Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 16
;>n!»itudagur 15. sepl.' 1966.
1'ís? ú nr. 2346?
ug pegar iielur komið fram
. ..jttum, var í sambandi viö dag
. jljariðnaðarins á Iðnsýningunni
cí::t til happdrættis, sem nefndist
Gálíteppahappdrætti Iðnsýningar-
innar 1966. Vinningurinn var gólf
íe pi að eigin vali fyrir kr. 25.000
frá Axminster, Álafossi hf. eða
Gólfteppagerðinni hf. í fyrrakvöld
var dregið úr seldum aðgöngurrtið
um að Iönsýningunni þann dag og
kom upp nr. 2346, og eigandi þess
miða hlýtur fyrrgreindan vinning.
Eigandi miðans fær vinninginn af-
hentan gegn framvisun miðans.
aSar við Búrfellsvirkjun
Lánssamningur milli
Alþjóðabankans og
Landsvirkjunar var und-
irritaður í gær í Wash-
ington. Samkvæmt
samningnum veitir Al-
þjóðabankinn Lands-
virkjun lán vegna Búr-
fellsvirkjunar í ýmsum
erlendum gjaldeyri, og
jafngildir lánið 18 miilj.
dollara eða 774 millj. ísl.
kr. Lánið er afborgunar
laust fyrstu árin og end
urgreiðist síðan á tíma-
bilinu 1971*1991 með
6% vöxtum á ári. Þessar
18 millj. dollara eiga að
ganga upp í kaup á að-
fengnu efni, sem ásétlað
er að kosti 22 millj. doll
ara. Heildarkostnaður
virkjunarinnar er áætl-
aður 34.5 millj. dollara
svo lánið nemur rösk
um helmingi heildar-
kostnaðarins.
Fyrir hönd Alþjóðabankans
var lánssamningurinn undirrit
■
aður af B.J. Knapp bankastjóra
en af hálfu Landsvirkjunar var
hann undirritaöur af dr. Jóhann
esi Nordal, stjórnarformanni
Landsvirkjunar. Lánið er veitt
gegn sjálfsskuldarábyrgö ríkis-
sjóðs, og var samtímis láns-
samningnum undirritaður sér-
stakur ríkisábyrgðarsamningur
milli rikissjóðs og Alþjóðabank-
ans. Af hálfu bankans undirrit-
aði samninginn B.J. Knapp
bankastjóri, en af hálfu ríkis-
sjóðs Pétur Thorsteinsson am-
bassador.
Einkaaðilar í Bandaríkjunum
munu lána Landsvirkjun 6 millj.
dollara, og eru þá erlendar lán-
tökur vegna Búrfellsvirkjunar
orönar 24 millj. dollara. j
Komin út á islenzku:
Bók um stérvið-
burði ársins 1965
Myndabók um stórviðburði árs-
ins 1965 með íslenzkurrl texta kem
ur í bókaverzlanimar í dag. Þetta
rit, kemur samtímis út á 9 tungu
málum, en kemur nú í fyrsta sinn
á islenzku. Bókaútgáfan Þjóðsaga
gefur bókina út hér á landi og hef
ur annazt setningu bókarinnar, en
bókin er prentuð og bundin inn i
Svíþjóð fyrir öll löndin. Gerir það
að verkum, að bókin veröur ódýr-
ari en ella.
í bókinni, „Árið 1965, stórviö-
burðir þess í máli og myndum"
er engin íslenzk fréttamynd frá ár
inu, en Hafsteinn Guðmundsson
forstjóri bókaútgáfunnar Þjóösögu,
tjáði blaöamönnum, að ef bókin
seldist í yfir 5000 eintökum hér á
landi, væri sjálfgert, að ein síða
frá íslandi kæmi í bókinni. Ef bók
in selzt ekki svo vel, gefst Þjóð-
sögu þó tækifæri að koma síöu inn,
en bókaútgáfan verður þá að
greiða fyrir síöuna. Sagðist Haf-
steinn hafa það í huga, að ein síða
kæmi um það, þegar gos hófst aft
ur í Surtsey.
Bókin kemur út samtímis í Sví-
þjóö, Noregi, Danmörku, Islandi,
Englandi, Sviss, Þýzkalandi, Hol-
landi og Italíu, en líklega kemur
hún einnig út í Frakklandi bráð-
lega.
1965 árgangurinn er 15. árgangur
inn í röð, sem kemur út, óg fjórði
árgangurinn, sem inniheldur lit-
myndir. Hefur bókin selzt mjög vel
og oft þurft að endurprenta
nokkra árganga bókarinnar. „1965
bókin“ er gefin út í 3000 eintökum
á íslenzku. Er verö bókarinnar 650
krónur án söluskatts.
hjón til REYKJA VÍKUR
Erik Carlsson, hinn heims-
frægi kappakstursmaður og
kona hans Pat Moss, sem einn
ig hefur náð frægð fyrir kapp-
akstur, munu koma til Reykja-
víkur á mánudagskvöldiö.
