Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Laugardagur 14. janúar 1967.
•I
I
Blaðinu hefur borizt
skýrsla Bindindisf. öku-
manna um góðaksturs-
keppni félagsins, sem
fram fór 24. september
í haust. Skýrslan greinir
frá úrlausnum hinna 20
ökumanna, sem luku
keppninni á helztu próf-
raununum og leiðir sú
upptalning ýmislegt
markvert í ljós.
TKað kemur meðal annars á
daginn að mikill hluti þátt-
takendanna, sem veröa þó að
teljast meðalgóðir ökumenn aö
minnsta kosti, leystu rangiega
eða illa af hendi ýmis einföld-
ustu atriði almenns aksturs,
svo sem hægri beygjur og jafn
vel vinstri beygjur.
Tillitsleysi þeirra við gangandi
fólk var áberandi. Kunnáttu
þeirra á umferðarreglum ábóta-
vant, vægast sagt, því að enginn
þátttakenda svaraði öllum spum
ingunum rétt. Úrlausnir þátttak
enda á spumingum úr hjálp í
viðlögum vom lélegar og enginn
þátttakenda svaraði öllum rétt.
Prófraunir á hæfni þátttak-
enda vom æði misjafnlega leyst-
ar. Niðurstöður keppninnar em
satt að segja miður traustvekj-
andi fyrir íslenzka ökumenn-
ingu, þó að þær séu i fáeinum
atriðum skárri en í fyrri keppn-
um. Verður ekki annað séð af
þessu en að hæfni ökumanna sé
almennt meira og minna ábóta-
vant, kæruleysi í umferðinni á
háu stigi og þar við bætist van-
kunnátta á almennum þekking-
aratriðum varðandi hvem öku-
mann. — Þetta em sorglegar
staðreyndir, sem að vísu eru
aðeins leiddar af lítilli keppni.
Hins vegar er ástæða til að ætla,
að menn vandi sig öllu fremur
f keppni en endranær. Hvemig
hagar hinn almenni bílstjóri sér
í umferöinni, þegar e’nginn er til
eftirlits um gerðir hans?
Hér fara á eftir einstakar nið-
urstöður keppninnar:
Keppendur vom 21. Þar af
luku keppninni 20. Ökuleiðir
voru ýmsar götur í Reykjavík.
Varðstöðvar vom 26. Prófraunir
voru 83. Einkunnir gefnar 105.
ÚRLAUSNIR HELZTU
PRÓFRAUNA
1. Stefnumerki:
Athugunarstöðvar 17.
Stefnumerki vom rétt gefin
í 86% tilfellum.
Á 7 stöðvum voru þau 100%.
Á 3 stöðvum vom þau 95%.
Misjafnt var, hvemig hinir
einstöku keppendur notuðu
stefnuljósin. Það sem mest var
áfátt, var að þau vom á stund-
um of seint gefin. Einn þátttak-
enda gaf þau þrisvar sinnum of
seint. Sex þátttakendur gáfu
þau tvisvar sinnum of seint
hver. Átta keppendur gáfu þau
einú sinni of seint hver.
Fjórir keppenda gáfu tvisvar
sinnum engin Ijós.
Fjórir keppenda af 21 gáfu
alltaf rétt stefnuljós.
Þessi góðakstur sýnir þó að
mjög mikil framför er að verða
f notkun stefnuljósa miðað viö
fyrri keppnir.
2. Stanzskylda
Þar má telja að vel hafi tek-
izt. Stanzskyldu var hlýtt i
97,5% tilfella. Og þar sem henni
var ekki hlýtt, voru brotin ekki
gröf. Mikil framför frá fyrri
keppnum.
3. Hægri beygjur
Athugunarstöðvar 7.
Athugun leiddi 1 Ijós, að mjög
mörgum er áfátt í þv£ að taka
og aka rétt hægri beygjur. Að-
eins á einni varðstöð, þar sem
auðvelt var að aka beygjuna
rétt, var hún rétt ekin af 95%
keppenda. Á hinum varðstöðv-
unum illa .Á einum stað t.d. óku
aðeins 24% keppenda rétt en
33% mjög illa. Á annarri varö-
stöð voru aðeins 25% keppenda
sem tóku og óku beygjuna nétt,
en 45% mjög illa.
