Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 15
V1 S IR . Laugardagur 14. janúar 1967.
75
Frú Ford bætti feitum osti í rétt-
ina. „En þeir eru dásamlegir samt“
sagði hún. „Þú verður aö viður-
kenna það ...“
„Þeir eru það,“ gaggaði frú
Lampson. „Ef þeim er haldiö í
skefjum, já. Sjáöu til elskan...
með okkur er þetta þvert á móti.
Konan er ekki frjáls fyrr en hún
er komin i hjónabandiö. Eftir það á
hún ekkert á hættu, ef hún bara
skilur aðstööu síua. Þá er henni
frjálst aö eyða peningum, njóta ást
arævintýra og alls þess bezta, sem
lífiö hefur aö bjóða. Eiginmaöurinn
borgar brúsann, skiluröu. Þess
vegna veröur hún að hafa öruggt
taumhald á eiginmanninum. Undir
því er allt öryggi heimilisins kom-
ið. í rauninni veltur allt á því aö
hún geti alltaf haldið eiginmannin-
um 1 óvissu ... að hann viti aldrei
á hverju hann má eiga von ...
Sjáðu nú tif, elskan. Dýrriar eru lok
aðar. Þeir geta ekki heyrt til okkar
... við getum ekki heyrt til þeirra
... ha?“
„Rétt er það.“
„Taktu nú eftir,“ mælti frú Lamp
son. Svo hækkaði hún röddina.
„Harold!" kallaði hún.
Hún brosti sem snöggvast
kænskulega til frú Ford, þegar Har
old birtist £ eldhúsdyrunum, spyrj
andi og ekkj allt of upplitsdjarfur.
„Já, elskan ...“
„Ég heyrði það, Harold."
„Heyrðirðu ... hvað elskan?"
„Þú veizt það bezt sjálfur.“
„Nei, elskan... ég hef ekki
minnstu hugmynd ...“
„Ég kæri mig ekki um að ræða
það nánar í viðurvist ókunnugra,"
sagöi frú Lampson.
„En .. .“
„Við tölum betur saman, þegar
heim kemur,“ sagði frú Lampson
og sneri baki við eiginmanni sínum
Hann starði á heröar henni, en
varð einskis vísari fyrir þaö. Svo
drattaöist hann út úr eldhúsinu.
„Þama sérðu,“ sagði frú Lamp-
son við frú Ford.
„En ... hvað var það sem þú
heyröir?"
„Eins og ég sagöi þér ... ekki
neitt. En þeir vita sig alltaf seka
um eitthvað.“
Þær hlógu báöar, hræðilega læ-
víslegum hlátri.
„Þeir em ekki annað en krakk
ar, úr sér vaxnir krakkar ha-ha-ha
tt
Kvöldverðurinn var fram borinn
Lampsonhjónin setzt að borðum, en
frú Ford sveif f kring, hagræddi
kertum og sléttaöi úr handþurrkum
... þetta var hennar fyrsta kvöild-
verðarboð.
„Hún segir það að minnsta kosti
ho-ho-ho ...“ hneggjaöi Harold
Lampson.
„Harold," mælti frú Lampson og
það var átján stiga frost í röddinni
„Ho-ho. Já, elskan?"
„Þú fékkst þér annan kokkteil,
á meðan við vorum frammi í eldhús
inu...“
Harold Lampson fór að athuga
mynstrið á borðdúknum.
„Þú ferð ekki á bak við mig,“
sagði Edna Lampson. „Hvaöa til-
gangi þfónar það, að konan kepp-
ist viö að matreiða allt kvöldið,
og svo drekkur hún sig svo svín-
fullan, að þú finnur ekki minnsta
bragð af þvf, sem á borð er borið?“
í sömu svifum kom herra Ford
út úr eldhúsinu, rambandi með stór
an pott áf súpu og hrasaöi svo
að súpan skvettist yfir Harold
Lampson.
Nokkra hríð stóð herra Ford eins
og steingervingur. Eöa öllu heldur
— eins og persóna f grískum harm-
leik, sem komizt hefur óvefengjan
lega að raun um aö grimm örlög
verða ekki umflúin. Harold Lamp-
son fór að leita að brunablöðrum
á höndum sér, en sem betur fór án
árangurs.
Báðar konurnar hlógu svo þeim
lá við krampa.
