Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 2
\1 V I S IR . Laugardagur 7. október 1967. TOM JONES: Oskin Nú lítur Tom Jones öðrum aug- um á lífið, en þegar hann söng á gamalli verkamannabúllu fyrir sultarkaup. „Nú gerast hlutirnir svo hratt, að ég get ekki einu sinni fylgzt með, hvað ég græði mikið“, segir hann skælbrosandi og ræöur varla við sjálfan sig fyrir kæti. „Ég veit bara, að ég græði miklu meira en áður fyrr. Alveg æðislegar upphæöir". Hljómar gerðu fróbæra upptöku í London. I útvarpsþættinum Á NÓTUM Æ .KUNNAR heyrðist fyrir nokkru síðan lag eitt af hljómplötu, sem væntanleg er meö HLJÓMUM. — Þetta er tólf laga hljómplata, sem hljóðrituð var f stereo í einu full- komnasts hlióðritunar„stúdíó“ i London. HLJÓMAR unnu að bessari plötu i allt sumar og fóru svo utan í byrjun september og tók hljóðrit- unin brjá daga. Platan er væntanleg i byrjun nóvember og getum við hennar nán ar, þegar þar aö kemur. £n þetta skeði ekki allt á einni nóttu. Eftir margar misheppnað- ar tilraunir til að verða vinsæll söngvari, fór hann til London, þar sem hann sló I gegn með laginu „It’s not usual". „Mig langaði til að veröa söng- stjarna. Ég hélt ég gæti það. Þegar fyrsta platan mín brást, var ég ekki viss. Hlutirnir skeðu ekki nærri eins auðveldlega og ég hafði óskaö mér. Samt var þaö þess virði að gefast ekki upp“. Og Tom Jones heldur áfram: „Nú get ég látiö pabba hætta að vinna í námunni — og hann þarf aldrei framar að gera annað en það sem hann langar mest til í þaö og það skiptið. Þaö er dálítið skrýtið, en nú viröist svo margt fólk þekkja mann. Ég var alveg undrandi á þessu fyrst stað. vegna þess, að ég bjóst ekki viö þessu. Ég sat inni á bjórkrá skammt frá Covent Garden ekki alls fyrir löngu. Þetta var á mánudegi — og þaö voru svo margir sem keyptu drykk handa mér, að það var alveg brjálæði. Ég hafði aldrei á ævi minni séð þetta fólk áður, en samt var það alltaf að kaupa glas og glas handa mér — sagðist hafa séð mig í sjónvarpinu. Ég efast um að fólk sé svona indælt í heimabæ mínum. Eitt finnst mér alltaf jafn skrýt- ið. Það er að geta heyrt sjálfan sig syngja í útvarpinu — eða hvar sem er. Það fylgir því mjög góð tilfinning. Ég ætla að halda þessu áfram miklu lengur. Ég er ekki spennt- ur fyrir því að vinna fyrir svo og svo miklum stafla af peningum og hætta svo að syngja. Ég myndi halda þessu áfram, þó svo að allar plöturnar mínar misheppnuð- ust. Þetta er vinna við mitt hæfi, en ég vil endilega að fólk meti mig að verðleikum, sem söngvara — og ég vil líka syngja þau lög, sem mér finnst falleg. Mig langar ekkert til að vera með eilífar áhyggjur út af því, hvort fólki líki það sem ég er að gera eða ekki. Sumir söngv- arar syngja lög, sem þeim lízt ekkert á, vegna þess að þau eru líkleg til að seljast. Þetta finnst mér alveg út í hött“. — Hvað með sviðsframkomuna. — Af hverju allar þessar arm- sveiflur? „Maður verður að hreyfa sig mikið á senunni. Því meira sem maður hreyfir sig, því betur und- irstrikar maður það, sem maður er að syngja um. Persónulega held ég að þetta hafi mikið að segja“. Tom Jones eykur nú óðum vin- sældir sínar, bæði meðal táninga og fullorðinna. Lögin „Green, Green Grass óf' Home“ og „I Will Never