald í fjármálum og peninga-
málum, raunsæi og festa í fram
kvæmdaáætlunum ríkis, sveitar
félaga og annarra opinberra að-
ila, og samkomulag um laun og
verðlag er setji þróun þeirra
hæfileg mörk. Þetta eru nú brýn
ustu verkefnin í fslenzkum efna
hagsmálum, þau verkefni sem
verður að leysa, ef skapa á svig
rúm til nýrrar sóknar til fram-
fara og velmegunar.