Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 14.01.1967, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 14. janúar 1967. 3 Kanada skoraði 3 mörk gegn heimsmeisturunum. fékk 27 Norbmenn slegnir út — af Ungverjum Norðmenn, — liðið með hinar glæstu vonir, mega snúa heim á leið frá EM þegar í dag. Liðið tapaði fyrir Ungverjum í gær með 11:15 eftir að staðan í hálf- leik var 7:7, og þar með hafa Ungverjar leikið sama leikinn og gegn Islending- um tvívegis, gert að engu vonir um sæti í lokakeppni 8 liða. Svíar unnu Sviss í gær með 19:16 og var það raunar minni munur en gert var ráð fyrir. í hálfleik var staðan 10:8 og allan tímann áttu þeir I basli við aö ná sigri. Sovétmenn vöktu athygli, þegar þeir sigruðu hið sterka a-þýzka lið með 22:17, en í hálfleik var stað- an 12:8 fyrir Rússana. — Frakkar 'dugöu líka vel þó ekki nægði til sigurs gegn Dönum, og lokastaöan Einn sovézku leikmannanna á HM á æfingu. 2. deild: Akureyringar fram á sjónarsviðið í kvöld □ Um helgina verður leikíð I 2. deild karla og ber hæst heim- sókn Akureyrarliðsins hingað, en þetta eru fyrstu leikir Akureyr- inga hér á þessum vetri og verður fróðlegt að sjá hvemig til tekst hjá hinu unga liði þeirra. Fyrir tveimur árum tóku Akureyringar þátt í 2. deild og sýndu allgóð tilþrif. □ Nú hefur aðstaða Akureyringa batnað mjög með tilkomu í- þróttahúss, sem að vísu er aðeins til bráðabirgða. Leika Akureyr- ingar í kvöld við KR, en þá fer einnig fram leikur Keflavíkur og ÍR. Annað kvöld leika Akureyringar við Þrótt og KR við ÍR, en mjög líklega verða leikirnir annað kvöld mjög spennandi. — f 2. flokki karla fer fram leikur Akraness og FH. var hin ótrúlega lága tala 9:8 fyrir Dani, en rhálfleik var markatalan enn lægri eða 3:2 fyrir Frakka. Japanir virðast vera að sækja í sig veðrið í handknattleik, enda þótt leikmenn séu ekki háir í loftinu. — Þeir stóðu sig vel gegn V-Þjóðverjum, en þeir síðamefndu unnu með 38:27 eftir að leiða með 17:12 £ hálfleik. Júgóslavía vann Pólland í gær eftir að hafa 14:8 í hálfleik. Tvær þjóðir virðast algjörlega í sérstökum skussaflokki í keppn- inni, þaö eru Kanada og Túnis, þjóðimar sem sækja lengst til keppninnar ef Japan er undanskil ið. í gær unnu Tékkar einhvem stærsta landsliössigur, sem um get ur, 27:3 gegn Kanada eftir 9:1 í hálfleik. Þá unnu Tékkar Túnis- menn með 23:10, staöan í hálfleik var 13:4. Árdís „íþróttakona órsins#/ Árdís Þórðardóttir er eiginlega „íþróttakona ársins 1966,“ því hún varð efst kvenna á lista íþróttafréttamanna yfir íþróttamenn liðins árs. Árdís er hér með Sigurði Sigurðssyni, form. samaka íþróttafréttamanna. Árdís varð 9. í röðinni, en önnur stúlka, Lilja Sigurðardóttir varð 10 í röðinni. Islandsmótið i körfuknattleik hefst i kvöld: 33 lið frá 7 stöðum á landinu Lið Keflavíkurflugvall- ar og Skarphéðinsmenn munu á morgun kljást um sæti í 1. deilc í körfu- knattleik í íþróttahöllinni í Laugardal. Stafar þessi leikur af ákvörðun stjóm- ar KKÍ að fjölga liðum í deildinni. Þessi leikur mun hef jast að lokinni setningu íslandsmótsins, en þar á eftir fer fram fyrsti 1. deild arleikurinn, leikur Ár- manns og ÍR. Fjórtán ára sundmaður náði afbragðs árangri 1 mótinu verða alls 33 liö og þátt takendur um 400 taisins,.