Fall In Love Again“ hafa skapað honum enn meiri vin- sældir, og má eflaust með sanni segja að hann sé vinsælasti söngv- ari Bretlands nú í dag, og þótt víðar væri leitað. ðf BÍLAR Seljum I dag og á morg- un, laugardag, úrval af vel með förnum notuðum evrópskum bílum. Hag- stæð kjör og greiöslu- skilmálar. Taunus ’65 Consul Cortina ’65 Opel Rekord ’64 DKW ’65 og ’63 Triumph ’64 Opel Caravan ’62 Opel Rekord ’62 Chrysler- Hringbraui 121 umboðið simi 106 00 ~k Fréttir bárust um það í vikunni, að lögreglustjórinn í Sanaa í Yemen hefði verið dæmdur til lífláts. — Stjómarkreppa er þar og honum kennt um manntjón, sem varð, er skotiö var á fólk sem var á mót- mælafundi, en slíkir fundir hafa nú verið bannaðir. ic Blaðið A1 Ahram i Kairo (mál- pípa Nassers) segir að egypzka herliðið i Sanaa (höfuðstað lýðveld- isstjómarinnar í Yemen) verði flutt þaðan næstu 10—12 daga, — en blaðið gefur í skyn, að það verði sent þangað aftur, ef lýðveldis- stjórnin óski þess, eins og skylt sé, samkvæmt gildandi vamarsátt- mála milli landanna. ★ U Thant framkvæmdastjóri S.p. hefir fengið bréf bæði frá rflds- stjóm Israels og ríkisstjórn Sýr- lands. — Ríkisstjóm ísraels segir, þjálfaða hermdarverkamenn frá Sýrlandi hafa verið senda inn I Israel til undirróðurs og hermdar- verka, en stjóm Sýrlands sakar ísr- ael um að koma upp Gyðinganý- lendum á hertekna, sýrlenzka land- svæðinu. ★ Samveldisnefnd, sem fylgzt hef- ur með þjóðaratkvæðagreiðslunni í Gíbraltar, hefir lýst yfir, að hún hafi I öllu farið heiðarlega fram. I nefndinni áttu sæti menn frá Pak- istan, Nýja Sjálandi og Jamaica. ic Sagt var í gær frá nýjum árás- um á Norður-Vietnam, m. a. á brú í miöri Haiphong. í fréttum frá Saigon er ekki sagt frá flugvéla- tjóni, en útvarpið í Hanoi segir, að 6 flugvélar hafi verig skotnar nið- ur. ic Brezki ambassadorinn 1 París ræddi í gær við de Gaulle forseta. Engin tilkynning var birt eftir fund þeirra. •k Lester Pearson forsætisráðherra Kanada hefir lýst yfir, að hann sé mótfallinn öllum ráðageröum um aukin not kjamorkuvopna til varna og komi tillöigur í því efni fyrir ráðherrafund NATO, greiði Kan- ada atkvæöi gegn þeim. ~k Nýlega var sagt i fréttum frá viðræðum um að Tyrkland fengi kjamorkujarðsprengjur til þess að leggja í jörðu í fjallaskörðum, til varna, ef til þess kæmi að innrás yrði gerð í landið. ★ Robert McNamara hefir frá mánudegi í næstu viku að telja, frestað framkvænid allra hemaðar- legra samninga, nema þeirra, sem. varða Vietnam-styrjöldina. — Af þessu leiðir að bygging hermanna- skála í Bandaríkjunum stöðvast svo og framkvæmdir við önnur hemaðarleg mannvirki o. fl„ og er þetta gert vegna óvissunnar um, hvaða fé sambandsstjórnin fær heimild til að verja til slíks. ★ Bandaríkjastjórn hefir miklar á- hyggjur af því, að Frakkar hafa selt til Perú herþotur, sem fljúga með margföldum hraða hljóðsins, hinar fyrstu, sem seldar hafa verið til Suður-Ameríku. Óttast hún, aö salan leiöi til vígbúnaðarkapp- hlaups í álfunni. Hún hefir áður lagzt gegn því, að brezkar herþot- ur væru seldar til Suöur-Ameríku. Einnig hefur frétzt, aö Frakkland eigi í samningum um sölu á 50 skriðdrekum til Argentínu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.