Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 11
Dregur hún sig í
— Elisabeth Taylor segist
hlé frá
— Ég er hamingjusamari 34
ára en þegar ég var 24 — svo
að mér fellur vel, að verða mið
aldra. Já mér fellur það feiki-
lega vel.
Það eru ekki margar konur,
sem myndu segja svo í fullri
alvöru, en Elizabeth Taylor
oð leika
ætla
eftir
oð hætta
4-5
ar
Frn Gognlræðaskólum Reykjnvíkm
Hin árlega haustskráning nemenda fer fram
í skólunum föstudaginn 16. þ.m. kl. 3-6 síð-
degis. Skal þá gera grein fyrir öllum nem-
endum 1., 2., 3. og 4. bekkjar. Nemendur
þurfa þó ekki nauðsynlega að koma sjálfir í
skólana til staðfestingar umsóknum sínum,
heldur nægir að aðrir mæti fyrir þeirra hönd.
1. og 2. bekkur.
Skólahverfin verða hin sömu og sl. vetur.
3. bekkur.
Umsækjendum hefur verið skipað í skóla
sem hér segir:
Landsprófsdeildir.
Þeir, sem luku unglingaprófi frá Gagnfræða
skóla Austurbæjar, Hagaskóla, Vogaskóla,
og Réttarholtsskóla, verða hver í sínum skóla
Nemendur frá Langholtsskóla verða í Voga-
skóla. Aðrir, er sótt hafa um landsprófsdeild
sækja Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Von
arstræti.
Almennar deildir og verzlunardeildir.
Nemendur verða hver í sínum skóla, með
þessum undantekningum: Nemendur frá
Laugalækjarskóla, Laugarnesskóla, Miðbæj-
arskóla og Hlíðaskóla verða í Gagnfræðaskól-
anum við Lindargötu og nemendur frá Lang-
holtsskóla í Vogaskóla.
Framhaldsdeildir.
Framhaldsdeildir munu starfa við Gagn-
fræðaskólann við Lindargötu og Réttarholts-
skóla.
Verknámsdeildir:
Hússtjómardeild starfar í Gagnfræðaskólan-
um við Lindargötu.
Sauma- og vefnaðardeild. í Gagnfræðaskól-
anum við Lindargötu verða nemendur úr
framhaldsdeild þess skóla. Einnig nemendur
er luku unglingaprófi frá Laugalækjar-
skóla, Laugarnesskóla og Miðbæjarskóla.
Aðrir umsækjendur um sauma- og vefnaðar-
deild sækja Gagnfræðaskóla verknáms,
Brautarholti 18.
Trésmíðadeild og Járnsmíða* og vélvirkja-
deild starfa í Gagnfræðaskóla verknáms.
Sjóvinnudeild starfar í Gagnfræðaskólanum
við Lindargötu.
4. bekkur.
Nemendur staðfesti umsóknir þar sem þeir
hafa fengið skólavist.
Umsóknir um 3. og 4. bekk sem ekki verða
staðfestar á ofangreindum tíma, falla úr gildi
Umsækjendur hafi með sér prófskírteini.
Fræðslustjórinn í Reykjavík
virtist mæla svo í hreinskilni í
viðtali, sem haft var viö hana.
fyrir skömmu.
Og Elizabeth, sem fyrir
skömmu vann sinn mesta leik-
sigur sem Martha í „Hver er
hræddur við Virgina Woolf“
heldur áfram.
— öll þessi rök aö konan eigi
af örvæntingarfullri ákefð aö
reyna að viðhalda æskufegurð
sinni, eru andstæð náttúrunni.
Ég trúi ekki á þau.
Ef þú verður vör við grátt
hár á höfðinu, láttu þá hárið
verða grátt. Ef þú verður vör
við hrukkur, vertu þá hrukkótt.
Ég trúi ekki heldur á andlits-
lyftingu.
Vertu heilbrigð, já hafðu nell
brigðan líkama. En ekki með
því að neita þér um öll gæði
Elizabeth Taylor í „Hver
er hræddur við Virgina Woolf."
lífsins eins og t.d. þaö að borða.
Hvernig stríöir Elizabeth
Taylor við þaö vandamál, að
fitna ekki um of?
— Meö líkamsæfingum segir
hún, þær geta ekki verið slæm
ar fyrir þig.
Um snyrtivörur segir hún:
— Það er það sem gerist inn
an með konunni, sem mestu
varðar, þegar hún notar snyrti
vörur. Ef hún finnur til ánægju
kenndar við aö nota nýja teg-
und af varalit, þá er þaö ágætt.
Það er það eina sem ég hef gam
an af.
Ef hún breytir hárgreiðsiunni
sinni og henni finnst hún verða
ung á ný — gefur henni mari
Ijóma — þá smitar það út frá
sér.
