Vísir


Vísir - 26.04.1967, Qupperneq 5

Vísir - 26.04.1967, Qupperneq 5
VÍSIR. Miðvikudagur 26. apríl 1967. 5 Lénharður — Framh. af bls. 8 færustu ieikstjórum Þjóöleik- hússins, Baldvins Halldórssonar. Ber sýningin þess óvéfengjanleg merki, bæöi í heild og frammi- stöðu einstakra leikara, að hann hefur unniö þar mikið og heilla- vænlegt starf, sem lengi mun gæta. Þá hefur og leikmynda- höfundurinn, Hallgrímur Helga- son, ungur maður, leyst hlutverk sitt af hendi af mikilli prýði, við hinar örðugustu aðstæður. Hlutverk Lénharðs fógeta virð ist fljótt á litið, ekki ýkja marg- slungiö frá höfundarins hendi. En það leynir á sér, og nýtur sín ekki nema það sé túlkaö af skilningi og nærfærni. Einar H. Kvaran var allt of mikill rithöf- undur og mannþekkjari til þess að draga persónurnar annað hvort svörtum lit einvörðungu eða hvítum. Lénharður er ekki fordrukkinn svoli og fantur; hann er heimsmaður á þeirra tíma vísu, og hann hyggur sig eiga köllun að rækja. Sama er aö segja um þá sveina hans, sem nokkuö koma viö sögu — þótt Lénharður telji þá óláns- menn, og ekki að ástæðulausu, eiga þeir sinn drengskap, sam- anber þann, sem fær Guðnýju hnífinn, og fyrirverða sig vegna þess aö þeir vita sig landráða- menn. Þetta kemst allt mjög vel til skila fyrir leikstjórn Baldvins og — frábæran leik Björns Einarssonar í hlutverki Lénharðs fógeta Þótt Björn hafi áður sjaldan eða sama og ekki á leik- svið komið, mætti halda aö hann væri lærður og sviðsvanur at- vinnuleikari, slíkt er öryggi hans á sviðinu, bæði í hreyfingum og framsögn Hann dregur upp heil- steypta mvnd af Lénharði. af skilningi og nærfærni og etns og jafnan, þegar vel er leikið, finnst manni að viðkomandi sé gerður einmitt í það hlutverk. Þessi frábæra frammistaða Björns verður leik hinna á köfl- um ofviða, enda ekki við öðru að búast, en þó gegnir furðu hve sumum þeirra aö minnsta kosti tekst að halda í við hann. Torfi I Klofa, leikinn af Áma Kára- syni, er að vissu leyti ekki ó- sennilegur, en þó hlýtur áhorf- endum að finnast að hann eigi að vera vörpulegri og rismeiri. Loftur Ámundason leikur Ingólf bónda á Selfossi; framsögn hans er víða mjög góð, og hann sækir sig stöðugt eftir því sem líður á leikinn, en gervið er ekki gott dylur ekki að þar er mun yngri maöur en hlutverkið krefst. Gyöa Thorsteinsson leikur Guð- nýju dóttur hans. Gyða hefur allt útlit til að leysa það hlut- verk vel af hendi, þokka og innileik — en hana skortir hið stórbrotna skap Guðnýjar og framsögnin er víða hikandi og feimnisleg. Jón Bragi Bjarnason leikur Magnús Ólafsson, fríð- leiksmaður á sviöi, en viðvan- ingsbragurinn auðsær á leik hans og framsögn. Bergsveinn Auðunsson leikur hið vandmeð- fama hlutverk hins skapmikla, fíflsdjarfa, drenglundaða en ó- hyggna kotungssonar, Eysteins úr Mörk, og vantar aðeins herzlumuninn — einkum öryggi í framsögn — til að gera honum góð ski'l. Brynhildur Ingjalds- dóttir gerir Helgu konu Torfa sýslumanns, aligóð skil. Um sveina Lénharðs, leikna af þeim Erni Guðmundssyni, Amari Halldórssyni, Halli Leopolds- syni, Valdimar Sæmundssyni og Þórami Þórarinssyni, er fátt að segja, enda gefa hlutverkin ekki tilefn! til þess. Þá kemur röðin að bændun- um. Hlutverk þeirra virðast yfirleitt í höndum eldri manna, og sumir þeirra hafa leikið eitt- hvað úti á landi og með L. K. — Jón á Leirubakka, leikinn af Eiríki Jóhannessyni; Ólafur í Vatnagarði, leikinn af Sveini Halldórssyni; Bjami á Hellum, leikinn af Guðlaugi Eiríkssyni og síðast en ekki sízt Freysteinn á Kotströnd leikinn af Gesti Gíslasyni. Og þar skiptir leik — ekkert hik í framsögn, allir í essinu sínu, ef svo mætti segja, nauðþekkja bersýnilega hlut- verk sín og gera þeim skil sam- kvæmt því. Freysteinn á Kot- strönd, vingullinn og væskillinn, sem höfundur.virðist hafa hvaö minnsta samúð með, er óvenju- Iega vel leikinn í þetta skipti, einmitt fyrir það að ekki er farið út í neinar ýkjur. Sama má segja um bændakonumar, Ingi- rfði ekkju í Hvammi sem er leik- in af Maríu Vilhiálmsd. og Snjólaugu á Galtalæk, sem leik- in er af Líney Bentsdóttur; þar er um að ræða traustan leik og sennileghn. Um menn Torfa, Kjartan Zófóníasson og Jónas Þór, svo og kirkjufólkið, utan það, sem þegar hefur verið nefnt er fátt að segja. Að lokum þetta — leikstjór/ hefur vandað mjög til þessarai sýningar og Leikfélag Kópavogc ekkert til sparaö, að hún mætti verða sem bezt. Og það er fyllsta ástæöa til að óska báðum þess- um aðilum til hamingju með árangurinn, um leið og Leikfé- lagi Kópavogs er óskað til ham- ingju með afmælið. Loftur Guðmundsson. INNLENT LAN RÍKISSJÓÐSISLANDS1967,1.F1 UTBOÐ Fjármálaráðherra hefur á- kveðið að nota heimild í lögnm frá 22. apríl 1967 til þess að bjóða út 50 milljón króna innlent Ián ríkis- sjóðs með eftirfarandi skil- málum: SKILMÁLAR fyrir verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs, sem gefin eru út samkvæmt lögum frá 22. apríl 1967 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyr- ir árið 1967. 