Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 9
V1 SIR . Laugardagur 7. október 1967. 9 • VIÐTAL DAGSINS ER VIÐ JÓHANNES SIGUROSSON Á AKRANESI Jjað er ekki á hverjum degi, sem ég legg leið mína með Akraborg yfir Faxaflóa til Akraness, og sízt að ég á því ferðalagi fái tækifæri til að komast í snertingu við sjóhetju á áttræðisaldri, sem allt frá fyrstu bernsku hefur alið aldur sinn á Skaganum og er þar ennþá. Ekki hefði ég þó, eftir útliti, gera ráð fyrir að aldurinn væri svo hár, en það er eins og þessir veðurbitnu sjósóknarar gleymi stundum að verða gamlir, bæði í útliti og hugsunarhætti. „Stýrir óringur starfsforingi — Og þér lánaðist að fá liö- storms með kynngi hrönnin blés. tæka menn til að stíga um borð Þróttarslyngur — Þveræingl — hjá þér? um þorskabingi — Jóhannes". — Já, það skapaði engan vanda, enda þótt ég segi sjálfur — Hann heitir Jóhannes Sig- urðsson. Faðir hans var Sigurð- ur Jóhannesson, en móðir Guð- rún Þófðardðttir. — Hún var ættuð af Akranesi. —' Móöir hennar var dóttir Tómasar Zoega, sem drukknaði á leið héðan til Reykjavikur og var þá að flytja einhvem útlending. Þessi for- faðir minn bjó á Bræðraparti á Akranesi. — Þú ert með öðrum oröum hreinræktaður Skagamaður og þekkir þróunarsögu byggðarinn- ar syo langt sem þú manst til? — Já, það geri ég. — Hvemig var umhorfs á Akranesi þegar þú varst dreng- ur að leika þér þar í fjömnni? — Þ'ettá var ósköp lítilfjör- legt pláss — og ekki gott að gefa þar inn neina glögga eða tæmandi lýsingu. Húsin stóðu nokkuð dreift, vora flest bæir með torfþökum. EitthvaÖ mun þó hafa verið komið af betri íbúðarhúsum. Götumar voru mjög slæmar og kolamyrkur á vetrarkvöldum og þó sérstak- lega á haustin, þegar auð var jörð og þungbúið skýjafar. — Þaö hefur þá verið gott að gera strákapör án þess að vera staðinn að verki? — Já, sjálfsagt hefur það ver- ið og ýmsir notað sér, en ég held að ég hafi aldrei verið mjög aðgangsharður á þvf sviði. — Þú sagðist hafa alizt upp á Akranesi? — Já, til 8 ára aldurs að Bræðraparti, en þá fluttum við að Sýruparti, það er dálítið of- ar á Skaganum og þar var ég fram til þess tíma að ég gifti mig. Konan mín hét Guðmunda Sigurðardóttir frá Innri Hólmi. — Byrjaðir þú snemma að stunda sjó? —• Ætli ég hafi ekki verið 10—11 ára, þegar ég byrjaði í grásleppunni á lítilli skektu með öörum strák á svipuðu reki. Faöir minn átti 6 manna for- áraskip, sem hann hélt úti til veiða. Með honum fór ég að róa á lúðu 13 ára gamall — það var kallað að fara í „legu“. Svo fór ég á skútu 15 ára gam- all og var þar tvö heil sumur til hausts og eina vetrarvertíð. Þá hætti ég því vegna þess að faðir minn bilaöist á heilsu og varð að hætta að róa á sex raaraa farinu sínu. Tók ég þá við formennskunni alveg óvan- ur, en það lánaöist ágætlega. Ég stundaði þessa róðra nokkur haust. Þetta var síðasta ára- skip, sem róiö var frá Akranesi. — Þú hefur nú verið ungur þegar þú réðist í þennan vanda? — Já, ég var innan við tví- tugt. .. mmi SJOMANNSÆVIN ER SU SKEMMTILEGASTA SEM TIL ER frá báru ekki aðrir meira úr býtum. — Eftir að ég hætti róörum á árabátnum var ég um tíma há- seti á mótorbát frá Sandgerði — þó ekki lengi. Veturinn 1921 var ég svo ráð- inn formaður á bát, 11 tonn að stærð, — Einar Þveræing. Sú útgerð gekk fádæma vel — og eftir þetta var ég vélbátafor- maður í 30 ár. Hjá Ólafi heitn- um Bjömssyni í 14 ár, en Þóröi Ásmundssyni i 16 ár — eða rétt ara sagt formaður á bátum sem þeir gerðu út. Að vísu ekki allt- ánægðir með mig. Eftir að ég hætti formennsku var ég um tíma vaktmaöur í togurum og geröi svona eitt og annaö i landi. Svo fyrir fáum áram handleggsbrotnaði ég svo illa að síðan hef ég ekki verið til mik- illa stórræða. Dálítið hef ég stundað grásleppuveiðar á trillu, sem ég á, og verið þá einn. — Hefur þú aldrei lent í svað- ilferöum í þínum sjóferðum? Og sýnst að sem skammt mundi milli lífs og dauða? — Nei, ekki meðan á sjóferð- inni stóð, ég fann aldrei til ótta. ............... * ---............ » W »»»>>»»»< Jóhannes Sigurðsson. af með sömu bátana, það fór eftir ýmsum atvikum og þeirra ákvöröun, þó ætíð í samráði við mig, hvar mér skyldi i rúm skip- að, og þá oftast betri báta en ég áður hafði verið með. — Það segir nú nokkuð um þína verkhæfni sem skipstjóri, að þú skyldir svo lengi vera á sama útvegi? — Ég veit það ekki, en ég held þeir hafi verið sæmilega Hvort ég hef verið svoná hraust ur á þessu sviði frá náttúrunnar hendi skal ég ekki segja. En ég hef oft fundið til þess síðan. hvað litlu mun stundum hafa munað að ég legöi ekki aftur land undir fót. Það er kannski vegna þess', að þegar maður er kominn til aldurs sér maður ýmislegt i öðru Ijósi og er ef til vill raunsærri. — Ég get sagt þér frá einu atviki, þá reri ég frá Sandgerði og þá gerði ofsaveður á suö- vestan. Brimið var geigvænlegt og þeir. sem í landi vora töldu þess li’tla von að neinn þeirra báta er á sjó voru mundu kom- ast að landi og skipshöfnin lífi halda, enda fórust tveir Sand- gerðisbátar þennan dag. — Segja má, að hjá okkur gæti ástandiö illa verra verið. Vélin var í megnasta ólagi, þann ig að hún var alltaf að skipta sér fullt aftur á, — og vélamaö- urinn varð að liggja á hnjánum og hafa hönd á skiptingunni því nær alla landleiðina. — Þetta tel ég vera versta veður, sem ég hefi mætt á mjó. Að síöustu komumst við þó inn á Keflavík og þá var okkur borgið. Daginn eftir var komið mjög gott veöur og fórum við þá út til að huga að línunni, en við áttum 8 bjóð í sjó. En þegar kom út á móts við Gerðhólma var dálítil undiralda, en ennþá logn — og þá byrjuðu sömu vandræðin með vélina. Ég sá nú aö tilgangslaust var að hugsa um línuna og þar sem enginn möguleiki var að fá gert við í Sandgerði ákvað ég að fara til heimahafnar, Akraness. En þeg- ar við voram komnir því nær miöju vega fór skiptiteinninn sundur og skrúfan snerist hlut- laus. Svo þarna voram við alveg stopp. Tók þá vélamaðurinn það ráð að taka spýtur og setja öxulinn fastan í samband við vélina. Svo var sett í gang og þá vann vélin aftur á. — Hann stoppar aftur og breytir öxlin- um og þá hafði vélin áfram, og eftir það gekk ferðin vel heim á Akranes. Þar var á bryggju margt manna, er bjuggust við að þar væri á ferö „Hera“, bátur í eigu Þórðar Ásmundssonar, en því miður varð ég að segja þá sorgarsögu, að ekki mundi þurfa að vænta þess farkosts að landi framar — því við vorum þar skammt frá, þegar báturinn fórst. — Ég hygg, aö þessi sjó- ferð hafi sýnt öðrum fremur nærvera dauðans en nokkur önn ur, sem ég hef farið um ævina. En eins og þú getur skilið, þá voru 11 tonna bátar engin haf- skip — og þurfti mikla aðgæzlu til þess að forða áföilum, væri vont í sjóinn — og ‘ég mundi segja, aö hefði maður borið sí- felldan ótta i brjósti til þess sem hent gæti hefði verið, sæmst aö sitja í landi, a. m. k. taka ekki á sig þá ábyrgð sem for- mennsku hlýtur jafnan að fylgja. — Mín ævi hefur verið sjómannsævi og ég held að hún sé sú skemmtilegasta ævi, sem til er. Lífið er tilbreytingaríkt — gleðin ag koma heim til konu og barna óblandin — snauður hversdagsleiki lífsins er sjó- manni því nær óþekkt fyrirbæri. — Áttuð þið hjónin mörg böm? — Við áttum 5, fjórar dætui og einn son, sem gekk meö ó- læknandi hjartasjúkdóm og dó ungur. — Konu mína missti ég svo fyrir þremur árum og síðan hef ég verið einbúi, þ. e. a. s. ég bý í eigin húsi og leigi tveim einhleypum mönnum. Þetta er ekki vegna þess að ég geti ekki fengið aö vera hjá dætrum mín- um, þær eru mér mjög góðar, og þeirra fólk, enda ég þar oft heimagangur, en mér þyku betra að hafa þetta svona með- an ég er ekki aumari en ég er. — Þegar þú svo berð saman sjómannsævina á sexmanna far- inu hans föður þíns — Einari Þveræing — og til dæmis nú á skipi eins og Reykjaborg eða öðrum þessum nýju skipum veiðiflotans? — Þaö' liggur svo langt bi) þar á milli, góði minn, aö það verður ekki brúað í stuttu blaða viðtali. Ef til vill getum við rabbaö um þann samanburö síð- ar. — Haföir þú engin kynni al Haraldi Böðvarssyni útgm.? — Jú, og þau góð. Fyrsta ár- ið, sem ég var í Sandgerði, þá bauð hann mér, ef ég vildi koma til sín eftir mfna fyrstu vertfð þar. Þrjá hluti, sem var einum hlut meira en þá, tíðkaðist að greiða skipstjórum. En ég kunni Framn .á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.