Þaö vek ur athygli hvað liðin koma víða að og er greinilegt að körfuknatt- leiksíþróttin grípur um sig víða um land og á vaxandi fylgi að fagna hjá ungu kynslóöinni. Þann- ig eru liðin auk Reykjavíkurfélag- anna frá Akureyri, Borgarnesi, Stykkishólmi, ísafirði, Keflavík og Árnessýslu. Leikir mótsins munu fara fram í Laugardalshöllinm, Hálogalandi og £ £þróttahúsinu nýja á Akureyri en þaö er nú þegar komið í gagn- iö og örvar mjög allar inniiþróttir þar nyrðra. I’slandsmeistaramótiö í körfu- knattleik hefur nú fariö 15 sinnum fram, það fyrSta var haldið 1952 og hafa iR-ingar oftast borið sig- ur úr býtum, 9 sinnum, íþróttafé- lag Keflavikurflugvallar 3 sinnum, KR 2 þ.e. tvö undanfarin ár. Fylla FH og Fram Höllina? Væri 5. á afrekaskrá i Bandarikjunum meðal jafnaldra sinna Fjórtán ára sundmaður úr Ægi, Ólafur Einarsson, náði mjög góðum árangri i 200 m. bringusundi á auka móti i Sundhöll Hafnarfjarðar fyr- ir nokkru, en þá synti hann á 2.56.0 mín, pem er nýtt sveinamet. Má "era hér samanburð á Ólafi og iafnöldrum hans í Bandaríkjunum, en þar mundi hann hafna í 5. sæti á árs „statistik“, en í Svíþjóð hefði hann lent í 3. sæti. Þetta talar sínu máli um árangur hins unga Ægis- manns. Annar í þessu sundi var Gunnar Guðmundsson, Ármanni á 3.02.2 mín, sem er ágætur árangur, en fell ur í skuggann af afreki Ólafs. Annað sveinamet var sett á þessu móti, en það var Eiríkur Baldurs- son úr Ægi, sem synti 200 m. skrið sund á 2.23.9 mín., en hann átti gamla metið. Eiríkur er mjög efni legur sundmaður, hefur æft aöeins í rúmt ár og þó sett 8 sveinamet. Ólafur félagi hans hefur sett 9 og þriðji ungi maðurinn úr Ægi, Björg vin Björgvinsson aðeins 12 ára hef ur sett 7 sveinamet. Á þessu móti var Guðmundur Gíslason annars mjög áberandi og vann í þrem greinum. I 50 m skrið sundi á 26.5 sek., Guðmundur Þ. Harðarson, Ægi á 29.0, 50 m. bak- sundi á 35.1 sek., Erlingur Þ. Jó- hannsson, KR á 35.6 sek. og 50 m flugsundi á 29.6 sek. Guðmundur Þ. Harðarson á 32J) sek. í 100 m. baksundi vann Gunnar Kristinsson SH á 1.23.6 mín. Erlingur Jóhann- esson KR á 1.25.7 mín., Leiknir Jónsson ÍR vann 100 m. bringu- sund karla á 1.18.3 mín., en Ól- afur Einarsson Ægi var á 1.22.9 mín. Guömundur Gislason varö að láta sér iynda það óvenjulega hlut- skipti að reka iestina hátt i laug- arlengd á eftir á 1.37.4 mín. Á mánudaginn fer fram í Laugardalshöllinni stærsti 1. deildarleikurinn til þessa á þeim stað. Það er leikur FH og Fram félaga, sem um mörg undanfarin ár hafa barizt sem grimm ijón um völdin í handknattleik. Und anfarin ár hefur FH haft betur í þessari viðureign, en nú hafa viðhorfin e.t.v. breytzt með til- komu stærri Ieikvallar í nýju höllinni. Það er erfitt að spá um úrslit þessa leiks. Menn eru almennt ekki á eitt sáttir um hvaða lið sé bezt í dag í handknattleik, þó þeir séu e.t.v. fleiri sem gizka á FH sem sigurvegara i mótinu. Eitt er þó víst að það er að leikur FH og Fram verð ur hörkuspennandi og eflaust mjög jafn. Valsmenn munu eflaust bíöa spenntir eftir úrslitunum, en þeir leika við Hauka á eftir þess um leik á mánudagskvöldiö. Vinni Fram FH’ og Valur síðan Hauka, eru Valsmenn orðnir 2 stigum hærri en FH og Fram £ keppninni og fer hagur þeirra þá að vænkast verulega. J Laugardolshöll íslandsmót í handknattleik HKRR HSf II. deild karla: I kvöld kl. 20.15 IBA : KR IBK : ÍR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.