Vísir - 05.08.1967, Side 2

Vísir - 05.08.1967, Side 2
VISIR . Laugardagur 5. ágúst 1967, TÁNINGA- SÍÐAN Helgar skemmti staður Saltvík fyrir æskuna Fyrstu skemmtanirnar eru á þessu sumri ^kveðið héfur verið að Reykja- víkurborg komi á fót helgar skemmtistað fyrir ungt fólk 1 Saltvík á Kjalarnesi, en þá jörð keypti Reykjavíkurborg fyrir tveimur árum. Hefur borgin fal ið Æskulýðsráði framkvæmdir við staðinn og mun stefnt að því að taka hann í notkun að ein- hverju leyti á þessu sumri. Vinsælda- listinn 25 vinsaelustu 2ja laga plöt- umar í Bretlandi eru nú þess ar: 1 All You Need Is Love Beatles 2 It Must Be Him Vlkki Carr 3 San Francisco Flowers In Your Hair) Scott McKenzie 4 Alternate Title Monkees 5 She’d Rather Be With Me Turtles 6 See Emily Play Pink Floyd 7 A Whiter Shade Of Pale Procol Harum 8 There Goes My Every- thing Engelbert Humperdinck 9 Up, Up, And Away Johnnie Mann Singers 10 Death Of A Clown Dave Davies 11 Let’S Pretend Lulu 12 Respect Aretha Franklin 13 Take Me In Your Arms And Love Me Gladys Knight and the Pips 14 007 Desmond Dekker 15 Groovin’ Young Rascais 16 Carrie Anne The Hollies 17 You Only Live Twice Nancy Sinatra 18 'tere Comes The Nice Small Faces 19 Seven Rooms Of Gloom Four Tops 20 Just Loving You Anita Harris 2. I’ll Never Fall In Love Agaln Tom Jones 22 Tonight In Tokyo Sandie Shaw 23 I Was Made To Love Her Stevie Wonder 24 When You're Young And In Love Marvelettes 25 Annabella John Walker Baldvin Jónsson hefur verið ráðinn af Æskulýðsráði Reykja- víkur til að sjá um framkvæmd- ir og skipulag í Saltvík. I Saltvik er hlaða — stór og góð, sem breyta á í danshús, þannig verður unnt að halda vikuleg hlööuböll I orðsins fyllstu merkingu. Þá er á staðn um gamall sumarbústaður, þar sem veitingar verða seldar og birgðageymsla, sem notuö verð ur fyrir knattborðsleiki. Einn- ig verður komið upp útileik- völlum svo sem knattspymu- velli, handknattleiksvelli o.fl. Á staðnum er mjög. góð að- staða til sóldýrkunar við sjáv- arströndina og í vetur er ráð- gert að lagfæra ströndina, svo að unnt vérði að baða sig í sjónum næsta sumar. Hugmyndin er, að ungt fólk leggi af mörkum vinnu við stað inn, að einhverju leyti — vinni að gróðursetningu og ýmsu, sem viðkemur staðnum. Miðað er við að fvrsta skemmtunin verði 12. ágúst og sfðan tvær aðrar helg ar í sumar. Fæst þá reynsla um rekstur staðarins, og verður hún lögð til grundvallar starfinu naésta sumar, samkvæmt vilja unga fólksins. Tilhögun skemmtananna vérö- ur, að ungt fólk getur komið í Saltvík á laugardögum, haft méð sér tjöld og dvalizt þar yf- ir helgina. Unnt verður að fá tjöld geymd á staðnum, og dans að verður i hlöðunni hvert laug ardagskvöld, frá kl 21 til 02. Aögangseyrir að staðnum verð- ur kr .100 — 150, en innan stað- arins verða öll skemmtiatriði ó- keypis. Aðgöngumiðinn verður merki, sem menn bera utan á sér, meðan þeir eru innan skemmtisvæðisins, og það að týna merkinu, er sama sem að týna andvirði aðgangseyrisins. Áfengisneyzla á svæðinu er stranglega bönnuð, og sé það bann brotið, er viðkomandi hik laust gerður brottrækur. Sæta- ferðir verða úr Reykjavík á klukkustundar fresti, laugar- daga frá hádegi og til kl 19 sunnudaga. Útvarpað verður tón list við hæfi unga fólksins með- an staðurinn er opinn. Að lokum væntum viö þess, að ungt fólk meti þá fram kvæmd sem Æskulýðsráð og Reykjavikurborg leggur nú f, Hljómsveit unga fólksins „Mods" Um þessar mundir hefur skotið upp kollinum ný hljómsveit, sem kallast „MODS“. Þessi nýja hljóm- sveit, sem óðum eykur vin- sældir sínar hér í höfuðborg- inni og nágrenni hennar, var stofnsett um áramótin 1966 —67. Hljómsveitin