Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 1
: , s*^ Ólögleg leiga íbúða í Bústaðahverfi Á fundi borgarráðs á þriðju- Samþykkt var að fela félags- daginn kom til lunræðu bréf málastjóra meðferð málsins og félagsmálastjóra varðandi jafnframt, að hann leiti allra leigu á nokkrum íbúðum í Bú- ráða til að koma í veg fyrir staðahverfi, án leyfis viðkom- slíka óheimila leigusamninga. andi borgaryfirvalda. Var hér Málið er í meðferð ennþá og um að ræða nokkrar íbúðir, niðurstöður ekkl fengnar að svo sem bærinn hefur forleigurétt stöddu máli. á. JATARADHAFA HAFT HNÍFINN MEÐ SÉR Sextán vitni hafa verið yfirheyrð í morðmálinu Fyrsta tilraun tU afskipta Um síöustu hefgi gengu fimm menn á Iand í Surísey, sem ekki er orðið í frásögur færandi, en leiðangur þessi var dálítið sérstæð- ur. Leiðangursmenn hugðust sem sé hafa smávægileg áhrif á nátt- úrulega mótun hraimsins, sem enn þá rennur glóandi úr gosstöðvun- um, sem mynduðust í ágúst í sum- ar. Höfðu þeir félagar með sér vatnsdælu, sem þeir komu út í eyna með fulKingi Landhelgisgæzl unnar. I broddt fylkingar gekk Þor bjöm Sigurgeirsson. — Hugmynd- in var að dæla sjó á hraunið á litlu svæði og kæfa I því eldglæð- umar. Heldur gekk illa þessi fyrsta til- raun til yfirráða yfir Surtseldum, dælan komst ekki á sinn stað fyrr en undir myrkur og hófst þá tilraunin. Sjó var dælt yfir auga í storknuðu hrauni, þar sem angi aC hraunelfinni gubbaðist upp. Tókst þeim um síðir að kæla gióðina og loka auganu. Við svo búið létu þeir félagar staðar num- ið. Þorbjörn lét lítið yfir förinni, þegar Vísir spurðj hann frétta í gær, hún hefði aðeins verið far- in fyrir mannlega forvitni. Þorbjöm kvaö hraunrennsli svip Hins vegar rynni nú ekkert hraun um hiaðvarpann á Pálsbæ og væri hann úr hættu — í bili. að í eynni. Hraun rynni nú úr hlíðum gamla gígsins, sem myndað ist í ágúst í sumar. 57. árg. - Laugardagur 14. janúar W67. - 12. tW. Á fundi með blaðamönnum i gærdag skýrði Sverrir Einars- son, fulltrúi, frá því, hvað ljóst lægi fyrir orðið, í máli Þorvald- ar Ara, á þessu stigi rannsókn- arinnar. Alls hafa sextán vitni verið yfirheyrð í málinu nú, sem kom- ið er, og kærði verið yfirheyrður nokkrum sinnum, misjafnlega lengi i hvert sinn. Nokkur vitni eru þó eftir óyfirheyrð til við- bótar, og nokkur atriöi enn eftir, sem rannsaka þarf nánar áður en þau liggja ljós fyrir. Geð- Óhapp við höfnina í gær Það óhapp vildi til við útskipun í Öskjuna í gær, að kengur, sem hélt bómugerta slitnaði með þeim afleiðingum, aö þóman kastaðist til í hífingunni, og nokkrir pokar hrundu úr „heisinu" og ofan í lest. Lenti einn pokinn á einn verkamanninn, sem vann við út- skiþunina niðri í lest. Þar sem lítið var komið í lestina og „heis- ið“ var rétt komið yfir lúgukarm- inn, var þetta mikið fall og höggið svo mikið, að verkamaðurinn, Sig- urður Sveinsson, missti meðvitund við það. Sigurður rankaði þó fljótt við sér og var fluttur strax á Slysavarðstofuna. Kom í ljós að meiðsli hans voru aðeins lítils háttar. rannsóknin hefur ekki enn hal- izt á kærða, vegna þess að rann- sóknarlögreglan hefur þurft að yfirheyra hann oft til þess að fá vitnisburö hans sem skýrast fram. Kærði hefur nú viðurkennt að hafa komig með hnífinn með sér á morðstaðinn, þegar hann ' framdi verknaðinn. Hann heldur þó fast fram þeim fyrri fram- burði sínum að hafa ekki fram-1^' ið verkið að yfirlögðu ráði. Seg- ist hann hafa haft hnífinn með sér til að afhenda konu sinni fyrrverandi, þar sem hann væri biturra vopn en sá ryðgaði kuti, sem hann hafði sent henni áður. Aðspurður varðandi buffhamar- inn, gaf hann þá skýringu, að hann hefði haft hann með sér til að berja á glugga með honum og gera þannig vart við sig, ef dyrabjöllunni yrði ekki svarað. Það hafði verig upplýst áður í málinu, að Þorvaldur hafði keypt mikiö af eldhúsáhöldum viku fvrir jól í verzlun hér í bæ. Starfsfólk verzlunarinnar minn- ist þess, að hann hafi komið og gert stórkaup um þetta leyti. Enginn minnist þess þó sérstak- lega að hafa selt honum áður- nefndan hníf, en þannig hnffar voru þó á boðstólum í verzlun- Framhald á bls. 6 ísinn færist aftur frá iandi ► Varðskip varð vart við sund- urlaust íshrafl í gær um 40 mil- ur frá Sauðanesi. Sigldi varðskip ið því næst 40 siómílur út af Rit og varð ekki vart við ís á þeim slóðum. Hefur ísinn fyrir Vest- fjörðum, Súgandafirði, nú færzt aftur frá Iandi, en á miðviku- dag var hann talsvert nær landi. Ungur körfuknattleiksmaður, Kolbeinn Pálsson, félagi í KR, var kjörinn „íþróttamaður ársins 1966“ í gærdag og var það kunn- gert f hófi íþróttablaðamanna. Kolbeinn er 21 árs að aldri og starfar á rakarastofu föður síns, Páls Sigurðssonar í Eimsklpa- félagshúsinu. Sagt er frá kjörinu á bls. 2 og viðtal við Kolbein er þar að finna. Tvær íþróttasíður í dag — bls 2 og 3 IðnþróunarróS tekur til stnrfn Fyrsti fundur ráðsins / gær Iðnþróunarráð kom sam an til fyrsta fundar síns í gær. Ráðið er hugmynd Jó- hanns Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, sem hefur verið að vinna að ýmsum endurbótum á iðnaðarmála ráðuneytinu og starfsemi þess. Iðnaðarmálaráðherra er formaður Iðnþróunar- ráðs. Iðnþróunarráð tekur við af stóriðjunefnd. í framhaldi þess, að stóriðju- nefnd hefur lokið verkefni sínu sem var einkum að kanna möguleika þess, að hafin yrði álbræðsla á ís- landi og undirbúa fyrir hönd rikis- Framh. á 6. siöu. Frá fyrsta fundi Iðn- þróunarráðs í gær. Iðn- aðarmálaráðherra, Jó- hann Hafstein stjómaði fundinum. Á myndinni eru talið frá v: Ámi Þ. Árnason, Guðjón S. Sig- urðsson, Harry Frederik- sen, Þórir Einarsson, dr. Jóhannes Nordal, Ólafur S. Valditnarsson, Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra, Brynjólfur Ingólfs son, Jónas H. Haralz, Bragi Hannesson, Pétur Pétursson, Gunnar J. Frið riksson og Pétur Sæmund seo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.