Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 8
8 V I S 1 R . Laugardagur 14. ja.miar 1967. VISIR Utgetandl: BlaOaútgðtao VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasscra Ritstjórl: Jónas Krtstjánsson Aðstoðarrltstjórl: Axei rborsteinson Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 16610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Slml 11660 (5 Unur) Askriftargjald kr. 100.00 á tnánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintaldO Prentsmiðja Vlsis — Edda h.t Ósamstarfshæfur flokkur Qamall og reyndur stjórnmálamaður, sem um all langt skeið átti sæti á Alþingi, hefur látið svo um mælt, að Framsóknarmenn miði afstöðu sína til allra mála við það, hvort þeir geti haft af henni flokksleg- an ávinning. Þetta mun vera einróma álit þeirra, sem setið hafa með Framsóknarmönnum í ríkisstjórn eða starfað á annan hátt með þeim að þjóðmáium. Þetta veldur því að enginn flokkur getur unnið með Fram- sókn til lengdar og heilbrigt samstarf við hana er ó- hugsanlegt. Þess vegna telja allir flokkar það neyðar- úrræði að mynda stjórn með Framsóknarmönnum. Núverandi formanni Framsóknarflokksins hefur aldrei verið borið á brýn, að hann beiti vafasömum að- ferðum í eiginhagsmunaskyni eða noti aðstöðu sína á nokkurn hátt sjálfum sér til hagsbóta. Og það væri vafalaust mjög ómaklegt, ef einhver sakaði hann um það. En hann er staurblindur flokksmaður og virðist ævinlega líta fyrst á það, hvað Framsóknarflokknum geti orðið til framdráttar. Og þá er hann, því miður ekki alltaf vandur að meðölum, hvorki í orðum né gerðum, hann er flestum eða öllum stjórnmálamönn- um kunnari að því, að tala og rita þveröfugt, eftir því hvort hann er í stjóm eða utan stjórnar. Núverandi menntamálaráðherra, sem starfaði með honum í vinstri stjórninni, sagði hér um kvöldið i útvarpinu eitthvað á þá leið, að hann þekkti ekki Eystein Jóns- son fyrir sama mann nú og þá, svo gersamlega gengi hann nú í berhögg við allt, sem hann hefði talið rétt og haldið fram þegar hann var ráðherra. Það eru þessi óheilindi Framsóknarmanna, sem hafa dæmt þá ú'r leik og valdið því, að þeir hafa ver- ið utangarðs í íslenzkum stjórnmálum um átta ára skeið og verða sennilega enn um langan tíma. Á- byrgðarleysi þeirra í stjórnarandstöðunni þessi átta ár hefur verið svo takmarkalaust, að tæplega getur átt sér stað, að þjóðin veiti þeim brautargengi til stjórnarmyndunar í næstu kosningum. Og þó svo ólík lega vildi til, að núverandi stjórnarflokkar misstu meirihlutann og Framsókn gæti myndað stjóm með kommúnistum, er hægt að segja fyrir um það með fullri vissu, að sú samvinna mundi fljótt enda með ó- sköpum. Hvenær hefur samstarf við Framsókn endað öðruvísi? Framsóknarflokkurinn er ekki samstarfshæfur, eins og honum er nú stjórnað og hefur raunar aldrei veríð það. Hann er því sennilega dæmdur til að verða utan gátta enn um langa hríð, nema mikil breyting til batnaðár verði á forustu hans. En sem stendur er ekkert sem bendir til að sú breyting sé í aðsigi. V* Ahrifamesti hlökkumanna leiðtogi Bandaríkjanna ger þingrœkur Powell-máliö getur orð/ð demókröfum hættulegt Mörg eru þau mál, sem á dag skrá eru bjá bandarisku þjóð- inni um þessar mundir og eru mörg þess eðlis, að hún hefur vaxandi áhyggjur af, og má þar tii nefna sprengjuárásimar á Vietnam, kynþáttamálin og fleiri. Mikið hefur verið rætt um dvínandi fylgi Johnsons for- seta með þjóðinni og á þingi og nó er sagt, að seinustu tillögur hans fram bomar í áramótaboð- skap hans fyrir skemmstu, eigi litlu fylgi aö fagna, en ein helzta tillaga hans er að leggja á auka- tekjuskatt, sem nemur 6%, til þess að standast kostnaöinn af Vietnam-styrjöldinni. En þótt um þetta sé all mikiö rætt og það hafi komið róti á hugi manna, er enginn vafi að ekki er minna rætt um enn eitt málið. Mál séra Adam Clayton Powells, blökkumannaleiðtoga og þingmanns í fulltrúadeild þjóðþingsins, þar til fyrir nokkr um dögum, er hann var ger þing rækur en áður sviptur formanns stöðu í mikilvægri þingnefnd. Adam Clayton Powell er að margra dómi mesti áhrifamaður allra blökkumannaforsprakka í Bandaríkjunum. Hann er þing- maður fyrir hið fræga blökku- mannahverfi, Harlem í New York. Skiljaníega mun iitið, svo