hefur leikið víða hér f Réykjavík, og þá einkum f Iðnó og Breiðfirð- ingabúð, og skapað sér gíf- urlegar vinsældir meðal unga fólksins. Allir hafa þessir ungu hljóð færaleikarar helgag frístund- ir sinar tónlistinni, og ár- angurinn af iðni þeirra og hæfni er þegar farinn að gera vart við sig. Þarna virðast á ferðinni samvaldir piltar, sem þegar eru farnir að setja svip sinn á tónlistarlífið. Hljómsveitina skipa þeir Kári Jónsson, sem leikur á sólógítar og orgel, Kolbeinn Kristinsson, er leikur á rithmagítar, Sigurjón Sig- hvatsson, er spilar á bassa, og Sveinn Larsson, sem lem- ur trommurnar. og treystum þvi að unga fólkið gangi vel um staðinn, og sýni með því þökk fyrrgreindum að ilum fyrir framgöngu þeirra, og stuðli með því að gera staðinn sem ánægjulegastan. Nýjar hljómplötur TVTú á næstunni kemur á mark- 1 ’ að f Bandaríkjunum hljóm- plata með The Rolling Stones, sem ber nafnið „Flowers". Er hér um að ræða gömul og ný lög, sem gefin eru út á hæg- gengri plötu og eru á henni eftirtalin lög: Ruby Thuesday — Have you seen your mother baby, standing in the shadow? — Let’s spend the night toget- her —• Lady Jane •— Out of time — My girl — Please go home — Mother’s little helper — Take it or leave it — Ride on, baby — Sittin’on a fencé. Albúm plötunnar er fagur- lega skreytt og á áreiðanlega eft ir að seljast vel, því aðeins ein „LP“ hljómplata með vinsælustu lögum hljómsveitarinnar hefur verið gefin út áður, svo síðustu metsölulög þeirra félaga hafa ekki komizt á „Hits-plötu“, þar eð fyrri platan var gefin út ár- ið 1964. Small Faces gáfu nýléga út tvær „LP“ plötur, og heitir önnur þeirra „From the Begin- ing“, og er þar um að ræða beztu lög hljómsveitarinnar frá byrjun, eins og nafn plötunnar segir til um. Hljómplata þessi hefur að geyma 14 lög, sem eru mjög góð, enda engin furða, þvi lög þessi hafa skapað hljómsveit- inni vinsældir. Platan er gefin út á vegum Decca, einungis í mono. Ný síða í blaðinu - TÁNINGASÍÐAN - er ný síða í blaðinu, sem er ætl- uð hinum yngri lesendum blaðsins, Verður hún væntan- lega í blaðinu á hverjum laug ardegi. Væntum við þess, að þið, æskufólk, skrifið Táningasíð- unni bréf um áhugamál ykk- ar, op munum við reyna að gefa þeim pláss hér á sfð- unni. Utanáskriftin er Tán- ingasiðan, Dagblaðið Vfsir, Laugavegi 178, Reykjavík. Vonum við svo, að þið skemmtið ykkur vel við Tán- ingasíðuna. Hina plötuna kalla þeir „Small Faces". Á þeirri plötu eru allt ný lög, einkar falleg og einnig 14 að tölu. Plata þessi er gefin út hjá Immediate, bæði í mono og stereo. Shadows sendu nýlega plötu undir nafninu „Jigsaw". Á hljóm plötu þessari eru 14 lög, hvert öðru betra. Lögin Detacaed, Suburban, Mr. James, sem Mann fred Mann og félagar gerðu vin sælt á sínum tíma, og Friday on my mind, sem Easybeats gerðu vinsælt, túlka þeir mjög skemmtilega og í nýrri útsetn ingu. Titillag plötunnar, Jigsaw, sem þeir hafa sjálfir samið, til- heyrir hinum svokallaða Beat- stíl, og er einkum vel leikið, eins og við má búast. Brezka útgáfufyrirtækiö Col- umbia gefur út plötu hljóm- sveitarinnar, eins og endra nær, bæði í mono og stereo. Bítlarnir 7. júlí gáfu Bítlarnir út tveggja laga plötu með lögunum „All You Need Is Love“ og „Baby, you’re a rich man“ og eru þau bæði prýðisgóð. Lennon-Mc- Cartney sömdu bæði lögin aö vanda, og keimir þar margra grasa, hvað hljóöfæraskipun við kemur, því bar úir og grúir af alls konar hljómmyndunum. — Titillag plötunnar AIl You Need Is Love var tekið upp fyrir fyrsta þáttinn, sem sýndur var á vegum heimssjónvarpsins, þátturinn er kallaður var ,Lífið*.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.