1. gr. Hlutdeildarbréf láns- ins eru nefnd spariskír- teini, og eru þau öll gefin út til handhafa. Þau eru í tveimur stærðum, 1.000 og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. 2. gr. Skírteinin eru Iengst til 12 ára, en frá 15. sept- ember 1970 er handhafa í sjálfsvald sett, hvenær hann fær skírteini inn- leyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við inn- lausn. Fyi’stu 4 árin nema þeir 5% á ári, en meðal- talsvextir fyrir allan láns- tímann eru 6% á ári. Inn- lausnarverð skírteinis tvö- faldast á 12 árum og verð- ur sem hér segir að með- fJlllf. töldum vöxtum og vax.ta- vöxtum: Skírteini 1.000 10.000 kr. kr. Eftir 3 ár 1158 11580 — 4 ár 1216 12160 —- 5 ár 1284 12840 — 6 ár 1359 13590 — 7 ár 1443 14430 — 8 ár 1535 15350 — 9 ár 1636 16360 — 10 ár 1749 17490 — 11 ár 1874 187,40 _ 12 ár 2000 20000 Við þetta bætast verðbæt- ur samkvæmt 3. gr. 3. gr. Við innlausn skír- teinis greiðir ríkissjóður verðbætur á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlut- falli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á 'vísi- tölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skírteinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hagstofa Islands reiknar vísitölu bygging- arkostnaðar, og eru nú- gildandi lög um hana nr. 25 frá 24. apríl 1957. Spari- skírteinin skulu innleyst á nafnverði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnað- ar lækki á tímabilinu frá útgáfudegi til gjalddaga. Skírteini verða ekki inn- leyst’að hluta. 4. gr. Fastir gjalddagar skírteina eru 15. septem- ber ár hvert, í fyrsta sinn 15. september 1970. Inn- lausnarfjárhæð skírteinis, sem er höfuðstóll, vextir og vaxtavextir auk verð- bóta, skal auglýst í júlí ár hvert í Lögbirtinga- blaði, útvarpi og dagblöð- um, í fyrsta sinn fyrir júlílok 1970. Gildir hin auglýsta innlausnarfjár- hæð óbreytt frá og með 15. sept. þar á eftir í 12 mán- uði fram að næsta gjald- daga fyrir öll skírteini, sem innleyst eru á tímabilinu. 5. gr. Nú rís ágreiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um gi’eiðslu verðbóta á höfuðstól og vexti, og skal þá málinu vísað til nefnd- ar þriggja manna, 'er skal þannig skipuð: Seðlabanki Islands tilnefnir einn nefndarmanna, Hæstirétt- ur annan, en hagstofu- stjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fell- ir fullnaðarúrskurð í á- greiningsmálum, sem hún fær til meðferðar. Ef breytmg verður gerð á grundvelli vísitölu bygg- ingarkostnaðar, skáí nefnd þessi koma saman og ákveða, hvernig vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli tengdar eldri vísitölum. SIculu slíkar ákvarðanir nefndarinnar vera fullnað- arúrskurðir. 6. gr. Skírteini þetta er undanþegið framtalsskyldu og er skattfrjálst á sama hátt og sparifé, samkvæmt heimild í nefndum lögum um lántöku þessa. 7. gr. Handhafar geta fengið spariskírteini sín nafnskráð í Seðlabanka Is- lands gegn framvísun þeirra og öðrum skilríkj- um um eignarrétt, sem bankinn kann að áskilja. 8. gr. Innlausn spariskír- teina fer fram í Seðla- banka íslands. Eftir loka- gjalddaga greiðast ekki vextir af skírteinum, og engar verðbætur eru greiddar vegna hækkunar vísitöiu byggingarkostn- aðar eftir 15. september 1979. 9. gr. Allar kröfur sam- kvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki lýst hjá Seðlabanka Islands innan 10 ára, talið frá 15. september 1979. 10. gr. Aðalskuldabréf íárisins er geymt hjá Seðla- þanka íslands. Spariskírteinin verða til söíu í vioskiptabönkum, bankautibúum, stærri sparisjóðum og hjá nokkr- urn verðbréfasölum í Reykjavík. Yakin er at- liygli á því, að spariskír- teini eru einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Ingólfshvoli, Hafnarstræti 14. Salan hefst 28. april. Apríl 1967. SEÐLABANKI ; ■ ISLANDS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.