Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 4
CLIFF án staðgengils Þvngsta refsing í borginni Nash ville i Tennessefylki í Bandaríkj- unum fyrir ölvun á almanna færi verður í framtíðinni fjögurra klukkustunda seta í steininum. Andrew Doyle, dómari, kom þess iri reglu á þar fyrir nokkru vegna þess að drykkjurútar néyttu allt of margra máltíða i fangelsinu á kostnað borgarinnar, til þess að það væri hagstætt fyrir borgina. >f Ungur hermaður, Louis Melend ez í bandaríska hernum hefur tvisvar hlaupizt á brott frá bæki- stöð herdeildar sinnar. Slíkt flokk ast undir liðhlaup og agabrot, en uann mun þó ekki hljóta þung viðurlög, því í bæði skiptin stakk hann af til framlínunnar í Viet- nam. Hann er nú um þessaf mundir í sjúkrahúsi í Washington, meðan hann jafnar sig af sárum Unum, sem hann hlaut í eldlín- unm í Vietnam. Hafði hann kom- zt yfir fölsk skírteini í bæði skipt ín og logið sig áfram til 5. sér- Djálfuðu herdeildarinnar í Me- <ong Delta. í fyrra skiptið komst ipp um hann þar og hann var sendur heim, en í síðara skiptið ;om hið sanna ekki í ljós fyrr, :n hann var kominn úr leiöangri ■g á hersjúkrahús. i sérstöku hVerfi í New York, þar sem mikið ér um sjúkrahús, er bar, sem af læknum er afar vinsæll. Þeirra í milli gengur hann undir nafninu „Hressingar- hælið“. Cliff Richard er ekki banginn við pústrana. í síðustu kvikmynd sinni, sem hann lék í þvertók hann alveg fyrir að nota stað- gengil í hlutverkiö í hættulegustu augnablikunum. Þessi mynd, sem á ensku heitir „Two a penny“, inniheldur nokkur hressileg slags mál. Eitthvert sinnið er Cliff lúskrað eftirminnanlega að húsa baki og þótti leikstjóranum 'og framleiðandanum, sem vissara væri fyrir Cliff að nota stað- gengil í sinn stað. Einhvern sem minna gerði til þótt hlyti svolítið hnjask, en Cliff brást ókvæða við og tók það ekki í mál. Endirinn varð sá, að hann hafði sitt fram og lék þennan hluta myndarinnar sjálfur eins og hina. Oft þurfti svo að endurtaka slagsmálin að húsabaki, en Cliff gat sjálfum sér um kennt. Hann vildi þetta sjálfur. Á myndinni hér viö hlið- ina sést hann falla aftur fyrir sig eftir vel útilátiö spark frá einum þorparanum. Auk pústranna sem Cliff útbýtir til hægri og vinstri i myndinni, þá syngur hann auö- vitað nokkur lög. Annars herma síðustu fréttir, að Iíkur séu til þess að þetta verði síðasta kvik- myndin sem hann leikur í. Hann ku hafa talsverðan áhuga á því, að taka upp þráðinn sem hann eitt sinn sleppti, og halda áfram guðfræðinámi sinu. Prinsessan Þessar tvær ungu manneskjur eru ekkert sérlega hýrar á svip enda kannske ekki á öðru von Þau þóttu vera fyrir þár sem þau höfðu setið áður og notið góös útsýnis, og því voru þau rekin að mastrinu, svo hinir eldri gætu séð betur til. Þau skyggöu nefnilega á fyrir Philip prins, í kappsiglingunni um Bretlandsbikar fyrir nokkru. Hann hafði tekið þátt í keppninni á hinni konunglegu skútu „Blóð skyggði á liundinum" ásamt fjölda annarra áhugaskútukarla. Manneskjurnar tvær á mynd- inni hér fyrir ofan eru dóttir Phil ips, Anna prinsessa, og sonur jarlsins af Westmoreland. Þeim hafði báðum verið leyft að fara með í siglinguna