Vísir - 15.09.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 15. september 1366.
ý.'-'rngvj^. . • .v- ,. ’ •■-\V • •.•; ....-•. ...... ^ v
Kaflar úr skýrslu ifnahagsstofnunarinnar tii Hagraðs
HAGNYTA ÞARF NYJA TÆKNI
I ATVINNUVEGUM LANDSINS
Sjávarútvegur
undirstaða velgengni
"jVTeginundirstaða velgengni und-
*■ anfarinna ára er í sjávarút-
vegi, enda þótt velfiestar aörar
atvínnugreinar hafi fylgt í kjöl-
far hinnar miklu aukningar fram-
leiðslu og tekna, sem þar hefur
átt sér stað. Innan sjávarútvegs-
ins er velgengnin bundin að
mestu við tvo þætti, aukningu
sfldaraflans, ásamt hagstæðri af-
urðaútkomu síldarinnar, og hag-
stæða verðlagsþróun erlendis á
sjávarafurðum almennt, bæði
síldarafurðum og öðrum afurðum.
Þessi hagstæða verðlagsþróun er
að miklu leyti komin af utanað-
komandi aðstæðum, en er að
nokkru leyti ávöxtur beinnar við-
leitni tii að auka markaðshæfni
afurðanna. Kemur hér ekki sízt
til greina frekari vinnsla frystra
afurða í verksmiðjum og auk-
in framleiðni í þeirri vinnslu. Það
hefur styrkt þessa viðleitni, að
aukið frjálsræði f utanríkisvið-
skiptum hefur í senn hvatt út-
Sytjendur til að ná hagstæðari
viðskiptum og bætt aðstöðu
þeirra til.að ná þeim.
Þorskafli hefur farið heldur
minnkandi á undanförnum árum,
og koma þar að nokkru til greina
bein áhrif hinna auknu síldveiða.
Arið 1960 nam hann 453 þús.
tonnum upp úr sjó, en árið 1965
377 þús. tonnum. Aflinn minnk-
aði verulega til ársins 1962 og
jókst síðan til 1964, en’var aftur
minni á síðasta ári. Einkum hef-
ur afU togaranna dregizt stórlega
saman, en afli bátanna hefur hald
izt mjög stöðugur og þannig ekki
náð að vega upp samdrátt tog-
araaflans. Það ber að sjálfsögðu
að hafa það í huga í þessu sam-
bandi, að blómi bátaflotans hefur
einbeitt sér að síld- og loðnuveið-
um síðustu árin, og að öli ný við-
bót við flotann hefur verið smíð-
uð með þær veiðar fyrir augum.
Engu að síður sýnir tregða þorsk-
aflans fyrst og fremst takmark-
anir sjálfra fiskistofnanna á mið-
unum við landið, enda er það
álit fiskifræðingaa, að heildar-
veiðin sé nokkum veginn í há-
marki. En á nálægum hafsvæðum
svo sem Barentshafi og Norður-
sjó, er beinlínis um ofveiði
þorskfiskstofnanna að ræða, þann
ig að hagur- væri að minnkandi
ásökn.
Eiskiðnaðurinn hefur að nokkru
bætt sér upp stöðnunina í aðföng-
um hráefnis af þorskafla með
ný.tingu annarra fisktegunda, þ.e.
með frystipgu síldar, humars og
rækju. Þar við bætist, að um veru
lega viðleitni til hagræðingar og
bætts reksturs hefur verið að
ræða í þessari atvinnugrein á
undanfömum árum. Þó hefur
munað mest um verðhækkun af-
urðanna á erlendum mörkuðum.
Framleiðsla frystra afurða, á
föstu verðlagi, jókst um aðeins
Eæp 7% frá 1960 til 1965, en á
sama tíma varð samdráttur í
framleiðslu ísfisks, saltfisks og
skreiðar. Hins vegar hækkaði
vísitala markaðsverðs frystra af-
urða um 45%, ísfisks um 34%,
saltfisks um 65% og skreiðar um
20%.
Lítið breytí afkoma
fiskiðnaðarins
Afkoma fiskiönaðarins hefur
fyrir áhrif þessara verðhækkana
og aukinnar framleiðni haldizt lít-
ið breytt, þrátt fyrir miklar kostn
aðarhækkanir. Bezt er vitað um
afkomu hraðfrystihúsanna. Árin
1962 til 1965 hefur brúttóhagnað-
ur þeirra, áætlaður eftir ýmsum
heimildum, legið mjög nærri því
að samsvara raunverulegum end-
urhýjunarkostnaði, þ.e. afskrift-
um af áætluðu endurnýjunarvirði.