Enda þótt árangur væri betri
á hinum varðstöðvunum, var
hann slæmur á þeim öllum.
iÝÍ'iW:;-::-:
ER
*
I
ÍSLENZK ÖKUMENNSKA |
MEGNASTA ÓLESTRI?
Niðurstöður góðaksturskeppni benda á ýmsan hátt til jbess
Mönnum virðist ganga erfið-
lega að Iæra að aka rétt hægri
beygjur og að lítil framför sé
enn á því sviði. Útkoman leggur
þessa alvarlegu spumingu fyrir
ökumenn: hvað má hér til vam-
ar verða vomm sóma?
4. Vinstri beygjur
Búast hefði mátt við að flestir
ökumenn tækju og ækju vinstri
beygju rétt. Og það ggrðu flest-
ir þeirra er þátt tóku í keppn-
inni. En þó bar allmikiö á því,
að ekið væri of langt frá gang-
stéttarbrún. Einnig hér þarf
betur að gera.
5. Gangbrautir
Athugunastöðvar þrjár. At-
hugun á því efni sýndi vítavert
tillitsleysi margra þátttakenda.
Á eínni athugunarstöðinni vom
61,9% þátttakenda, sem ekki
virtu rétt gangandi fólks, meira
að segja 23,9% þátttakenda
ruddust áfram án þess að taka
nokkurt tillit til gangandi fólks.
Svipuð útkoma var á hinum
varðstöðvunum. Ein prófraunin
var í því fólgin, að komast að
því hvemig þátttakendur notuðu
sjálfir merktar gangbrautir. Þeir
áttu að leggja bíl sfnum á bfla-
stæði, og ganga svo ásamt þeim
sem í bílnum voru með þeim
(fjölskyldu) yfir götuna. Aðeins
einn þátttakenda notaði gang-
brautina. Hinir fóm yfir götuna
þar sem þeir kómu að henni.
Þetta sýnir virðingar og tillits
leysi ökumanna fyrir gangbraut-
unum.
Margir þátttakenda em við-
urkenndir góðir ökumenn, og
hinir allir verða að teljast hafa
trevst sér í góðaksturskeppni.
Fyrst árangur varð slíkur hjá
bessum mönnum. við hveriu er
þá að búast hjá ýmsum öðrum
ökumönnum?
6. Hjálp í viðlögum
Spumingar um hjálp f viðlög-
um vom fáar, en úrlausnir lé-
legri en búast hefði mátt við.
66,7% spuminga var rétt svar-
að, en 33,3% rangt. Það ein-
kennilega var að allir þátttak-
endur svöruðu rétt 66,7%
spuminga. Allir svöruðu jafn-
mörgum spumingum rétt. En
það var alveg sitt á hvað hverj-
um spurningum hver þátttakandi
svaraði.
7. Umferðarreglur
Spurningar um umferðarregl-
ur voru lagöar fyrir keppendur.
Enginn svaraði öllum spuming-
unum rétt. Fjórir keppenda, eöa
19% svöruöu þó flestum spum-
ingunum rétt, en 5 þátttakenda
mjög fáum rétt, en gáfu alveg
röng svör við hinum.
8. Akstur samkvæmt
umferðarmerkjum
. Sæðið fyrir austan Háskóla-
bíó. Umferðarmerki vom 13.
76,2% keppenda óku alveg
rétt.
19.7% gættu ekki að einu
merki og misstu þess vegna
af öðru merki.
4.8% (einn) gætti ekki 9
merkja í röð.
Prófraun þessi sýndi, að öku-
menn virðast að mestu leyti
þekkja ökumerki og fara eftir
þeim.
9. Leikniprufur
Prófstöðvar 5. Prófraunir 11.
a. Bakkað inn í bílskúr
og staðnæmst f tiltekinni fjar-
lægð frá innra gafli. Bflskúrinn
20 cm. breiðari en bíllinn.
33,3% keppenda leystu þraut-
ina óaðfinnanlega — önnur
33,3% vel. 19% algjörlega á ó-
viðunandi hátt og 14,4% mjög
misjafnlega.
b. Keilur.
Fella skyldi 5 keilur með
framhjóli fjær stýri.
