Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 12
12 V Í SIR . Laugardagur 5, ágúst 1367. 4 Astarsaga úr sjóferð MARY BURCHELL: Jm aldur og ævi — Henni líður vel. Jenny var dá- lúið forviða. — En dr. Pembridge getur sagt yður miklu betur frá þessu en ég get. — Ég á ekki við það. Ég veit að holskurðurinn fór vel. En það var annað, sem mig langaði til að tala við yður um. Hvað voruð þér aö gera þegar ég kom inn, Jenny? Hann benti á blýantinn, sem hún hélt á f hendinni. Hún varð hissa á, að hann var farinn aö kalla hana Jenny aft- ur, og tók ekki sem bezt eftir, hvað hann sagði. Svo leit hún á blaðið fyrir framan sig og bögglaði það saman. —Það var ekki neitt sem yður kemur við, sagði hún stutt í spuna. — Hvers vegna spyrjið þér að þvi? — Af því að ég held að það sé eitthvað viðvíkjandi mér. Það var ekki bréf, eöa var það? — Nei. — Þá var það uppkast aö sím- skeyti. Hún varð hissa á því, eins og svo oft áður, hve fljótur hann var að draga ályktanir, og fannst ástæðu- laust að kvelja forvitnina í honum lengur. — Jæja. Ég var að brjóta heil- ann um hvemig ég ætti aö orða skeyti til sir James þannig, að hon um yrði ekki mjög bylt við. En yður skjátlast, éf þér haldið, að það snerti yður á nokkum hátt. — Vitanlega snertir það mig. Hvað haldið þér að verði það fyrsta sem hann gerir? — Hvemig ætti ég að vita þaö? — Hann kemur sennilega meö flugvél, til þess að hitta skipið á einhverri höfninni í Ástralíu. Jenny hugsaði málið og sagöi svo, stutt: — Líklega hafið þér rétt fyrir yöur. Og þá er þungri byrði léft af mér. — Ég vildi mælast til, að þér senduð ekki þetta símskeyti, sagði hann í einkennilega mildum tón. — Claire mundi ekki verða yður þakk lát fyrir það heldur, skiljið þér. —Það stoðar ekki, sagði Jenny einbeitt. — Þér látiö yður væntan- lega ekki detta í hug, að ég ætli mér að halda því.ysem komið hefur fyrir, leyndu fyrir fööur hennar? —Hún er svo að segja úr hættu núna. Er nokkur þörf á að fara aö hræða hann að óþörfu? Sérstaklega, þegar nauðsynlegt er að hlífa hon um við öllu, sem getur valdiö geðs hræringu? — Hann er miklu hressari núna, hefur ritari hans skrifað mér, svar aði Jenny um hæl. — Og mér er ómögulegt að taka þessa ábyrgð á mig ein. — Þér gætuð tilkynnt þetta ein- hverjum sem væri nær. — Hvað eigið þér við? — Hvers vegna símið þér ekki ættingjunum, sem hún ætlar að heimsækja? Þá geta þeir gert sér- stakar ráðstafanir til að taka á móti henni. Þeir gætu meira að segja komið á móti henni í ein- hverri höfninni, sem skipið kemur við i, áður en það kemur til Sidn- ey. Jenny var hikandi, og hún furð- aði sig á, að fortölur hans skyldu enn geta haft áhrif á sig. Að visu ekki svo mikil, að hann gæti feng- ið hana til að skipta skoöun, en þó nægileg til þess, að hún efaðist um sinn eigin ásetning. — Hvers vegna, spurði hún og horfði eins rólega á hann og hún gat, — er yður svona umhugað um að telja mér hughvarf í þessu? — Af þeirri einföldu ástæðu, að hvorki mér eða Claire þætti vænt um að hafa sir James nærri okk- ur, eins og nú stendur á. — Þið hafiö þá áform um . . . — Við höfum engin áform, Jenny tók hann fram í. — Við afráðum ekkert, fyrr en við erum komin til Ástralíu, og Claire hefur séö, hvernig öllu vindur fram þar, og ég ætla ekki aö reyna að hafa á- hrif á hana. En ef sir James kæmist í uppnám og flygi til Ástralíu og slægist í förina í Perth, til dæm- is... Hann þagnaði, — ef til vill í þeim tilgangi að láta Jenny gera sér Ijóst, hvernig þá mundi fara. Vitanlega voru það eingöngu eig inhagsmunir, sem vöktu fyrir Kingsley Carr, en úr því aö hann lagði málið fyrir á þennan hátt, gat Jenny ekki komizt hjá að íhuga, að reiður og tortrygginn sfr James gæti gert meira ógagn en gagn, ef hann hitti þau. En þessi hugmynd um aö hgfa samband við áströlsku ættingjana, var alls ekki slæm miölunartillaga. Jenny leit á bögglaða blaðið, sem hún hélt á 1 lófanum, og fann á sér, að hún var alls ekki maður til að gera fleiri tilraunir til skeyta