Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 5
5 V f SIR . Laugardagur 14. jaöúaa-1967. morgun útlönd í raorgun útlönd í morgun útlönd í morgun útiörid Mao vill nú fara aieð meiri gát Er nú sagður vifja sameina vinsfri- og ► Paul Henri.Spaak, fyrrverandi utanríkisráðberra Belgíu, flutti ræðu í gær og gagnrýndi afstöðu Frakkiands til aðildar Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. miðfylkingaröflin i flokknum Seinustu fréttir frá Kína í gær hermdu, að Mao virtist nú hafa tekið sveigjanlegri stefnu og vilji fara með meiri gát en áður. í NTB-fréttum í gær segir, að í fregnmiöum límdum á húsveggi i Peking séu kaflar úr ræðu, sem Mao Tse-tung flutti og virðast þess ir kaflar benda til, að eitthvað verði dregið úr aðgerðum til fram- dráttar menningarbyltingunni. Eftir Mao er nú haft, að hann hafi alltaf viljað sameina vinstri og miðfylkingaröflin í flokknum og að hann væri ekki sammála þeim sem vildu að byltingin væri ein- gömgu mál hreinræktaöra vinstri- manna. Ennfremur er sagt, að flokks- leiðtoginn hafi sagt, að betra sé að láta þá, sem orðið hafa mistök á, halda stöðu sinni undir smásjá almennings i landinu, í stað þess hreint og beint uppræta þá. Mao, sem í fyrra sleppti lausum Rauðu varðliðunum gegn þeim, sem vikið höfðu frá hugsjónastarfi hans, á að hafa sagt þetta á fundi menningamefndarinnar sem starf ar innan miðstjómar flokksins. Kínverskumælandi sendiráðs- menn í Peking telja ailt orðalag um ► í frétt frá TelAviv. segir, að yfirmaður vopnahlésnefndarinn- ar, norski hershöfðinginn Ole Bull, sé farinn til Damaskus, til þess að ræða ókyrrðarástandið á landamærum ísraels og Sýr- lands. S.l. mánudag ræddi hann sömu mál við utanrikisráðherra ■ísraels, Abba Eban. ræddra kafla benda til, að þeir séu raunverulega teknir úr ræðu, sem Mao flutti, og stöku athugendu,r túlka ræðuna þannig, að fallið verði frá róttækustu aðgerðunum i menn- ingarbyltingunni. FLOKKSÞING 1 ÁR? Á öðmm fregnmiðum er minnt á að Mao geri sér vonir að skilyrði að 9. flokksþingið — hið fyrsta síðan 1958 — yrði haldið er hent- ugt þætti á árinu 1967. Þar sem á þetta er minnt nú, er það skilið svo að Mao gerir sér vonir að skilyrði verði til þess að halda flokksþing ið í ár. SJÁLFSMORÐ Daglega koma ferðamenn frá Kína til Hongkong og ýmislegt eft ir þeim haft um viðburði menning- arbyltingarinnar, m.a. að þeir hefðu lesið fregnmiða í Canton, þar sem sagt var að Peng Chen, sem var borgarstjóri í Peking þar til hann varð upprætingunni að bráð, hefði framið sjálfsmorð, og einnig Teng Hsiao-ing framkvæmdastjóri flokks ins ,en hann hafði sætt harðri gagn rýni. TAO CHU HANDTEKINN Blaöið CHINA MAIL í Hongkong birtir frétt um, að Rauðir varðliðar hafi handtekið Tao Chu áróðurs- stjóra og hafi hann í gæzlu. Hann var handtekinn á ferðalagi til Can- ton. Heimildin var ffá ferðamanni sem sagði að boðaður hefði verið fjöldafundur í Canton til þess að fordæma Tao Chu, og yrði kona Maos aðalræðumaður. sé kennt, að hata allt sem er bandarískt. Strákurinn á myndinni er aö reka í gegn strábrúðu, sem á er letrað: Vondu Bandaríkjamennimir. LEIÐIN MlN 