Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 5
VlSIR. Laugardagur 8. október 1966. Verðfall — Framh. af bls. 1. fisks 2914-30 cent fyrir lbs. Af þessu er augljóst mál, að þessar breytingar á vefðlagi á þýðingarmestu mörkuðum okkar skapa mjög alvarlegt á- stand í frystifðnaðinum. Verð- hækkanir undarifarinna ára á þessum mörkuðum hafa í raun og veru gert fry.stiiðnaðinum kleift að bera sig. Nú hefur þessi þróun erlendis snúizt við til hins verra og á sama tíma, sem stöðugar kostnaðarhækkanir hafa orðið innanlands. Það er því einsýnt að frystiiðnaðurinn getur ekki haldið áfram rekstri á sama grundvelli og verið hefur Varðandi verðfallið á lýsi og mjöli sneri Vísir sér til Péturs Péturssonar forstjóra Lýsis h.f. Hann sagöi að útlitið með þessar tvær útflutningsvörur væri sann arlega ekki bjart. Framboð ann arra landa á þessum vörum hefur aukizt mjög verulega. T.d. hafa Norðmenn veitt verulega mikið meira magn af síld nú en í fyrra, en auk þess kemur til geysileg veiöi á makríl, sem einnig er bræddur. Perúmenh hafa veitt mjög mikið síðan þeir hófu veiðar í byrjun september. Búizt hafði verið við, að til verkfalls kæmi hjá þeim nú sl. mánudag, en það hefur verið leyst. Hafa veiöar þessara þjóða sem og nokkurra annarra mjög mikil áhrif á markaðinn fyrir þessar vörur, sem er tiltölulega þröngur. Á það sérstaklega við um lýsismarkaðinn, en feitmet- ismarkaðurinn er mjög viðkvæm ur fyrir sveiflum í framboði. Uggvænlegt er, aö mikil verð lækkun hefur oröið á afurðum úr sojabaunum 1 Bandaríkjunum, en heimsmarkaðsverðið á soja- baunum stjómast aðallega það- an. Hefur þessi verðlækkun ekki enn haft bein áhrif á lýsisverö ið, en ýmsar feitmetisvörur geta komið hver í stað hinnar og því trúlegt að þessi lækkun komi niður á lýsinu. Mun lækkun á sojabaunum án efa í það minnsta hafa sálræn áhrif til lækkunar mjög fljótlega. Vegna hins lága verðs hafa töluveröar birgðir safnazt sam an í landinu af síldarlýsi og mjöli. Er trúlegt að enn meira safnist fyrir ef heimsmarkaðs- verðið hækkar ekkert eða lækk- ar. Loftleiðir — Framhald af bls. 16 vélar af þeirri gerð og hefur aug lýst þær til sölu. Enn munu ekki tilboð hafa borizt I þær vélar, Þess má geta, að Flugfélag ís- lands hefur einnig ákveðiö að selja eitthvað af stærri vélum sínum vegna þotukaupa félags- ins, en enn mun ekki vera end- anlega ákveðið hvaöa vélar það verða, en líklega verða það Vis- count-vél félagsins og ein Dougl- as vél þess. Unglingahljómsveit (15—16 ára) óskar eftir bassagítarleikara. Uppl. í síma 15463, Hjarðarhaga 33. ÓSKAST Á LEÍGU Óska eftir húsnæði í miðbænum eða nálægt honum. Helzt íbúð, en gott herb. kemur einnig til greina. Uppi. í síma 24739. olivetti skóloritvélar Yfirburða gæði og skrifthæfni OLI- VETTI skólaritvéla skipa þeim í fremsta sæti á heimsmarkaðinum. Við bjóöum helmingi lengri ábyrgð en aðrir. Fullkomin viðgeröarþjónusta á eigin verk stæði. G. Helgason & Melsted hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644 Það jafnast ekkert á við Lark." RICHLV REWARDING UNCOMMONLY SMOOTH Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna Max Adenauer — Framhald af bls. 16 daga, en hópurinn verður hér lengur. — Hvemig ætlið þér að eyöa tímanum hér? — Ég verð hér á fundum, svo fer ég og skoða mig um, annað verður það ekki. Fundurinn verður á vegum Germaníu og íslands-vina félaganna í Köln og Hamborg. — Meðal annarra orða, eruð þér sammála gagnrýni föður yð ar (Adenauers, fyrrum kansl- ara V-Þjóðverja) á stefnu og starfi Erhards kahslara? —; Ég er í meginatriðum hlynntur skoðunum og stefnu föður míns, en maður skyldi aldrei gagnrýna of mikið. Frumsýning í Lindarbæ N.k. sunnudag frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið „Næst skal ég syngja fyrir þig“ og verður þessi leikur sýndur í Lindarbæ. Höfund ur leiksins er brezkur og heitir James Saunders. Leikritið er nútíma leikur og fjallar um ýmis vandamál líöandi stundar, en að formi til má segja að leikurinn sé allsérstæður. Persónur í leiknum eru aðeins fimm, en leikendur eru: Gunnar Eyj ólfsson, Árni Tryggvason, Ævar Kvaran, Sverrir Guðmundsson og Anna Herskind. Leikstjóri er Kevin Palmer. — Leikmyndir eru gerðar af Una Coll- ins. Þýðandi er Oddur Björnsson. AJLLTMEÐ rzi EIMSKIP Á NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar ANTWERPEN: FÆM Vil taka nokkra menn í fæði. Uppl. í sfma 23764. Bakkafoss S. okt. Agrotai 10. okt. Mánafoss 18. okt. * Skógafoss 27. okt. Tungufoss 5. nóv. HAMBORG: Goðafoss 13. okt. Askja 19. okt. ** Dux 22. okt. Skógafoss 1. nóv. Goðafoss 10. nóv. ROTTERDAM: Goðafoss 10. okt. Dux 18. okt. Askja 21. okt. ** Skógafoss 28. okt. Goðafoss 7. nóv. LEITH: Gullfoss 14. okt. Gullfoss 4. nóv. Gullfoss 25. nóv. LONDON: Linde 7. okt. Agrotai 12. okt. Mánafoss 21. okt. * Agrotai 31. okt. Tungufoss 8. nóv. HULL: • Bakkafoss 11. okt. Agrotai 17. okt. Askja 24. okt. ** Agrotai 3. nóv. Tungufoss 11. nóv. GAUTABORG Reykjafoss 14. okt. Skip 26. okt. Bakkafoss 10. nóv. ** KAUPMANN AHÖFN: Gullfoss 12. okt. Skip 24. okt. Gullfoss 2. nóv. Bakkafoss 8. nóv. ** Gullfoss 23. nóv. NEW YORK: Peder Rinde 12. okt. Fjallfoss 13. okt. * Brúarfoss 31. okt. Selfoss 11. nóv. Fjallfoss 25. nóv. * KRISTIANSAND: Reykjafoss 15. okt. Skip 27. okt. Bakkafoss 12. nóv. ** KOTKA: Reykjafoss 8. okt. Lagarfoss 28. okt. VENTSPILS: Lagarfóss 30. okt. GDYNIA: Reykjafoss 10 okt. Lagarfoss 1. nóv. * Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, I'safirði, Akureyri og Reyðarfirði. ** Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, Húsavík, Seyðisfirði og Norð firði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.