Með þessu lýsi ég ekki stnði
á hendur öllum fegrunar- og
snyrtivörufyrirtækjum enda
þótt ég hafi þaö álit að þau «éu
ekkert annað en stórsvindl.
Elizabeth er hamingjusöm
með Richard Burton, um ha-n
ingju sína segir hún:
— Ég er svo hamingjusöm, að
ég jafnvel nýt þess að liggja vak
andi á nóttunni. Já, ég nýt
svefnleysisins ekki það að ég
þjáist mikið af því. .En þegar
svo er, ligg ég full hamingja-
kenndar vegna þess að ég nýt
hvers einasta augnabliks ævi
minnar.
Sem stjarna gerir Elizaoeth
Tayj°r. sér fulla grein ^fyrir því
áð treysta 'ekkí um óf á gæfu -a
Þannig lét hún hafa eftir sér, hún
sem hefur náð tindinipn á ferli
sínum sem leikkona með itfkn-
um í „Hver er hræddur við V;r
ginia Woolf“ og sem frægasta
kvikmyndadís Hollywood, að
hún hefði í hyggju aö draga sig
í hlé frá kvikmyndunum.
— Það er undir því komið
hversu góð leikkona ég er seg
ir hún, og hversu lengi ég vil
halda áfram að leika. En sá
tími kemur að mál er aö hætta
og ég mun vita, þegar að þvl
kemur. Skynsemin segir mér á
næstu fjórum til fimm árum.
En ég mun hætta. Ég verð að
hætta. Mér finnst ekkert aamk
unarverðara en eldri leikkonur,
sem lifa í voninni um næsta
hlutverk, sem aldrei kemur
vegna þess að mesti glansinn er
nýjustu kvlkmyndinni
Dr. Faustus
farinn af þeim og getan er eng-
in.
Nei mig langar -íkki til þess.
Ég ætla ekki að nga slík vqn-
brigði á hættu, þegar ég fé, aö
eldast. Mig langar ékki til þess
að verða til leiðinda eins og
svo margar leikkonur.
Hvað ætlast hún þá fyrir?
— Ég ætla að fvlgja Ricnird
gegnum súrt og sætt, segir hún.
Hann þarf ekki að elta mig, ég
mun alltaf fylgja honum.
í
Kári skrifar:
Eimreiðin
Eimreiðin, það góða, gamla
rit, er nýkomið út. Það ber
vitni áhuga og vafalaust oft fóm
fýsi, að tekizt hefur að halda
úti þessu menningarriti alla tíð
síðan 1895. Og nú sem ávallt
fyrrum hefur hún margt gott að
flytja. Heftið hefst á þremur
kvæðum eftir séra Sigurð í Holti
kjarnyrt skáld og aldrei ósmekk
legt, en þar næst er ritgerð eftir
Guömund G. Hagalín, „Menning
sveitanna", ræðir hann fyrst al-
þýöumenninguna, sem „einu
sinni var“ — og síðan um þá
tíma, sem nú eru kommr, er
lítt er hugsað um „þjóðlegan
metnað“ og meira um sníkju-
bægindi. Því miður er erindið
bútað sundur, boðað niðurlag í
næsta hefti, og verður það að
teljast óheppilegt. Ritgerðin
hefði átt að birtast öll í einu
lagi.
Meðferð lifandi máls
„Meðferð lifandi máls“ eftir
Ævar R. Kvaran er stórathyglis
vert erindi, sem hann flutti í út-
varp, og kemur nú f Eimreiö-
inni, og var það vel ráðið, aö
birta það í Eimreiðinni.
Annað efni
ritsins er: Nýr heimur, ljóð
eftir Helgu Þ. Smára, 1 síöasta
sinn, smásaga eftir Harald Her-
dal (I. K ' þýddi), Bjargvættur
bókasafna, rætt við Helga
Tryggvason bókbindara (I.K.),
Óður bernskunnar og ódauðleik
ans eftir William Wordsworth,
þýðandi Maríus Ólafsson, Sig-
urður Júi: Jóhannesson og ís-
lenzka hagyröingafélagið í
Winnipeg, eftir Guttorm J. Gutt
ormsson, þrjár næturstemning
ar éftir Steinar J. Lúðvíksson,
Minningar um Helga Hjörvar,
eftir Stefán Jónsson, Manstu,
ljóð eftir Skugga, Bárðar-saga
Snæfellsáss, táknvisi og kristn-
in áhrif, eftir dr. Stefán Einars
son, Nátttröllin eftir Gustav
Fröding, „lauslega snarað" af
Sigurði Jónssyni frá Brún, Leik
húspistili eftir Loft Guömunds
son, Aldir rísa og falla. ljóð eft
ir Þórarin i Stei ítúni Ritsjá eft-
ir ýmsa. — Heftið er 192 bls. —
Ritstjóri er Ingólfur Kriatjáns-
son.