„Hellti allri súpunni yfir hann
... ha-ha-ha ...“
Botticelli, sá meö silfurhjálminn,
sat við steypuvélina árla morg-
uns með dagblað í höndum. Notaði
timann þangað til blístran var þeytt
og kallaöi menn til vinnu, til aö
fylgjast mef} nýjasta ævintýri þeirr
ar skopmyndahetju, sem mest var
dáö um gjörvöll Bandaríkin. Og æv
intýrið var sprenghlægilegt f sjálfu
sér ... Bash Brannigan hrasaði með
súpupottinn og allt innihaldið
skvettist yfir kvöldverðargesti
þeirra hjóna.
„Stólpagrín, Joe,“ sagði einn af
verkamönnunum, sem skoðaði blaö
ið yfir öxl martnsins með silfur-
hjálminn.
„Já ... þú hlýtur aö kannast við
náungann, sem er sagður teikna
þessar myndir. Hann býr í húsinu
þama. Ég hef einu sinni átt tal við
hann.“
. „Hvemig leit hann út?“
„Fábjáni... öldungis eins og fá-
bjáni. Ég þori aö hengja mig upp á,
að hann teiknar þessar myndir
ekki sjálfur ..
„Auövitað ekki. Hann hefur fund
ið einhvern sniðugan strák, kannski
skóburstara, lætur hann teikna fyr-
ir sig — og hiröir síðan allan á-
góöann.“
„Hann væri vfs til þess ...“
Sólin skein inn um svefnherberg
isgluggana á næsta húsi. Stanley
Ford hafði verið nokkra stund á fót
um. Hann haföi hitað sér kaffisopa
það varö hann aö gera á hverjum
morgni nú orðið. Konan hans lá
sofandi í rekkju, undi f sælum
draumi eiginkvenna með Ijúft bros
um varir.
En þvf fór fjarri að hár hennar
bylgjaðist eins og gullið flóö um
svæfilinn, það var af sú tíöin, þvf
að nú var það fast vafið um lokka-
kefli og bundin skýla yfir. Engilfríð
ásjóna hennar var þykkt mökuö
fjörefnasmyrslum. Og náttfötin —
ein af þeim mörgu „nytsömu" gjöf
um, sem Edna Lampson hafði
skenkt henni — voru áreiðanlega
ekki til þess ætluð aö gera hvílu-
nautinn viti sínu fjær af ástríðu,
heldur þvert á móti.
Herra Ford gægðist inn í svefn
herbergið. Hann gnísti tönnum.
„Nei, þetta er hámarkið,"
hvæsti hann.
Hann barði knýttum hnefa
hægri handar hart og fast í lófa
þeirrar vinstri. Gekk sföan að
símanum og valdi númer.
„Halló, get ég fengið að tala
við herra Lampson? Þetta er Stan
ley Ford — jú ... Já, einmitt það
... Teljiö þér aö þetta sé einhver
skemmtilegasti Branniganþáttur-
inn, sem þér hafiö séö ... Sérstak-
lega þegar hann hellti... Hlustið
þér nú á mig, það er ekki einungis
að þér séuö einkaritari, og helzt
til talmörg af þeirri stétt að vera,
heldur eruð 1 ér lfka kvenmaður,
og fyrir þaö er álit yöar mér ein-
skis viröi... Verið svo væn að
hætta þessu hjali og leyfið mér að
tala við herra Lampson..
Andrá síðar heyrði hann rymja
í Harold.
„Harold ... þetta er Stanley.
Taktu nú eftir. Ég hef ákveðið gagn
gerar breytingar. Ég vil því að kall
aöur verði saman fundur með öll-
um aöilum — þér hluthöfunum og
umboðsmönnunum. Öllum. Strax
klukkan ellefu. Nei, ekki hérna.
Ekki heldur í skrifstofu þinni. Ég
hata þessa skrifstofu þína. Ég vil
aö fundurinn verði í klúbbnum ...
Já, í klúbbnum, þú skilur þaö ...“
Frú Ford var enn f svefni, þegar
síminn hringdi. Fimmta eða sjötta
hrinan bar þann árangur, aö hún
opnaði augun. Rétti út höndina eftir
talnemanum, þvf aö síminn stóö
á náttborðinu.
