Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 1
VÍSIR u/. arg. — Laugaraagur o. agusr lyo/. — 1/7.101. ' LÉTTSKÝJAÐ v'iðast hvar um verzlunarmannahelgina ? Það má líklega segja að verzl unarmannahelgin sé hjá veður- fræðingum eins og jólin hjá kaupmönnum, að minnsta kosti hafa þeir haft mikið að gera síðustu daga við að reikna út alls kyns lægðir og strauma, og endanlegar niðurstöður gefa til k>mna að líklega verði hiö bezta veður víðast hvar á landinu. Að vísu má gera ráð fyrir að austan til og við suðurströnd- ina verði skýjað, en þó vonandi úrkomulaust. Hér við Faxaflóa, á Vesturlandi og viðast hvar norðanlands er allt útlit fyrir hið bliðasta veður, léttskýjað og sólskin. Meðfylgjandi mynd var tekin af tveim hafnfirzkum börnum, Ragnhildi og Jóni austur í Fljóts hlíð, — þau nutu blíðviðrisins og við á Visi vonu'm að um þessa miklu ferðahelgi verði ís- lendingar eins heppnir með veð ur og mögulegt er. GÓÐA FERÐ !! Metdagur i innanlandsflugi —17 rútur frá BSI i Húsafellsskóg Mikið fjölmenni i Eyjum — Annir hjá lögreglu. og bifreibaeftirliti 0 Seinustu dagana hef- ur ferðastemmningin gengið eins og faraldur um þéttbýlið. Hver sem vettlingi gat valdið lagði föggur sínar á fararskjót ann, sinn eigin eða ann- arra. Hversdagsleikinn er fokinn út í veður og vind og fólk tjaldar til fárra nátta einhvers stað ar úti í náttúrunni. — Ferðafólk verður ekki talið í fáum hundruðum heldur þúsundum og tug þúsundum. ► Líklega hafa aldrei jafn margir ísrendingar lagt upp í ferðalög og í gær, en seinnipart dagsins var straumurinn hvað mestur úr þéttbýlinu. Gærdagur inn var metdagur í innanlands- flugi Flugfélagsins, en búizt var við að 1500 farþegar flygju með vélum innaniands þcnnan dag og er það miklu fleira en sama dag í fyrra, en föstudagurinn fyr ir verzlunarmannahelgi er jafn- an einn mesti annadagur á árinu í innanlandsflugi. Metdagur í innan- landsflugi Straumurinn virðist helzt hafa legið á tvo staði, í Húsafells- skóg og til Vestmannaeyja. — Flugfélagiö fiutti um þúsund farþega að og frá Eyjum í gær og alls var búizt við að far- þegar féiagsins á þessari leið yrðu upp undir tvö þúsund þrjá síðustu dagana fyrir helgina. — Þegar Vísir hringdi á afgreiðsiu Flugfélagsins í gær voru af- greiðslumenn í botniausum önn um og sömu sögu var að segja víðast annars staðar á farþega afgreiðslum. Ferðaskrifstofan Landsýn sem hafði flugvélar Flugsýnar i leiguflugi til Eyja hafði skráð hátt á annað hundrað farþega í feröir sínar þangað. — Auk þess voru leiguflugvélar á sí- felldum þönum til hinna ýmsu staða. ^ Fjölmenni í Húsa- fellsskóg — rólegt í Þórsmörk Frá Bifreiöastöö íslands áttu Hluti af unglingafjöidanum við Umferðarmiðstöðina í gær. Ein færeysk spurði lögregluþjón til vegar, — til Húsafellsskógar. að fara 16 eða 17 rútur í Húsa fellsskóg í gærkvöidi og auk þess voru þaðan farnar hóp- ferðir í Galtalækjarskóg og Þórs mörk. Ferðaskrifstofan Lönd og leið ir skipulagði ferðir með Guð- mundi Jónassyni í Þórsmörk og Landmannalaugar um helgina og var vitað' um 80 farþega í Mörkina í gærkvöldi og annaö eins átti aö fara í dag. Og inn í Landmannalaunar fór 30 manna hópur frá ferðaskrifstof unni til þess að njóta helgar- innar í ró og næöi. Einnig flutti Úlfar Jacobsen fjölda manns í Þórsmörk í gær og i dag. Fyrir utan þessar hópfcrðir fór að sjáifsögðu ógrynni af einkabílum um landið og hefur umferðin sjálfsagt aldrei verið meiri á þjóðvegunum en þessa dagana. Þeir fáu sem eftir eru í bæjunum eiga hins vegar ró- lega daga og ördeyða þar í öllu skemmtanalífi. Tjaldborgir sem stór- borgir yfir að líta Sem fyrr segir virðist fólks- straumurinn vera mestur til Vestmannaeyja og í Húsafells skóg, en ekki er gott að*gera sér grein fyrir hversu margir dveljast á þessum stöðum um helgina. Gera má þó ráð fyrir að á þjóðhátíðlnni í Eyjum séu ekki færri en sex.þúsund manns og líklega öllu fleira í Húsafells skógi. — Nærri má geta að á þessum stöðum er glatt á hjalla og tjaldborgirnar eru þar eins og stórbæir yfir að líta. Þó að þúsundir manna leiti mannfagn aða víða um landlð eru þó marg ir, sem fara einförum og slá upp tjaldi einhvers staðar þar, sem skarkali fjöldans nær ekki til, hvarvetna getur að líta tjöld ein saman eða í þyrpingum við alfaravegi og uppi í afdöium og óbyggðum. — Vonandi koma allir hcilir til baka, endurnærö ir og betri menn. Framhald á bis. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.