Á yfirstandandi ári er þó áætlað
að þau nái aðeins helmingi þeirrar
upphæðar. Á undanförnum árum
hefur afkoman yfirleitt reynzt
betri eftir á en áætlað var í upp-
hafi. Litlar líkur eru hins vegar
á, að svo verði að þessu sinni,
þar sem verðhækkun frystra af-
urða hefur stöðvazt, og nokkur
verðlækkun er jafnvel gengin í
garð.
Hin mikla aukning síldaraflans
hefur orðið með þeim hætti, aö
skapað hefur veruleg vandamál í
sambandi við nýtingu aflans,
staðsetningu vinnslutækja og
flutning hráefnisins milli lands-
hluta. Aukning síldaraflans hófst
með þýðingarmiklum haust-,
vetrar- og vorsíldveiðum fyrir
Suðvesturlandi. Var miklu kostað
til fjárfestingar í vinnslutækjum
til þess að nýta þann afla, bæði
til frystingar og mjöl- og lýsis-
vinnslu. En ekki hafði sú aðstaða
fyrr verið byggð upp, en draga
tók úr þessum veiðum ár frá
ári, svo að nú eru þær mjög lítil-
vægar. Hefur það bitnað tilfinnan-
lega bæði á frystihúsarekstri og
á síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
um suðvestanlands. Verksmiðjurn
ar hafa síðustu tvö árin getað
bætt sér þennan missi nokkuð
upp með loðnuvinnslu og meö
flutningi síldar af austanmiðum.
En hvort tveggja er fremur til
þess fallið að halda verksmiðjun-
um í gangi um tíma, sem annars
nýttist alls ekki, en til þess að
hafzt geti verulega upp í fastan
kostnað. Er loðnan afurðarýr, og
mikill kostnaður við síldarflutn-
inga gleypir mestmegnis það, sem
annars væri aflögu til að mæta
föstum kostnaði.
Sumarsíldveiðin fyrir Norður-
og Austurlandi hefur breytzt að
stað- og tímasetningu svo, að í
stað þess að standa yfir sumar-
tímann frá miðju Norðurlandi og
austur og suður um mitt Austur-
land, hefur hún færzt austur af
landinu, og er að mjög verulegu
leyti stunduð á djúpmiðum langt
úti í hafi allt norður undir Jan
Mayen. Á þessum hafsvæðum
hafa íslendingar engin sérréttindi
til veiðanna og á sumum svæð-
unuro ekki mikið hagfelldari að-
stöðu en aðrar þjóöir, umfram
það að vera vel undir veiðarnar
og vinnslu aflans búnir. Jafn-
framt þessu hafa veiðarnar verið
stundeðar lengra frám eftir hausti
og allt fram um áramót. Hefur lág
ur sjávarhiti valdið því, að sum-
arið hefur verið ódrýgri vertíð
en ella, og jafnframt hindrað að
síldin gengi úti fyrir Norðurlandi.
Ekki þörf fleiri verk-
smiðja á Austurlandi
Tilflutningur sfldveiðanna hef-
ur spillt stórlega afkomu síldar-
verksmiðjanna á Norðurlandi og
teflt rekstri þeirra í algjöra tví-
sýnu. Hefur rekstur þeirra í vax-
andi mæli bvggzt á síldarflutning-
um, og er nú svo komið, að reikna
má með, að meginhluti vinnslu-
magnsins sé fluttur langt að.
Síldarverksmiðjur ríkisins, sem
eiga verksmiðjur bæði á Norður-
og Austurlandi, hafa mest bol-
magn til að tryggja áframhald-
andi rekstur verksmiðja á Norö-
urlandi. Verksmiðjur einkafyrir-
tækja og bæjarfélaga hafa á hinn
bóginn ekki slíka aðstöðu.
Áframhald á rekstri síldarverk-
smiðja og, ef verða má, á síldar-
söltun og annarri vinnslu síldar á
Norðurlandi e^ þýðingarmikið
skilyrði fyrir viðhaldi og þróun
byggðar í þeim landshluta. Líkur
eru til, að verulegur hluti síld-
veiðanna færist að nýju til Norð-
urlands. Eru þá örðugleikamir
tímabundnir, þannig að sildariðn-
aður á sér framtfö sem varanlegur
þáttur í atvinnulífi Norðurlands.
