Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 4
—................................... |B|. V inkonur Marlon Brando James Bond harður í horn að taka því tækifærið var allt of gott til þess að láta sér þaö úr hendi sleppa. „Eh — hemm. Hvert verður næsta James Bond-verkefni yð- ar?“ „Þau verða sko ekki fleiri. — Fimm slíkar myndir eru alveg nóg!“ „Líkar yður persónan ekki leng ur?“ „Ég sagði, að fimm væru nóg!“ „Útlit yðar ber vitni þess, að einhverjar nýjar myndir eru í vændum. Hverjar eru þaö?“ „Hvaö hárinu og börtunum við kemur, þá hef ég safnað þeim vegna næstu myndar minnar, sem er kúrekamynd. Einhvern tíma á næstunni verður hafinn leikur í henni í Mexíkó. Ég er sjálfur einn af framleiðendunum. — Ed- ward Dmytryk verður leikstjóri. Punktur“. Það var lítið meira, sem blaða- maðurinn hafði út úr leikaranum meðan hann elti hann að leigu- bílnum. Aðeins það, að jafnvel James Bond ætti fullan rétt á að hafa sitt einkalíf í friði! Jú. þetta væri í fyrsta sinn, sem hann væri í Osló, og hann væri ekk- ert sérlega hrifinn af veðrinu Bless! Það þarf þó ekki meira til þess að gleðja blaðamannshjartað, sem lét kaldar kveðjur hans engin á- hrif hafa á sig. Upp á blað og eftir 15 mínútna pikk á ritvél- ina afhenti hann hróðugur rit- stjóranum sínum stórfréttina sína. TTm þessar mundir er Marlon Brando staddur f París, en þessi frægi kvikmyndaleikari, sem vegna framkomu sinnar hef- ur verið kallaður vandræðabarn Hollywoods nr. 1, er ógiftur eins og stendur. Það hefur því varla liðið sá dagurinn, að hann hafi ekki verið orðaður við nýja og nýja stúlku, en kynnin virðast yfirleitt hafa verið stutt. Nú hafa flestir slúðurdálkahöfundar kom- ið sér saman um, aö hann um- gangist einkaritara sinn á þann hátt, að þar hljóti eitthvað að búa á bak við, enda er hún eini kvenmaöurinn, sem hann hefur umgengizt lengur en nokkra daga i einu — síöustu mánuðina, Síð- ast var hann giftur Anna Kashfi. Þegar hann hefur verið spurður um samband þeirra, hefur hann eðlilega brugðizt hinn versti við og neitað að segja nokkuð þar um. Þessi mynd er tekin af þeim fvrir nokkru og varla hefur hún gefið tilefni til orðrómsins. Sarita Mendez, en svo heitir einkarit- arinn, er mexikanskur ríkisborg- ari, en til helminga er hún að uppruna frá Asíu. Dulbúinn laumaðist Sean Connery á milli húsa. Kná Forbab'ist að vekja athygli i heimsókn til Osló að er ekki aðeins á hvíta tjald- inu, sem Sean Connery er harður í horn að taka og lætur ekki uppi- annað en þaö, sem hann sjálfur vill, þótt klipinn sé með glóandi töngum. Því komst hann að raun um norski blaða- maðurinn, sem ætlaði sér að ná frétt lífs síns, þegar hann sá hetjuna úr James Bond-kvik- myndunum stíga út úr flugvél í Osló. Þetta var nokkuö naskur ná- ungi, þessi blaðamaöur, og hann hafði þekkt Sean Connery í gegn- um dulargervi hans. Án þess að hafa gert nokkur boð á undan sér, kom Connery til Osló, — í fyrsta sinn á ævi sinni. Með eld- rautt bindi um hálsinn, síða barta og hár, sem náði niður á flibba, var ekki svo gott að þekkja hann. Sérlega breytti yfirskeggið útliti hans mikið. Hann leit út eins og eitthvert sambland af mexikönskum uppreisnarforingja og Groucho Marx. Þegar blaðamaðurinn hafði klipið sjálfan sig í handlegginn til þess að fullvissa sig um, að þetta væri ekki draumur, hraðaði hann sér í áttina til kvik- mvndahetjunnar. „Hvaða erindi getur James Bond átt til Osló? Er SPECTRE (höfuðandstæðingur 007 í Band- myndunum) með einhverja deild hér?