en urðu of áköf og skyggðu á fyrir Phil ip prins, svo hann sá ekki til þess sem hann þurfti að gera. Með föðurlegum strangleik varð hann því ag vísa þeim á þeirra stað. ! j í ) I ) ) J í I ) 1 ) ) ) ) ) I Landhelgismál Það vekur athygli manns, þegar maður er á leið niður í borgina góðveðursdagana, að nokkuð er um hópa af erlend- um kvikmyndatökumönnum, sem viröast ekki vera feimnir að munda vélar sínar að veg- farendum ef svo ber undir. — Manni verður á að hugsa, að ekki séu allar þessar myndatök ur gerðar sem áhugamál við- komandi manna, heldur eru hér atvinnufyrirtæki að starfi, sem eru á höttunum eftir efni fyr- ir érlend kvikmyndahús og sjón vörp. Öðru hvoru hefir um það ver ið rætt að taka ætti tii alvar- legrar íhugunar, hvort heimila skyldi erlendum aðilum kvik- myndatökur hérlendis nema greiðslur komi á móti. Vafa- laust er Island forvitnilegt land fvrir útlendinga og má vafa- faust vinna hér góðar myndir ef kunnáttumenn eru að verki. En hér eiga fyrst of fremst okkar ungu kvikmyndamenn aö fá forgangsrétt til að spreyta sig, áður en við látum erlenda kvikmyndunarmenn vaða um eigum ekki aö láta útlendinga féfletta okkur meira en nauö- synlegt er. Við viljum t.d. ekki láta aðrar þjóðir hagnýta sér okk ar fiskveiðilandhelgi, vegna þess að innaii hennar eru auðæfi, scm an i erlenda viðskiptavininn. Þegar tekið er tillit til þess, hversu mikið hitamál landhelgis málin hafa alla tíð verið, og hafa bau mál eiginlega verið eins og heimafreka rakka eins og a.m.k. sumir þeirra virðast vera. í kvikmyndaefni felast verð mæti sem ekki á að kasta á glæ að óhugsuðu máli. Hér er um að ræða auðlindir í vissum skiin ingi, sem okkur ber að nýta siálfir, að svo miklu leyti, sem við höfum aðstöðu til, og Við við teljum að okkur beri að nýta sjálfa. I rauninni er alveg sama máli að gegna um það kvikmyndaefni sem felst í land inu okkar og í lífi bess. Ef það reynist forvitnilegt öðrum þjóð- um, að þá eigum viö að reyna að „matreiða“ bað sjálfir. alveg eins og við vilium sjálfir verka fiskinn úr landhelginni okkar of okkur eins konar sjálfstæðisbar- átta í beinu framhaldi af lýðveld isstofnun okkar, bví furðulegra er andvaraleysi okkar. Við vild- um gera veldi okkar sem mest / í landhelgismálinu og auka svigrúm okkar til að nýta þær auðlindir sem við teljum okk- ar og gætu fleytt okkur á nifi- um stóra markaði heimsviðskipt anna. Með þetta i huga er það undravert, að við skulum vera svo blindir á ýmsar aðrar auð- lindir, sem eru þó á þurru landi . og eru svo auðveidar í fram- leiðslu, ef kunnáttumenn eiga í hlut, að það þarf ekki einu sinni erlent fiármagn til að koma framkvæmdunum í kring. Við eigum þegar kunnáttu- fólk á sviði kvikmyndatöku og við eigum heilan mýgrút af alls konar listafólki eða fólki sem þykist vera það, og ég á bágt með að trúa því að ekki sé til nokkur hónur þar innan um, sem getur í samvinnu við fag menn gert listræna hluti í kvik myndagerð, með okkar þjóðlíf og stórbrotnu náttúrufeguró sem hráefni. Ég legg til, aö á þessu sviði heyjum við næsta þátt land- helgisbaráttunnar. Þrándur í Götu. \ \ \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.