Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 05.08.1967, Blaðsíða 8
8 VÍSIR (Jtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Tborsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingboltsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands ! lausasölu Kr. 7.00 eintakið Prentsiaiðjt Visis — Edda h.f. Verzlunarmannahelgin gamkvæmt margra ára reynslu má búast við að um þessa helgi verði umferð á vegum landsins meiri en nokkru sinni endranær. Þrátt fyrir veðurspána, sem bendir til að eitthvað kunni að rigna sums staðar á sunnudag og mánudag, munu mjög margir nota þessa daga til að ferðast um landið. Samkomur verða víða, sem fjöldi fólks sækir, og líklega verður Reykjavík einhver kyrrlátasti staður landsins um þessa helgi, aldrei þessu vant. Aldrei er of oft brýnt fyrir vegfarendum, að fara gætilega i þessari miklu umferð. Það er hörmulegt að verða fyrir slysum eða valda öðrum meiðslum, eða jafnvel dauða, fyrir gáleysi. Sem betur fer virðist um- ferðarmenning okkar íslendinga fara stórum vax- andi, en alltaf er þó einn og einn maður, sem ekur þannig, að slys geta hlotizt af. Við slíku þurfa aðrir ávallt að gæta sín, hversu varlega sem þeir fara sjálfir. Þá er rétt að minnast á umgengni ferðafólksins, þar sem það áir á ferðum sínum eða fer um. Það er því miður of algengt, að fólk skilur eftir alls konar rusl þar sem það stanzar til að borða. Oft lítur þannig út á stöðum, sem að öðru leyti leyti eru sérstaklega vel fallnir til áningar, að ógerlegt er að setjast þar niður fyrir óþrifnaði, sem þeir er á undan komu, hafa skilið þar eftir. Þetta er ómenning, sem allir íslend- ingar ættu fyrir löngu að hafa lagt niður. Það er skylda að urða allt rusl og matarleifar, sem fólk vill losa sig við á slíkum stöðum. Raunar ætti að vera óþarft að minna á þetta, en reynslan sannar samt, að það er nauðsynlegt. Sama er að segja um þann ósið margra, að fleygja út um bílgluggann ýmiss konar drasli, á veginn eða við vegarbrúnina. Þetta er óafsakanlegur sóðaskap- ur, en því miður nokkuð almennur. Að sönnu þarf ekki marga til að „setja svip sinn“ á umhverfið með þessum hætti, en eftir þessu er heildin dæmd, t. d. af útlendingum, sem hér koma og eru sumir undrun slegnir yfir þessum óþrifnaði, þvi að slíkt þekkist varla með öðrum siðmenntuðum þjóðum. Þá eru og nokkur brögð að því, að óhlutvandir ferða garpar vinni bein náttúruspjöll þar sem þeir koma. Sú hætta er að sönnu minni þegar umferð er mikil. Slíkir náungar verða þá að sitja á strák sínum, af ótta við að til þeirra sjáist. En nauðsynlegt er að allir ábyrgir menn reyni að hafa auga með þeim, þar sem líkur geta verið til að þeir séu á ferð. — Verum öll sam- taka um það á ferðum okkar, að saurga ekki fóstur- jörðina. V 1S IR . Laugardagur 5, ágúst 1967. T? annsóknamefndin, sem John- *■ son forseti sklpaði til þess að rannsaka orsakir kynþátta- óeirðanna, er byrjuð að starfa, og hermdu fregnir, að fyrstu at- huganir hefðu ekki leitt neitt í ljós um samræmd samtök til þess að koma af stað óeirðum, heldur benti allt til, að fremur smávægiieg atvik hefðu leitt til þess, að upp úr sauð. En í fram- haldsfregnum var sagt, að lög- reglustjórarnir í Cincinnati og Cambridge i Maryland hefðu bor ið, að áróðursmanna hefði orðið þar vart rétt áður en tii upp- þota kom. Vafalaust leiða „yfirheyrslur" á fundum nefndarinnar til þess að sitthvað komi í ljós um or- sakimar, en fleira mun koma fram annars staðar, sem bendir til, að það kunni ag vera mjög hæpið að álykta neitt um, að „fremur smávægileg atvik" hafi orsakað uppþotin. Rætumar liggja djúpt eins og áður hefur verið vikið að í fréttum og grein um, og það er að minnsta kosti sannað mál ag blökkumannaleið togar eins og Rap Brown og Stokely Carmichael hafa flutt æsnigaræður, — ekki kveikt í húsum sjálfir, en vafalaust tendrað bál hefndarlöngunar í hugum ungra blökkumanna. 