Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 11
HUNDALIF í stórborgum — Þar verða betri hundar að eiga . regnírakka, prjónaföt og náttföt Hundahald er bannað í Reykja vík, því að hundar eiga ekki heima í borgum að því er fróðir hérlendir menn segja. Þeir segja að 'hundar eigi heima i sveitum, þar sem þeir geti verið frjálsir og hægt sé að hafa af þeim gagn við fjárrekstur, gæzlu, kúa rekstur og sitthvað fleira. En ekki eru nú allir á þessari skoð un og komið hefur fyrir að menn hafa haft hunda hjá sér í borginni, í óleyfi, og hefur slíkt oft endað með harmleik, þar sem leikendur eru eigandi, hundur og lögregla. Erlendis er hundahald aftur á móti leyft í borgum, enda má oft sjá þess merki á breiðgötum fagurra borga að þar hafa hund ar verið á ferð. Það er erfitt aö eiga hund í stórborg, það getur verið eins mikil vinna kringum hundinn og kringum ungbarn. Það þarf að „passa“ hundinn eins og ung- barn, kaupa banda honum sér stakan hundamat, þvo honum og snyrta, fara í gönguferðir og KLÆDA hann. Enda eru víðast hvar gríöarmiklar verzlanir sem einungis hafa á boðstólum „hundavörur": rúm, diska, ólar, gleraugu, föt og margt fleira. Danskur ljósmyndari brá sér nýlega inn I eina hundaverzlun í kóngsins Kaupinhöfn með hundinn sinn meöferðis og leit á þaö nýjasta í „hundatízk- unni.“ í verzluninni kenndi margra grasa. Þar héngu í skápum: prjónaföt, regnfrakkar, náttföt, heimaföt baðsloppar — í köss- um voru skór. Það allra nýjasta, sem á mark aðnum var voru gleraugu, sem hundar eiga að nota þegar þeir stinga höföinu út um glugga bíls, sem er á ferð, svo að þeir fái ekki ryk eöa tár af rokinu. Regnfrakkar með „skálmum" voru nýkomnir og stígvél var hægt að fá því að ekki má hund inum verða kalt á klónum í vetr arkuldunum. Svo var eiganda hundsins tjáð að sérhver hundur sem hefur einhverja sjálfsvirð ingu yrði að eiga ferðasett, með nauðsynlegustu mataráhöldum. Þá væri æskilegt að hann ætti persianpels og regnfrakka. Einn ig þyrfti hann að eiga feröa- körfu, þar sem hann getur legið og haft það gott ei éigandinn þarf að fara meö hann í strætis vagn. Æi nei. Ætli íslenzku fjár- hundarnir okkar vilji ekki held ur boröa leifar af skörðóttum diski, sofa á strigapoka frammi við útidyr eða niöri í kjallara, baöa sig í bæjarlæknum og vera friálsir feröa sinna. Þarna í útlöndum hlýtur þetta að vera hið mesta HUNDALÍF. Þtssi ætlar elcki að verða eins og „hundur af sundi dreginn" þótt hann rigni svolítið. Svona regnfrakki kostar ekki nema rúmlega 200 krónur íslenzkar. Ef hundurinn á að fá að sofa til fóta hjá eigandanum verður hann að eiga fín nælonnáttföt — þessi náttföt kosta um 300 íslenzkar krónur. i Sjónvarpið » Þá hefir íslenzka sjónvarpið J hafið göngu sína, og sem vera » ber létu landsmenn ekki slík- • an merkisatburð framhjá sér J fara. Allir sem áttu þess mögu- » lega kost horfðu á fyrstu ,út- J sendingarnar. Ef þeir ekki höfðu | sjónvarp, heimsóttu þéir kunn- i ingjann eða nágrannann, sem haáöi sjónvarp. Og hvemig byrjaði svo ís- lenzkt sjónvarp? Jú, það má telja til