Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 10
10 VISIR . Laugardagur 5, ágúst 1967. Tugþúsundir — Pramti. a: 1 bls. Anilir í bifreiða- eftirliti „Þetta hefur veriö með mestu annadögum hjá eftirlitinu", sagði forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rík- isins Gestur Ölafsson, við tíðinda- mann Vísis í gær. „Við skoðuöum í dag hátt á fjóröa hundraö bíla og á tímabili var ösin svo mikil, að við uröum að fá lögregluna til aö- stoðar, til þess að greiöa fyrir um- ferðinni hér í Borgartúninu, því að öll umferö hafði nær stöðvazt vegna þeirra, sem vildu komast að meö bíla sína til skoðunar". Þegar afgreiðslunni var lokað i gærkvöldi kl. 5, var fjöldi bifreiða sem beið afgreiðslu. Var ekki bú- izt við aö lokiö yrði við afgreiðslu þeirra, sem náð höfðu í númer fyr ir lokun, fyrr en upp úr kl. 8 í gærkvöldi. Sumir höfðu orðiö aö bíða á annan klukkutíma eftir af- greiðslu í gærdag. Það unnu ýmist 5 eða 6 menn við sjálfa skoðunina og 3 unnu í afgreiðslunni. Ýmist voru þetta bíl ar, sem komu í sína árlegu skoöun, eða bílar, sem snúið hafði verið við fyrir utan bæ. Auk þeirra var fjöidinn allur, sem kom til þess að láta skrá nýja bíla, eða um- skrá gamla. Þrengslin í gærdag hjá eftirlitinu í Borgartúni sýndu ljós lega, hve þörfin fyrir rúmbetra svæöi er orðin mikil fyrir starf- semi eftirlitsins. Bílafjöldinn í bórg inn hefur aukizt mikið síðustu árin en afgreiðslan hjá eftirlitinu hefur ekkert stækkað á þeim tíma. Tjaldsamkomur við Álftamýrarskóla Lögregluþjónn þuklar utan poka en skoðun var gerð á farangri unglinganna áður en lagt var upp, og bílar stöðvaðir t'yrir ut- an borgina, flöskur gerðar upp- tækar hjá unglingum. Mcnn frá bifreiðaeftirliti voru og til stað- ar og kom í ljós, að tvær rútur voru án skoðunar. Samband islenzkra kristniboös- félaga — eða Kristrtiboðssamband ið, eins og þaö er kallað í daglegu tali — efnir til samkomuhalda í tjaldinu, sem reist hefur verið við Álftamýrarskóla, dagana 4.—12. ág. Undanfarin fimm ár hefur Kristni boðssambandiö haldið tjaldsamkom ur í Reykjavík, á nokkrum stöðum í bænum, fyrstu tvö árin við Holta veg, næstu tvö árin við Breiðagerö isskóla og síðast liðið ár við Álfta mýrarskólann, og veröur tjaldið þar einnig nú að þessu sinni. Samkom ur verða á hverju kvöldi kl. 8,30. Ræðumenn verða margir, bæði prestar, kristniboðar og leikmenn. Einnig verður mikill söngur og hljóöfærasláttur. — Allir eru vel komnir á samkomur þessar. — Sér stakar barnasamkomur veröa í tjald inu þriðjudaginn 8. ágúst og föstu daginn 11. ágúst kl. 6 e.h. Tónlistardcsgar — Framh af bls. 16. ólfsson, „Adagio“ eftir Jón Nordal, „Þrír Davíðssálmar“ eftir Herbert H. Ágústsson, sem Guðmundur Jónsson syngur, „Sönglög" eftir Fjölni Stefánsson, sem Hanna Bjarnadóttir syngur, ,,Hlýmí“ eftir Atla Heimi Sveinsson og „Rap- sódía“ eftir Jón Ásgeirsson. Þorvnldur Ari — Framh ai bls. 16 sókn á dauða konu hans stóð yfir. En fl st gögn bentu til þess, að hann hefði banað konu sinni með hnxfi. Var gerð á honum geðrann- sókn, en niðurstaða hennar var á þá leið, að lxann var talinn sak- hæfur. Þorvaldur situr enn í gæzlu varðl aldi. í dómnum, sem fjalla mun um mál Þorvalds Ara, eiga sæti þrír menn, Þóröur Björnsson, yfirsaka- dómari, sem verður dómsformaður, Halldór Þorbjörnsson, saksóknari, og Gunnlaugur Briem, sakadómari. 