Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 7
7 Nælon- sokkar og tjöru- blettir Konur í Reykjavík og öðrum þeim bæjum þar sem eru malbik aðar götur hafa verið í hálf- gerðum vandræðum með nælon- sokkana sína undanfarið. Frostið og snjórinn hafa leyst tjöruna upp úr malbikinu og þegar hún síðan hefur blandazt snjónum og sletzt upp á fótleggina hefur reynzt illmögulegt að ná henni úr sokkunum. LeiðbeiningastÖð húsmæðra að Laufásvegi 2 hafði því sam- band við Kvennasíðuna til aö koma á framfæri við konur ein- földu ráði til að ná tjörublettun- um úr nælonsokkunum. Blettur- inn er vættur í terpentínu og síðan eru sokkarnir þvegnir eins og venjúlega úr vatni og sápu og eiga þeir þá að veröa jafn- hreinir og ffnir á ný. Úr því að sokkar eru komnir á dagskrá er ekki úr vegi að minnast á athuganir sem látnar voru fara fram í Svíþjóð og Nýja Sjálandi á nælonsokkum og áttu athuganir þessar fyrst og fremst að gefa svar við spumingunni: Borgar sig betur að kaupa tvenna ódýra sokka en eina dýra? Niðurstaða athugunarinnar í Svíþjóð varð sú, að ódýrir sokk- ar slitna yfirleitt fyrr en dýrir. Konumar sem notaðar voru sem „tilraunadýr" sögðu einnig að ódýrir sokkar væru að jafnaði ekki eins þægilegir og þeir dýr- ari. Dýrir sokkar, lykkjufastir og meö styrktum sóla reyndust beztir, bæði f Svíþjóð og á Nýja Sjálandi. Athuganimar á Nýja Sjálandi leiddu f ljós að þrátt fyrir þetta sé betra að kaupa tvenna ódýra sokka en eina dýra. Þynnstu sokkamir, 15 denier reyndust lélegastir eíns og við var að búast en krepnælonsokk- ar með miklum denierfjölda reyndust sterkastir. Ætli maður að fá sér góða hversdagssokka til aö ganga í í götuskóm verða þeir a.m.k. að vera 30 denier því að 15 og 20 denier sokkar eru fremur ætl- aðir til að nota við sparikjóla og betri skó. Margar konur fárast vfir þeim sokkum sem nú em á boöstól- um og kvarta undan því að þeir verði lélegri og lélegri með hverju árinu. Þeir hafi nú verið nokkuð betri fyrstu nælonsokk- amir sem komu á markaðinn eftir stríð! F.n þetta mál verður mjög auðskiljanlegt ef athugað er úr hverju fyrstu nælonsokk- arnir voru geröir. Þeir vom 70 denier, eins og alþykkustu sokk- ar f dag, en síðan tóku 45 denier sokkar við og í dag er mest framleitt af 20 denier sokkum. Það er þvf ekkert skrýtið þótt þeir sokkar, sem konur ganga aðallega í í dag endist ekki nema í nokkra daga eða vikur, meðati „fyrstu nælonsokkarnir" entust mánuðum eöa jafnvel árum saman. Það er allmikill munur á þeim skíöafatnaði, sem hægt er að klæðast á íslandi og á hin- um Noröurlöndunum og því, sem konur geta leyft sér að klæðast er þær fara til skíða- iðkana í fjöllum Suður-Evrópu. Hér verður fyrst og fremst aö hugsa um að skíðafatnaöurinn sé hentugur og hlýr og eru litlar breytingar á skíðafatatfzkunni frá ári til árs. Sé aftur á móti farið suður í Alpafjöll eða Pýrineafjöll þar sem sólin er oft óspör á geisla sína þá tekur skíðafatatízka kvenna, já og karla líka, stöðug- um breytingum. Tízkan í skíða- fatnaöi breytist þar eins og önnur fatatízka. Veðráttan, sól- skinið og hitinn, sem því fylgir, valda því að hægt er að klæðast fatnaði úr fjölbreyttari efnum en hægt er hér norður á hjara veraldar, þótt við reynum nú að fylgja tízkunni f þessum efn- um eins og hægt er. Aðstæðurnar þarna suöur frá gera það að verkum að ftalskir og franskir tízkufrömuðir hafa mikinn áhuga á skíðafatnaði og koma fram með nýja skíðafata- tfzku svo til ár hvert. Það sem fellur undir skíðafatatízku eru ekki aðeins skíðabuxumar, peysurnar og blússurnar og það sem þeim tilheyrir, heldur einnig hinn svonefndi eftirskíða- búningur — fötin sem farið er í þegar komið er inn á hótelið eöa skíðaskálann á kvöldin, set- iö við opinn eld eða dansaö, eða þá fatnaðurinn sem þeir klæð- ast, sem „fara á skíði“ án þess að stíga nokkurn tíma á skíðin. Gyllt, silfruð og glitrandi efni hafa verið mest áberandi í þeim tízkufatnaði sem við höfum séð ' f vetur, og þótt ótrúlegt megi virðast þá nær glittízkan einnig til skíðafatanna, sem konur spóka sig í við skíðastaðina í Suður-Evrópu. Á meöfylgjandi mynd eru tvær dömur, báðar klæddar fötum úr silfurlituðu vatteruðu efni, sá silfurlituðu vatteruðu efni, sú til vinstri ér í eftirskíðabúningi samkvæmt stuttu tízkunni og er blússan með rennilás i háls- inn — sú til hægri er í „venjulegum“ skíðabúningi. Tak iö eftir hvemig buxnaskálmam- ar eru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.