Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 3
1SIR. Laugardagur 8. oktöber 1966. 3 u j A ðalfundur Aðalfundur Verzlunarráðs ís- lands var haldinn hér f Reykja- vfk í gær. Fundurin* var settur kl. 9.30 af formanni Verzlun- arráðsins, Magnúsi J. Brynjólfs- syni, stórkaupmanni. Síðan fóru fram venjuleg aðalfundarstörf kosning - embættismanna fund- arins, nefndarkosningar o.fl. Við sklptamáiaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gfslason flutti ræðu á fundinum um efnahagsmál landsins, en að henni lokinni svaraði ráöherr- ann fyrirspumum fundarmanna. Sfðan var matarhlé, en aö þvf loknu var fundinum haldið á- fram með því að nefndarálit voru lögö fram að loknum nefndarfundum, sem hófust eft- ir matarhlé. Að loknum umræð um um nefndarálitin var kaffi- hlé og að síðustu var ræða toll- stj. Torfa Hjartarsonar. Fpnd- inum lauk síðan sfðdegis í gær. Myndsjá Vísis smellti nokkr- um myndum af fundarmönnum meðan þeir snæddu hádegisverð á Hótel Sögu og birtast mynd imar hér með. Talið frá vinstri: Egill J. Guttormsson, stórkaupmaður, Gunnar J. Friðriksson og Kristján G. Gíslason, stórkaupmaður. !■■■■■■■! Skákþáttur Vísis í i i I & 1 «r & jt í i i Skák sú, er hér fer á eftir var tefld á Piatigorsky-skákmótinu síð- astliðið sumar. Eigast þar við sig- urvegari mótsins, Boris Spassky og Wolfang Unzicker. Hvítt: Spassky. — Svart: Unzicker. 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 — Be7 6. Hel — b5 7. Bb3 — 0-0 8. c3 — d6 9. h3 — Rb8 10. d4 — Rbd7 Þessi uppbygging svarts hefur verið mjög algeng siðustu ár. 11. Rbd2 — Bb7 Þessi leikur er álitinn mjög góður. Ef hvftur lokar miðborðinu með d5, á svartur kost á mótspili með c6. 12. Bc2 — He8 13. Rfl — Bf8 14. Rg3 — g6 15. R?;5 — h6 16. Bd2 — Bg7 •_ 17. Hcl — c5 Vafasamur leikur, þar sem mögu- leikinn, sem getiö var um eftir 11. leik, er nú ekki lengur fyrir hendi. 18. d5! Nú á svartur litla von um gagn- sókn á drottningarvæng og verður brátt að snúast til varnar kóngs- megin. 18. ... — Rb6 19. Bd3 — Dc7 20 Rh2 — Ra4 21. Hbl — c4 22. Bc2 — Rc5 23. Rg4 — Kh7 I 24. Df3 — Rxg4 24. ... Rg8 virðist betra, t. d. 25 h4 — Hf8, en hættan á gegnum- broti hvíts meö riddarafóm á f5 er þó alltaf yfirvofandi. 25. hxg4 — De7 26. b3! Þessi millileikur drottningarmegin eykur aðeins yfirburði hvíts, en gefur svörtum á engan hátt von um mótspil. 26. ... — cxb3 27. axb3 — Bf6 Uhzicker vonast til að geta skipt á þessum biskupi sínum og hinum virka biskupi hvíts á d2, — en Spassky kémur í vég fvrir þaö. 28. Rfi — Bg5 29. Re3 — Bc8 30. g3 — Rd7 31. De2 — Rf6 32. f3 Hvítur liótar nú meðal annars 33. Dh2 og síðan f4. . 32. ... — h5 Á mynd þessari má m.a. greina þá Sigfús Bjarnason, framkvæmdastjóra Heklu h.f. og Pál Þorgeirs son, stórkpm. og Björgvin Schram stórkpm. Við háborðið í hádegisverðinum sátu m.a. talið frá vinstri: Magnús J. Brynjólfsson, stórkaupmaöur, Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins og Áki U. Ludvigsson, starfsmaður Verzlunarráðsins. A þessari mynd sjást m.a. Guömundur Guðmundss hans situr Ásgeir Hallsson, framkvæmdastjóri. Le ngst til hægri situr Kristján Oddsson, hinn nýi að- stoöarbankastjóri Verzlunarbankans. Svartur reynir að grugga stöðuna í von um gagnsókn. j 33. Kg2 — Ddé Svartur óttast 34. Rf5. Hann gat ekki ieikið 33. ... hxg4 því að hvít- ur vinnur með 34 Rf5 — gxf5 35. Hhlf — Kg7 36. Bxg5 — Hh8 37. Hxh8 — Kxh8 38. Hhlf — Kg7 39. Hh6. 34. Hhl — Kg8 35. Hbfl Hvítur hótar nú f4. 35. ... — ,Bf6 Engu betra er 35. .. Bxe3 36. Dxe3 og því næst Dh6. 36. Rf5! -y Bxd2 \ Hvítur vinnur einnig þó að svartur leiki 36. ... Bf8 t. d. 37 Rh6f — Kg7 38. gxh5 — Rxh5 39. Hxh5! — gxh5 40. f4 með mátsókn. 37. Dxd2 — gxf5 38. Dh6! Hótar 39. g5. 38. ... — fxg4 39 fxg4 — Bxg4 Hvítur vinnur einnig eftir 39. ... Rxg4 40. Dxh5 — Re3f 41. Kgl o. s. frv. 40. Hxf6 — De7 41. Dg5f — Kf8 42. Bdl! — Bxdl 43. Hxdl — Hac8 44. Hdfl — Hxc3 45. Dxh5 — Hc2f 46. Khl — gefið. (Stuðzt viö skýringar úr „Chess Reviev“). Bragi Björnsson Björn Þorsteinsson Elns og fyrr hefur verið getið hefst aaustmót T.R. þann 11. okt. næstkomandi. Seinustu forvöð að láta innrita sig í mótið eru á mánu- dagskvöld, milli kl. 8 og 9. Afgreiðslumaður óskast Búrið Hjallavegi 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.