14,3% felldu 4 keilur.
14,3% felldu 3 keilur.
52,4% felldu 2 keilur.
19,0% felldu aðeins 1 keilu.
c. Ræstur hreyfill og ekið aftur
á bak f brekku.
Þessa prufu leystu allir, eða
100% af hendi óaðfinnanlega,
enda brekkan ekki erfið. Ekki
mátti drepa á hrevfli og ekki
láta bílinn renna áfram nema
mjög lítið.
d. Bakkað inn í bilastæði á
milli „bíla“.
Stæðið 1 y2 lengd hlutaðeig-
an(Ii bíls.
Horki mátti''snertá bíla eða
47,6% rétt.
28,6% fulllangw frá stétt.
23,8% of langt frá stétt.
14,3% óku bflunum oftar en
einu sinni fram og aftur.
23,8% snertu stétt. Enginn
snerti bflana, sem lagt var
í milli .
e. Plankaprófraunir:
1. Ekinn planki.
Plankinn skyldi ekinn með
báðum hægri hjólum. Hann
skyldi ekinn aftur á bak með
sömu hjólum. Svo skyldi hann
ekinn eins með vinstri hjólum.
Með hægri hjólum:
7 óku plankann fram og aftur
- 33,3%.
4 að mestu leyti — 19,1%.
3 að hálfu leyti — 14,3%.
7 mistókst alveg.
Með vinstri hjólum:
15 óku allan plankann fram
og aftur — 71,4%.
3 að mestu leyti — 14,3%.
3 að hálfu leyti — 14,3%.
2. Stöðvað á þverplanka.
Plankinn 6 tommur á breidd
og 2y2 tomma á þykkt. Aka
skyldi upp á plankann með fram
hjólunum og stöðva þau þar.
Aka skvldi svo áfram og stöðva
afturhjólin upiti á plankanum.
Þá skyldi ekið aftur á bak og
framhjól stöðvað aftur á plank-
anum.
71,4% gerðu allt rétt.
23,8% tókst að gera tvennt
af þremur.
4,8% (einn) gerði aðeins eina
þrautina rétt.
f. Ekið að vegg.
Aka skyldi hiklaust að veggn
um og stöðva 5 cm. frá honum.
9,5% rétt.
33,3% í milli 5 og 10 cm. frá.
?3,3% í milli 10 og 15 cm. frá.
9,6% f milli 15 og 25 cm. frá.
14.3% vfir 30 cm. frá vegg.
g. Ekið áfram í brekku.
Ræsa skyldi bflinn og taka
áfram án þess að renna aftur á
bak og án þess að drepa á vél.
100% tóku áfram án þess að
renna aftur á bak.
9,5% drápu á vél.
h. Stanzað á striki.
Allbreitt og skýrt strik var
dregið á slétt torg. Bílunum var
stillt upp í hæfilegri fjarlægð og
þeim skipað að aka með 33 km.
hraða og stanza með afturhjólin
á strikinu.
Aðeins einn keppenda eða
4,8% leysti þessa þraut rétt,
enda erfiö.
28,5% stönzuðu innan við 40
cm. frá strikinu.
23,8% stönzuðu innan við 50 |
cm. frá strikinu. f
23,8 stönzuðu innan við 60 E.
cm. frá strikinu.
19,1% stönzuðu yfir 60 cm.
frá strikinu.
Allir óku á réttum hraða.
i. „Bilanir" i vél.
Finna skyldi 4 „bilanir" í vél
bíls.
9,5% (tveir) fundu allt.
33,3% fundu þrennt.
33,3% fundu tvennt.
14,4% fur^,' eitt atriði.
9,5% fundu ekkert athuga
vert.
Niöurstaða: ónóg þekking á
vél.
f. Ekið yfir skífu:
Ekið skvldi yfir skífuna eftir
vissum reglum og aðeins með
eitt hjól í senn. Hin máttu ekki
snerta. Tími alls veittur 2 mínút-
ur.
19% gerðu allt rétt.
19% að mestu leyti.
62% sæmilega, lélega eða illa.
Þessi prófra.un sýnir að mikið
vantar á að ökumenn séu vissir
á því, hvar þeir „hafa“ hjólin á
bílum sfnum.
-K