1000 krónur á lofti í Flugfélaginu, — ákafinn mikill eins og sjá má ar> komast á pjóðhátíð. Gera Bslendingar Framh al ols. 9 nokkur fjöldi Gyðinga, og kom þeim mjög vel saman við Arab- ana, og ég held, að þeim hafi hvergi liðið eins vel og einmitt ] þar. F.f viturlegar heföi veriö j haldið á málefnum Gyðinga eft j ir lok síöari heimsstyrjaldarinn ar heföi ef til vill verið unnt að koma málum þannig fyrir, aö unnt hefði verið að fjölga Gyð- ingum í Palestínu án þess að koma þyrfti til stofnunar sér- staks ríkis, en um þetta er of seint aö ræða nú og veröur ekki aftur tekið. En þú sagöir áöan, að Nass- er sé friðarsinni. Kemur það j ekki iila heim við það, að Nass- er lét loka Akaba-flóanum fyr- ir siglingum ísraelskra skipa og það mætti ef til vill líta á það bann sem stríðsyfirlýsingu? Hefði Nasser ekki átt að beita kænsku sinni og Iíta á.stofnun Israelsríkis sem staðreynd (sem það er) og láta ekki jafn ófrið- lega og hann gerði síðustu daga fyrir stríðið? — Ég held, að meö því að loka Akaba-flóanum hafi Nass er ætlaö að neyða stórveldin út í samninga um framtíöar skipan mála við botn Miðjarðar- hafsins. Ég hef heyrt hjá hátt- settum embættismanni í utan- ríkisráðuneytinu í Cairó, en viö hann átti' ég tal í vetur, að Ar- j abar gætu hugsað sér framtíð: Ísraelsríkis áfram sem hluta ríkjasamsteypu fyrir botni Mið- i jarðarhafsins. Þingmannafjöldi Araba og ísraelsmanna yröi í samræmi við íbúafjölda Palest- ínx og sama gilti um ráðherra í ríkisstjórn Palestínu ,þeir vildu sem sé stjórna meö ísraelsmönn um. En til aö árangur næðist í samningaviðræöum yrðu bæði ríkin að setja sig í spor hvers annars. Það held ég aö sé al- gerlega nauðsynlegt. Nú hafa ísraelsmenn lengi hvatt til samningaviðræðna við Egypta, en Egyptar og reyndar aiiar Arabaþjóðirnar ekki sinnt því. Hvað veldur? — Ég mundi telja þaö óraun hæft, að þjóðirnar settust að samningaborðinu nú milliliða laust. Aö ísraelsmenn vilji nú beinar samningaumræður við Araba, byggist á því, að ísraels menn eru nú hernaöarlega sterk ari aðilinn, náöu yfirtökunum í styrjöldinni. Hvaða þjóðir kæmu helzt til greina sem milliíiðir i slíkum samningaviðræðum? — Ég held, aö þar veröi aö vera um að ræða smáþjóöir, eins og til dæmis íslendinga. Viö höfum góð sambönd við ísraels menn og lýst hefur verið yfir, að íslendingar vilji koma á góð um samböndum við Arabaríkin. Það gæti því verið hugsanlegt, að við gætum þreifað fyrir okk- ur um þá möguleika, sem eru fyrir hendi. Öll stórveldin og flestar stórþjóðirnar hafa of mik illa hagsmuna aö gæta, að ég tel óhugsanlegt, að báðir aðilarnir í deilunni gætu sætt sig við eitt hvert þessara ríkja sem milli- liði í væntanlegum samningavið ræðum. Ef til vill er það lausn- in, að viö íslendingar gerumst sjálfboðaliðar í verki þessu, en við sannreynum ekkert, nema reynt sé, og viðbrögð deiluaö- ila athuguð. af. Eldhúsið, sem allar husmœður dreymir um Hagkvœmni, stílfegurð og vönduð vinna á öllu Skipuleggjum og gerum yður fast verðtilboð. iM m i rr Q T j u m Q tj 3 m E snm LAUGAVEQ 1 133 alml 117BS ÞVOTTÁSIÖDIN SUDURLANDSBRAUT SIMI 381,23 QP.IÐ 8-22.30 SUNNUD -9 - ?? rissai BORGIN BELLA Einu sinni var þaö lika mín heitasta ósk að gerast bókavörö- ur, þaö var bara þessi óskapa þögn... nureykjavík 1.-8.AG0ST1967 Laugardagur 5. ágúst. 10.00 Sameiginlegur fundur: ís- lenzk menning, list og menntarnál. Erindi flytur Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra. Umræður og fyrirspurnir að þv£ loknu. 12.00 Hádegisverður 14.00 Sameiginlegur fundur: Þátt- takendum er gefinn kostur á að leggja fvrirspurnir fyrir leiðtoga stjórnmálaflokk- anna og aðra forystumenn í þjóðmálum, og munu þeir flytja stutt ávörp. 19.00 Kvöldverður. 20.30 Dansleikur til kl. 02.00 í Lídó. Skemmtiatriði. Sunnudagur 6. ágúst 09.00 Farið í Borgarfjörð. í Reyk- holti flytur prófessor Þórir Kr. Þórðarson erindi um ís- land og Norðurlönd fyrr og nú. 22.00 Komið til Reykjavíkur. Mánudagur 7. ágúst. 10.00 Sameiginlegur fundur: Agn- ar Kl. Jónsson, ráðuneytis stjóri flytur erindi um: Utanríkisstefnu íslands og afstöðu okkar til alþjóða- mála. Fyrirspurnir. Þar mæla einnig fulltrúar stjórn málaflokkanna, og svara fyr irspurnum auk fyrirlesara. 12.00 Hádegisverður. 14.00 Sameiginlegur fundur: Móts slit: Ræða: Norræn sam- vinna í framtíðinni. Þekktur danskur stjórnmálamaðux mun að líkindum flytjs þá ræðu. Kveðjuræður. 20.00 Kveðjuhóf: Skemmtiatrif og dans til kl 02.00. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.