Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 16
VISTR Laugardagur 7. október 1967. Forsætisráðherrafund urinn hefst í dag Dr. Ripley 1 dag hefst fundur forsætisráö herra Norðurlandanna að Hótel Sögu. Búizt er við að ráðherrarnir ræði meðal annars Loftleiðamálið, , en önnur mál á dagskrá fundarins eru sameiginleg efnahagsmál Norð urlanda og aðild Færeyja að Norö urlandaráði. Mun sérstök nefnd ræða aðild Færeyja á meöan á for- sætisráðherrafundinum stendur og mun Gunnar G. Schram, ráðunaut ur í utanríkisráðuneytinu sitja þá nefnd af íslands hálfu. Forsætisráðherrar Finnlands, Danmerkur og Noregs komu til landsins með þotu Flugfélagsins í nótt, en búizt var við forsætis- ráðherra Svía Tage Erlander til landsins klukkan 2.10 e. h. í dag. Ráðherrafundurinn heldur áfram á morgun. RANNSAKAR FUGLALIF í SURTSEY OG ÁINDLANDI Forstjóri Smitsonian-stofnunarinnar i boði Islenzk- ameriska félagsins hér — Hann hefur veitt styrki til Skaftafells og Surtseyjarrannsókna Dr. Dillon Ripley, forstjóri hinnar frægu bandarísku vís- indastofnunar Smithsonian Inst- tution i Washington, er stadd- ■r hér í Reykjavík, ásamt konu sinni, í boði Islenzk-ameríska fé- lagsins, og hélt hann ræðu í gærkvöldi á árshátíð félagsins að Hótel Sögu, í tilefni dags Leifs Eiríkssonar. »•••••••••••••••••• | „Þeir kölluðu mig skrýtna stýrimanninn ' — stutt viðtal við Svein Björnsson, listmálara sem opnar málverkasýningu i Bogasalnum i dag — Hefurðu í raun og veru séö huldufólk Sveinn? — Já, ég er alinn upp á Langa nesi og þar er mikið af huldu- fólki. — Hvernig lítur það út. Er það eins og venjulegt fólk? — Það er bláklætt. Svo mundi ég segja að það væri ekki eins efniskennt og við erum. — Og þú málar þetta fólk? — Ég reyni að ná þeim áhrif um f málverkið sem þetta fólk hefur á mig. Það hefur haft mik- il áhrif á mig. — Þú byrjaðir ekki þinn mál- araferil á því að mála huldu- fólk? —Nei. Ég byrjaði minn mál- araferil þegar ég var á sjónum. Þá var ég stýrimaður á togara frá Hafnarfirði og málaði í frí- stundum. Þeir kölluðu mig skrýtna stýrimanninn. — Og síðan? — Og síðan hef ég málað. Reyndar hefi ég alltaf unnið ar. i að starf jafnframt málverkinu. en ég hef málað síðan. — Hvað hefur þú helzt mál- að? — Það sem mig hefur langaö til að mála. Um tíma málaði ég landslag, en það átti ekki við mig ... ég kann betur við fantasíuna. Ég málaði talsvert af myndum við Kleifarvatn hérna einu sinni, en ég fór allt- af út fyrir rammann og málaði meira frá mínum hugmynda- heimi, en það var gott að mála við Kleifarvatn. Það er mikið af huldufólki við Kleifarvatn. —Þú hefur þá séð huldu- fólk? — Þó ég sæi það ekki, fann ég til návistar þess. Við erum stödd í Bogasal Þjóð minjasafnsins, en þar er Sveinn Björnsson listmálari að hengja upp myndir sínar. Litlar og stórar myndir, sem sýna okkur ljóslega inn í hugarheim lista- mannsins. Sveinn hefur haldið margar sýningar áður, bæði hér i Reykjavík og úti á landi. Ekki má heldur gleyma að minnast þess, að Sveinn hefur um margra ára skeið sýnt meö list málurum í Danmörku og í fyrra prh á b) 10 Á fundi með blaðamönnum sagði dr. Ripley lauslega frá Smithsonian Institutution, sem starfrækir fjölþætta rannsóknar starfsemi, og gefur út fjölda vís indarita. Allflest söfn Banda- ríkjastjórnar í Washington heyra undir stofnunina, og voru gestir á hinum ýmsu deildum safnanna í Washington á s.l. ári um 15 milljónir. Dr. Ripley er einn af stofnendum World Wildlife Fund, sem nýlega veitti ríflegan styrk til kaupa á Skaftafelli í Öræfum, en þar sem hann mun aðeins