'É’g er búinn að lesa hana, bókina sem ég hálfkveið fyrir a<* lesa. Veit ekki hvers vegna, en um trúmál er svo margt skrifað, sem veldur stundum vonbrigðum. Hitt er þó augljóst, að ekki myndi Ás- mundur Guðmundsson, fyrrv. prófessor og biskup, hafa lagt á sig þá vinnu að þýða bókina, væri hún ekki mikils virði. Það varð mér hrein andleg svölun að lesa þessa bök, sem á íslenzku heitir Leiðin mín, en á norsku Veien Jeg mátte gá, og þykir mér það enn betra nafn. Höfundurinn, Kristian Schjeldemp biskup í Noregi, er lífsreyndur maöur, lærður vel, margfróður og gáfaður, skemmtilega víösýnn, djarfur og hreinskilinn, en einnig um- burðarlyndur og umfram allt alltaf mannlegur. Gætu menn almennt farið leiðina, sem hann varð að fara, yrði það lausn á skaðlegu flokka- og stétta- stríði, kynþáttaerjum, háska- legri valdastreitu og lítilmann- legum trúmálaerjum, og allri stefnu- og mannadýrkun. Kafl- inn í bókinni: Eðli vort — Vandi lífsins, er frábær, afrek upplýstrar hugsunar. Þar er stefnt beint að marki, hinni mannlegu lífsskoðun og skil- greindur vel munurinn á henni og hinni andmannlegu lífsskoð- un. 1 þessari bók er ekki boðuð nein afsláttarstefna I kristin- dómsmálum. Markið er sannar- lega sett hátt og munu hverjum sannkristnum manni þykja síð- ustu kaflar bókarinnar glæsi- leg túlkun á trú og lífi kristins manns. Þar rís sú tjáning allra hæst. Þó fannst mér hrifning mín ekki aukast neitt við lest- ur þeirra, sjálfsagt vegna þess, að sú hlið málsins hefur mér ávallt fundizt einfalt mál. Við erum allir mennskir menn með kosti okkar og galla, engir englar, en samt hluti af sköpun Guðs og áræðum að kalla okkur böm hans. Trúar- játning mín er ekki margbrotin. Allt frá bernskudögum hafa bæn ir mínar stigið daglega til Guðs. Enginn myndi biðja til Guðs ef hann tryði ekki á tilveru hans. Þaö að ég bið til Guðs er næg sönnun þess að ég trúi á hann. Orðmeiri er játning mín ekki. Allar orðmargar játningaromsur eru mér frem- ur til ásteitingar en hiö gagn- stæða. Markmið guðstrúarinnar er svimandi hátt, en að þvi verð ur hin bezta viöleitni trúmanns ins að stefna, að gera trú sína að siguraflinu, sem sigrar heim inn og að þeirri Iífslind, er gef ur gróður og vöxt því bezta í hverjum manni. Vissulega er þetta mikil saga, frásögn biskupsins af kynnum hans ungum við guðfræðina, för hans út um álfur heims til að kynna sér sem flest trú arbrögö og rannsaka þau, af guðsleit hans allri og mikilli lifsreynslu, bæði £ fangelsinu í Osló á styrjaldarárunum og öll árin síðan. Slík lifsreynsla hef- ur gert hann hæfan til að veita öðrum leiðsögn, en hana veitir hann alltaf í bók sinni af ýtr- ustu varkárni, hógværð og um- burðarlýndi. Nú er freistandi aö bæta hér við nokkrum setningum úr bók inni, en bæði er þar vandi aö velja og svo má ekki misbjóða gestrisni blaðanna um of. En lítið sýnishom geta eftirfarandi setningar verið: „Búningur lífrænnar trúar getur ekki — og má ekki standa á öndverðum meiði við örugga, vísindalega þekk- ingu ...“ „Það var mér ekki aðeins frelsi, heldur og stórkostlegur and ans auður að koma inn í þenn- an frjálsa, guðfræðilega hugar- heim ...