Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 8
V í SI R . Laugardagur 8. oktöber 1S66. VISIR Utgetandi Blaöaotgaran VI.SIF Framkvæmdastióri: Dagut Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarrltstjón: Axei rhorsteinson Augiýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegi 178 Slmi 11660 (5 iinur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands ( lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f Alþingi J>egar Alþingi kemur saman eftir helgina, þann 10. október, mun hefjast þinghald, sem vænta má, að um margra hluta sakir verði veitt sérstök athygli og líkur benda til, að hafa muni mikil áhrif á stjórnmála- þróun landsins. Það er einsdæmi í íslenzkri stjórnmálasögu aö þetta er áttunda þinghald sömu stjórnarstefnu, lokaþing annars kjörtímabils sömu ríkisstjórnar, þótt manna* skipti hafi orðið, þeirrar ríkisstjórnar, sem Ólafur Thors myndaði að afloknum alþingiskosningum 1959 til viðreisnar efnahag og atvinnulífi landsmanna eftir algjöra uppgjöf vinstri stjórnar, sem mynduð hafði verið eftir alþingiskosningar 1956, en entist ekki ald- ur nema í tvö og hálft ár, en þá var allt um þrotið. Aðalstefnumálið, að láta varnarliðið hverfa úr land- inu og láta ísland vera óvarið, hafði verið lagt á hill- una fyrir „þrjátíu silfurpeninga", sem með erfiðis- munum hafði tekizt, mest fyrir milligöngu Vilhjálms Þór, að kreista út úr Nato-löndum, þó fyrst og fremst Bandaríkjunum, úr sérstökum sjóði, sem stóð til ráð- stöfunar forseta Bandaríkjanna, þegar talið var að öryggismál Bandaríkjanna gætu átt nokkurn hlut að máli. Stjórnmálasaga vinstri stjórnarinnar er ekki gleymd íslenzku þjóðinni, né sú niðurlæging og ráðleysi, sem var henni samfara. Vitað er, að ríkisstjórnin mun þegar í upphafi leggja mörg mál og mikilvæg fyrir þingið. Eins og venja er verður fjárlagafrumvarp ársins 1967 fyrsta mál þings- ins og mun fjármálaráðhefra á fyrstu dögum þings- ins gera grein fyrir því og fjárhagsafkomu ríkissjóðs, sem er mjög góð. Þinghöld núverandi ríkisstjórnar hafa einkennzt af mikilli málafylgju og hefir hvert stórmálið rekið ann- að. Að þessu leyti var síðasta þing mjög áberandi. Þá var lögfestur hinn merki samningur við Svisslend- inga um álbræðslu á íslandi, en lögin um Landsvirkj- un höfðu verið afgreidd á næsta þingi á undan, en með þessum lögum er lagður grundvöllur að stóriðju á Islandi með stórvirkjun í mesta fallvatni landsins, Þjórsá. Búrfellsvirkjun er nú þegar vel á veg komin, verktakar hafa unnið í sumar við hina miklu mann- virkjagerð og lokið er samningum um nauðsynlegt lánsfé. Á næsta vori hefst svo hafnargerð Hafnfirð- inga í Straumsvík og bygging álbræðslunnar. Að öðru leyti setti samræmd löggjöf fjárfestingarsjóða at- vinnuveganna og efling Iðnlánasjóðs svip á síðasta þing. Þar vár e.tv. merkust stofnun Atvinnujöfn- unarsjóðs með miklu fjáímagni og miklum framtíð- armöguleikum til þess að veita lánsfé til framkvæmda áætlunum um byggðaþróun og aukið jafnvægi í efna- hags- og atvinnulífi, viðskiptum, samgöngum og menningarmálum um gjörvallt landið, þar sem vaxt- arskilyrði eru, en fjármagn vantar til framkvæmda og mótuð áform. I Sigur á misiingumí ? Aðeins fyrstu þrjá mánuði ævi sinnar er maðurinn ónæm- ur fyrir veikinni. Síðan dregur úr áhrifum móteitursins, sem bamið hefur fengið frá móðurinni og þá fær barnið gjarna veikina. I mörgum löndum fær meiri hluti manna níu af hverjum tíu, mislinga á bernskuárum sínum. Er sú veiki einna mest vanmetin af öllum sjúkdómum. t iðnaðarlöndum Evrópu, sem telja um fimmtíu milljónir íbúa, deyja árlega um 160 börn úr mislingum og eru það jafn margir og dóu úr bamalömun fyrir nokkrum árum. Stríðiö við bamalömunarveikina hefur ver- iö unnið, en nú vilja læknar einnig útrýma mislingum. Kom- ið er á markaðinn bóluefni, sem ‘gerir böm ónæm fyrir misling- um. Flestir foreldrar halda enn, að mislingar séu ekki alvarleg- ur hlutur, þeir séu aðeins ill nauðsyn, bömin hljóti að fá mislinga