sendinga fyrst um sinn. — Ég skal hugsa um þetta, sagði hún viö Kingsley Carr. — Ég er of þreytt til að taka nokkra ákvörð un núna. Og svo stóð hún upp frá borðinu. — Það er gott. Hann stóð upp lika. — En ég verð að segja eitt enn, Jénny, ég veit ekki hvers vegna ég þarf þess. Hversu miklu illu sem þér trúiö um mig — og þér háfið að sumu leyti ástæðu til þess — þá er eitt víst: — Ég elska Claire! — En... Jenny var komin af stað frá borðinu, en stanzaði, og horfði undrandi á hann. — Hvernig dirfizt þér að segja mér þetta?. Þér voruð reiðubúinn til aö útskúfa henni, vegna annarrar stúlku, sem þér hélduð, aö meiri slægur væri í. — Já. Ég hagaði mér illa. Ég viðurkenni það. En þér vitiö ekki, að við Claire höfðum verið að ríf- ast, áður en þetta gerðist. — Ekki var það að sjá á yður, sagði Jenny tortryggin. — Yður tókst nú vel að leika líka, sagði hann og hélt svo áfram: — En þetta var nú samt illa gert og óafsakanlegt hjá mér, og mér dettur ekki ' hug að neita því. En þegar Claire var í lífshættu í nótt... Nú varð hann skjálfradd aður. — Jæja, það skiptir í raun- inni minnstu, hvort þér trúið mér eða ekki. En mig langaði nú til að segja þetta samt, einhverra hluta vegna. — Ég veit ekki, hverju þér ætlizt til að ég svari, sagði hún loks hik- andi. — Og sannast aö segja veit ég ekki, hverju ég á aö trúa. — Nei. það er svo. Eiginlega þurfið þér ekki að svara neinu, sagði hann svo og yppti öxlum og hló um leið og hann fylgdi henni til dyra. — En þér megið ekki gera neitt í bráðræði Jenny. Þó orðið væri áliðið, var enn s'j.ngur af fólk: uppi á þilfarinu, en það var hvort tveggja, að Jenny var ekki i því skapi eða þannig klædd, að hún vildi taka þátt í neinum gleðskap, svo að hún fór upp á efra þilfarið og smokraöi sér út í afskekkt horn, studdi hand leggjunum á borðstokkinn og starði út á hafið í tunglsljósinu. Hún var þreytt og vílandi, hugur inn á ferð og flugi, og þó að hún fyndi, að nú væri gott næði til að afráða, hvort hún ætti að láta sir James vita um sjúkdóm dóttur hans eða ekki, gat hún ómögulega ráðið við sig, hvað hún ættí aö gera. Hún fór að hugsa um þessar ótrúlegu vikur-.sem hún hafði lif- að síðan hún kom þarna um borð, um gleðistundirnar og raunimar — atburði, sem voru svo ótrúleg- ir, að henni fannst ævin heima og í skrifstofunni líkust því að hún væri lifuð í öðrum heimi. Mér finnst ég ekki vera sama manneskjan heldur, hugsaði Jenny með sér, og ég skil ekki, hvernig ég fer að því að una gömlu tilver- unni minni eftir þetta. Þá finnst mér allt fólkiö, sem skiptir mestu máli fyrir mig, vera komið í óra- fjarlægö. BÍLAR Bílaskipti — Bílasala Mikið úrval af góðum notuðum bílum. Bíll dagsins: Benz 190, árg ’64. Einkabíll. Verð 230 þús. Útborgun 80 þús Eftirst. 5 þús á mán. American ‘64 og ’66 z CÍassic ’64 og ’65 Buick special, sjálfskiptur ’63. Plymouth ‘64. Zephyr ’62 ’63 og ‘64 Consul ‘58. Prince ’64. Simca ’63. Peugeot ’65. Chevrolet ’58 ’59 og ‘62 Amazon ‘64. Bronco ‘66 Taunus 17M ’65 Opel Capitan ’59. Opel Caravan ’62 og ’65. wVOKULLH.F. Chrysler- umboðið Hringbraut 121 sími 106 00 6BB1Ð SOALFIR VIÐ BIFREIÐINA BIFREIÐAÞOONUS™ SÚÐARVOGI 9 *2>7392)* „Takið fenjabátinn minn, Tarzan og Ak- umba“. „Viö komumst hraðar á honum, Tarzan“. „Fyrir nokkrum dögum heyröi ég undar- legt hljóð, sem færðist nær fenjaþokunni". „Það gætu hafa verið vinir mlnir á mót- orbátnum". „Við munum stefna i þá átt“. „Og munið að fara ekki inn í fenjaþokuna, þar bíður dauðinn“. <a/uuiœáu/ RAUDARÁBSTÍC at SÍIWI 22022 Ráðifi hitanum sjálf meS ... Með B8AUKMANN Mtasfflli á hverjum ofni getíð þér sjálf ákveð- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvírkan hifastilli er hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. fjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vei- liðan yðar BRAUKMANN er séutaklega hent- ugur á hilaveitusvaeði SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 SPftBHI TÍMA Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.