Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 08.10.1966, Blaðsíða 9
V1 S I R . Laugardagur 8. okt.óber iS68. 9 við hross í V atnsdalsrétt Vfir heiðum haustmorgni leik ur svalur vindur af hafi. Bjarmi rísandi sólar gyllir heiða- brúnir að baki Húnaþings. Síð- ustu vikur hafa húnvetnskir bændur og búalið smalað til byggða fé og hrossum, er sumar langt hafa reikað um viðar lend ur frá brúnum til efstu haga. Réttardagar í Húnaþingi eru löngu víðkunnir. Um þá hefur margt verið ritað og frá þeim birtar ýmsar myndir. Hver minn ist þess ekki að hafa séð og heyrt eitthvað frá sauðfjárrétt i Svartárdal eða stóðrétt í Vatns- dal. En þrátt fyrir þetta, er hver réttardagur nýr viðburður í lífi margra einstaklinga, hefur sín sérkenni frábrugöin öllum öðr- um, sem átt hafa sína sögu. Margur er árla á fót kominn morguninn þann, sem stóðið skal reka til réttar að Undir- felli í Vatnsdal. Trúir verðir hafa vaktað það næturlangt á Setukonueyri, austan árinnar, skammt frá stórbýlinu Hofi, og þrátt fyrir svala dökkrar haust- nætur, hefur þeim verið hlýtt fyrir brjósti og ekki runnið blundur á brá. Það er komið nær hádegi, þeg- ar ég og feröafélagar mínir aka inn á hátíðasvæöið að Undir- felli. Nokkra skýjaflóka hefur dregið á heiðríkju morgunsins, en þó brosir dalurinn í sól, þeg- ar komið er fram hjá Hnjúki og litbrigðin í svarthömrunum í austurhlíð fjallsins, yfir Hjalla- landi og Hvammi, koma vænt- anlega vel út á litfilmunni hans Guðmundar skólastjóra. Hér er mannmargt að vanda og mikill fjöldi bifreiða. Ein- kennisstafir þeirra sýna, að fólk ið er víða að. Staðurinn hefur greinilega sama aðdráttarafl og fyrr. Hrossahópurinn er stór, enda þótt ýmsir hafi þegar náð sín- um frá yfir á eyrinni og rekið1 til heimahaga. Á réttarveggnum stendur ung ur maöur með suðandi mynda- 'tæki. Við eftirgrennslan kemur í ljós, að hann er frá sjónvarp- inu. Notendur þess fjölmiðlun- artækis, er lagt hafa net sín til austurs, eiga þess því von aö sjá á skerminum viðbrögð Vatns Lárus Bjömsson bóndi í Grímstungu og sonarsonur hans, Reynir Grímsson í göngum á Stórasandi. dælinga, þegar þeir hiröa stóð sitt í haustréttum. Það má vel sjá, að bæöi karl- ar og konur halda hér nokkurs konar uppskeruhátíð, enda ekki óeðlilegt. Flestir hafa heimt bú- stofn sinn, fé og hross, af fjalli og komið fóðurbirgðum vetrar- ins í geymslur. Sumir hafa þegar bætt hag sinn og breytt mínus í plús — eða stækkaö fúlgur sín- ar af Fróða mjöli. Hér hitti ég fyrstan að máli virðulegan eldri mann, mikinn að vallarsýn. Hann er ekki við hrossadrátt en virðir fyrir sér það sem fram fer, þó ekki með augurri hins forvitna ferðalangs, fremur sem sá er gjörþekkir. Þar er kominn Indriði Guö- mundsson fyrrum bóndi að Gilá ■ í Vatnsdal, nú búsettur í Revkja vík, en gerir sér ferð í heima- byggðina öðru hvoru til að njóta góðra minninga í glöðum hópi fyrri félaga. Hann hefur áður staðið mörg haust, svipmikill og reifur gripið um makka frárra fjallatrippa og dregið þau í dilk. Ágúst Jónsson, fyrrum bóndi á Hofi, hefur margs að minnast frá langri starfsævi í dalnum. Hann fór fyrst