Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 15
V1SIR. Fimmtudagur 3. nóvember 1966. 15 fFTIR: CAROL 6AYE auna ☆ ☆ ★ m / • spam — Mér er meinilla við að fara snemma á fætur í þessu kalda lofts lagi héma í Englandi. Nú heyrðist fótatak fyrir utan dymar og Claire og Michael komu þjótandi inn og hlupu til pabba síns. — Nei, þið megið ekki tefja mig, krakkar. Ég verð aö ná í lest- ina. — Og ég er meö höfuðverk, sagði Fran ólundarlega. Chris leit á son sinn. — Ertu til- búinn að fara til ungfrú Aiien? — Já, pabbi. — Mér sýnist þú ekki hafa þveg- ið þér nógu vel. — Hann er alltaf skítugur, sagði Fran. — Farðu nú og þurrkaöu þér um munninn, sagöi Chris — og flýttu þér. * Garðyrkjumaðurinn eða Jenny voru vön að aka Chris á stöðina, og í bakaleiðinni skildu þau Micha- el eftir hjá Allen kennslukonu. Og svo sóttu Lily og Claire hann þang- að síðar um daginn. Þegar Fran var orðin ein tók hún bók og reyndi að lesa. Hún bjóst við að Robert mimdi sima og þótti gott að vera orðin ein. Hún hafði fengið auka-símtæki inn til sín, svo að hún gat heyrt sjálf þegar hringt var. Nú var drepið á dyr og Jenny rak hausinn inn í gættina. — Má ég taia viö þig, Fran? Fran kunni hvorki við tóninn né augnaráöið. Henni fannst hvort tveggja boða illt. — Er þaö áríðandi. Ég ætlaði að fara að klæða mig. — Já, það er áríöandi. Og þú ert ekki vön að fara á fætur fyrr en klukkan ellefu til tóif, svo að þér liggur vonandi ekki mikið á núna. Nema þú þurfir þá að fara á stefnumót með Robert Drake. Fran svaraði kuldalega að hún ætlaði það ekki. Jenny stakk hendinni í vasann. — Chris afhenti mér þetta í gær- kvöldi, sagði hún. — Hann hélt að það væri til mín. Fran tók við bréfinu, sem Jenny rétti henni, og var sárreið sjálfri sér fyrir óaögætnina. Hún Jeit fljótlega á það, og sá að þetta var eitt af hinum ástríkari bréfum Roberts. Var hún brjáluð, aö hún skyldi nokkum tíma leyfa honum aö skrifa... Chris hélt að bréfið væri til mín, endurtók Jenny. — Mér fannst freistandi aö segja honum að bréf- ið væri ekki til mín, og eiginlega skil ég ekki að ég skyldi ekki gera það. — Ég geri ráð fyrir að þú þætt- ist vita hvemig hann tæki því, sagði Fran. — >ér þykir mikiö vænt um hann, er það ekki, Jenny? Og þú vilt ekki gera neitt, sem gæti sært hann. — Nei, mig langar ekki til að særa hann, Fran, sagði Jenny. — En hvers háttar leik ert þú að leika? Þú virðist ekki skilja, að þetta er hættulegur leikur. Ég hef aðvarað þig áður og sagt þér að þú lendir í hættulegum ógöngum, ef þú hættir ekki aö hitta Robert. En það er rétt sem þú segir, að mér þykir mjög vænt um Chris, og mig lartgar ekki tii að hann rati í raunir. — Það kemur aldrei til mála, Jenny, sagði Fran fljótmælt. — Ég hef duflaö dálítiö við Robert, en eiginlega er mér alveg sama um hann. Ég veit ekki hvað hefur gengið að mér, — þetta er einhvers konar bjánaskapur. En nú er þessu Iokið. Ég ætla aldrei að hitta hann framar — einan, meina ég. Þetta stafar liklega allt af því, að mér leiðist svo hræðilega. — Þú hefur enga ástæðu til að láta þér leiðast. Þú hefur mann til aö hugsa um, heimili til að stjóma, tvö böm til að sjá um ... Ef ég ætti allt það, sem þú átt.. — Ég lofa bót og betrun, Jenny, ég heitstrengi það, sagöi Fran biðj- andi. — Og þakka þér fyrir, Jenny, að þú lézt Chris halda að bréfið væri til þín. Hún þagnaði, þvi að nú heyröist gjallandi hringing í símanum: Hún svaraði. — Halló, elskan mín. Hvemig líður þér? Fran skotraði augunum til Jenny. Hún þorði ekki að biðja hana um að fara út og koma aftur eftir dá- li^la stund. — Ég sé þig í anda, Fran. Þú situr uppi í rúminu og ert töfrandi falleg, sagði Robert. — Heyrðu, ég get ekki talaö við þig núna, sagði Fran titrandi. — Ég hringi til þín eftir dálitla stund. Fran setti heyrnartólið á sinn stað og sagöi við Jenny: — Æ, þetta var leiðinlegt. — Mjög leiðinlegt. Þetta mun hafa verið venjulega morgunsam- talið þitt, geri ég ráð fyrir. Eða átt að verða. — Já. — Ég skil ekki aö Chris skyldi vera svo vitlaus að giftast þér. — Hann var ástfanginn af mér, sagði Fran roggin. — Og hann er það enn. Hann verður það ekki lengi ef hann kemst að makkinu ykkar Ro- I berts. j — Hann kemst aldrei að því. Ég var að segja þér aö ég hefði tekið sinnaskiptum. Nú ætla ég að verða fyrirmyndar eiginkona. Hver veit nema mér detti í hug að eign- ast barn lfka, bætti hún við hugs- andi. — Þá mundi ég eiga hægara með að halda mig á þrönga vegin- um... — Ég efast um það, sagði Jenny nöpur. .