Jafnvel þótt síldveiðar á djúpmið
um út af Austurlandi séu trygg-
ari, er staðsetning veiðanna svo
breytileg,\ að jafnan má búast við
mikilli flutningaþörf. Afkastageta
síldarverksmiöja á Austurlandi er
þegar orðin sVo mikil, að frek-
ari uppbygging er hæpin frá hag-
rænu sjónarmiði og beinlínis ó-
æskileg frá félagslegu sjónarmiði,
þar eð hún dregur úr nýtingu
mannafla og tækja norðanlands.
Brevtir það engu í þessu efni,
þótt afkoma þeirra verksmiðja á
Austurlandi, sem bezt eru stað-
settar, sé framúrskarandi góö, og'
nýjar verksmiðjur gætu verið arð
vænleg fyrirtæki fyrir eigendur
sína. Síldaraflinn mun nú vera
nærri hámarki þéss, sem stofnun-
in ber uppi, og má búast við, að
halla muni undan um nokkurt ára
bil. Er þeim mun minni ástæða
til nýrrar fjárfestingar í greininni.
Á hinn bóginn veitir áframhald
síldarvinnslu á Norðurlandi aukið
svigrúm til að renna fleiri og
traustari stoðum undir atvinnulíf
þess landshluta.
Versnandi samkeppnis-
aðstaða iðnaðarins
Iðnaðarframleiðsla fyrir inn-
lendan markað mun að mestu
hafa verið í stöðnun árið 1961
vegna verkfallsins það ár. Næstu
tvö árin mun þessi framleiðsla
hafa fylgzt fyllilega að við þróun
annarrar framleiðslu. Af fyrirliggj
andi upplýsingum að dæma mun
hún jafnvel hafa aukizt um 9—
10% hvort þessara ára. Enda þótt
enn sé örðugt um nákvæmt mat
á framvindu tveggja síðustu ár-
anna, 1964 og 1965, má ætla, að
iðnaðarframleiðsla í heild hafi
tæplega aukizt svo neinu nemi á
þessum árum. Margar greinar iðn-
aðarins hafa mætt aðlögunarerf-
iðleikum af völdum frjálsari við-
skipta og harðari samkeppni er-
lendis frá. Allar hafa þær orðið
að rísa undir kaupgjaldahækkun-
um, sem hafa verið mun örari en
í viðskiptalöndunum. Verðlag
innfluttrar iðnaðarvöru hefur ým
ist hækkað mjög lítið eða alls
ekki, þannig að samkeppnisað-
staða iðnaðarins hefur farið ört
vaxandi. Einstakar iðnaðargrein-
ar, sem miður hafa staðizt sam-
keppnina, hafa dregizt verulega
saman. Hefur það vegiö upp á
móti vexti hinna, sem betur hef-
ur vegnað.
Langflestar greinar iðnaðarins
njóta annaðhvort fjarlægðar-
verndar, þ. é. fást við staðbundna
þjónustustarfsemi og framkvæmd
ir eða framl. torflytjánlegar vörur
eða njóta mjög verulegrai1 toll-
vemdar. Tollverndin hefur þó
ekki veriö nýtt til fulls í verði
varanna, bæði fyrir áhrif verðlags
ákvæða og sennilega einnig til
þess að auðvelda sölu. Þannig bjó
iðnaðurinn yfir talsverðri getu til
þess að velta kostnaðarhækkun-
um yfir í verðlag framleiðsluvar-
anna. í því skyni, að hægt væri
að ná sem mestum hagvexti sam-
fara sem minnstum verðhækkun-
im, var það þýðingarmikiö, að
dregið væri úr þessú svigrúmi,
jafnframt því að framleiðslu væri
beint inn á þá braut, að fram-
leiðni gæti aukizt sem mest og
þar með getan til að mæta kaup-
gjaldshækkunum. Að þessu var
stefnt með lækkuðum innflutn-
ingstollum og auknu frjálsræði í
innflutningi. Síðasta tollalækkun-
in, sem verulega kvað að í þess-
um efnum, var framkvæmd vorið
1963, en aftur á móti hefur aukn-
ing frílista um tvö næstliðin ára-
mót haft verulega aukningu sam-
keppni í för með sér fyrir sumar
iðngreinar. Tekjuþróunin sjálf
hefur svo haft hliðstæðar verk-
anir. Sjávarútvegurinn hefur
leitt tekjuþróunina og bygging-
árstarfsemi og önnur mann-
virkjagerð hefur fylgt fast á eftir.
Tekjukröfur sniðnar við hæfi ann
arra atvinnuvega hafa þannig bor-
izt iðnaðinum að höndum, en það
hefur samsvarandi áhrif á hag at-
vinnuvegarins og minnkun toll-
verndar. Enda þótt þessi þróun
hafi gert beina lækkun tollvernd
ar síður aökallandi en áður var
og torveldað framkvæmd hennar,
er allsherjar endurskoðun tolla-
málanna þýðingarmikið framtíð-
arverkefni, og er undirbúnings-
starfi við þá endurskoðun haldið
áfram.
