Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 9
VI S IR . Laugardagur 5. ágúst 1967. Geta Isíendingar oroið milli- göngumenn í samningaviðrœð- um Israelsmanna og Araba? — Rætt við Harald Ómar Vilbelmsson, kennara, sem kynnzt hefur þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins J>ótt nú sé nokkur tími liðinn frá vopnaviðskipt um þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs, eru átök in þar mönnum enn í fersku minni. Að sjálf- sögðu er enn deilt um eðli og upptök styrjald- arinnar, og í dag er ekki séð fyrir enda hennar, því að sáttatilraunir milli þjóðanna eru ekki hafnar. Fyrir skömmu átti Vísir tal við einn þeirra tiltölulega fáu ís- lendinga, sem nokkur veruleg kynni hafa haft af þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. — Hann heitir Haraldur Ómar Vilhelmsson, og hefur löngum dvalið í Egypta- landi, ferðazt mikið um landið, talað við fólk, kynnzt skoðunum þess og hugarfari. Mörgum hlýtur að vera forvitni- legt að kynnast Egypt- um nokkuð nánar og í sannleika sagt vitum við íslendingar allt of lítið um þjóðirnar fyrir botni Miðjarðarhafsins, þó að þær eigi ef til vill elztu sögu okkar heims, marg ar þeirra eru eins og flestum er kunnugt elztu menningarþjóðir heims, og saga þeirra nær allt aftur til ársins 2500 f. Kr. — Ég vil byrja á að segja frá því, að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum Af- ríkulandanna, einkum þeirra, sem Arabar byggja. Veturinn 1965—1966 fór ég til Egypta- lands og hafði með sér ýmiss konar samanteknar upplýsingar um ísland og íslenzku þjóðina, m.a. kvikmyndir úr atvinnulíf- inu. Ég hélt nokkra fyrirlestra í Egyptalandi, m.a. við Háskól- ann í Caíró, kom fram í sjón- varpi og útvarpi, sýndi kvik- myndir sem ég var meö. Ég gerði allt sem mér var unnt til að kynna egypzku þjóöinni Is- land og Islendinga, atvinnu, menningu, og fleira. Þá skrifaði ég og greinar í egypzk blöö um sama efni. Hvaö er það helzt, sem þú hefur tekið eftir í fari Araba, ef til vill það helzta, sem elnkenn- ir þá frá okkur Vesturlandabú- um? — Því er ekki aö neita, að maður kemur þarna í allt ann- an heim einkum hvað snertir hugsunarhátt, lífsvenjur og af- stööu þeirra gagnvart umheimin um. Þaö sem ég var fyrst var við í umgengni minni við Araba er hve heiðurskennd þeirra er rík. Ég held, að vandamál þeirra hafi aðallega orsakazt vegna þess, að Aröbum finnst, að heiö urs þeirra hafi ekki verið gætt nógu vel í viðskiptum. Er Nasser friðarsinni? Hvað getur þú sagt okkur um tilfinningar egypzku þjóðarinn- ar gagnvart Nasser? — Mér finnst Nasser gnæfa hátt yfir aðra egypzka stjóm- málamenn, bæði vegna stjórn- vizku hans og manngæzku. Það er einkennandi fyrir hann, að þegar hann framkvæmdi bylt- inguna í Egyptalandi fyrir ná- kvæmlega 15 árum síðan lagði hann mjög ríka áherzlu á, aö forðast skyldi allar blóösútheli ingar og það var gert. Það kann að hljóma einkennilega, að hann leyföi konungnum að fara frjáls um af landi burt með lysti- snekkju sína, fulla af fjármun- um. Ég held, að það heföi hvergi annars staðar gerzt. Ég held, að Nasser sé mjög mikill frið- arsinni, og að vandamál hans orsakist mikið til vegna þess, að samstarfsmenn hans eru ekki alveg sama sinnis. Hver getur þú sagt, að sé árangur Nassers af 15 ára stjórn í Egyptalandi? — I fyrsta lagi hefur hann gert óhemju átak í menningar- málum. Egyptum fjölgar um nærri eina milljón á hverju ári, og hann hefur komið á skóla- skyldu hjá öllum ibúum lands- ins og það eitt er gífurlegt átak, og í sambandi