“ „Kristindómurinn er annað og meira en safn af fastákveðn um sannindum, sem kirkjan hefur skilgreint: Kristindómur- inn er Guðs ríki. . .“ — bls. 13. „Trúarbrögðin miklu utan kristninnar vöktu meir og meir athygli mina. . Sterkari en einskær, vísindalegur rannsókn arhugur var þó löngunin til þess að vinna siðgæðishugsjón- unum háu .. .“ — 15. 16. bls. „Aldrei hef ég fundiö jafn- glöggt lifandi andans afl krist- indomsins eins og í fangabúð- unum að Grini “ — 18. bls. „Ég get ekki sagt, að sál- grenslanin hafi útkljáð neitt fyrir mig varðandi spuming- una um gildi trúarinnar og sannleik...“ „Engin vísind; geta sýnt raun verulegan kjarna trúarinnar, það sem lifir £ öllum trúar- brögðum og er dýpsti leyndar- dómur þeirra. En án þess væru trúarbrögðin alls engin trú .. „Vandamálin „eilífu“ eru fyrir utan rannsóknarsviö sál- fræðingsins. Hér munu menn- imir halda áfram aö svara með mismunandi hætti — allt til enda daganna ...“ — 42. 43. bls. Eftir Albert Schweitzer hefur bókarhöfundur þessi orð: „Á þessum tímum, þegar valdið dýrslega hefur hertygjað sig lyginni og setzt í hásætið og heldur uppi hryllilegra stjómarfyrirkomulagi en nokkru sinni fyrr — þá er ég þó enn fullviss þess, að sannleiki, friðsæld, mildi og gæzka eru sameiginlega sterkara vald en allt hitt...“ — 59. 60 bls. „Og raunalegast er, að þessi mannúöarsnauða sértrúarstefna ryður sér mjög til rúms bæði í stjórnmálum, menningarmál- um og kirkjulegu starfi í landi voru enn í dag... — 68. bls. „En einmitt þessar voldugu framfarir í þekkingu og tækni búa einnig yfir banvænni hættu: Siðgæðisþroski mannanna hefur dregizt aftur úr þróun vísindanna og tækninnar...“ — 81. bls. „Getum vér sagt, aö allt þetta hafi stuðlað að því að gjöra oss' ■s.jálfa- glaðari, • öraggari og ánægðari? ' r • Er það ekki heldur svo, að 1 sálameyðin í dag sé meiri en | nokkru sinni fyrr? Tæknilega séð leitumst vér við að leggja | heiminn undir oss. En vísast | höfum við aldrei verið svo ná- | lægt þvi að glata sál vorri... 1 Mikið höfum vér öðlazt við nútíma þróunina, en meira samt ij hygg ég, að vér höfum tap- g að ...“ — 89. bls. Eftir mikinn heimspeking og guðfræðing, Nicolaus frá Cues, hefur bókarhöfundur eftirfar- andi: ,,„Ö, Guð þín er leitað með mörgu móti og menn gefa þér margvísleg nöfn ... Vertu oss náðugur og lát ásjónu þína birt ast... Þá týnast sverðin, hat- ur og vonzka hverfa, og allir munu komast að raun um, hverr ;g til er aðeins trú í marg breytilegum myndum trúar- bragðanna ...“ — 130. bls. Heita má að næst síðasti kafli bókarinnar endi á þessum orðum: „Ég keppi fram til verunnar björtu, sem gengur á undan og vísar veginn. Þegar ég hrasa og fell, mun hann rétta mér styrka hönd sína.“ Hvað má leikmaður segja um þessa bök? Mér finnst hún vera snilldarverk. Höfundurinn er djarfur og opinskár, rann- sakandi og prófandi, ósmeikur við að tjá sig, en hvergi ó- væginn né dómharður. Spyr margra spuminga og leitar svars, og að síðustu verður nið | urstaðan mjög einföld og hug- E þekl:. | Pétur Sigurðsson. |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.