Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 5. ágúst 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Borgarastyrjöídin í Kína breiðist út Óeirðirnar breiðast stöðugt út í Kína og má með nokkr- um rétti segja, að þar ríki fullkomin borgarastyrjöld. — Nýjasta miðstöðin er Khung- king, milljónaborg í „Rauðu Iægðinni“, frjósömu iandbún- aðarhéraði inni á milli fjalla Suður-Kína. Þessi borg var um tíma höfuðborg Shang Kai Sjeks, þegar hann varð- ist gegn Japönum í heims- styrjöldinni. " I Khungking hafa andstæðingar Maos gripið til vopna. Þeir hafa fengið vopn upp eftir Yangste- fljóti, 1200 kílómetra leið upp eftir ánni frá óeirðamiðstööinni Wuhan. Það er tékkóslavneska fréttastofan, sem skýrir frá þessu. f Wuhan hafa verið harðir bar- dagar milli Mao-sinna og andstæð- inga hans. Wuhan er mikil iðnaðar- borg og samgöngumiðstöð neöar- lega við ána Yangste. Útvarpið í Kanton hefur skýrt svo frá, að sjúkrahúsin í Wuhan séu full af særðum hermönnum. í leiðara f Alþýöudagblaðinu í Peking í gær var sagt, að andspyrnan gegn Mao haldi áfram. í Peking er talið, að barizt hafi verið í Khungking í marga daga, en annars er lítið vitað um, hvers eðlis átökin eru þar. Útvarpið í Hupeh lét í gær frá sér fara örvæntingarfullt hervæð- Mál höfðað gegn 9 embættis- mönnum vegna Aberfanslyss? í gær var það mjög til umræðu meðal ibúa námabæjarins Aberfan í Bretlandi, hvort höfða skyldi mál gegn þeim aðilum, sem taldir eru bera ábyrgð á hinu hörmulega slysi þar í fyrra, er 144 manns, mest böm, fórust undir skriðu. Umræð- urnar koma i kjðlfar þess að I fyrra dag birti stjómamefnd niðurstöður rannsóknar sinnar á orsökum slyss- ins, en þar var embættismönnum námufélags brezka ríkisins kennt um slysið. f skýrslunni eru taldir upp níu ábyrgir embættismenn og einnig sagt, að jafnvel aðalstjórn félags- ins f Londón sé ekki 'nus vig á- byrgð. Saksóknari ríkis.ns gaf þá út yfirlýsingu í tilefni skýrslunnar og sagöi, aö mál yrði ekki höfðað af hálfu hins opinbera gegn þess- um aöilum. En þessi yfirlýsing saksóknar- ans hindrar ekki, að íbúar Aberfan geti ekki höfðað einkamál og kraf- izt skaðabóta. En lögfróðir menn segja, að erfitt verði að fá neinn dæmdan f þessu máli sem refsi- máli, þar sem ekki hafi verið um glæpsamlega vanrækslu að ræða af hálfu embættismannanna. Mögulegt er talið, að hjálparsjöö- ur Aberfan greiði skaðabætur. Sjöð ur þessi er myndaður af gjöfum þeim, sem streymdu til námabæj- arins eftir slysið, og hefur ekki verið úthlutað úr honum enn. Nem- ur sjóðurinn um 220 milljónum fs- 'enzkra króna. Á miðvikudaginn heldur nefndin fund með íbúum Aberfan til að skýra fyrir þeim niðurstöður rann- sóknarinnar. ingarákall. Voru allir byltingarsinn ar f Wuhan hvattir til þess að sam- einast í baráttunni við óvini Maos. Var sagt, að nokkrir borgaralegir valdhafar í hemum og flokknum og foringjar í „Milljónahernum" hefðu ekki enn fengið fyrir ferðina og gerðir áhrifalausir. „Milljóna- herinn“ svonefndi er frekar íhalds- samur hópur á Wuhan-svæðinu og andstæður Mao formanni. Andstæðingar Maos eru sagöir hafa farið um göturnar í hafnar- borginni Shanghai, gert aðsúg að rauöum varðliðum og rænt ríkis- eignir. Einnig eru óljósar fréttir um bardaga í Hwainan í Anhwei-hér- aði, þar sem mikill órói hefur veriö undanfarið meöal verkamanna. An- hwei er beint sunnan við Shantung- hérað, þar sem nýlega hafa hvað eftir annað brotizt út óeirðir af völdum andstæðinga Maos. ísrael viöurkennt? Forsætisráðherra Jórdaníu hefur lýst því yfir, að Jórdanía muni ekki upp á sitt eindæmi hefja aðgerðir til að hrekja ísraelsmepn af hinum herteknu svæðum á vesturbakka ár innar Jórdan. Einnig hefur þaö frétzt frá utanríkisráðherrafundi Arabaríkjanna í Khartoum, að sum ArabaríkL séu ekki fráhverf þeirri lausn, að ísrael verði viðurkennt um leið og þag dragi heri sína til baka af hinum herteknu svæðum. Japanskir blaðamenn halda því fram, aö næstum þriðjungur stjórn- málaleiötoga Kínahers hafi verið rekinn úr starfi án nokkurra út- skýringa. Þetta hefur verið sér- | Utanríkisráðherrar fimm Suð- staklega áberandi í Szechwan-hér- , austur-Asíuríkja komu saman í aði og Kansu-héraði. Á báðum þess um stöðum hefur verið barizt. Nýtt Suðaustur- Asíubandalag Utanríkisráðherrar fimm Tékkneska fréttastofan segir, að rauðir varðliðar hafi heimtaö að fá Liu forseta í yfirheyrslu en ör- yggismálaráðherra hafi sagt þeim, að óvíst væri hvort Liu yrði „sýnd- ur fjö.ldanum“. Thailandi í gær til að ræða stofnun efnahagsbandalags, sem verði traustara en núverandi bandalag Thailands, Malaysíu og Filipseyja. Verði þá Indónesía og Singapore tekin með. Indónesía er nú miklu samvinnuþýðari við nágrannalönd sín en tíökaðist á valdadögum Sú- karnós. Öll þessi fimm ríki eru sögð fylgjandi hinu nýja bandalagi. 