Dvelja þau hér í 3 daga og efna
til fyririestrar um öryggi og
kostgæfni i akstri og veröur sá
fyrirlestur f Háskólabíói á
þriðjudagskvöldið og er að-
gangur ókeypis.
Möguleiki er á að þau hjón
in fari einnig til Akureyrar á
miðvikudag til fyrirlestrahalds.
Hingað koma þau hjónin á veg
um SAAB-umboðsins, Sveins
Bjömssonar & Co.
Carlsson er 37 ára gamall og
kunnur um allan heim fyrir akst
ur sinn og er talið að hann aki
árlega um 150 þúsund kíló-
metra og eru sigurskrár hans
orðnar ærið langar. Sama er um
Pat, konu hans að segja, en hún
er systir Stirling Moss og er um
þritugt.
Hjónin búa í Englandi í Ic-
ford nálægt Essex og einn
stærsti veggur heimilisins er
þakinn verðlaunagripum.
Ekki er vitað hvort þau hjón
in fá að sýna listir sínar hér á
landi, enda víst örðugt um vik
á okkar vegum.
Langholtsvegur breikkaður um helming
í morgun áttu aö hefjast malbikunarframkvæmdir viö Langholtsveg, en vegna úrkomu urðu einhverjar tafir
á, að þær gætu hafizt.'Ætlunin er að breikka Langhol tsveginn um helming og verður hann þá 14 m. breiöur
og að því er Ólafur Guömundsson skrifstofustjóri hjá borgarverkfræðingi tjáði blaöinu i morgun, er gert ráð
fyrir bifreiðastæðum beggja vegna götunnar. Ólafur s agði að miðað viö venjuleg vinnuafköst og litlar tafir
vegna úrkomu, mætti búast við, að verkinu lyki um h ádegið á morgun.
Möguleiki á allt að 20% þátttöka
— segir Þorsteinn Einarsson ipróttafulltrúi um
Norrænu sundkeppnina, en henni lýkur
á miðnætti
— I upphafi Norrænu sund-
.eppninnar settum við okkur
hátt mark — að fá 54 þús. þátt
Ítakendur eða 30% þjóðarinnar
en útlitið er ekki gott með að
j því marki verði náð, sagði Þor
jjj steinn Einarsson iþróttafull-
trúi er Vísir átti tal við hann í
' morgun, en f dag er síðasti dag
ur keppninnar. Eru sundstaðir
í Reykjavík og víða i kaupstöð-
um og sveitum landslns opnir
til miðnættis og eru allir sem
enn hafa ekki synt 200 metrana
hvattir til að gera það í dag.
— Við höfum ekki reiknað út
heildarfjölda þátttakenda síðan
fyrir hálfum mánuði, sagði Þor
steinn, en þá höföu um 30 þús.
manns tekiö þátt í keppninni og
er það svipað og áriö 1963, en
þá syntu 31 þús. manns. Hver
lokataian verður fer eftir þátt-
tökunni sl. daga og í dag og
ef endaspretturinn er góður ætti
að vera möguleiki á að allt að
40 þús. manns syndi.
— Ef við náum 40 þús. þátt
takendum fáum við 50 stig, en
stigin eru reiknuð þannig að
lögð er saman prósentuaukning
in frá þvi f síöustu keppni og
þjóðarprósentan sem syndir. Ef
20% þjóðarinnar syndir 200 m.
og aukningin -'er' ir 30% fást
50 stig og 50 !úg tala
gagnvart hinum Norðurlanda-
þjóðunum.
— Nágrannar okkar bera sig
vel enda hefur veður verið mjög
gott á sundstöðum á Norðurlönd
um f sumar og þátttaka þar af
leiöandi verið góð.
— Eins og undanfarin ár þeg
ar norræn sundkeppni hefur ver
ið háð hefur aðsókn að suod
stöðum og sundnámskeiöum
aukizt alls staðar á landinu og
er það reyndar aöalatriðið með
þessari keppni — að vekja á-
huga þjóðanna á sundíþróttiniii
sagði Þorsteinn að Iokum.
Bræla á
miðunum
Bræla var á síldarmiðunum í
gær og tilkynntu aöeins 17 skip
sildarafla undangenginn sólarhrmg
samtals 567 lestir.
Hélzt brælan fram eftir nóttu,
en undir morgun fór veður batn-
andi og var sæmilegt veður á mið
unum í morgun.
Haldist veðrir vonast menn eftir
sæmilegum afla í kvöld og nótt.