Framtíð í iðnaði
Ljóst er, að iðnaðarframleiðsl-
an hlýtur að verða meginuppi-
staðan í þróun atvinnulífsins hér
sem í öðrum þróuðum löndum.
Til þess að sá iðnaður geti svar- ■
að þeim vaxandi tekjukröfum,
sem til hans eru geröar, verður
að eiga sér stað mikil umsköpun
til lífvænlegri skipulagshátta og
rekstrar. Undanfarin ár hafa ver-
ið gerðar athuganir á aðstöðu iðn
aðarins við skilyrði vaxandi sam-
keppni við iðnað annarra þjóða 6g,
framkvæmt talsvert undirbúnings
starf að aðlögun til þess konar-
skilyrða. í þeirri aðlögun felst,
að iðnaðurinn mundi starfa á opn
ari vettvangi sem virkari þátttak-
andi í alþjóðlegri verkaskiptingu,
með áherzlu á útflutning jöfnum
höndum við sölu á innlendum
markaði. Fyrirtækin þyTftu að
verða stærri og hvert þeirra að
einbeita sér að færri tegundum
svo unnt sé að beita aðferðum
fjöldaframleiðslu og hagræðingu.
Jafnframt hefðu fyrirtækin sam-
vinnu um sókn inn á erlenda
markaði og önnur verkefni, sem
hverju þeirra fyrir sig væri um
megn að valda.
Ekki hefur enn gefizt ráðrúm
til að hrinda aðgerðum af þessu
tagi í framkvæmd nema að Iltlu
leyti. Bæði fyrirtæki og stjómar-
völd hafa verið of önnum. kafin
við að glíma Við afleiðingartekju-
og verðlagsþróunar, jafnharðan
og þær hafa að höndum borið tii
þess að geta látið verkefni af
þessu tagi sitja í fyrirrúmi. Hef-
ur þessi þróun gengið svo nærri
iðnaðinum, að mjög örðug skilyrði
hafa skapazt til þeirrar umskipu-
lagningar og endurbóta, sem hér
um ræðir. Til þess að iðnrekendur
hafi í, senn nokkra hvatningu og
getu til þess háttar ráðstafana,
þarf umfram ' a!!t að ná betra
efnáhagsjafnvægi og öðlast þar
meö nokkra tryggingu fyrir því,
að tekjuþröunin kollvarpi ekki
þeim árangri, sem beztur getur
orðið af slíkum endurbótum.
Lítil tækifæri
í landbúnaði
Landbúnaðurinn hefur bundizt
innanlandsmarkaðinum í enn rík-
ari mæli en iðnaðurinn og er að
sama skapi fjær því að bera í sér
mikil tækifæri til vaxtar.
Landbúnaöarframleiðslan í heild
sinni hefur ekki aukizt mjög mik-
ið á undanfömum árum. Er á-
ætluð aukning hennar rúm 12%
frá 1960 til 19&5, eða rétt við
2.5% á ári. En þar sem vinnandi
höndum í landbúnaði hefur farið
fækkandi, er framleiðniaukningin
mun meiri. Framleiðniaukningin
stendur í sambandi við aukna
ræktun og stækkun búanna. Tals-
verður hluti ræktunarinnar fer þó
í reynd til þess að valda breytt-
um búskaparháttum, þar sem
hluti af áður ræktuðu landi fell-
ur úr notkun eða er tekinn til
beitar. Þrátt fyrir mikla ræktun
og aukningu áburðamotkunar hef
ur hevfengur aukizt tiltölulega
lítið. Auk þeirrar ástæðu, sem að
ofan greinir, hefur stirt ájferði
átt þátt í þessu sum árin, einkum
1962 og 1963. Hið síðara þessara
ára var sérstaklega örðugt, eink-
um sauðfjárbændúm.
Kjamfóðurnotkun hefur aukizt
að miklum mun, og virðist að
miklu leyti hafa borið uppi aukn-
ingu framleiðslunnar hin síðari
ár. Þótt, sum árin komi til greina
áhrif óhagstæðs tlðarfars, er bæði
í þessu og í aukinni áburðar-
notkun, að verki þróun til vél-
væddra og vinnuléttari búnaðar-
hátta ásamt betri nýtingu fasta-
fjkrmagns. Breyting á verðafstöðu
afurða og rekstrarvara skiptir
einnig mikiu málL Gengit eriends
Frh. á bls. 4.
I