55 Máttur gegn ofbeldi44 ,Úf á götuna til Jbess að drepa hvita menn Það er mikiö djúp staðfest milli manna eins og dr. Martins Luthers Kings og Carmichaels til dæmis að taka. Dr. King vill friðsamlega, menningarlega þró- un, og er afstaða hans kunn af ýmsum fréttum og greinum hér í blaðinu fyrr og síðar, en hvem ig náungi er þessi Carmichael? ÞaÖ ætti að nægja til vitnis um hugarfar hans, að hann sagði í ræðu á ráðstefnu byltingar- manna í Havana nú í vikunni: „Blökkumenn í her Banda- ríkjamanna í Vietnam koma heim með reynslu og vel þjálfað ir og mun það koma að góðum notum, þegar farið verður út á götur bandarískra borga til þess að drepa hvíta menn“. Eins og kunnugt er var Car- michael á Bretlandi nýlega — en hann fær ekki leyfi til þess að koma þangað aftur. Til Kúbu fór hann án vegabréfsáritunar í Bandaríkjunum og verður vega- bréfið tekið af honum, er hann kemur heim. Margir velta fyrir sér, hvort fyrirskipanirnar um uppþotin hafi verið sendar út frá ein- hverri leynilegri miðstöð sam- taka — og þá hvort aöalstjóm- andinn sé enginn annar en Car- michael, en hann er, eins og segir í grein í Aftenposten í Osló, formaður í „Studenf non- violating coordination commit- tee“, þ. e. formaður stúdentasam taka til samræmdra aðgerða án ofbeldis. Rap Brown er annar forsprakki þesara samtaka, en það eru þessi samtök sem flagga meg það í heiti sínu, að þau vinni áð markinu „án ofbeldis“, og prédika um hiö „svarta veldi“ í Bandaríkjunum. „Enn virðast bandarísk stjóm arvöld ekki gera ráð fyrir, aö um miðstöð samtaka sé að ræða í áðurnefndum tilgangi, en þau gera sér ljóst hverjar afleiöing- ar þaö hefur er áróðursmenn þessara samtaka koma í heim- sóknir í blökkumannahverfi borganna, en enn sem komiö er eru þessir menn talsmenn lítils minnihluta, en hættulegs minni- hluta, sem vill á einu bretti ná fullum rétti blökkumönnum til handa — með byltingu. í tyrstu umferð er af hálfu bandarískra stjórnarvalda og annarra yfir- valda, ekki nema um eitt svar að ræða, að beita mætti gegn ofbeldi, — beita mættinum til að bæla niöur uppþot og halda öfgamönnum f skefjum, hvítum ekki síður en blökkum, eða hvít- um mönnum, sem kynnu að vopnast til sjálfsvarnar gegn mönnum hins „svarta veldis“. Allra hluta vegna er nauðsyn- legt fyrir stjómina, að hafa á- fram gott samstarf við hægfara blökkumenn í The National Association for the Advance- ment of the colourd People“, þ. e. landssamtökin til aukins þroska og velferðar hörunds- dökkra manna. (Einkennisstafir þessara samtaka eru NAACP)“. Stjómmáladeilur hafa bland- azt inn í umræður um þessi mál. Romney ríkisstjóri í Michigan hefur ásakað Johnson forseta og stjórn hans fyrir að hafa dregið óhæfilega að senda alrík- ishermenn á vettvang. Þvi er neitað í Washington. Þykja á- sakanir og gagnásakanir minna á, ag kosningar eru framundan í Bandaríkjunum. Romney er republikani og er oft nefndur sem líklegur til þess að veröa forsetaefni. En það er þungur róöurinn fyrir Johnson forseta, er hann reynir að hindra að jafnréttis- kæran fari fram af fossbrúninni og niður í straumiðu borgara- styrjaldar. (Teikningin er eftir Mauldin í Chicago Sun-Times, og undir henni stendur: Gamli Johnson („Old man Johnson, sbr. Old Man River) rær og rær ...). A. Th. Aðeins útvaldir komust að Félag íslenzkra ieikritahöfunda sendi nýlega frá sér mótmælaorð- sendingu þar sem þeir töidu sig hafa verið snigengna á norræna leikstjómarnámskeiðinu, sem hald- ið var hér i Reykjavík í maímánuði s.l., en sem kunnugt er fluttu ýms- ir heimsfrægir leikhúsmenn. leik- stjórar, og leikritahöfundar fyrir lestra á námskeiði þessu og um- ræöur fóru fram. Nú hefur blaðinu borizt athuga- semd frá formanni og ritara undir- búningsnefnda: norræna leikstjóm arnámskeiðsins þeim Guðlaugi Rós inkranz og Sveini Einarssyni, þar sem segir: Vegna mótmæla Félags islenzkra leitritahöfunda út af norrænu leik- stjórnarnámskeiði, sem haldið var hér í vor og kennt er við bæinn Vasa í Finnlandi, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: í mótmælum félagsins gætir grundvallar misskilnings á eðli þessa námskeiðs. Hér var ekki um að ræöa opinbert leikhúsþing, held ur námskeið fyrir unga norræna leikstjóra. Fjöldi þátttakenda var mjög takmarkaður og þeir valdir úr stórum hópi umsækjenda. Undirbúningsnefnd námskeiðsins hér fvlgdi öllum þeim reglum sem gilt hafa á hinum Norðurlöndunum um skipulaghinau þes'. Þó var gerð sú undantekning, aö því leik- húsfólki, sem þess óskaði var gel'- inn kostur á að hlýöa á fyrirlestra sem haldnir voru á námskeiöinu Allmargir notfærðu sér þetta, þar á meðal nokkrir leikritahöfundar. Guðlaugur Rósinkranz formaður undirbúningsnefndar. Sveinn Einarsson ritari nefndar- innar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.