„Halló.“
„Hæ ..“ gaggaði rödd frú Lamp-
son í eyra henni. „Mér þykir leitt
að vekja þig svona snemma, elsk-
-formaf
ÞÝZKAR ELDHÚSINHRÉTTINGAR
úr harSplasti: Format innréttingar bjóSa upp
á annað hundrað' tegundir skópa og litaúr-
val. Allir sképar meS baki.og borSplata sér-
smíðuð. Eldhúsið fæst me3 hljóðeinangruð-
um stólvaski og raftækjum af vönduSustu
gerð. - Sendið eða komið meS mól af eldhús-
inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis
og gerum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hag-
stætt verS. MuniS aS söluskattur er innifalinn
í tilboSum fró. Hús & Skip hf. NjótiS hag-
stæSra greiSsIuskilmóla og
lækkiS byggingakostnaSinn. JMjIaÆeki
HÚS & SKSP hf
.- LAUGAVEGI 11 • SlMI 21515
T
A
á
Z
A
Sð
. AS TARZAN DRIVES THF LEADERS
OF THE HERD IN ANDTHER— UNT1L
THE TIDE IS TURNED >
Þegar Tarzan hefur tekizt aö komast fyrir
forystunautin og breyta þannig stefnu hjarö
arinnar, er hættunni afstýrt í bili.
IN THE FfiCE OF THE
STAMPEOING BUFFALOES,
THE WAZIRIS SCATTER
IN ONE DIREOTION...
JOIW
CaAwD
Frammi fyrir hinum ærðu nautum flýja
Wazirimenn hinn bráða dauða.
an, en hætturnar og slysin spyrja
ekki að þess háttar ...
„Ó .. ekki Stanlee minn! Hann
ekki slasaður, nei?“
„Nei, að minnsta kosti ekki enn.
En ég var að hringja til Harolds,
og mér var sagt að hann og Stan
ley væru saman á fundi... í klúbbn
um...“
„I klúbbnum? Hvernig er það
hættulegt? Bíða andartak, Edna .. “
Frú Ford hafði rétt í þessu tek-
ið eftir smámiða, sem Stanley hafði
nælt í svæfilinn. „Við Harold farn
ir á fund í klúbbnum. Verð ekki til
viðtals fyrr en að fundi loknum“
las hún Ednu í símann.
„Þama sérðu“, sagöi Edna. „Þaö
er alvarleg hætta á ferðum. Þessi
klúbbur þeirra er stórhættulegur.
Elskan mín, vertu nú við öllu bú-
in og hafðu vaðið fyrir neðan þig.
Ég setti Harold stólinn fyrir dyrn-
ar fyrir nokkrum árum. Harold,
sagði ég — þú átt um tvennt að
velja. Annað hvort gefurðu mér saf-
alakápu, eöa þú ferð úr klúbbnum.
Þú hefur ekki efni á hvoru tveggja.
Þú hefur séð safalakápuna mína.
Skósíð...“
„En ég skil ekki enn hvað hættu
legt við klúbbinn?' varð frú Ford
aö oröi.
Það færðist miskunnarlaus harka
í rödd frú Ednu. „Þaö er ekki nokk-
ur lífsins leið að fyigjast með þeim
f klúbbnum. Maður getur ekki vit-
að hvað þeir hafast þar að. Maöur
getur ekki einu sinni vitað hvort
þeir eru þar staddir, þó þeir segist
verða þar. Það er þess vegna sem
sá staður er stórhættulegur...“
Frú Ford settist upp í rekkjunni.
„Vitanlega minn Stanlee er þar,
fyrst hann segja það. Ég ætla að
hringja..
„Já, reyndu það! Reyndu það ...
Ég get sagt þér það fyrirfram
hvaða svar þú færð!“ Frú Lampson
breytti röddinni og hermdi eftir
gamla dyraverðinum í klúbbnum.
„Því miður, en herra Ford er ekki
til viðtals eins og er... hann ligg
ur f gufubaði!" Og svo hélt hún á-
fram sinni eigin rödd, mettaðri fyr-
irlitningu og tortryggni. „Gufu-
bað, ekki nema það þó ... þeir gætu
eins legið I faðmlögum við ein-
hverja leikkonuna!"
„Klukkan ellefu fyrir hádegi?"
ÞVOrrASlOÐIN
SUDURLANDSBRAUT
SIMI 38123 OPIÐ 8 -22,30
SUNNUD.:9-22,30
UWELÐAWMOOIB.
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
KORNELlUS
i JÓNSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 - SÍMI. 10588