á heiöina 1904 og hefur síðan verið smali haust og vor þangað til í ár. Lengst af hefur hann gegnt forystuhlut- verki í hópi fjallgöngumanna. „Já, ég hef verið sæmilegur smali“, segir Ágúst. Lárus Björnsson í Gríms- tungu er 76 ára. Hann hefur gengið heiöagöngur í 64 ár, um tugi ára sem gangnaforingi. í haust hefur hann heldur ekki setið heima og er ern sem ung- ur væri. Þó er honum nokkuð farin ag förlast sýn, og síðustu tvö árin hefur hann haft með sér sonarson, Revni Grimsson, og gegnum sveinsins ungu augu sér hin aldna kempa til allra átta, því hvergi brestur kunnug- leik á þeim leiðum, sem um er farið. Framvinda lífsins tekur mikl- um' breytingum og það á skemmri tíma en sex tugum ára. Þegar þeir Lárus í Grímstungu og Ágúst á Hofi áttu sín fvrstu spor um heiðalönd Húnvetninga var það samvinna manns, hests og hunds, sem mestu réði um það hversu vel tókst smölun. Orka og áræði voru eigindir, sem góðum gangnamanni var holl heimanfylgja. í hnakktösk- um og á klyfjahestum fluttu menn farangur sinn í fyrri daga. Nú bruna bifreiðir um brúnir og heiðar með flutning vista í viðleguskála fjallamanna, og í Ágúst á Hofi. Stóðrétt að Undirfelli í Vatnsdal. haust voru talstöðvar teknar í notkun. Gangnamenn á Gríms- tunguheiði fengu tæki á stærð viö pennastokk. Nokkurs konar „rabbdósir" og gátu með þeim haft samband sín á milli allt að 15 km leið meðan á fjárleitinni stóð og einnig við bifreið með sterkri talstöö, sem staðsett var á heiðinni og náð gat sambandi til byggða, ef með þurfti. Þeir mega muna tvenna tímana gangnaforingjarnir gömlu. Margt er þó, sem ennþá lýt- ur sömu lögum og áður. Glíman við sterkleg stóðhross er með svipuöum hætti og jafnan fyrr, glóðin í augum fjallafálunnar sú sama og áhrif þeirra dýru veiga, er drjúpa á degi sem þessum ekki ósvipuð og áður. Á meðan ég rabba við Gríms- tungugoðann, ber þar að Hall- dór Jönsson bónda á Leysingja- stöðum. Hann er einn þeirra er ber ábyrgð á íramkvæmd dags- ins. Þessir tveir höföingjar ráða svo ráðum sínum en ég færi mig um set og virði fyrir mér hin ýmsu og á margan hátt ó- líku viöbrögð þeirra sem hér eru saman komnir. Þrátt fyrir napra noröan kæluna sýnist mér á sumum sem þeir lifi nú hlýj- asta dag ársins, aðrir standa blásnir og bláir á berangri og hafa ófögur orð um veðráttuna. Húsmæður, sem flesta daga ársins halda sig heima, gleðjast nú með bændum sínum yfir bú- sældinni. Það mun hafa verið liðið langt á kvöld, þegar síðustu daggest- imir frá Undirfellsrétt komu til sfns heima. Vafalaust hafa sum- ■ ir orðið einúm of glaðir og verða að greiöa fyrir þá gleði nokkur afföll næsta dag, aðrir blásið i kaun og kunnað fátt eitt að meta, er fyrir augu bar, en svo er, hvar sem menn ganga til fagnaðarfunda.. Flestir munu þó eiga glaða og góða minningu og ýmsir hafa öðl azt meiri þekkingu á einum svip miklum þætti f atvinnulífi ls- lendinga. Erfitt er að láta sér detta f hug, eftir þennan dag, aö til auðnar horfi í íslenzkum sveit- um og þar geti fólk ekki fund- ið staðfestu eða höndlaö lífs- gæfu. Þ.M. muíKM I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.