Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 7. október 1967. Nýútskrifaðir leiknemar hefja sýningar í Lindarbæ A LITLA SVIÐINU í Lindar- bæ eru nú aö hefjast sýningar á tveimur einþáttungum. Báðir Yfirborðiö. Frá vinstri: Margrét Helga Jóhannesdóttir sem Hetty, Auöur Guömundsdóttir sem Harriet, Anna Guðmundsdóttir, Marg- aret, og Guörún Guðlaugsdóttir sem Maggie. I s \ I t I I I I eru þeir eftir bandaríska höf- unda, en gjörólíkir aö efni: YFIRHORÐIÐ, samiö 1913 af skáldkonunni Alice Gerstenberg, og sem kom fram á sjónarsvið bandarískrar leikritunar fyrir fyrra stríö og DAUÐI BESSIE SMITH, eftir Edward Albee, sem nú er eitt kunnasta leik- skáld Bandaríkjanná. En upp- tökin að samningu þessa þáttar eru atvikin kringum dauöa þess- arar frægu negrasöngkonu, áriö 1937. Leikurinn er hins vegar saminn 1959 og hefur veriö sýnd ur víöa. Meö þessum verkefnum hefur nýr leikflokkur feril sinn, „Leik- flokkur litla sviösins“. — Þar eru á ferðinni tíu ungir leikarar sem útskrifuðust úr Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins í vor. Þessir þættir voru prófverk- efni nemendanna í vor og er það nýmæli að leikskólanemar æfi þannig heil verk til prófs. Prófsýningin í vor þótti tak- ast vel og hefur það nú æxlazt svo að nemendurnir hafa stofn- að meö sér sjálfstæðan leikflokk og Þjóöleikhúsið lánar þeim sviðiö i Lindarbæ til afnota. Kevin Palmer hefur leiðbeint lcikurunum viö uppsctninguna og veröa þættirnir frumsýndir á fimmtudaginn. Margrét Jónsdóttir hefur þýtt Dauöa Bessie Smith, en Siguröur Skúlason annaðist þýö- ingu á Yfirboröinu. Búningateikningar fyrir Yfir- boröið annaðist Una Collins, en varðandi leikmynd segir leik- stjórinn í efnisskrá: „Sýningunum er meö vilja þannig hagað aö þar sé sem minnst af leikmunum, leiktjöld- um og þvi um líku, meö þaö fyrir augum aö nemendumir Sviösmynd úr „Dauða Bessie Smith“: Jónfna Jónsdóttir, hjúkrunarkonan, Hákon Waage sem Jack, Siguröur Skúlason sem Bemie og Jón Gunnarsson sem hjúkrunarliðinh. og gestirnir neyti ímyndunar- afls eftir tilfellum.“ Leikflokkurinn hefur samiö við Þjóðleikhúsið um afnot af Tjamarbæ fram til 1. febrúar og hefur leikflokkurinn þegar valiö sér annað verkefni, Billy lygari, eftir Keat Waterhouse og Willy Hall. Mun Eyvindur Erlendsson setja Billy lygara upp með flokknum einhvem tíma fyrir jólin. Ef vel gengur verður samn- ingurlnn við Þjóðleikhúsiö um afnot af litla sviðinu framlengd- ur og ef tll vill fleirl verkefnl tekin tU meöferðar. Stjóm leikflokksins skipa: Hákon Waage, Jónína Jónsdóttir og Siguröur Skúlason, en auk þeirra skipa flokkinn: Auður Guömundsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Anna Guömunds- dóttir, Guörún Guölaugsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Jón Gunn- arsson og Ketill Larsen. Flestir leikendanna hafa komið fram áður í leikritum Þjóöleik- hússins, en glíma nú í fyrsta sinni viö meiri háttar hlutverk. Siguröur, Jón og Hákon £ hlutverkum sínum,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.