við það hefur mikið verið byggt af skólahús- um, þó að víða verði að tví- og þrísetja skólana, sem við reynd ar vitum að verður að gera sums staðar hér. I dag læra allir Egyptar að lesa, skrifa og reikna frá 6 ára aldri. Einnig er enska nú kennd við alla skóla. Gagnfr- skólar hafa risið víða um landið og fer þeim fjölgandi. Háskól ar eru og þaulsetnir, t.d. stunda um 45000 stúdentar nám við Víða í Egyptalandi er að sjá aldagömul minnismerki um forna menn- ingu þjóðarinnar, sem landið hefur byggt. Mynd tra Kairo, noiuonorg Kgyptaianas. Háskólann í Cairó. Þá hafa og á síðustu árum víða risið tækni skólar. Nasser hefur og gert gífurlegt .átak í byggingarmál- um, og ég held, að viö fslend- ingar gætum margt lært af egypzkum byggingararkitektum enda stendur byggingarlist á traustum og rótgrónum grunni hjá þeim þarna við botn Mið- jarðarhafsins. Framúrskarandi falleg ný í- búðahverfi hafa risið i úthverf- um Caíró-borgar, en þar hef ég dvalið mikið. Vandamál í efnahags- lífi Egypta Hvemig heldur þú aö Nasser hafi tiltekizt við upbyggingu efnahagslífsins í Egyptalandi, eða hver urðu áhrif þín af því? — Þar hafa Egyptar átt við mikla erfiðleika að stríða, en skoða verður þróun efnahags- ástandsins meö hliösjón af for- tíðinni. Egyptaland hefur verið nýlenda öldum saman, þjóðin verið fátæk og mergsogin af sinni eigin yfirstétt og erlendum kúgurum, er óhætt að segja, alveg þangað til Nasser tók völd, in, 1952. Á stjórnarárum sín- um hefur Nasser lagt mikla á- herzlu á aö efla iðnað landsins, byggðar hafa verið nýjar verk- smiðjur, samgöngukerfi lands- ins stórbætt og stórt átak hef- ur verið gert í landbúnaöarmál um, þó mikið vanti ennþá á, að landbúnaðurinn sé kominn í sæmilegt horf. Má segja, að 90% landbúnaðar landsins sé ennþá stundaður með sama sniði og var fyrr á öldum, en 10% hans er aftur á móti stundaður með nýtízku sniði, sem aðaiiega hefur komið til af stórbættu áveitukerfi í Nilardalnum, og i eyðimörkum aðliggjandi og sums staðar er stórkostlegt að sjá áveitukerfi þeirra, hve full komin þau eru. Með hjálp á- veitukerfanna stunda bændurn- ir á þessum svæðum nú ávaxta rækt og annan landbúnað, sem gefur tiltölulega mikið í aðra hönd. ísrael — Arabaþjóðirnar Svo að við víkjum þá máli okkar að hinu nýafstaðna stríði Araba og ísraelsmanna, sem ef til vili er ekki úti ennþá. Hver heldur þú að sé helzta orsök stríðsins? — Aöaiorsök stríðsins held ég að sé að finna í stofnun sjálfs Israelsríkis. I Egyptalandi hef ég aldrei orðiö var við hatur í garð ísraelsmanna. Hins vegar eru flestir Arabar sammáia um, að stofnun Israelsríkis sé til- ræði af hálfu þeirra, sem þeir kalla heimsveldasinna, aðallega Bandaríkjamanna og Breta og að aðaltilgangur þess sé að reka fleyg á milli Arabaþjóðanna, halda þeim sundruðum og nota Israel sem stökkpall til ítaka í Arabalöndunum. Þeim er illa við og vilja ekki sætta sig við, að til Ísraelsríkis hafi verið stofnað án samráös við Arabaþjóöimar og með hervaldi einu saman. Þurfa að kynna sér vandamál hverra annarra En þar sem Palestína er jú hið forna fööurland Gyðinga, má þá ekki segja, aö þeir hafi átt einhvem siðferðislegan rétt til að setjast að í því landi, sér- staklega þó með tiliiti til þess, að þeir hafa verið mjög áþjáö- ir af nazistum í síðari heims- styrjöldinni og síðan af stjórn völdum austan járntjalds, eink- um rússneskum? — Við skulum athuga það, að áður en Gyðingaríki er stofn að í Palestínu, bjó i landinu Framhald á bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.