Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 07.10.1967, Blaðsíða 12
12 V í S IR . Laugardagur 7, október 1967. Þaö grillti í menn á ferö úti í myrkrinu, varðmaöur kallaöi til þeirra og stöövaði þá sem snöggv- ast, en leyfði þeim svo aö halda áfram. Þegar þeir komu inn í bjarmasvæðið umhverfis bálið, I mátti kenna þar írsku ökumennina. j Kevin O’Flathery fór fyrir þeim og þegar hópurinn nálgaöist svo, 1 að herforinginn gat greint andlit ' og svipbrigði, þótti honum sem hinum rauðhæröa, máldjarfa íra væri undarlega brugðið. Hann heils aöi fátkennt, tók svo ofan pottlok- ið og hringsneri því milli handa sér, eins og hann vissi ekki hvern ig hann ætti að bera upp erindið. „Fyrirgefið, herforingi, en má ég segja við yður nokkur orð?“ spuröi hann hikandi. „Auðvitað, O’Flathery. Hvaö liggur yður á hjarta?“ „Við héldum með okkur fund, herra“, mælti O’Flathery og dró nú pappírsblað upp úr vasa sínum, „þar sem samþykkt var með ðll- um greiddum atkvfeðum, að sökum hins ótrygga ástands, sem nú hefur skapazt, og sem við viðurkennum fúslega og undir vitni, aö viö ber- um ábyrgð á að vissu marki, en lýsum hins vegar allri sök af hönd um okkar fram yfir það og öllu, sem af því kann að leiða, skyld- um við ganga tafarlaust á fund yðar, herra og afhenda yður form lega og skriflega undirritaða beiðni þar sem við förum þess auðmjúk lega og falslaust á leit, að þér veit- ið okkur hæli og athvarf". „Ég skil“, svaraöi Gearhart her foringi, þegar O’Flathery gerði hlé til að draga andann, en í rauninni hafði herforingmn lítið getað áttað sig á hinum flókna málflutningi írans. „Gerið svo vel að lesa mér beiðnina". Kevin O’Flathery geröi það, og herforinginn, sem í rauninni var enn litlu nær, spurði að lestrinum loknum: „Með öðrum og færri orð- um sagt, þá teljið þið ykkur ekki lengur í þjónustu Franks Wafling hams?“ „Alls ekki, herra. Viö lítum ein- mitt á okkur sem dygga og trúa starfsmenn hans, þangað til hann gerir annað hvort að reka okkur eöa ganga að kröfum okkar“, svar aði O’ Flathery. „En þér viljið ekki sofa í nám- unda við vagna hans í nótt?“ „Það er einmitt það, herra. Þess vegna förum við fram á það, allra auðmjúklegast, að þér veitið okkur hæli og náttból í tjaldbúöum hers- ins að við megum fela okkur um- sjá yðar, og þér getið borið þvf vitni hvar við höfum haldið okk- ur, hvað við höfum aðhafzt, og að við eigum ekki neina sök á neinum refsiverðum aðgerðum, sem...“ ,,Þér gerið sem sagt ráð fyrir, að til einhverra tíðinda kunni að draga í nótt?“ spurði herforing- inn vafningalaust, „og viljið sjá svo um að yður og yðar mönn- um veröi ekki um kennt? Er það ekki þetta, sem þér vilduð sagt hafa?“ „Á fundi okkar, herra, sem áð- ur er á minnzt, var það einróma samþykkt, að við gæfum engar yf- irlýsingar umfram það, sem við afhentum yður, skjalfest og undir ritað. Mér skilst að samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna sé ekki unnt aö þvinga neinn til þess að bera vitni gegn sjálfum sér, eða veita þær upplýsingar varðandi vini sína, sem skaðað geta sjálf- an hann eða þá, og samvizka við- komandi meinar honum að láta í té“. „Þér hafið skýrt sjónarmiö yðar til fullnustu, O’Flathery", mælti herforinginn hörkulega. „Sjáið þér svo um, Jackson undirforingi, að mönnum þessum verði veittur næturbeini. Swain undirforingi — setjið tvöfaldan vörð um vagnborg O’Flatherys, og athugið farminn á hverjum vagni, ef því verður við komið án þess aö hreyft sé við konunum, sem tekið hafa sér setu umhverfis þá. Einkum skuluð þið ganga úr skugga um að ekkert hafi verið hreyft við viskítunnun- um“. ,,Já, herra“. Undirforingjamir kvöddu að her mannasið og voru að leggja af stað til að framkvæma skipanir herforingjans, þegar harður hófa- gnýr nálgaöist utan úr myrkrinu. Það var Paul Slater höfuðsmað- ur, sem þevsti inn í bjarmann af bálinu og kippti svo hart f taum- ana á reiðskjóta sínum, að hann spam við hófum, þegar hann nam staðar. Höfuðsmaðurinn var ná- fölur í andliti, þegar hann stökk af baki og heilsaði herforingjan- um. „Ég flyt válegar fréttir, herra“ mælti hann. „Hvað hefur gerzt?