Vísir


Vísir - 05.08.1967, Qupperneq 3

Vísir - 05.08.1967, Qupperneq 3
V í SIR . Laugardagur 5. ágúst 1967. MYNDSJA IsKmdingar eru mikil kaffi- i>jöö, eins og ailir vita. Þaö er orðið iangt um liðiö síöan þeir hófu kaffidrykkju, og á þeim tíma hefur talsverð oreyting oröiö á því, hvemig molasopinn veröu: til. í höfuðatriöum er að- ferðin sú sama, en handbrögöin við hana önnur orðin. Þaö er að segja, það eru svo til engin handbrögö orðin við hana. Sú var tíðin, að menn keyptu sér kaffibaunir hjá kaupmannin- um, brenndu þær í ofninum heima hjá-sér og möluðu þær síðan í handsnúinni kvörn, sem haldiö var milli hnjánna. En þetta er Iiðin tíð og slík vinnu- brögð þekkjast ekki núna. Nú kaupa menu hjá kaupmanninum kaffi i pökkum, nýbrennt og malað og tilbúiö í kaffikönnuna. Gjarnan er það þá Kaaber-kaffi og þvi lagöi Myndsjáin leið sina í kaffibrennslu Kaabers um daginn til þess að sjá með eigin augum, hvort þessi nýmóðins aðferð væri nú jafn handhæg og þægileg og aú gamla góða. í verksmiöjunni, sem ei til húsa i reisulegri byggingu viö Tunguháls, hitti Myndsjáin fyrir Ingó' Jónasson, verkstjóra, sem leiddi hana um alla verk- smiöjuna og sýndi henni vinnu- brögðin. Þvi varð ekki neitað. Öllu var þessi aöferö tilþrifa- meiri en sú gamla. Þaö er til Skammtarnir runnu úr vigtunum (efst t. v.) niður í trektar, sem snerust hring eftir hring, og úr þeim í pokana. Engin handbrögö önnur en setja nóg af tómum pokum í vélina, fyrir hana að fylla. Pokar nir komu svo áfylltir út úr vélinni, þar sem tvær stúlkur tóku við þeim og settu í stærri pakkningar. í kofflbrennslu KAABERS dæmis mikill munur á aö brenna og mala rúm 3 tonn af kaffi á dag, . stað nokkurra punda áöur fyrr. Það er þó langt frá því, að /era hámarksafkastageta verksmiðjunnar, en meir er ekki framleitt, svo aldrei safnist fyr- ir birgðir, sem verði orönar gamlar, þegar á markaöinn er komiö. í stórri vörugeymslu voru sendi jamar frá Braziliu geymd ar, en af þeim var, eftir þörfum teknir pokar og hellt úr þeim i lúgu. Frá þessari lúgu soguöust baunirnar í gegnum sver og margbeygö rör inn : „nreinsi- vélina“, -• í hreinsaði jafnvei smæstu tvinnaspotta úr baun- unum, ef einhverjir væru. Þaöan var baununum blásiö yfir í stór- an 15 hólfa geymi, sem geymt gat 15 tegundir af kaffi. En teg- undirnar er. aðeins 3, Rió, Java og Mokka-kaffi. Úr þessum geymi voru svo vigtaðir 180 kg. skammtar, sem eftir fleiri sverum rörun. föru ; brennslusofninn, tilkomumikirni grip, sem gat brennt, ef verkast vildi 240 kg. i einu. Allt viríist þetta ganga fyrir sig af sjáltu sér, en þvi var þó stjórnað frá mæliboröum, ekki . svipuðum meöalgreindum rafeindaheila, meö rauðum og grænum ljósum, sem sífellt kviknuðu og slokkn- uðu á víxl, tökkum og handföng- um ýmiss konar. Ógerningur er að lýsa öllum þeim geymum og leiðslum, sem lágu um alla verksmiðjuna, en eftir aö baun- irna, höfðu verið brenndar, lágu leiðir þeirra, seint og um síðir, til kaffikvarnanna, þar sem þr:r voru malaðar. Fátt áttu þær sam eiginlegt með gömlu handsnúnu kvömunum. „Tvær eru gamlar“, sagði Ingólfur, „og geta malað samaíilagt ca. 600 kg. á klst. Ein stór, nýlega komin, getur ,!að um 800 kg. á klsj;“. (Tja, það ætti að vera unnt aö hafa við kaffidrykkju landans). Úr kvömunuin rann kaffið svo í sjálfvirkar vigtar, sem vigtuöu 250 gr. skammta í bréfpoka. Auð vitað var þaö sjálfvirk vél, sem opnaíi pokana, fyllti þá og lok- aði þeím síöan, Úr henni komu peir tilbúnir til þess aö snara fram á verzlunarborðiö, þegar iieyrðist; „Einn pakka af kaffi, takk!“ Brennsluofninn gat brennt um 240 kg. í einu. Hann er nýr, var tekinn i notkun á þessu ári. Úr ofninum var baununum hellt á stóra, kringlótta grind og kældar þar. Fjögurra arma vifta hrærði í þeim allan tímann.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.