eins og óhreina fing- ur og sundurhöggnar buxur. Á síðustu árum hafa læknar bent á, að mislingar eru ekki eins meinlausir og þeir hafa verið taldir. Sem dæmi um það má nefna, að börn, sem hafa fengið mislinga, eru að vísu ó- næm fyrir mislingum, en eftir mislingana eru þau sérstaklega næm fyrir öörum sjúkdómum. I einu af hverjum fimmtán misi ingatilfellum koma lungna- og barkakvef I kjölfarjð. Heilinn skemmist i fjórum af hverjum þúsund bömum, sem fá misl- inga og orsakar það, að börnin eiga erfiðara meö að læra og að þróast andlega síðar meir. Og í sumum tilfellum geta þau orðið krampaveik. Aðeins tfú ár eru síðan banda- ríska veirufræöingnum John Franklin Enders tókst að finna orsök mislinga. Hann einangraöi veiruna, sem olli mislingum. Þá opnaðist fyrst leið til þess að mynda móteitur gegn veikinni. Nobelsverðlaunahafinn Enders ræktaði þessa veiru með þeim árangri, að hann gat veikt veir- una svo mikið, að það var hægt sprauta henni inn i likama manna, svo að þeir fengu mjög væga mislinga og gátu strax myndað nóg móteitur gegn síð- ari mislingasmitun. 1 ársbyrjun 1962 kom árang- ur fyrst í ljós. Þá var sannað, að hættulaust var aö sprauta dauðum veirum í líkama manna, en hins vegar fengu mfcnn hita í einu tilfelli af hverjum þremur, ef mjög daufum veirum var sprautað í þá. Siðan hefur rann- sóknunum verið haldið áfram, og nú er svo komið, að aöeins 3% manna fá hita og mislinga- flekki, þegar þeir eru sprautaðir með mjög veiktum veirum. Loks hefur það gerzt í ár í\ að sprauta því í þriggja mánaða gömul börn, eu ekki aðeins níu mánaöa gömul eins og í Banda- ríkjunum. Einnig er það bólu- efni meinlausara en hið fyrra: Þegar hefur náðst mikill ár- angur af bandarísku bóluefninu. Áður veiktust að meöaltali á hverju ári yfir hálf milljón barna af mislingum. 1965 veikt- ust aðeins tvö hundruð tuttugu og sex þúsund böwi ,eða helm- ingi færri og þó voru aðeins helmingur barna í Bandaríkjun- um bólusetL Nú er svo komið að farið er að sprauta samtfmis í einni sprautu bólueftíf gegn fimm sjúkdómum, þar á meðal mislingum, bamalömun og kíg- hósta. Einnig á íslandi er fariS aó nota þessi nýju bóluefni. Er það bandaríska efnið, sem dreift hef- ur verið til héraðslækna. Ekki Hennessen á rannsóknarstofu sinni. Vestur-Þýzkalandi, að veiru- fræðingurinn Hennessen hefur fundið nýtt bóluefni, hliðstætt hinu ameríska, en hefur þann kost framyfir, að þaö er hægt verður skylda að láta bólusetja sig, en mönnum er ráðlagt það, og í því sambandi er minnt á mislingafaraldurinn hér veturinn 1962—1963. Hver ekur þessum í nóvember? Þessi glæsilegi Rambler American er einn af þremur vinningsbifreiðum Landshapp- drættis Sjálfstæðisflokksins, sem dregið verður um 8. nóv- ember n.k. Kom bifreiöin á- samt hinum vinningsbifreiðun- um tveimur, Dodge Dart ’67 og Plymouth Valiant ’67 með sænsku bflaflutningsskipi fyr- ir tæpum hálfum mánuði til landsins, en alls flutti skipið rúmlega 80 bandarfskar bifreið ir af árgerð 1967 til landsins. Miðamir f Landshappdrættinu kosta aðeins 100 kr. en verð- mæti hverrar bifreiðar er tölu- vert á fjórða hundrað þúsund krónúr. Samanlagt verðmæti bif reiöanna þriggja er því á aðra milljón. Hver sem kaupir sér miða gerir tvennt í einu: Hann styður gott málefni um leið og hann kaupir sér vinningslíkur f glæsilegasta bflahappdrætti, sem haldið hefur verið hér á landi. Aöeins þeir, sem kaupa sér miða geta vænzt þess, að aka ef til vill í glæsilegum bandarfskm.i bfl fyrir jólin. Verið er að senda happdrætt- ismiða til stuðningsmanna Sjilfsliplljjiffftjcliiriiw nm land aflt, en vegna þess að Uminn er naumur eru allir þeir, sem þeg ar hafa fengiö miða, beðnir að gera skil sem fyrst. Þeir sem ekki hafa fengið senda miöa geta keypt þá í skrifstofu Sjálf stæöisflokksins við Austuivðll eða úr vinningsbifreiðunum í miðbænum. Næst þegar þér eig ið leið um miðbæinn, er ef til vill verið að selja vinningsmiða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.