Þessi markleysuorð Fran um að eignast bam — með Chris — gerðu hana svo reiða, að hún átti bágt með að stjórna sér. Hún fann ] að henni var ómögulegt að vera | undir sama þaki og Fran lengur. Um morguninn hafði hún fengið bréf, sem gerði henr.i hægar um vik með að fara. Sú, sem hún leigði íbúðina, hafði skrifað henni að 'uin yrði að fara til Parísar þegar i stað. Dóttir hennar, sem átti ieima þar, hafði orðið alvarlega veik. Konan ætlaði að fara morg- >ninn eftir og skilja lyklana eftir ’iá húsverðinum. Hún sagðist vera 'ús til að borga leigu fyrir næsta rnánuð, ef Jenny óskaði þess ... Jenny sagði: — Vel á minnzt — ág flyt til London á morgun. Fran leizt alls ekki vel á að eiga að missa Jenny. Hvernig átti hún að stjórna heimilinu án hennar — og tjónka við börnin? — Hvað kemur til þess að þú afræður þetta svona fyrirvaralaust? spuröi hún. — Það er alls ekki fyrirvaralaust. Ég hef lengi ætlað mér að flytja. En í morgun frétti ég að íbúðin mín er laus. — Ég hélt að þú hefðir leigt hana með mánaðar uppsagnarfresti. — Það er rétt, en leigjandinn verður að fara til Parísar. — Getur íbúðin þá ekki staðið auð? — Jú, vitanlega. En nú vil ég fara heim aftur. — Þú hefur með öðrum orðum fengið þig fullsadda á aö vera hérna? — Já, ég játa það — síðan þú komst. — Ég get ekki neitað, aö mér finnst þú sýna lítið þakklæti. Ég bori ekki að hugsa til hvað Chris segir um þetta. Ég býst ekki við að það breyti neinu um það, sem ég hef afráðiö, sagði Jenny og langaði til að bæta við, að hún gæti ekki séð, hvers vegna hún ætti að vera þakklát. Hún hafði gert' það fyrtr Chris og börnin að vera svona lengi, én ekki vegna sjálfrar sín. Og hún vissi að það var Chris, sem var þakklát- ur henni — þó að Fran hefði eng- I an grun um það. Nú hringdi sím- inn aftur og Fran svaraði. — Þetta er til þín, sagöi hún stutt. — Ég skal svara niðri. Jenny flýtti sér niður stigann og fór inn í stofu Chris. — Halló I heyrðist Selwyn Trent j segja í símanum. — Munið þér ' nokkuð eftir mér. BÍLAfRAF Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. V Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSpIasti: Format innréttingar bjóffa upp á annaff hundraff tegundir skópa og litaúr- val. Allir skdpar rncff baki og borffplata sér- smíðuff. Eldhúsið fæst mcff híjóocinangruff- um stdlvaskí og raftækjum af vönduffustu gerff. - Sendiff effa komiff meff mdl af eldhús- inu og viff skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yffur fast verðtilboff. Ótrúlega hag- stætt verff.Muniff aff söluskattur er innifalinn ■ tilboffum frd Hús & Skip hf. Njótiff hag- stæffra greiffsluskilmóla og lækkiff byggingakostnaffinn. I RAFKERFIÐ Startarar, dinamóar, anker-spól- ur, straumlokur bendixar o. fl. Varahlutir — Viðgerðir á raf- kerfum bifreiða. BÍLARAF s.f. Höfðavík við Sætún Simi 24700. ''-v'e\V'.r r i.,, . ■■ Skurðgrafa. — Tek að mér að grafa fyrir undirstöðum o. f. Uppl. í síma 34475. mrrm Kr. 2,50 kifffh á ekinn kin. 300 kr. daggjald ■mf* RAUÐARÁRSTlG 31 SfMI 22022 The um ms g/6, STRON6 ANP FSROCJOUS... THAT I K/LLBD 'H/M QUICKLYmS pue as much ro SELF-PRESERVAT/ON \ AS A DES/RE 70 SAVE ANOTHEfii MAN’S UFE... Joh4 O- lARrO Ljónið var stórt, sterkt og æðisgengið ... eftir að ég harfði skotið ör í bringu villidýrs- ins, stökk ég á bak þess. Staðreyndin var sú, aö maöurinn var alls ekki viss um hvað ég hafði í huga — sér- staklega eftir siguröskur apans. METZELER hjólbarðamir eru sterkir og I mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- ! vara. Hjólbarða- og benzínsalan við Vitatorg. Simi 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sfmi 30501 A -enna V'erzlunarfélagið h.t. Skipholti 15 Sfmi 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.