á, að slíkt skref, sem nú hefur verið stigiö gagnvart þessum manni, að gera hann þingrækan eða banna honum þingsetu með- an mál hans er rannsakaö hljóti aö hafa verið tekið að vel hugs- uðu ráði og vel gildar ástæður iegið til grundvallar, því aöeins einu sinni fyrr í þingsögu deild arinnar hefur slikur atburður gerzt sem þessi.. t>aö er vitað aö Adam hefur orðið sitt af hverju á — en er eitthvað meira hér á bak við? Ef til viil samsæri? Svo segir Powell sjálfur. í yfirlitsgrein, sem hér er stuözt við, segir á þessa leið: „Adam á nú fyrir höndum aö heyja hörðustu stjórnmálabar- áttu ævi sinnar. Hann getur aft ur setzt f sæti sitt á þingi, ef hann getur svarað til saka á þann veg, að nefndin sem rann sakar mál hans telji hann hafa gert hrelnt fyrir sínum dyrum — eða gert úrbót fyrtr þau stjóm málalegu og Iagalegu brot, sem leiddu til brottrekstursins. Hættulegri utan þings, en á þingi? En, þótt hann sé sviptur for mannsstöðunni, ger þingrækur, og sviptur þeirri áhrifaaðstööu sem hann hafði í þingdeildinni er áhrifavald hans svo mikið, að hann kann að reynast flokki demokrata og Johnson forseta enn hættulegri andstæðingur utan þings en innan. Nú er þess að geta að með brottrekstri af þingi greiddu all ir fulltrúar republikana atkvæði og í þingflokki demokrata var hann samþykktur með litlúm meirihluta eða 126 gegn 119. Demokratar, sem hafa yfirgnæfandi meirihluta í deildinni hefðu getað hindrað brottreksturinn en sú varð ekki reyndin, að þeir geröu það. Var þeim ef til vill ekki stætt á öðru en aö láta þingnefnd rannsaka málið. Fimm vikna yf irheyrslur Það er búizt við að yfirheyrsl- ur standi í 5 vikur en að þeim loknum fellur úrskurður nefnd- arinnar. Þegar kunnugt var um afstöðu demokrata, sagði Powell: — Ég hef rétt i þessu horft framan í 126 hræsnara — Júdas einn sveik Jesúm — 126 sviku mig. (( )) Aðdáendur Adams hylla hann, er hann hafði verið ger þingrækur. Esther Jones — heimtaðl skaða- bætur. Og hann bætti við: — Sam- vizka mín er hrein. Ég er á Guðs valdi og háttvirtra þing- manna. Ég vona, að þeir sofi vel í nótt. Blökkumenn fóru í hundraða tali tfl Washington og söfnuð- ust saman fyrir utan þinghúsið til mótmæla. Fyrirliði þessara manna var Stokeley Carmichael forsprakki hreyfingarinnar „Svart stórveldi". Hann tók held ur betur upp í sig og sagði við þetta tækifæri: — Þegar við stöndum augliti til auglitis við Johnson forseta 1968 þá hrækjum við framan i hann. Sjálfur sagði Powell að hann væri fómarlamb samsæris- manna — svonefndra frjáls- lyndra Norðurríkja-demokrata — Hann hvatti kjósendur sína til þess að inna engar opinber ar greiðslur af hendi næstu 5 vikur. Stuðningur Gæfari blökkumannaleiðtog- ar, sem oft hafa gagnrýnt Pow ell harölega einkum fyrir líf- emi hans sem kirkjunnar mann hafa nú brugðið við honum tfl aðstoðar — og þar með er mál Powells orðið einn angi kyn- þáttavandamálsins í heild. Maður mikilla kosta — og galla Að allra dómi er Powell mað ur mikilla kosta, en gallamir eru líka áberandi. Hann er bráðgáf- aður aðlaðandi og sannfærandi, samtímis ögrandi, oft vægðar- laus — og mikill lystisemdanna maður. Hann er nú 58 ára sonut prests i abessinsku kirkjunni i Harlem — og er þar nú sjálfur prestur. Stundaði nám í Gol- gate-háskólanum og síðast í Col umbia-háskólanum, kjörinn á þing 1945. Baráttu fyrir rétti blökku manna hefur hann háö frá því dr. Martin Luther King var tveggja ára. Hann varð stöð ugt áhrifameiri eftir að hann varð nefndarformaöur og til þess er hann var rekinn af þingi í kirkjunni hreif hann með mælsku sinni og glæsileik og fólk streymdi að til þess að heyra hann predika. Og honum stóö á sama þótt allir vissu að hann ætti skrautheimili á Bah- amaeyjum og Puerto Rico og stóra lystisnekkju — og væri títt í siglingum „hnöttinn" í kring með vina- og vinkvenna- fjöld. .iann komst upp með þaó Og negrarnir dá þennan leið- toga sinn. Og svo varð Powell einn helzti maður i svalllífi Washington — skildi við konur og fékk sér nýjar og alltaf voru vinkonurnar margar. Eins op hann sjálfur so.göi: — Ég hef syndgað — en éc naut þess. Hinir gæflyndari blökku- mannaleiðtogar, eins og dr. Mart Framhald á bls (í BE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.