“ Blaðamaðurinn brosti elskulega til Connerv, um leið og hann dró unn vníabókina og blýantinn. — Hann var þegar farinn aö gera sér 1 hugarlund fvrirsögnina í blaðinu sínu daginn eftir — og ritsHórinn! Sá yrði ánægöur! „É’ er hér algerlega í EINKA- erindum“ sagði leikarinn og svip hrigðin og hl’óðfallið gáfu fylli- lega til kvnna að hann var ekk- ert sérlega skrafhreifinn þessa stundina. Ef til vill hefur honum líka gramizt það, að svo auð- veldlega hafði verið séð í gegn- um dulargervið. Þáð kom á aumingja blaða- manninn. „Naumast hann er hvass!“ En hann herti sig þó upp, ^ Haustannir í Það er furöulegt að sjá /' hvemig borgarbragurinn breyt- ist, þegar skólaæskan fyllir allt Íí einu kaffihúsin og gengur hávaðasöm, ánægö og áhyggju- laus um götumar í miðbænum. Bókabúðirnar og ritfangaverzl- anir efu fullar af skólafólkinu sem er að útbúa sig fyrir vetr- Íamámiö. Og svo jafnframt hin- um hefðbundnu skólum, þá eru það dansskólar, en ef marka má umtalið og auglýsingamar, þá virðast dansskólar vera um- fangsmiklar stofnanir í henni Reykjavik. Það mætti halda, að obbinn af fólki stundaöi ein- hvers konar dans eöa jass- ballett, eöa hvað þaö nú er. Kannski fólk viiji heldur læra Judo, sem nýtur ekki svo lítilla vinsælda, en keppzt er við að auglýsa hvort tveggja. Málverkasýningar tilheyra nú ekki lengur vetrinum eingöngu, því að það má segja, að tvær og þrjár listsýningar hafi staðið samtímis ailt árið. Hvað skyldu annars vera margir „listmálar- ar“ í landinu, eða skyldi vera nokkur leiö að koma tölu á öll iistaverkin, sem hafa verið til sýnis og sölu á árinu? Ef meta mætti menningarstig þjóðarinn- ar í beinu hlutfalli eftir grósk- unni í myndlistinni, þá erum við vafalaust háþróaðasta þjóð sem finnst á jarðkringlunni. Með haustinu hefst einnig leikstarfsemln hjá leikhúsum borgarinnar, og það er að sjá, sem við eigum margt skemmti- legt i vændum á fjölum leikhús- anna í vetur, m.a. ný verk ís- lenzkra höfunda, en slíkt vekur alltaf forvitni og eftirvæntingu. En ýmislegt það, sem áður taldist til haustanna, viröist glata vinsældum, eins og t. d. sláturgerðin, en þær fréttir ber- ast, að slátursala hafi veriö með minna móti. Er illt til þess að vita, að sú hefð húsmæðra að gera slátur til vetrarins sé að breytast, því að slátur er talinn hollur og góður matur. En sagt er að ungu húsmæðrunum þyki þægil. að kaupa bara einn og einn sláturskepp eftir hendinni úti í næstu búð. Svona breytast ) lífsvenjurnar, en vonandi kemst ^ það í tízku aftur, að húsmæður t nýti sláturafurðirnar, því slátur- / gerðin er svo þjóðlegur heimil- } isiðnaður, sem ungar húsmæður 1 ættu að hafa í heiðri, enda er t heimabúiö slátur mjög ódýr / matur. / En á haustin byrja veður \ einnig að gerast válynd, svo að i slysahættan eykst í umferðinni, / svo einnig í lofti og á Iáði, svo J ag veðrabrigðum haustsins ber ) að mæta með gát. Dimmviöri með snöggri ísingu á vegum er t vetrarboði, sem hvert haust ’ kemur mörgum á óvart og veld- ' ur miklu tjóni og sárindum bíl- ^ eigendanna, þó ekki sé meira sagt. f Venjur okkar og svo veðrátt- / an gera sitt. til að árstíðaskipt- I in fara ekki fram hjá neinum. \ Þrándur í Götu. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.