undantekninga, að flest- ir vora ánægðir, og með það mega forráðamenn íslenzks • sjónvarps vera ánægðir, því að » eftir þann úlfaþyt, sem hefur i verið um sjónvarpsmál yfir- J leitt, verður að telja, aö vænt- • aniegir sjónvarpsáhorfendur • hafi fyrirfram verið fremur • vandlátir, eftir aö hafa haft, • að mörgu leyti fjölbreytta dag- « skrá, milljónaþjóðar. J Það ferður kannski talið að • verið sé aö bera í bakkafullan lækinn, að ræða um sjónvarp, en ég hefði samt viljaö leggja nokkuð til málanna, því að það hefir viljað brenna við, að sjón- varps„bannendur“ hafi talið aðallega því til foráttu að hafa erlent sjónvarp, að við yrðum fyrir óæskilegum erlendum á- hrifum. Að nokkra leyti hafa bannendur rétt fyrir sér, því að sumt fólk verður alltaf á valdi einhverra áhrifa, og þá venju- lega á valdi einhverra óæski- legra áhrifa. Það skal haft í huga, að við búum við vaxandi straum ferða- manna vegna bættra sam- gangna, getum hlustað á tugi erle.ndra útvarpsstöðva, sem hafa um árabil útvarpað mun léttari og fjölbreyttari dag- skrám en við eigum aö venjast. Ennfremur höfum við á mark- aði okkar erlent blaða- og bóka- flóð, og má í þvl sambandi nefna, að t. d. dönsk vikublöð era seld í bókabúðum ódýr- ari en íslenzk tfmarit, þó að þau séu aö blaðsíðutali a. m. k. tvöfalt stærri en þau íslenzku. Eru bára nokkur tök á öðru en hafa þessi samskipti við er- lendar þjóðir, þannig að þeir íslendingar, sem óska þess, hlusti á erlendar útvarpsstööv- ar eða hafi á annan hátt sam- skipti við erlendar þjóðir, er þeir óska ? Það er hæpið, þegar m. a. tekið er tillit til þess, aö flestir langskólagengnir íslenzk- ir þegnar, verða að leita sér sémáms út fyrir landsteinana. Skyldi það ekki líka vera stór- hættulegt fyrir íslenzkt þjóö- emi ? Er þetta bara nokkur goö- gá? Hver er reynslan? Hverjir hafa t. d. veriö taldir mestir og beztir íslendingar fyrr og nú? Stóðu þeir íslendingar ekki í fyikingarbrjósti í sjálfítæðis- baráttunni, sem veriö höfðu langdvölum meöal framandi þjóða, margir hverjir? Er ekki það sama upp á teningnum nú, hafa ekki okkar fremstu menn f flestum greinum, orðið fyrir meiri eða minni erlendum áhrif- um, austrænum eða vestrænum, og skyldi okkar gamla, þráa þjóðarstolt ekkj standa jafnrétt? Jú, sem betur fer, eru það að- eins örfáir einstaklingar, sem mannskemmast. og þeir munu gera það, hvort sem er. Og nú er íslenzka sjónvarpið orðið að staðreynd, meira og minna undir erlendum áhrifum, sungið í -það á ensku, leikið á frönsku og 'að vfsu einnig þjóð- legt efni, og betta er alveg á- gætt, bví að fiölbrevtnin er mik il. og þannig á betta að vera. En vafalaust á eftir að skamm ast yfir sjónvarpinu, eins og öðru, bað værj hreint og beint óheilbrigt, ef bað væri ekki gert. Að lokum : Eitt ættu þeir 'ð hafa i huga. sem v:l,ja einangra okkur frá öllu útlendu, aö eftir 4—-5 ár eigum við þess vafa- laust kost, að horfa á margar erlendar sjónvamsstfíðvar, án bess aö nokkur kostur sé að koma í veg fyrir það. Þrándur í Götu. ÞRÁNDUR í GÖTU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.