Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 16
600 hafa verið hólusettir gegn mislingum Laugardaguí 14. janúar 1967. Mislingatilfellum virðist enn fj'ólga Menntaskólanemar í gervum slökkviliðsmannanna. Menntaskólanemar á Akureyri sýna Bieder- mann og brennuvargana Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri frumsýndi í gæf leikritið Biedermann og brennuvargamir eftir Svisslendinginn Max Frisch einn kunnasta leikritahöfund okkar tíma, en þetta leikrit tók tilraunaleikhúsið Gríma til sýn- ingar fyrir 4 árum. — Erlingur E. Halldórsson hefur dvalizt þar nyrðra og leiðbeint menntaskóla nemum, en leikendur eru allir úr skólanum. Menntaskólanemar hafa jafn- an staðið að einni leiksýningu á ári, oftast hafa það verið gam anleikir. Leikirnir hafa svo ver- ið sýndir oft á tíðum víðar en á Akureyri, stundum víða um Norðurland. Biedermann og brennuvargarn ir var frumflutt á leiksviði í Ziirich 1958, en síðan hefur það verið sýnt víða m. a. á Norð- urlöndum. íslenzku þýðinguna hefur Þorgeir Þorgeirsson gert. Nær 600 Reykvíkingar hafa nú látið bólusetja sig við misl- ingum frá því bólusetning hófst í Heilsuvemdarstöðinni milli jóla og nýárs, en eins og kunn- ugt er, em mislingar að ganga og að því er Bjöm Önundarson aðstoðarborgarlæknir tjáöi blað inu virðist sem þeir séu enn í vexti. Mun verða haldið áfram að bólusetja fólk við mislingum um sinn að minnsta kosti. Að því er Margrét Jóhannes- dóttir forstöðukona Heilsuvernd arstöðvarinnar sagði Vísi höfðu í gærkvöldi 591 látið bólusetja sig viö mislingum og búið var að pantr. fyrir 20 í dag. Bólusetn ing hófst milli jóla og nýárs og komu þá á þriðja hundrað manns til bólusetningar, en síð an varð að gera hlé á þar til sl. mánudag, vegna þess að bölu- efni, sem búiö var að panta til landsins seinkaði. Þeir sem bólusettir hafa verið em einkum veikluð böm og fulloröiö fóJk. Bóluefni það sem notað er, er frá Bandaríkjunum og hefur gef ið mjög góða raun en þar sem það er tiltölulega nýtt hefur ekki fengizt vissa fyrir því hvort ónæmið dugir í nokkur ár eða ævilangt. Bjöm Önundarson aðstoðar- borgarlæknir kvað aörar farsótt ir en mislinga ekki vera að ganga í borginni, aðeins væri um einstaka tilfelli aö ræða. Aft Framhald á bls. 6. Margir vilja vera fyrstir að fljúga með þyrlu Andra — £g flýg henni aStur á morgun, sagði Andri Heiðberg, þegar blaðið talaöi við hann í gær um þyrluna hans, sem er nýkomin til landsins. Fór Andri æfingaflug á henni s.l. föstudag og laugardag, sem gekk ágætlega, en í víkunni hefur verið unnið að þvi að setja í þyrluna radíótæki, sem eru nýkomin frá Bandarikjunum, bæði sendi- og mót tökutæki, þannig að á morgun verð ur þyrlan albúin til flugs. Hafa margir sýnt áhuga á þyrl- unni til flugferða, bæði áhugamenn, „sem vilja verða fyrstir að fljúga með henni“, og aðrir, sem hafa ósk- að eftir henni í flug, t. d. til Seyðis- fjarðar, Surtseyjar og upp í há- lendið. Kvaðst Andri fljúga æfingarflug- ið á morgun sennilega yfir Reykja- vík og nágrenni. Leikstjórinn Erlingur Halldórsson fylgist með æflngu á Biedermann og brennuvargamir. Slys á börnum í umferðinni um ¥3 fleiri '66 en '65 Samkvæmt skýrslum lögregl- j:mar í Reykjavík hefur árekstr- um og umferðarslysum fjölgað í umdæmi borgarinnar á síðast , iu ári miðað við árið á undan. - Einkum hefur slysum á börnum íiölgað verulega eða úr 66 í 98. Skýrslan telur 2885 árekstra og n-nferðarslys á árinu. 418 manns . lösuðust þar af urðu 6 dauða- Árekstrum fjölgaði um 147 mið að við 1965 og slys urðu 29 um- fram það sem var 1965. Athyglisvert er að nær helming ur af l ömum, sem slösuöust á árinu, eru börn undir skólaskyldu aldri, sex ára og yngri, eða 46 af 98, hins vegar hefur ekkert barn látizt af völdum umferðarslvsa Efnið í brúðarkjólinn á 3 kr. metrinn Danskur maður hefur fundið upp nýja aðferð i pappirsiðnaði sem ef til vill á eftir að valda bylt- ingu á þvi sviði Allt útlit er fyrir að ínnan hálfs árs veröi til- búin fyrsta vélasamstæðan, sem framleitt getur pappír án þess að nota til þess vatn og er talið að þessi nýja aðferð kunni aö valda byltingu í pappírs- iðnaði, ekki sízt vegna þess að með þessari að- ferð má framleiða pappír sem getur komi í stað ýmissa ofinna efna, t.d. í fatnað og rúmföt. Þaö er danski uppfinningamaðurinn Karl Kröyer í Árósum, sem undanfarin tvö ár hefur unnið að tilraunum í þessa átt og hefur hann varið um tveim ur milljónum danskra króna til þessara tilrauna og hefur árangurinn þegar komið í ljós. Hefur hon- um tekizt að framieiða ýmsar tegundir af pappír með þessari nýju aðferð — allt frá þunnum silki- pappír upp í þykkar pappaplötur, allt að 10 cm., sem gerðar eru úr samanlímdum pappírslögum og ætlaðar eru til nota í byggingariðnaði. Það sem mesta athygli hefur vakið eru pappírstegundirnar sem komið geta í stað vefnaðarvöru. Hefur t.d. verið framleiddur pappír, sem er eins áferðar og ofið efni og úr honum var saumaður forkunnar fagur brúöarkjóll. Var hann bæði þægilegur og á- feröarfallegur og þegar slíkt efni er komið á mark aöinn, sem vafalaust veröur innan tíðar, er ekki áætlað, að metrinn kosti meira en 50 aura danska, eða um 3 kr. íslenzkar. Héraðssjúkrahúsið í Árósum, hefur þegar hafið samvinnu viö Kröyer um að gera rúmfatnað úr pappír til nota á sjúkrahúsinu, og auk þess sem þessi pappír er mjög þjáll þá hefur hann þann kost aö vera vatnsþéttur. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn þeg- ar hafið framleiðslu pappírskjóla (sem m.a. hafa verið seldir á íslandi), en pappírinn sem Kröyer hefur framleitt er gerður með allt annarri aðferð og á að vera bæði sterkari og áferðarfallegri. Pappírsiðnaður hefur ekki tekiö neinum breyting um öldum saman og þar sem mikið vatn hefur þurft til pappírsframleiðslu til þessa hefur ekki veriö hægt að setja upp pappírsverksmiðjur nema þar sem nægt vatn hefur verið fyrir hendi. Auk þess hefur verið mjög kostnaðarsamt að hreinsa sellulósann úr afrennslinu frá verksmiöjunum. Framh á hls 6 Pappírsbrúöarkjólfmn er áferðar sem væri hann fínasta „efni.“ nvanih. á bls. 6 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.