Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 13
13 V í SIR . Laugardagur 5. ágúst 1967. ..~.^a?a^aiag«»^upili*aaMEiwcg»8a .• wt-i Rannsóknir í veiði- -. Oll farartæki þurfa viðhalds meg og reiðhjól eru þar engin undantekning. Það er betra að hafa þau >J í góðu lagi, áður en lagt er í langferð. Slöngur og dekk þurfa að vera þétt — ekki er gott að hjóla "I Ij á vindlausu —• og allt, sem snýst, þarf að vera hjólliðugt. Smyrja allt, sem smurningar barf við, »JJ 1» herða skrúfur til þess að losna við skrölt og þá er allt klappað og klárt. Þetta getur hver strákur !■ jl gert sjálfur, eins og þeir Jónas Þorgeirsson, 10 ára (t. v.), og Rafn Hafsteinsson, 12 ára (t. h.), en J» ■I Rafn er hjóleigandinn. jl Haidin verði ráðste'na um skipulag heilbrigðismála \ ðalfundur Læknafélags íslands var haldinn í Reykjavík 27.— 29. júlí s.l., en samtímis var háð læknaþing, eins og þegar hefur ver ið getið um í fréttum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og ákvarðana um innanfélagsmál bar hátt á aðalfundi þessum umræö ur um stjórnun og skipan heilbrigð ismála í landinu. Það var almenn og ákveöin skoö un fundarins, að mikil hætta væri á ferðum, ef framþróun og skipu- lagning heilbrigðismála drægist meira afturúr, en orðið er, og kom fram ákveðinn vilji aðalfundarins í þá átt, að félagssamtök lækna i landinu geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stuðla að eðli- legri framþróun. Fundurinn taldi einnig, að mikla i áherzlu bæri að leggja á fræðslu al- | mennings um þessi málefni, sem að : óveröskulduðu hafa fallið í skugg- | ann fyrir ýmsum öðrum málum, er j læknastéttin telur, að heföu þolaö I bið. Á fundinum var lögð fram grein argerð frá stjórn Læknafélags ís- : lands um nauðsynlegar grundvallar j rannsóknir vegna heildarskipulags ; heilbrigðismála og mun hún verða j lögð fyrir heilbrigðisyfirvöld sem | viðræöugrundvöllur um nauðsyn- i ’egan undirbúning að þessu mikla 1 og óumflýjanlega þjóðfélagsmáli. 1 Auk ábendinga um undirstöðu rannsóknir er þar lögð áherzla á nauðsyn endurskoðunar á yfir- stjórn heilbrigðismála, menntun- ar og nýliðunar starfsliðs til heil- brigðisþjónustu og samhæfingar í stjórn og rekstri allra þátta heil- brigðismála. Fundurinn fól stjórn L.í. að vinna að því að heilbrigðisstjórn landsins hefji sem fyrst framkvæmdir þeirra grundvallarrannsókna, sem lagt var til að gerðar yrðu. 1 framhaldi umræðna um þessi mál samþykkti fundurinn tillögu þess efnis, að Læknafélag íslands beiti sér fyrir því, að hið fyrsta verði haldin ráðstefna um skipu- lag heilbrigðismála, og mun félagið leita samvinnu um framkvæmdir slíkrar ráðstefnu við heilbrigðis- málaráðherra, landlækni .Alþingi, sýslu- og sveitafélög .Samband sjúkrahúsaeigenda og fleiri sam- bærilega aöila. Nýkjörna stjórn Læknafélags Is- lands skipa læknarnir: Arinbjörn Kolbeinsson, form., Friðrik Sveinsson, ritari, Ásmundur Brekkan, gjaldkeri. og i varasjórn: Helgi Valdimarsson, Stefán Bogason, Örn Bjarnason. Á læknaþingi var, eins og getið hefur yerið, haldin ráðstefna um hagnýta greiningu, meðferð og vís indarannnsóknir á sjúkdómum í <■’ ialdkirtli. Voru þar flutt mörg og merk erindi erlendra og innlendra vís- indamanna, í tvo daga, og telur stjórn L.I., að árangur af ráðstefnu þessari hafi verið mikill og þýð- ; ingarmiklar niðurstöður þar birtar j islenzkum læknum, en meðal merk ustu erinda má telja erindi Þor- valds Veigars Guðmundssonar, um rannsóknir hans á eðli og eigindum : kalkvaka í skjaldkirtli og kölkun- j um, ennfremur rannsóknir Dr. Crooks frá Aberdeen á notkun : tölvutækni við upplýsingasöfnun, greiningu og meðferðarákvarðanir, | sem beitt hefur verið með góðum ; árangri við skjaldkirtilssjúkdóma. j Tækni þessi á eflaust eftir að gjör- i breyta öllum starfsaðferðum við j sjúkdómsgreiningu og meðferðará- kvarðanir. Þá fluttu þeir prófessor I. Doni- i ach og Dr. El. Williams frá Lond- ' on gagnmerk erindi um krabba- ; mein í skjaldkirtli og áhrif géisl- i unar á skjaldkirtil, með tilliti til myndunar krabbameins í því líf- ! færi. Loks-fóru fram umræður um rann- sóknir, sem gerðar hafa verið og eru í framkvæmd hérlendis með samvinnu innlendra