Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 11

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 11
raunverulegu hetjur kvikmyndanna sem hætta l'ifi sinu sem staðgenglar frægra leikara SÍÐAN Margar af þeim hetjum, sem við siáum á hvíta tialdinu, berj- ast við villimenn, vaða eld, stökkva ofán af húsþökum og . Pappakassar eru notaðir til að draga úr fallinu þegar staðgenglamir verða að kasta sér út um glugga. aka bílum fram af hafnarbökkum eru alls ekki þær hetjur, sem við höldum þær vera. Við getum ekkl betur séð en þetta séu Ieik aramir sem við þekkjum svo vel af myndum.en meöan verið er að taka þessi atriði sitja leikar- arnir frægu kannski heima í hæg indastói og láta fara vel um sig. Þeir, sem vinna þessar hetjudáð- ir eru staðgenglamir en á þá er aldrei minnzt og þeir fá ekki nöfn sín skráð á tialdlð þegar verið er að kynna leikarana. f Ameríku em sérstakir skólar sem þjálfa þessa staðgengla, þ. e. þá sem hætta lífi sinu og lim- um á annan hátt. Annars staðar, t. d. I Frakklandi verða menn staðgenglar „af tilviljun" — margir þeirra em fyrrverandi fimleikamenn, boxarar, fallhlífa- stökkvarar eða kappaksturshetj- ur. En til þess að geta leikið hlutverk sín sómasamlega þurfa þeir auðvitað að hafa fengið svo íitla nasasjón af leik. Meðan leikaramir, sem við höldum aö séu að hætta lífi sínu fyrir listina láta sér nægja að leika þá þætti hlutverksins, sem hættulausir mega teljast, fá fleiri milljónir fyrir leik sinn, verða staðgenglamir að láta sér nægja brot þeirra launa eða aðeins brotabrot. Sé áhættan mjög mikil t. d. að þeir láta kveikja í sér má segja að borgunin verði sæmi jgo_ Þaö' ér ekki dfiágt að stað- genglamir hætti lífi sínu við starfiö, enda dó djarfasti stað- gengill Frakka, Gil Delamare, í fyrra er hann tók að sér að láta bfl eyðileggjast í árekstri. Meö honum var ung stúlka, sem hefur sama starf en hún slapp, mikið slösuð. Fyrsta skilyrðið til þess að geta gegnt þessu furöulega starfi er að kunna að detta án þess að brjóta sig. Aftur á móti getur enginn komizt hjá að fá mar- bletti og smákúlur — en það til heyrir starfinu. Það sem staðgenglamir segj- ast óttast mest er eldurinn. Þeg- ar kveikja á í fötum þeirra eru þeir fyrst færðir í óeldfim föt, síðan fötin sem eiga að brenna og þegar kveikt er í er alltaf kveikt f bakinu til þess að þeir fái ekki brunasár í andlitið. Tíu menn og ein stúlka í París hafa myndað eins konar stað- genglaflokk, til þess að vera bet- ur búin undir að „leika“ saman í kvikmyndum. Mestum tímanum, sem ekki fer í kvikmyndatöku eyða þau til að æfa sig, hoppa, stökkva og detta. Stúlkan í hópnum er 26 ára gömul, var fyrr á árum í röð beztu fallhlífastökkvara Frakk- lands og sérgreinar hennar eru stökk úr mikilli hæð, köfun og mótorhjólaakstur. Það mætti halda að hún væri einhver krafta jötunn, en því fer fjarri, hún er mjög grönn og kvenleg og þegar hún er ekki í vinnunni hugsar hún um eiginmanninn og heimil- ið. < Framúrakstur „Bílstjóri skrifar m. a. um framúrakstur og lágmarks- hraða. „Nú er búið að banna framúr alcstur á Hafnarfjarðarvegi á löngum köflum. Er það að mörgu leyti rétt ráðstöfun, en mér finnst að tilfinnanlega vanti að seíja ákvæði um lág- markshraða, þar sem framúr- akstur er bannaður. Annað er óhæfa...“ Þessu er hér með komið á framfæri. Þjnusta við bifreiðaeig- endur. Þjónusta viö bifreiðaeigendur. Kunningi minn einn, sem varð fyrir því óhappi að klessa bretti á bfl sfnum í hálkunni um daginn, er mjög óánægður yflr þeirri þjónustu, sem hann hefir fengið hjá einu af þekkt- ari bílaþjónustufyrirtækjum borgarinnar. Þrátt fyrir að byrj- ar skyldi á viðgerð þegar í stað hann láta sinn bezta mann í verkið. Tafimar voru nefnilega að því er verkstjóri sagði, vegna vanhalda á mannskapn- m. a. að þessi bezti maður lagði það ekki i vana sinn að mæta til vinnu fyrr en á tíunda tím- anum á morgnana. Þegar að dróst í þrjá daga, að verldð hæf ist. Þegar fundið var að þessu og bent á, að þetta kæmi sér afar illa vegna þess, að bifreið in væri nauðsyn vegna vinnu mannsins, lét verkstjóri, sem sér þætti þetta afar leitt, og til að bæta upp dráttinn, skyldi um. Bileigandinn var öðm hvoru að koma og fylgjast með, hvem ig gengi, og fannst honum endi lega að suma dagana lægi ekki mikið eftir. Fór hann þá að koma oftar til að fylgjast meö verkinu. Uppgötvaði hann þá þessu var fundið við verkstjór- ann, sva .ði hann því til, að sá bezti væri að byggja, strák- greyið, svo hann er soldið þung ur á morgnana. En kunningja mínum varð að orði, að ekki væru þeir líklega beisnir á morgnana þeir lakari, fyrst hann væri svona slappur sá bezti. Því minnist ég á þetta hér, að þetta er því mlður ekkert einsdæmi því að allt of mikið af þjónustu er unnin svona með hangandi héndi. Og verkstjór- amir geta ekkert sagt, bví þá myndu þeir bara hætta þeir morgunsvæfu og fara að vinna annars staðar, því hingað til hefur vinna verið yfirnóg og í því skjóli er skákað. Það er fjandi hart, aö ekkert skuli geta læknað þennan ó- sóma. í fljótu bragði kemur maður ekkj auga á neitt, sem gæti kennt mönnum að virða þá sem vinna á fyrir, eða vinnu sína, nema þá helzt atvinnu- leysi. Það er hroðalegt til þ*«s aö hugsa. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.