“ „Rauðskinnarnir, herra ... þeir hafa afvopnað mína menn og tek- iö konurnar til fanga“. „Hvað?“ „Já, herra. Þetta geröist með svo skyndilegum hætti og við vor- um svo fáliöaðir, aö við fengum ekkert viðnám veitt“. „Hamingjan góða ...“ stundi herforinginn. Svo sneri hann sér að undirforingjunum, Jackson og Swain. „Segiö hornaþeyturunum að kalla riddaraliðana á hestbak, al- búna til atlögu!" „Já, herra“. „Fljótir nú!“ „Bíðið andartak", hrópaöi Slat- er höfuðsmaður, og röddin var slíkri skelfingu þrungin, að undir- foringjamir námu báðir staðar ó- sjálfrátt. „Allar flaustursaögerðir af okkar hálfu stofna lífi viðkom- andi kvenna í hættu ...“ „Ég ætla mér ekki að halda að mér höndum,“ svaraöi Gearhart her foringi. „Auðvitaö ekki, herra ... en at- laga væri mjög óheppilegt við- bragð“. Herforinginn blaut að viður- kenna það, að enda þótt Slater höfuðsmanni væri mjög brugðið, hafði hann þó fulla stjórn á skapi sínu og tilfinningum. Og Gear- hart herforingi kinkaði kolli til samþykkis við ráð hans, en var þó stuttur í spuna, er hann maelti: „Þú hefur rétt aö mæla, höfuös- maður. Við skulum ekki láta blása til atlögu að svo stöddu. En seg- ið riddaraliöunum að vopnast og söðla hesta sína og vera við öllu FÉLAGSLÍF VlKINGUR, handknattleiksdeild. Æfingatafla fyrir veturlnn 1967 -1968. Sunnudaga kl. 9,30 4. fl. karla - 10,20 - - - - 11,10 3. fl. karla - 13,00 M., 1. og 2. fl. karla - 13,50 - — — — Mánudaga kl. 19.00 4. fl. karia - 19.50 3. fl. karla - 20.40 M., 1. og 2. fl. kvenna - 21.30 - - - Þriöjudaga kl. 21.20 M., 1. og 2. fl. karla - 22.10 - - — Fimmtudaga kl. 19.50 M., 1. og 2. fl. karla — 20.40 — - - Föstudaga kl. 19.50 3. fl. kvenna Laugardaga kl. 14.30 3. fl kvenna Æfingar fara fram í íþróttahúsi Réttarholtsskóians, nema þriðju- daga, en þá eru þær 1 íþrótta- höllinni I Laugardal. — Æfing- amar byrja þann 15. sept. Ný- ir félagar eru velkomnir. Mætið vel frá byrjun Þjálfarar „Hvenær fer launagreiðsluleiðangurinn út i gúmmíekruna, Tom?“ „Eftir tvo daga“. „Eina leiöin til að hrekja ræningjana burtu er að láta leiðangurinn leggja af stað“. THE ONLY WAV TO FLUSH OUT 7HE JUNGLE BANDITS IS TO LET THE PATROL. GO AHEAD.’.. BUT THEY'RE KILLERS «ISS O'HARE MIGHT HAVE HER PRETTY NECK SLIT YOU SEEM TD CARE MORE FOR HER NECK THAN SHE DOES.'.. MAYBE WE'LL HAVE TO TAKÉ SOME ACTION TO STOP HER. /... „En þetta em morðingjar, það gæti oröið fallega hálsinum hennar O’Hare dýrkeypt". ‘,,Þú varst nú rekinn fyrir að reyna að aftra henni frá því að fara“. „En þú virðist hafa meiri áhyggjur af háls- inum á henni en hún sjálf, kannski þurfum við að gera ráðstafanir til að stöðva hana'*. „Mér dettur nokkuð í hug“. búnir en bíða frekari fyrirskip- ana. Látið orösendinguna berast hljóðlega um tjaldbúðimar". Eldhúsið, sem allar húsmœður dreymir um Hagkvcemni. stílfegurð og vönduð vinna á öllu Skipuleggjum og gerum yður fast verðtilboð. Leitið upplýsinga. . ~TT~rT' 1 1 ”TT mo «0=4»- .nh LAUQAVESI 133 a!tT)!H7BB ------------—— SIGHVATUR EINARSS0N&C0 SÍMI24133 SKIPHOLT 15 Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgöto 8 II. h. Sími 24940. RAUOARA^STtG 31 SlMI aaOB2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.