og útlendra vísindamanna. Meðal annars var þá birtur hluti niðurstaðna á hóprannsóknum þeim á skjaldkirtilsstarfsemi vanfærra kvenna, sem gerð var i Reykjavík fyrir rúmu ári síðan. Hafa þessar niðurstöður vakið mikla athygli er- lendra fræðimanna, en þessi rann sókn sýnir m.a. hve mikið íslend- ingar geta lagt af mörkum til vís- indaiðkana, í mörgum greinum í góðri samvinnu við erlenda aðila. Jónsmessu kom grein í heiðr- uðu blaði yðar, með þessari fyrirsögn. Þar kom fram, að í ráði sé að Hafrannsöknarstofnunin á þessu sumri, sjái um rannsókn á hinu mjög svo aðkallandi vanda- máli með sökkhraða hringnóta og hvernig þær komist á sem dýpst vatn. Geri línurit, sem sýni dýpi i hlutfalli við tímann og komast að niðurstöðu um hvenær á að snurpa. Um þetta er ekki nema gott að segja. Viljinn er fyrir hendi og lít- ill vafi á því að menn geta fengið nokkurn veginn rétta útkomu með þessum mælingum. En svona uppá- stungur eða hugdettur virðast mér einnig sýna hið algjöra þekkingar- Ieysi í neti. Ég hefi í nokkur ár við og við verið að senda bréf í Sjómanna- blaðið Víkinginn og reynt aö sann- færa einhvern eða einhverja um að fagleg netagerð er ekki til, vegna þess að enginn reikningur hefur verið til, sem getur reiknað netflöt af fullri nákvæmni. Þar hef ég einnig talað lítils hátt- ar um snurpunótagerð og 1964 kom ég með dæmi um, hvemig reiknuð er ein feralin í neti og valdi möskva stærðina 40 leggir á alin, svo neta- gerðarmenn gætu athugað hver munurinn er á gildandi innsetningu á neti í snurpunætur og svo það sem ég segi rétt. Ég fékk eftirþanka af þvf, að eig- inlega er þetta tilvalið tækifæri til þess að sanna þessa vöntun í neta- gerð. Fyrir 6 árum fékk ég upp gefið hjá netagerðarmeistara hvernig net er sett í snurpunætur og sagði hann'að net með möskvastærð 44 leggir á alin væru 36 möskvar á alin í miðnótinni 31 möskvi á alin báðum megin miðju og svo 28 möskvar á alin til endanna. Þetta er svo nærri réttu lagi, að 31 möskvi á alin er rétt. Nú langar mig til þess að biðja yður að koma á framfæri hvernig rétt gerð snurpu nöt hagar sér eftir köstun. Við segjum nótina 100 faðma djúp eftir gildandi uppgjöf á dýpt nóta. Netið í nótinni hefur litla sem enga þyngd í sjó og sumt efni flýtur, þar af leiðandi liggja flár nótanna eins og lausar og boppa á yfirborði sjávar eftir köstun, með- an blýteinninn sekkur og dregur netið með sér og greiðir úr því. Ef nótin fer greið út og snurpulínan vel slök, þá sekkur blýteinninn hindrunarlaust niður á 70 fðm. dýpi rúml. Á því dýpi eru allir möskvar fullopnir milli teina og netflötur- inn það mestur sem hann getur orð- ið og um leið á 71 fðm. dýpi fell- ur blýteinninn af fullum þunga í láatein. Þetta kalla ég að nót sé fullsokk- in eftir köstun. Þess gætir strax á fláateini þeg- ar virkt samband verður milli teina að flámar eru ekki eins léttar á hafinu og þær voru. Ef ekkert er að gert, heldur blý- teinninn áfram að sökkva og dreg- ur möskvana saman og þess gætir strax á fláateini því hann slaknar og þegar blýteinninn er kominn á 75 til 80 fðm. dýpi er fláateinninn farinn að liggja í fellingum. Þetta er augljóst og þarf ekki annað en smáþekkingu á neti og réttan reikning til þess að fá þessa útkomu og svona upplýsingar koma til með að fylgja öllum nótum út af verkstæði, þegar netagerð verð- ur fagvinna. Þar eð skip eru með mismunandi djúpar nætur, geta menn hæglega reiknað út dýpi þess hluta nótanna sem hafa 31 möskva á alin, með því að 7/10 af uppgef- inni dýpt nótanna er það sem blý- teinninn getur sokkið áður en virkt samband kemur á milli teina. Skipstjórar geta hver hjá sér at- hugað þetta og eftir lítinn tíma geta þeir lesið á fláateininn eins og opna bók stöðu nótarinnar í hafinu eftir köstun. En það er annað, sem er óljóst og aðkallandi að kanna, og það er hvað blýteinninn er kominn hátt upp í sjó þegar nótin lokast í botn- inn með mismunandi hraðri snurp- un. Með þökk fyrir birtinguna. Rvík, 22/7 1967 Sigfús Magnússon. A MYfSiDUNUM: m riansandi SPRENGINGAR GRÖFTUR I ÁMOKSTUR JÖFNUN LÓÐA VANIR MENN NÝTÆKl TRAKTORSGROFUR TRAKTORSPRESSUR LOFTPRESSUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.