dveljast hér í nokkra daga getur hann ekki heimsótt Skaftafell að þessu sinni. Hins vegar mun dr. Ripley væntanlega fljúga til Surtseyjar, en hann er mikill áhugamaður um Surtseyjarrann sóknir og sagðist hann telja nauösynlegt að alþjóðleg rann- sóknarstofnun undir íslenzkri forustu héldi uppi rannsóknum á Surtsey og þróun dýra og gróðurlífs þar. Kvaðst hann hafa mikinn áhuga á rannsókn um á afskekktum eyjum og eyja klösum, en hann hefur unnið mjög mikið að rannsóknum á fuglalífi í Suöurhafseyjum og á Indlandi og mun bráðlega gefa út bók um indverska fugla, sem fyllir 12 bindi. Dr. Ripley hefur starfað lengst af sem prófessor og safn- stjóri við Yale háskólann síðan hann lauk doktorsprófi frá Har- vard árið 1953. Dr. Riplev og kona hans munu fara héðan 9. okt. v.v.w.v.v.v.v.w.w/, VÍSIR í vikulokin jj fylgir blaöinu I dag. :■ v.v.v.v.v.v.v.w.v.v.v Jens Otto Krag Per Borten Rússnesk hamars- högg á Seyðisfírði Rússnesk hamarshögg heyrast nú aftur á Seyöisfirði. Þangað kom stórt rússneskt viðgerðaskip í gær með reknetaskip í eftirdragi og er unnið að viðgerð á því á Seyðis- firði. Rússar fylgja síldargöngunni á mjög stórum síldarflota, bæði rek- netaskip og hringnótaskip. I fyrra samdist svo með yfirmönnum rússneska sfldveiðiflotans og bæjar stjórn Seyðisfjaröar aö síldveiði- skipin rússnesku fengju að koma inn til Seyðisfjarðar eftir drykkj- arvatni og eins mættu þeir ann ast ýmsar viögerðir á skipum sín- um í lygnunni á firðinum. Voru oft á tíöum allnokkur skip á firðinum í fyrra. Rússarnir hafa jafnan verið mjög hógværir, þegar þeir stíga á land þar eystra og fara aldrei langt frá bryggjunni. Nú er einnig von Norðmanna og Færeyingar í ríkari mæli en veriö hefur í sumar á Seyðisfirði, en ó- venjulítið hefur þar veriö um er- lenda sjómenn eins og gefur að skilja, sem og á öðrum Austfjarða höfnum, vegna fjarlægðar sfldar- miðanna, en þar eru jafnan sjó- menn af ýmsu þjóðerni á sumrin þegar síldin er annars vegar. Brotizt inn í bílnleigu og bifreið stolið Brotizt var inn í Bílaleiguna Fal við Rauðarárstíg í fyrrinótt og það- an stolið lyklum að sjö bifreiðum og einni bifreiðinni, sem stóð fyr- ir framan fyrirtækið. Hafði þjófur- inn brotið rúðu í dyrum og síðan teygt sig í lásinn og þannig kom- izt inn. Öðru verðmæti hafði hann ekki stolið og auðséð, að það hafa eingöngu verið bílarnir ,sem þjóf- urinn hefur haft augastað á. Bill- inn, sem hann stal, var af Volks- wagen-gerð, hvítur að lit, með skrá setningamúmerið R-16605. Bileigandi finnur „stolinn bil sinn hjá lögreglunni Bíleiganda einum brá illilega í brún, þegar hann ætlaði að ganga að bíl sínum, þar sem hann hafði Iagt honum ólög- lega við gatnamót Laugavegar og Barónstígs, Bíllinn var horf inn þaðan, sem eigandinn hafði lagt honum. Þegar hann sneri sér til lög- reglunnar til þess að kæra bíl- stuldinn, sem hann þóttist hafa orðið fvrir, komst hann að raun um það, að það var lögreglan sjálf, sem haföi fjarlægt bílinn. Hún hafði komið að bílnum, þar sem honum hafði verið lagt með lyklum í, þannig að öðrum ökumönnum stafaði nokkur hætta af, auk þess, sem hvaða óvita var gert auðvelt að fikta í bílnum, meðan lyklarnir voru í honum. Hafði lögreglan farið með bíl inn af staðnum og ætlaði 1 fyrstu með hann inn á stöð, þangað sem eigandinn gæti svo sótt hann, þegar hann saknaði bílsins, en þá kom í Ijós, að bíllinn var í slíku ásigkomulagi, að ekki þótti fært aö hafa hann í umferð. Þegar skoðun hafði fariö fram á honum, voru skrá- setningamúmerin klippt af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.