'TVZ.T. Áströlsk hj úkrunarkona týnir fjármunum Týndi 180 sterlingspundum, islenzkum peningum og skilrikjum sinum Til rannsóknarlögreglunnar sneri sér áströlsk hjúkrunarkona, sem hér hefur verið á ferð, og sagði henni sínar farir ekki sléttar. Hafði hún í fyrradag, fimmtudaginn, lagt í ferð austur í Fljótshlíð og ferð- azt á puttanum, eins og þaö er gjarna nefnt. Um morguninn kl 10 laeði hún af staö og gekk henni ferðin vel, enda var hún komin austur kl hálf fimm um kvöldið. Höfðu margir orðið til þess að leyfa henni að sitja í hjá sér snölkorn, leiðina austur. En begar Anne Graham King ’en svo heitir stúlkan, kom austur uppgötvaði hún að hún hafði á lelðinni týnt veskinu sínu. Var þetta litið veski sem hún geymdi fast við belti sitt. í veskinu hafði hún skilríki sín og peninga: vega- bréf, farmiða með Gullfossi, ferða- tékka upp á 150 pund, 30 pund í seðlum, og auk bess 1600 krónur í íslenzkum gjaldmiðli. Veskistapið var ungfrú King afar bagalegt og biður hún bann sem orðið hefur bess var vinsamlegast að koma því til rannsóknarlögregl- unnar. Finnar bjóða 4 íslendingum utan Æskulýðsráð Norræna *-élagsins j finnska býöur 4 íslendingum á aldr im 16—30 ára til móts í Finn- j landi 9.—13. ágúst. Greiðir Æsku- Jvössambandið fargjaldið aðra leið ina frá íslandi til Finnlands. og allt uppihald í Finnlandi. Þeir sem óska að fara þessa ferð hringi á skrifstofu Norræna félagsins fs- lenzka í Hagaskóla í dag laugar- dag kl. 9—16 eða á mánudag 7. ágúst kl. 9—18 í síma 17995, þar sem þeir munu fá nánari upplýs ■ ingar. Flogið verður til Helsingfors 8. ágúst kl. 23,45 frá Keflavík. Efni mótsins er: Finnland í dag. ítalskir ferðalangar ó íslandi í gær kom hingað til Iands 92 manna hópur fljúgandi beint frá Italíu. Fólk þetta er allt íbúar lítils þorps rétt hjá Flórens og vinnur flest hjá sama fyrirtækinu, en hing að kemur þaö á leið sinni um Norð urlönd og hyggst dveljast hér í þvjá til fjóra daga, skoða Revkja- vfk og forðast lítilsháttar um landið að G"" : og Geysi og til Þigg- valla, en petta er ,,rúta“ flestra hóp ferða, sem hingað koma. Einn dag hyggst hópurinn fljúga til Kulusuk á Grænlandi meö Flug félaginu Það er ferðaskrifstofan Lönd og leiðir, sem skipuleggur dvöl þeirra hér en að henni lok- inni heimsækir hópurinn Skandin- avíu. RÍKISSTJÓRNIN ÁFRÝJAR VSÐ- EYJARMATI Ríkisstjórnin mun hafa ákveö Yfirmatsmenn verða þrír til- ið að áfrýja til lækkunar til yfir nefndir af sýslumanninum í Gull mats matsgerð þeirri á Viöeyj bringu- og Kjósarsýslu. arstofu og landi umhverfis hana, Matið á eynni var 9.7 millj- ® sem greint hefur verið frá í ónir samkvæmt mati matsnefnd o blaðinu. ar. * Allt situr við sama í Straumsvík Ekkert hefur enn gerzt í Straums víkurdeilunni og verður vart neins að vænta fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi. Verkbannið, sem sett var á vörur til hafnargerðarinnar hefur nú breiðzt út og gildir hjá verkalýðsfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi og í Þorlákshöfn. Einhver skip munu vera á leið til landsins með vörur til Véltækni Hochtief, en verkbannið skellur á 7. ágúst þ.e. mánudaginn. Her- mann Guðmundsson formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafn arfiröi, sagði í gærkvöldi að vörur þessar yrðu ekki snertar af fé- lögum í ofangreindum verkalýðs- félögum og kann þetta því að valda talsverðum truflunum hjá skipafé- lögum, því erfitt kann að veröa að komast að öðrum vörum fyrir bragðiö. Deila þessi stendur sem kunnugt er vegna þess að Hlíf krefst þess að samningar séu gerðir við verka- menn við hafnargerðina á grund- velli þeirra samninga sem gerðir voru í marz sl. við Strabach-Hocli tief.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.